Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2002, Page 8
8
MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002
JOV
1
Fréttir
Fimm ungir menn ákærðir vegna atburðar við íþróttahús ÍR síðastliðið vor:
Ákært fyrir að skjóta 8
sinnum úr skammbyssu
- gefið að sök háskabrot en ekki tilraim til manndráps - sakbomingar neita
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur 27 ára Reykvíkingi
fyrir að hafa skotið 8 sinnum úr hálf-
sjálfvirkri skammbyssu á bifreið, sem
tveir menn sátu í, við íþróttahús ÍR við
Skógarsel í lok april á síðasta ári. Á
bílastæðinu voru 10 ungir menn á fjór-
um bílum. Fjórir aðrir í hópnum eru
ákærðir fyrir brot, allt frá umferðar-
lagabrotum upp í sérstaklega hættu-
lega líkamsárás með því að aka á
mann sem kastaðist upp á vélarhlíf,
síðan framrúðu og þak og féll svo á göt-
una fyrir aftan bílinn. Samkvæmt upp-
lýsingum DV var mál þetta ekki sprott-
ið af fikniefnauppgjöri eins og látið var
í veðri vaka á síðasta ári heldur höfðu
einhvers konar hótanir eða heitingar
komið fram sem i raun eru ekki i
gögnum málsins.
Rothögg, ákeyrsla
og skothríð
Ákæran telst óvenjuleg í þvi ljósi að
þegar hleypt er af skotvopni í átt að
fólki, ekki síst ítrekað, er vaninn að
gefa fólki að sök tilraun til manndráps.
í þessu tilviki var því hins vegar ekki
til að dreifa að ásetningur hefði sann-
ast um að viðkomandi hefði ætlað að
gera öðrum mein heldur einungis að
vekja ótta hjá hinum. Ríkissaksóknari
ákærir því í þessu tilviki brot gegn 4.
málsgrein 220. greinar hegningarlag-
anna sem segir m.a. að það varði fang-
elsi allt að 4 árum að stofna lífi ann-
arra í augljósan háska með gáska eða
á sérstaklega ófyrirleitinn hátt.
Einn mannanna er ákærður fyrir
líkamsárás með því að rota mann á
fertugsaldri með hnefahöggi þannig að
fómarlambið féll í götuna og hlaut
heilahristing og minni háttar áverka.
Annar er ákærður fyrir umferðarlaga-
brot með því að hafa slegið steypu-
styrktarjárni i framrúðu bOs sem var á
ferð. Rúðan sprakk en tveir menn vora
i bílnum. Þriðja aðilanum er gefið að
sök að hafa kastað felgulykli í fram-
rúðu annars bíls sem einnig var á ferð
með tveimur mönnum í.
í fjórða lagi ákærir rikissaksóknari
mann fyrir sérstaklega hættulega lík-
amsárás og umferðarlagabrot, því að
aka þeim bíl sem sleginn var með
steypustyrktarjáminu á mann sem var
á bílastæðinu. Sá stökk upp á vélarhlíf-
ina, kastaðist á framrúðuna, þaðan
upp á þak og féll svo á götuna. Maður-
inn hlaut ýmsa áverka en þó ekki al-
varlega.
Eftir skotárás
Maöur hefur verið ákærður fyrir að skjóta 8 skotum úr skammbyssu að
þessum bíl. Tveir menn voru í bílnum þegar skotárásin vargerð.
Að síðustu er einn fimmmenning-
anna ákærður fyrir að skjóta 8 sinnum
úr skammbyssunni, sem hann hafði
ekki skotvopnaleyfi fyrir, á þá bifreið
sem felgulyklinum hafði verið kastað í.
Tveir menn sátu í framsætum hans.
Tvö skot lentu á vélarhlífinni, þrjú í
afturhurð og þrjú í afturstuðara. „Með
þessu stofhaði ákærði lífi eða heilsu
þeirra sem í bifreiðinni voru og ann-
arra viðstaddra á ófyrirleitinn hátt í
augljósan háska,“ segir í ákæru ríkis-
saksóknara. Sami maður er einnig
ákærður fyrir að hafa ræktað og haft í
vörslum sínum 5 kannabisplöntur þar
til lögreglan fann þær við húsleit dag-
inn eftir atburðina i Breiðholtinu.
-Ótt
Nýja MAN-rútan afhent.
Frá hægri: Vilhelm V. Guðbjartsson, Bjarni Björnsson, Árni Oddsteinsson,
Valdimar Gunnarsson og Erlingur Guöjónsson. Þessir fimm stóðu að stofnun
nýja fyrirtækisins.
Auglýsing um frest til að lýsa kröfum
Með úrskurði, dags 27. nóvember 2001, var Burnham
International á íslandi hf., kt. 550191 -1729, tekið til
gjaldþrotaskipta.
