Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVKUDAGUR 6. MARS 2002 Fréttir Ríkisstjórnin samþykkir stefnumörkun vegna Kyoto-skuldbindinga íslendinga: Út blást u rsspá setur okkur innan marka - Kyotobókun fullgilt á þessu þingi, segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra Minni útblástur Gert er ráö fyrir aö um 10% bensínbíla skibti yfir í dísil meö breytingum á þungaskatti sem leiðir til mun minni útblásturs gróöurhúsalofttegunda. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra segir að þrátt fyrir að vor- þingið verði stutt vegna sveitar- stjórnarkosninganna sé stefnt að því að Alþingi fullgildi Kyoto- bókunina við Rammasamning Sameinuðu þjóð- anna um lofts- lagsbreytingar á yfirstandandi þingi. „Hvatinn fyrir aðildarríki að fullgilda bók- unina núna er ekki síst sá að þetta ferli verði búið fyrir leiðtogafundinn um sjálfbæra þróun sem haldinn verður í sumar, 10 árum eftir að Ríó-ráðstefnan var haldin, og þá gæti Kyotobókunin tekið gildi fyrir þann fund. Hins vegar er þaö vissulega tvísýnt því óvíst er hvort það náist að 55 lönd sem eru ábyrg fyrir meira en 55% af losun í heiminum muni fullgilda á svo skömmum tíma,“ segir Siv Frið- leifsdóttir. Stefnumörkun samþykkt Ríkisstjómin samþykkti í gær stefnumörkun fyrir ísland um þær ráðstafanir sem gera þarf til að standa við skuldbindingar bókunar- innar. Skuldbindingarnar eru í tvennu lagi, annars vegar almennar skuldbindingar og hins vegar skuld- bindingar sem miðast við koltví- oxíðútstreymi frá nýrri stóiðju sem kemur til eftir 1990 sem fellur undir íslenska ákvæðið svonefnda. Al- menna skuldbindingin felur það í sér að útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda muni ekki aukast meira en sem nemur 10% frá árinu 1990, sem þýðir að losunin þarf að vera innan við 3,2 milljónir tonna að meðaltali á skuldbindingartímabilinu frá 2008-2012. Skuldbindingin sem teng- ist íslenska ákvæðinu hins vegar felur í sér að útblástur koltvíoxíðs má að meðaltali ekki vera meiri en sem nemur 1,6 milljónum tonna ár- lega á tímabilinu 2008-2012. Útstreymisspá Fram kemur hjá umhverfisráð- herra að mikið samráð hefur farið fram innan stjórnarráðsins um stefnumörkun í loftslagsmálum undanfamar vikur og mánuði, en íslenska ákvæðið var sem kunnugt er samþykkt á 7. fundi aðildarríkj- anna í Marrakech í Marokkó i nóv- ember síðastliðnum. Að þessari vinnu hafa komið fuiltrúar um átta ráðuneyta og felur stefnumörkunin í sér víðtækar tillögur sem á næstu árum leiða til minna útstreymis gróðurhúsalofttegunda. Unnin hefur verið upp sérstök út- streymisspá og stýrði Hollustu- vernd ríkisins þeirri vinnu og byggði m.a. á nýrri eldsneytisspá og útfærslu á íslenska ákvæðinu. í út- streymisspánni er þó ekki gert ráð fyrir bindingaraðgerðum. Sam- kvæmt spánni verður útstreymi gróðurhúsalofttegunda nánast ná- kvæmlega við þau mörk sem heimil eru samkvæmt Kyotosamkomulag- inu, áður en tekið hefur verið tillit til þeirra mótaðgerða sem felast i skógrækt og landgræðslu. Þannig er gert ráö fyrir að útblástur hér á landi á árunum 2008-2012 verið ná- kvæmlega 3.200 þúsund tonn á ári. Því til frádráttar kæmu svo 200.000 tonn sem menn eiga von á að binda með skógrækt og landgræðslu. Nettó almennur útblástur yrði þá 3.000 tonn á ári. Þungaskatti breytt í þessum útblæstri vegur notkun á eldsneyti þungt og er gert ráð fyr- ir aukningu í útblæstri vegna fjölg- unar bíla. Á móti kemur hins vegar að eldsneytisnotkun á ekinn kdó- metra minnkar um 7% samkvæmt spánni og hver bíll á eftir að aka minna en hann gerir í dag. Þá skipt- ir einnig miklu að reiknað er með að um 10% af bensínnotkuninni