Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
Fréttir
DV
íbúum Borgarbyggðar fjölg-
ar umfram landsmeðaltal
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
var íbúafjöldi í Borgarbyggö 2.523
þann 1. desember 2001. Hinn 1. des-
ember 2000 voru íbúar Borgarbyggð-
ar 2.468 og varö því fjölgun milli ára
um 55 manns eöa 2,2%. Fjölgunin er
vel yfir landsmeðaltali sem var 1,2%
aukning í mannfjölda. Á milli ár-
anna 1999 og 2000 fjölgaði um 47
íbúa í Borgarbyggð. Á tveimur
árum hefur íbúum Borgarbyggðar
því fjölgað um liðlega 100 eða um
4,2%. Á sama tíma fjölgaði lands-
mönnum um 2,7%.
íbúum í Borgamesi fjölgaði úr
1.740 í 1.775 eða um 35 milli áranna
2001 og 2000 sem er 2,0% aukning. I
dreifbýlinu var fjölgunin á sama
tíma 20 manns eða 2,7% aukning
sem verður rakin til fjölgunar íbúa
á Bifröst. Með þessari fjölgun íbúa í
Borgarbyggð hefur verið slegið met
áranna 1991-1993 þegar íbúafjöldinn
náöi liðlega 2.500 manns, þ.e. í þeim
sveitarfélögum sem þá voru og nú
mynda Borgarbyggð. Hæst fór íbúa-
talan i 2.514 árið 1993.
Þetta gerist þrátt fyrir að at-
vinnumálin hafi verið í brennidepli
í kjölfar þess að Norðlenska til-
kynnti um áramótin um uppsagnir
allra starfsmanna sinna í Borgar-
nesi og lokun sláturhúss og kjöt-
vinnslu. Heimaaðilar ákváðu strax
að kanna leiðir fyrir áframhaldandi
starfsemi undir nýjum fána. Til
Borgarnes
Fjölgunin er vel yfir landsmeöaltaii.
þess var nauðsynlegt að ná samn-
ingum við Norðlenska um yfirtöku
á húsum, tækjum og vörumerkjum.
Um miðjan janúar lauk nauðasamn-
ingum Kjötumboðsins sem leiddi
m.a. til þess að Sparisjóður Mýra-
sýslu leysir til sín fasteignirnar í
Brákarey. Náðst hafa samningar við
Norðlenska um kaup á tækjum og
tólum, ásamt vörumerkjum og yfir-
töku á leigusamningi húsanna.
Þetta er þó háð endanlegu samþykki
stjórna. Unnið er að stofnun félags
um reksturinn og að koma starfsem-
inni af stað. Hluthafar verða Spari-
sjóður Mýrasýslu, Borgarbyggð og
Kaupfélag Borgfirðinga. Stórum
hluta þeirra starfsmanna sem unnu
hjá Norðlenska mun bjóðast vinna
hjá fyrirtækinu. -GG
Hættir í
bankaráði
Jón Ólafsson
sendi í gær frá sér
yfirlýsingu þar
sem hann kveðst
ákveðinn í að gefa
ekki kost á sér til
áframhaldandi
setu í bankaráði
íslandsbanka.
„Ástæða þess er
sú að ég hef
ákveðið að selja hlutabréf min í bank-
anum um leið og viðunandi verð
býðst. Hafandi tekið þá ákvörðun tel
ég eðlilegt að draga mig i hlé frá
stjórnarstörfum á næsta aðalfundi,"
segir í yfirlýsingunni. -aþ
Gríðarlegur halla-
rekstur á Royal
Greenland
Gríðarleg uppbygging að Bifröst
Griðarleg uppbygging á sér nú
stað á Bifröst. Skömmu fyrir jól var
tekin skóflustunga að 1.100 fm
skólahúsnæði sem verður tilbúið til
notkunar næsta haust. Þessi misser-
in eru í byggingu tugir íbúða á Bif-
röst. Samtals er verið að fjárfesta
fyrir yflr 800 milljónir króna á
staðnum. Þegar upp verður staðið
er gert ráð fyrir að við Viðskiptahá-
skólann á Bifröst verði yfir 300 nem-
endur og íbúar á staðnum yfir 600,
eða fleiri en í meðalþorpi á íslandi.
Mikil og vaxandi aðsókn hefur ver-
ið að undanfómu eftir skólavist að
Bifröst.
Þessi mikla stækkun samfélags-
ins á Bifröst kallar á aukna þjón-
ustu frá Borgarbyggð. Starfshópur
lýkur senn við að móta tillögur um
uppbyggingu á nýrri leikskóladeild
á Bifröst sem geti tekið við 30 börn-
um. Pjölgunin hefur áhrif á grunn-
skólann að Varmalandi og er unnið
að greiningu á valkostum um
hvernig verði tekið á þeim málum.
Unnin hefur verið úttekt á áhrifum
Viðskiptaháskólans á nærumhverfi
sitt og sveitarfélagið. Þeirri vinnu
er lokið með skýrslunni „Borgar-
byggð og Bifröst - sambúð háskóla
og byggðarlags“ sem sveitarstjóm
Borgarbyggðar hefur gefið út. -GG
DV-MVND PJETUR.
