Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Útlönd
DV
REUTER-MYND
Annaö í oröi en á borði
Bush Bandaríkjaforseti krefst þess
aö önnur iönd ástundi frjálsa versl-
un en sjálfum finnst honum í lagi aö
setja á verndartolla.
Tollar á innflutt
stál gagnrýndir
Bandarísk stjórnvöld hafa kallaö
yfir sig reiði helstu stáiframleiðslu-
rikja heimsins fyrir þá ákvörðun
sína að setja háa tolla á innflutt stál.
Framleiöendur hafa hótað hefndar-
aðgerðum og málaferlum.
Evrópusambandið var ekki seint
á sér að fordæma ákvörðun Banda-
ríkjamanna sem ætlað er að koma
til vemdar bandarískum stáliðnaði.
Hann á í vök að verjast. ESB sagðist
ætla að fara með málið fyrir Heims-
viðskiptastofnunina (WTO).
Önnur stór framleiðslulönd, svo
sem Japan, Brasilía, Rússland og
Suður-Kórea, hétu því einnig að
berjast gegn vemdartollunum sem
prédikarar frjálsra viöskipta í Was-
hington ætla að setja.
Settur verður allt að 30 prósenta
tollur á innílutt stál frá og með 20.
mars og mun hann gilda í þrjú ár.
Verölaunahöfund-
ur fer í fangelsi
Hæstiréttur Indlands fann verð-
launahöfundinn Arundhati Roy sek-
an i morgun um óvirðingu við rétt-
inn og dæmdi í eins dags tukthús-
vist. Höfundurinn hafði sér það til
saka unnið að taka þátt í baráttu
gegn umdeildri stíflugerð.
„Við erum ekki í vafa um að hún
gerði sig seka um glæpsamlega
óvirðingu," sagði í úrskurði hæsta-
réttarins.
Dómaramir ákváðu hins vegar að
sýna sakborningnum miskunn,
meðal annars á þeirri forsendu að
um konu væri að ræða. Roy kom
með bakpoka í réttarsalinn, tilbúin
í afþlánunina.
Roy er frægust fyrir bók sína Guð
hins smáa sem komið hefur meðal
annars út á íslensku.
Átökin gegn liðssveitum talibana og al-Qaeda gætu dregist á langinn:
Mikið mannfall í liði tali-
bana í Paktia-fjöllum
Talsmenn bandaríska hersins í
Afganistan vöruðu í gær við því að
átökin viö liðssveitir taibana og al-
Qeada-samtakanna í fjalllendi Paktia-
héraðs í austurhluta landsins, sem
staðiö hafa síðan á fostudag, gætu
dregist á langinn. Að sögn Johns Rosa
herforingja er mikil vinna fram und-
an í barátunni gegn óvininum og
langt í að henni Ijúki að hans mati.
í morgun bárust fréttir af hörðum
bardögum nálægt meintum bæki-
stöðvum liðssveita talibana og hefur
alþjóðaherinn, sem auk hersveita
heimamanna er skipaður hermönnum
frá Bandarikjunu, Ástraliu, Kanada,
Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og
Noregi, mætt harðri mótspymu tali-
bana, sem haldið hafa uppi stöðugri
vélbyssu- og sprengjuskothríð.
í gær var kallað eftir aðstoð fimm
nýrra árásarþyrlna frá bandaríska
flotanum í stað þeirra sem skemmd-
ust í átökum helgarinnar og hafa þær
þegar hafið aðgerðir með eldflauga-
Bandarískir sérsveitarmenn.
árásum á hellasvæðið í fjöllunum.
Að sögn Johns Rosa eru aðstæður
mjög erfiðar í íjöllunum og tefja þær
mjög fyrir sókninni, en foringjar al-
þjóðasveitanna hafa í gær og í dag
lagt meiri áherslu að að sækja fram
með landherinn og því dregið nokkuð
úr loftárásum.
Samkvæmt óstaðfestum fréttum í
gær höfðu meira en hundrað taliban-
ar þegar fallið í bardögunum síðan á
fóstudag, en í morgun bárust þær
fréttir að meira en 500 talibanar væru
fallnir. „Við erum búnir að drepa
mun fleiri en við héldum í fyrstu,"
sagði Walter Piatt, foringi í banda-
rísku sérsveitunum, og bætti við að
hann teldi að talibanar hefðu misst
meira en helming manna sinna á
svæðinu.
