Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 36
Landssímamaðurinn: Stuðningur landsmanna ■' gleður mig Stuðningur landsmanna gleður mig,“ segir Halldór Örn Egilson, fyrrverandi starfsmaður Landssím- ans, sem upplýsti DV á sínum tíma um Góðráð Friðriks Pálssonar sem þáði milljónir frá Landssímanum fyrir ráðgjafarstörf. Halldór var rek- inn frá Símanum vegna upp- ljóstrana. í skoðanakönnun DV, sem gerð var í vikunni, kemur fram að 8 af hverjum 10 landsmönnum telja að rangt hafi verið af stjórnendum Símans að reka hann. Uppljóstranir Halldórs í DV drógu þann dilk á eftir sér að tveir stjórnarmenn sögðu af sér og nú « hefur forsætisráðherra lýst því yfir að skipta eigi út allri stjóm Lands- símans. „Ég taldi mig vera að vinna þjóð- þrifaverk. Þjóðin fékk þær upplýs- ingar sem hún átti rétt á,“ segir Halldór sem manna í milli kallast Litli Landssímamaðurinn. . Nánar á bls. 6 -rt Skák í Ráðhúsinu: Jóhann kominn 1 f í undanúrsiit í átta liða úrslitum i hinu sterka Minningarskákmóti sem fram fer í Ráhúsinu áttu íslendingar tvo full- trúa, Jóhann Hjartarson, sem sigraði andstæðing sinn, Nick De Firmian, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem tapaði íyrir Jan Votova. í hinum skákunum tveimur sigraði Ivan Sokolov Jan Timman og Thomas Oral sigraði Vla- dimir Malakhov. í undanúrslitum í dag teflir Jóhann við Jan Votova og Ivan Sokolov við Tomas Oral. Skák- irnar hefjast kl. 17.00. -HK Lagaprófessor: , Afplánunarmál óviöunandi Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að óviðunandi sé í réttarríki eins og Islandi að fangar komist ekki í afpiánun fyrr en i haust. Hann bend- ir einnig á að mannréttindabrot við- gangist í fangelsum landsins þar sem gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir með afplánunarfóngum, þaö er sak- laust og ódæmt fólk með dæmdum sakamönnum. í fréttaljósi DV í dag er það einnig rætt að allir sakamenn eigi rétt á skjótri og sanngjamri málsmeðferð. Engin lög, önnur en fyrningalög, virð- ast gilda um að menn fái í ljósi þess að ljúka sínum málum sem fýrst með n + afplánun. í fréttaljósinu er einnig rætt við Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra. Sjá Fréttaljós bls. 11 -Ótt REGJERINGEN LEVE! FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 FRJ ALST, OHAÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 SÁÁ sagði upp samningi við Fangelsismálastofnun: Engir fangar í meðferð hjá SAA áform um eigin deild á Litla-Hrauni liggja niðri Fangar komast ekki lengur í áfengis- eða vímuefnameðferð hjá SÁÁ á siðari stigum afplánunar eins og verið hefur um margra ára bil. Ástæðan er sú að SÁÁ sagði upp samningi við Fangelsismálastofnun frá og með áramótum. Ofan á þetta vandamál hefur sú staða komið upp, samfara hallarekstri fangelsanna, að hætt er við að setja upp meðferð- ardeild á Litla-Hrauni vegna fjár- skorts. Samkvæmt þessu er ljóst að eitt brýnasta verkefni Fangelsis- málastofnunar, að reyna að leysa neysluvanda fanga, er mjög tak- markað. Á hinn bóginn hefur opn- ast fyrir aðstöðu hjá Hlaðgerðarkoti fyrir fanga á síðari stigum afplán- unar. Þorsteinn A. Jónsson forstjóri segir að stofnun- in sé síður en svo í stríði við SÁÁ heldur hafi með- ferðarstofnunin óskað eftir að fangelsisyfirvöld ykju verulega við þær greiðslur sem reiddar höfðu verið af hendi fyrir þjónust- una. „Viö treystum okkur ekki til þess,“ sagði Þorsteinn aðspurður um kröfu SÁÁ um meiri greiðslur. Fangelsisyfirvöld og dómsmálaráð- herra hafa lagt áherslu á að koma á Þorstelnn A. Jónsson. sérstakri meðferðardeild fyrir fanga þar sem hægt er að sækja um að komast inn hvenær sem er til af- plánunar. Þorsteinn telur að þannig verði meðferðarúrræðin miklu skil- virkari af mörgum ástæðum. Tals- verðum fjármunum var varið í að koma deildinni á laggirnar á síðasta ári en nú er fyrir séð að það mun ekki gerast, ekki síst þar sem ekki verður hægt að sinna „frumþörfun- um“ - að koma fóngum yfir höfuð í afplánun fyrr en í haust samfara lokun Hegningarhússins og deildar þrjú á Litla-Hrauni í sumar. „Þetta verkefni verður því að vera eitt af því sem verður á hinum stóra klaka um sinn,“ sagði Þor- steinn A. Jónsson. -Ótt Skiptar skoðanir um fiskveiðifrumvarpið: Einar Oddur gegn frumvarpinu - segir að það hljóti að vera hvimleitt fyrir Árna Mathiesen Stjómarandstæðingar hafa síðustu