færist yfir í gasolíu vegna breytingu á þungaskatti. Rétt er að taka fram að Vegagerðin hefur einnig unnið mikla spá um útstreymi gróður- húsalofttegunda frá samgöngum ásamt spá um losun fram tU ársins 2030. Vegageröin fær hins vegar út nokkru lægri tölur en orkuspár- nefnd og munar þar um 55 þúsund tonnum á ári á skuldbindingartíma- bilinu. Ástæðurnar fyrir ólíkum niðurstöðum eru þær að þessir aðil- ar gefa sér nokkuð mismunandi for- sendur varðandi þróun í bílaeign, tækniframfarir og fleira. Tilviljun Það vekur óneitanlega nokkra at- hygli að útstreymisspáin, áður en tekið hefur verið tillit til bindingar í skógrækt og landgræðslu, fellur nánast alveg saman við þær heim- ildir sem íslendingar hafa til losun- ar á gróðurhúsalofttegundum sam- kvæmt Kyotobókuninni eða 3,2 milljón tonn á ári. Siv Friðleifsdótt- ir segir það tilviljun að þessar tölur skuli hafa orðið þær sömu, en það hafi komið þægilega á óvart. „Og ef við tökum bindinguna inn þá höld- um við okkur innan markanna sem Kyotobókunin kveður á um. Nú þeg- ar erum við búin að binda sem nem- ur 100 þúsund tonnum, þannig að nú þegar erum við búin að ná því marki að verða í 3,1 milljón tonnum en förum niður í 3 miÚjónir sam- kvæmt varlegum áætlunum," segir Siv. Umhverfisráðherra segir að i stefnumörkuninni felist víðtæk en markviss stýring til að minnka út- blástur gróðurhúsaloftegunda. Hins vegar sé ekki talin ástæða til að taka upp innlent kvótakerfi á þessu sviði og aukinheldur muni það reynast óþarfi fyrir íslendinga að kaupa sér kvóta til að standa við skuldbindingar samningsins miðað við þær aðgerðir sem boðaðar eru. Vegna íslenska ákvæðisins munu íslendingar meira að segja hafa nokkrar útblástursheimildir ónýtt- ar en þær heimildir má hins vegar ekki selja. „Ég er mjög ánægð með þessa stefnumörkun enda fellur hún mjög vel að heimildum okkar og skuldbindingum sem settar eru nið- ur í Kyotobókuninni," segir Siv Friðleifsdóttir. -BG SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi í Reykjavík Grafarvogur, lóð Landssímans sunnan Borgarvegar austan Smárarima. í samræmi við 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tiilaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavikur 1996-2016 og deiliskipulagsáætlun fyrir lóð Landssímans í Rimahverfi Grafarvogi. Tillögurnar taka til svæðis er afmarkast af lóð Rimaskóla til suðurs, Smárarima til vesturs, Borgarvegi til norðurs og íbúðabyggð við Laufrima og Mosarima til austurs. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi gerir ráð fyrir að breyta landnotkun lóðarinnar úr athafnasvæði í íbúðarsvæði að mestu. U.þ.b. 5700 m2 svæði (tvær lóðir), í kringum núverandi byggingar, verður þó áfram athafnasvæði. Þá verður hluti svæðisins syðst á reitnum, sem liggur að lóð Rimaskóla, stofnanasvæði þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja leikskóla og grunnskóla fyrir yngstu börnin. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir að nyrst á svæðinu, upp við Borgarveg, rísi þrjár íbúðarblokkir 7-11 hæða með u.þ.b. 132 íbúðum auk þjónustumiðstöðvar. Þar rísi jafnframt tvær íbúðarblokkir á þremur hæðum með allt að 72 íbúðum. Heimilt verði að reisa hjúkrunarheimili í stað 3 hæða blokkanna. Samkvæmt tillögunní verður lögð ný gata um mitt svæðið. Milli hennar og núverandi byggðar við Laufrima og Mosarima verði heimilt að byggja 8 raðhús á 2. hæðum með samtals um 59 íbúðum. Aðkoma að þeim verður um hina nýju götu. Á miðju svæðinu, í kringum núverandi hús fjarskiptastöðvarinnar, verði auk þess heimilt að reisa atvinnuhúsnæði á 2. hæðum. Syðst, við lóð Rimaskóla, er gert ráð fyrir stofnanalóð fyrir barnaskóla fyrir yngri börn og ieikskóla á allt að 2 hæðum. Vestast á svæðinu, við Smárarima, er gert ráð fyrir 47 einbýlishúsum á 1-2 hæðum með aðkomu frá Smárarima. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 6. mars 2002 til 17. apríl 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 17. apríl 2002. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. mars 2002. Skipuiags- og byggingarsvið. ............ ... ...........: v| DV Fiskiskip Eitt af því sem gera á er aö bæta orkunýtingu flotans Ráðstafanir vegna Kyoto Stefnumörkun ríkisstjómarinnar vegna Kyotobókunarinnar tekur á ijöl- mörgum þáttum. Hér á eftir eru þeir helstu: Samgöngur - Núverandi kerfi þungaskatts verði breytt yfir í olíugjaldskerfi. Með því mun skapast efnahagslegur hvati til eldsneytisspamaðar. Gjaldtaka verði stillt af þannig að hlutfallslega hag- kvæmara verði að reka litla dísilbila en núer. - Stuðlað verði enn frekar að aukn- um innflutningi á spameytnari bilum með breytingum á vörugjaldi af bifreið- um. - Umferðarstjómun verði bætt með aukinni samhæfmgu umferðarljósa. -Aukin áhersia verði lögð á leiðir til að draga úr umferðarþörf og að stytta leiðir milli staða við skipulag byggðar. - Almenningssamgöngur verði efldar t.d. með afhámi þungaskatts. Fiskiskipaflotinn - Fræðsla til skipstjómar- og útgerð- armanna um orkuspamað verði aukin. - Stuðlað verði að því að þau nýju og endumýjuðu skip sem koma inn í flot- ann á næstu árum verði búin bestu fá- anlegri tækni til að bæta orkunýtingu. - Dregið verði sem kostur er úr notk- un HFC-kælimiðla. Flúorkolefni við álframleiðslu - Gert verði samkomulag við álfyrir- tæki i landinu um aðgerðir til þess að halda útstreymi flúorkolefna við álfram- leiðslu innan við 0,14 tonn koltví- oxíðígilda á framleitt tonn af áli. - Komið verði á formlegu samráði umhverfisráðuneytisins og iðnaðar- ráöuneytisins við fyrirtæki í áliðnaði um aðgerðir til þess að halda útstreymi gróðurhúsalofttegunda á hveija fram- leiðslueiningu í lágmarki. Meðhöndlun úrgangs - Dregið verði úr urðun úrgangs, einkum lífræns úrgangs. - Dregið verði úr útstreymi gróður- húsalofttegunda frá urðunarstöðum. Landgræðsla og skógrækt - Binding kolefhis með skógrækt og landgræðslu veröi aukin. Þær skóg- ræktar- og landgræðsluaðgerðir sem ráðist verður í á næstu árum verði skipulagðar og framkvæmdar með þeim hætti að nettóbinding kolefnis sem af þeim leiðir verði sem mest að teknu til- liti tii annarra markmiða svo sem vemdar líffræðilegs fiölbreytileika eða eflingar byggðar. Rannsóknir og þróun - Áhersla verður lögð á rannsóknir og þróunarstarf sem stuðlar að auknum árangri af aðgerðum til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. - Aukin áhersla verði lögð á að meta kolefnisbindinguna og að koma binding- arbókhaldi í fastar skorður. - Rannsóknar- og þróunarstarf sem hefur það að markmiði að auka nýtingu umhverfisvænna orkugjafa verður eflt. - Rannsóknir á leiðum til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsaloftteg- unda frá samgöngum verða efldar. - Gerðar verði tilraunir með orku- gjafa sem komið geta í stað olíu, s.s. vetni. Jafnframt verði vel fylgst með þróun annarrar nýrrar tækni hvað þetta svið varðar. Fræðsla og upplýsingar - Sérstakt átak verður gert til þess að fræða almenning um færar leiðir til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda samfara heimilishaldi, úr- gangsmyndun og samgöngum. - Upplýsingagjöf til almennings um eidsneytisnotkun bifreiða, útstreymi gróðurhúsalofttegunda og aíleiðingar loftslagsbreytinga verður auki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.