í gær bárust þær fréttir frá Afgan-
istan að kanadisk blaöakona hefði
særst alvarlega þegar handsprengju
var kastað inn í bil hennar, en hún
mun hafa fylgst með átökunum í
Paktia-héraði frá borginni Gardez. Þá
bárust þær fréttir í morgun að upp
hefði komist um samsæri afganskra
heittrúarmanna um að ræna erlend-
um fréttamanni í Kabúl.
Karl Bretaprins á Bananal-eyju
Karl Bretaprins kom viö á Bananal-eyju á Amasonsvæöinu í Brasilíu í gær á ferö sinni um Suöur-Ameríku. Hér sjáum
viö Karl í heimsókn hjá Karaja-indíánum sem búa á eyjunni og er höföingi þeirra aö heiöra prinsinn meö forláta
hálsfesti. Eftir heimsóknina til Amason hélt Karl til Mexíkós.
Auglýsendur, athugið:
Miðvikudaginn 13.
marsfylgir DV
blaðauki um fermingar
2002.
Munið að síðasti
skiladagur auglýsinga
erföstudagurinn 8.
mars nk.
Allar ndnari
upplýsingar veita
sölufulltrúar
auglýsingadeildar í
síma 550 5000.
Sími 550 50001 Fax 550 57271 Netfang auglysingar@dv.is
Stuttar fréttir
Daschle upplýstur
Embættismenn
Hvíta hússins upp-
lýstu Tom Daschle,
leiðtoga demókrata
í öldungadeild
Bandaríkjaþings,
um myndun leyni-
legrar vararíkis-
stjómar í kjölfar
hryðjuverkaárásanna í september.
Daschle var upplýstur til að koma í
veg fyrir gagnrýni um að þessu hafi
verið leynt fyrir demókrötum.
Átta fórust í jarðskjálfta
Átta manns týndu lífi og rúmlega
hundrað slösuðust í jarðskjálfta sem
varð á sunnanverðum Filippseyjum
í morgun. Hús skemmdust og raf-
magn fór af borgum.
Fangar enn í svelti
Harður kjarni fanganna frá
Afganistan í flotastöð Bandaríkja-
manna á Kúbu neitar enn að borða.
Kínverjar ætla að eyða
Kínversk stjórnvöld sögðu í
morgun að þau ætluðu að verja
miklu fé í velferðarkerfið og innviði
ríkisins til að lægja reiðiöldur með-
al bænda og verkamanna.
Eldur í jarðgöngum
Nítján starfsmenn lokuðust inni í
brennandi jarðgöngum á hraðbraut
sem er í smíðum nærri París. Þeim
var bjargað heilum á húfi en einn
slökkviliðsmaður slasaðist illa.
Páfi slæmur í hné
í- 1 vikulegri áheyrn
I 'i j sinni í dag að ráði
lækna. Páfi þjáist af
S hefur hún valdið
yt^l óþægindum. Páfi
mun þó ávarpa pilagríma á Péturs-
torginu úr glugga sínum.
Bossi enn til vandræða
Stjórnarandstæðingar á Ítalíu
hafa krafist þess að Umberto Bossi,
leiðtogi Norðurbandalagsins og um-
bótaráðherra, verði látinn víkja
vegna ásakana hans um að Evrópu-
sambandið væri fasískt.
Kratar vænta sektar
Jafnaðarmanna-
flokkur Gerhards
Schröders Þýska-
landskanslara á von
á því að flokknum
verði gert að greiða
háar fjársektir
vegna hneykslis-
máls í flokksdeild-
inni í Köln. Það mun snúast um
ólöglega fjármögnun flokksstarfs-
ins. Þá mega kratar eiga von á erf-
iðum spumingum frá íhaldsmönn-
um í stjómarandstöðu.
Tala látinna yfir 600
Tala látinna í átökum múslima og
hindúa i Gujarat-fylki á Indlandi er
nú komin yfir sex hundruð, eftir að
fleiri lík fundust í gær. Tiltölulega
rólegt var í Gujarat í gær.
Jagúar drepur mann
Jagúar réðst á starfskonu Schön-
brunn-dýragsirðsins í Vínarborg í
gær og varð honum að bana. Konan
ætlaði að gefa dýrinu að éta. Jagú-
arinn lagði síðan til atlögu gegn for-
stjóra dýragarðsins.