tvo daga gert harða hríð að frumvarpi Áma Mathiesen sjávarútvegsráð- herra um breytta fiskveiði- stjómun. Fyrsta umræða um frumvarpið hefur farið fram og segist Jóhann Ársælsson ekki sjá neinn tilgang með því að Alþingi samþykki frum- varpið, svo vont sé það. Vinstri grænir telja að áfram verði gengið á stöðu Einar Oddur Krlstjánsson. um áherslum um breytta stjórnun fiskveiða. Sameigin- leg niðurstaða flokkanna er þó að varla sé hægt að tala um veiðileyfagjald þótt álög- ur á sjávarútvegsfyrirtæki muni aukast í hagstæðu ár- ferði. Ámi Mathiesen var líkt og stundum áður sakaður um að ganga erinda útgerðarinn- ar og vilja tryggja óbreytt og at- vinnulíf dreifðra byggða og smáfyrir- tækja en þá og Samfylkingu greinir á i sum- völd innan kerfisins. Ámi svaraði því til að hann gengi erinda allrar þjóðar- innar en ekki einstakra aðila. Einar K. Guðfinnsson sagði að hann gæti aldrei stutt frumvarpið þar sem hann væri gegn auðlindagjaldi. Það gæti verið hvimleitt fyrir Árna að flokksbróðir hans styddi ekki frum- varpið en það yrði bara að hafa það. Einar Oddur sagði að hann teldi Áma betri ráðherra en „bókhaldarana tvo“ sem sátu á undan Áma i ráðherra- stóli. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa lagt til að sjómannaafsláttur verði lagður niður og kom umræða um afslátt upp í þinginu í gær. Árni sagði að hann teldi afsláttinn ekki nauðsynlega forsendu þess að menn veldu sjósókn. -BÞ Varla saknæmt að sitja í nefndinni Stefán Baldursson. DVJvlYND HILMAR PÓR „Norsku ráöherrarnir! Það hefur vakiö athygli að fjóröungur ráöherra ríkisstjórnarinnar er norskur í aöra ættina. Þetta eru þau Geir H. Haarde, Siv Friöleifsdóttir og Tómas Ingi Olrich. Fjóröi ráöherrann, Valgeröur Sverrisdóttir, eroggift Norðmanni. Fyrir vikiö eru menn þegar farnir aö kalla stjórnina „Norsku stjórnina“ og hafa fjölmiölar í Noregi sýnt málinu mikinn áhuga eftir frétt DV á laugardag um máliö. Norskir fjölmiölar hafa veriö á höttunum eftir „norsku ráöherrunum“ og í samtali viö DV staöfesti Siv Friöleifsdóttir þennan áhuga og kvaöst einmitt hafa veriö aö koma úr viötali viö Aftenposten. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri sat í byggingarnefnd Þjóðleik- hússins með Árna Johnsen. „Ég veit ekki til þess,“ sagði Stef- án í gærkvöld þegar DV innti hann eftir því hvort hann væri i hópi þeirra tólf sem lögreglan grunar um aðild að málinu. „Mér þætti það mjög einkennilegt, enda getur það varla talist saknæmt að sitja i byggingarnefndinni." Mál Árna teygir anga sina víða og snertir meðal annars viðskipti við verktakafyrirtækið ístak. Eins og DV hefur greint frá sendi fyrirtæk- ið smið heim til Áma, þar sem hann fékkst við endurbætur á heimili þingmannsins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur DV ekki tekist að ná tali af Páli Sigurjónssyni, forstjóra ístaks, hvorki í gær né í morgun. Þá hefur DV fjallað ítarlega um þátt Árna Johnsens í uppbyggingu mannvirkja í Brattahlíð á Græn- landi. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur meðal annars beinst að þeim þætti. Ekki náðist í Svein Fjeldsted, umsjónarmann framkvæmdanna á Grænlandi. -ÓTG Árni Johnsen: Tjáir sig ekki „Ég er ekki til viðtals um þetta,“ sagði Ámi Johnsen við DV i gær- kvöld en hann er staddur í Færeyj- um. Hann sagðist ekki vita hvenær sá tími kæmi að hann tjáði sig um málið en það yrði í fyrsta lagi eftir að ríkissaksókn- ari lýkur við af- greiðslu þess. Arni Johnsen. Árni hefur þegið biðlaun sem al- þingismaður í þá sex mánuði sem liðnir eru frá því hann sagði af sér þingmennsku en samkvæmt upplýs- ingum Alþingis datt hann út af launaskrá um nýliðin mánaðamót. Árni sagði af sér þingmennsku i byrjun ágústmánaðar á síðasta ári, um tveimur vikum eftir að hann til- kynnti formanni Sjálfstæðisflokks- ins að hann hefði tekið ákvörðun sma um afsögn. Ámi situr hins vegar ennþá sem nefndarmaður í Flugráði, sem fer með stjórn allra flugmála í landinu og auk þess situr þingmaðurinn fyrrverandi ennþá í stjórn raf- magnsveitna ríkisins, RARIK. -ÓTG ‘ oiiiíf mgíliíuélín (yrir faqmenn oq fyrlrtaehl, heimili og sKOlo, fyrir röd og reglu, mig nýbglauegi 14 ♦ sfml S54 4443 • if.is/ráfport ^Gitarinn^ k Stórhöfða 27, k X s. 552 2125. JL Rafmagns gítar, x ¥ magnarT m/effekt >f K il og snúra 33.900kr'K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.