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta starfar skv.
lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi
fyrir fjárfesta. Markmið þeirra laga er m.a. að veita
viðskiptavinum verðbréfafyrirtækja lágmarksvernd gegn
greiðsluerfiðleikum þeirra. Sjóðnum er m.a. skylt við gjaldþrot
verðbréfafyrirtækis að greiða viðskiptavinum þess andvirði
verðbréfa og reiðufjár í tengslum við viðskipti með verðbréf,
eftir þeim lögum og reglum sem um starfsemi sjóðsins gilda.
Frestur til að lýsa kröfum á sjóðinn vegna gjaldþrots Burnham
International á íslandi hf. rennur út 31. maí 2002.
Kröfur skulu berast Tryggingarsjóði innstæðueigenda og
fjárfesta, b.t. Sveinbjörns Hafliðasonar, ritara stjórnar sjóðsins,
Kalkofnsvegi 1,150 Reykjavík. Kröfulýsingu skal fylgja afrit af
kröfulýsingu í þrotabú Burnham International á íslandi hf.
Nánari upplýsingar veitir ritari sjórnar sjóðsins í
síma 569 9624
Reykjavík, 25. febrúar 2002
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta
Nýtt hópferðafyrirtæki stofnað:
Fimm félagar slógu
saman í einn bíl
Nýi bílinn
Erlingur Guðjónsson fór fyrstu ferðina á nýja bílnum fyrir nýja fyrirtækið: milli
tvegg/'a skemmtistaða í Reykjavík með árshátíðargesti.
„Þetta var sú leið sem við völdum að
prófa, að slá okkur saman um rekstur
á einum svona bíl,“ sagði Vilhelm V.
Guðbjartsson, betur þekktur sem Villi
Valli á Hvammstanga, þegar hann og
fjórir félagar hans og keppinautar í út-
gerð hópferðabíla tóku sameiginlega á
móti nýjum hópferðabíl í þorralokin.
Þessu nýja fyrirtæki hefur verið val-
ið heitið Bílar og fólk ehf. og þeir sem
að þvl standa auk Villa Valla eru
Valdimar Gunnarsson, Skagafirði, Er-
lingur Guðjónsson, Eyrarbakka,
Bjami Bjömsson, Reykjavik, og fyrir-
tækið Hópferðabílar Suðurlands, Vík,
en fulltrúi þess við móttöku nýja bíls-
ins var Ámi Oddsteinsson.
Bíllinn sem þeir völdu í þessa til-
raun til samrekstrar er fyrsta nýja
MAN-rútan sem seld er á íslandi - aðr-
ar rútur af gerðinni MAN hérlendis
hafa verið fluttar inn notaðar eða yfir-
byggðar hjá öðram aðila.. Þetta er
þriggja öxla bíll, 57 farþega, Lion¥s
Top Coach. Að sögn Villa Valla, sem
einkum hafði orð fyrir þeim félögum,
var stærðin m.a. valin með hliðsjón af
því að flestir þeirra félaganna era úr
tiltölulega fámennum sveitarfélögum
og hafa stundum þurft að leigja sér bil
af þessari stærð til að geta komið hóp-
um úr heimabyggð í einn bU. Einnig er
stærðin hagkvæm við ýmis önnur
tækifæri, að mati þeirra félaga.
Allir eru þefr félagar aðUar að Hóp-
ferðamiðstöðinni og munu BUar og
fólk ehf. einnig hafa aðstöðu þar og
njóta markaðssetningar hennar. Fyrir-
hugað er að ráða sérstakan bUstjóra á
þennan nýja bU en eigendur og starfs-
menn þeirra hlaupa undir bagga eftir
því sem með þarf, m.a. vegna ákvæða
um hvUdartíma ökumanna.
Samanlagt era eigendur BUa og
fólks með um 20 bUa í rekstri. Að
þeirra dómi er orðin knýjandi þörf á
að endumýja mikið af þeim bUum. Það
er hins vegar kostnaðarsamt og þvi
var ákveðið að fara þessa leið tU
reynslu. Ef hún gefúr góða raun má
búast við að haldið verði áfram á
þeirri braut.
Nýir fólksflutningabUar af þeim
stærðum sem algengastar era kosta nú
20-25 mUljónir króna. Algengur ár-
sakstur á svona bU er um 30 þúsund
km en ekki er fráleitt að ímynda sér að
eftirspum eftir svo nýjum bU gæfi eitt-
hvað meira af sér.
Hópferðamiðstöðin á 25 ára afmæli á
þessu ári og fimmmenningamir, sem
allir eru starfandi hluthafar í henni,
fagna því að tilkomu þessa nýja bUs beri
upp á afmælisárið. Auk hans era þrír
nýir bUar væntanlegir tU aksturs fyrir
Hópferðamiðstöðina. Tveir þeirra era
smíðaðir hér heima, hjá Guðmundi
Tyrfingssyni á Selfossi og Reyni Jó-
hannssyni á Akranesi, hvort tveggja
stórir bUar. Þriðji bUlinn er 18 sæta bttl
sem fluttur er inn fuUgerður. -SHH
SPRENGITILBOÐ
Tilboöið gildir
21. ~28. febr.
stór franskar,
hrásalat og
sósa, 2 I Pepsí
KJUKLIIVGt