Bifröst í Borgarfirði
Miklar byggingaframkvæmdir eru nú viö Viöskiptaháskólann á Bifröst í Borgarfiröi.
'A Á -
Breyttir tímar í vændum í sauðfjárbúskap:
Frjálst framsal hjá sauðfjárbændum
Mjög styttist í að kvóti sauöfjár-
bænda gangi og kaupum og sölum á
frjálsum markaði. Þetta kom fram á
Alþingi í gær í utandagskrárumræð-
um um framkvæmd búvörulaga og
stöðu sauðfjárbænda. Margir þing-
menn lýstu áhyggjum af stöðu sauð-
fjárbænda en aðrir töldu bjart fram
undan og í þeim hópi var Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra.
Jón Bjamason taldi að miklu
markvissar mætti vinna í markaðs-
setningu innanlands á kindakjöti.
Hann varaði við því að örlög ís-
lenskrar sauðijárræktar yrðu reglu-
gerðarfargani
ESB að bráð.
Kristinn H.
Gunnarsson sagði
að staða kinda-
kjötsins væri að
mestu leyti sterk.
íslenskir neytend-
ur væra mjög
tryggir kindakjöti.
Karl V. Matthí-
£isson sagði að
fækkun sláturhúsa þýddi að nú væri
sauðfé ekið mörg hundrað kílómetra
leið frá bæ að sláturstað og með þvi yk-
Þuríður
Backman.
ist hætta á smit-
sjúkdómum milli
svæða. Hann
spurði hvort ekki
væra reglur gegn
þessu.
Karl sagðist
einnig hallast æ
meir að því að bil-
ið milli neytenda
og bænda væri allt
of breitt. Hann
viðraði þann möguleika að bændum
yrði gefið sláturleyfi og þeir kæmu
meir að sölunni sjálfir en fyrr. Einnig
, Guðni
Agústsson.
taldi Karl varasamt að halda áfram að
eyða heilmiklum fjárhæðum í mark-
aðssetningu á kindakjöti utanlands.
Væntanlega myndi útflutningur ekki
skipta sköpum i framtíðinni.
Frummælandinn Þuríður sagði
mikilvægt að ræða stöðu sauðfjárbú-
skapar þvi ljóst væri að staða bænda
væri veik. Frjálst framsal greiðslu-
marks myndi hafa mikil áhrif á fækk-
un jarða í ábúð með þar til gerðum
margfóldunaráhrifum fyrir sveitimar.
Huga ætti að þessum breytingum með
tilliti til ferðaþjónustu. -BÞ
Krabbameinsfélagið afhendir viðurkenningu:
Norðurmjólk reyklaus vinnustaður
Norðurmjólk á Akureyri hefur
fengið afhenta viðurkenningu i tilefni
þess að um nýliðin mánaðamót var
fyrirtækið gert að reyklausum vinnu-
stað. Því fylgir að reykingar era
hvorki heimilar í húsnæði né á lóð
mjólkursamlagsins. Það var Þorbjörg
Ingvadóttir hjá Krabbameinsfélagi
Akureyrar og nágrennis sem afhenti
Norðurmjólk viðurkenninguna.
Að sögn Kristínar Halldórsdóttur,
gæðastjóra Norðurmjólkur, var
talið eðlilegt að stíga þetta skref
sem lið í að viðhalda og efla þá
hreinleika- og gæðaímynd sem
mjólkursamlagið vill hafa. Raunar
hafa gæðamál lengi verið tekin
mjög föstum tökum í fyrirtækinu,
með góðum árangri. Má í því sam-
bandi nefna að það var á árinu 1999
fyrsta mjólkursamlag landsins til að
fá gæðastjórnunarkerfi sitt vottað
samkvæmt hinum alþjóðlega ISO
9001 staðli og á sama ári fyrsta
Viðurkenning
Þorbjörg Ingvadóttir hjá Krabba-
meinsfélagi Akureyrar og nágrennis
afhenti Helga Jóhannessyni, fram-
kvæmdastjóra Noröurmjólkur, viöur-
kenningarskjal til staöfestingar um
reyklausan vinnustaö.
mjólkursamlag hérlendis til að fá
útflutningsheimild til landa Evrópu-
sambandsins. Áhersla er lögð á að
viðhalda gæðum og ferskleika
mjólkurinnar allt frá því hún kem-
ur úr kúnni og þar til afuröin er
komin í hendur neytenda. Þannig er
mikið og gott samstarf við bændur á
félagssvæðinu sem skilað hefur
einkar góðum árangri við að halda
frumutölu sem lægstri. Kristín seg-
ir vissulega nokkurt átak að gera
vinnustaðinn algerlega reyklausan
en starfsmenn hafi haft góðan aðlög-
unartíma og sátt ríki um þessa
ákvörðun. -BG
Nýbirtar afkomutölur Royal
Greenland A/S, stærsta fyrirtækis
Grænlands, sýna um 3,3 milljarða
islenskra króna hallarekstur, sem
er mesta tap í
sögu fyrirtækis-
ins. Fyrirtækið
veltir um 41
milljarði ís-
lenskra króna á
ári, en saman-
lagt tap frá fyrri
árum er um 26
milljarðar
króna. Taprekst-
ur siðasta árs
verður þó að
skoða í ljósi þess að fyrirtækið tók
þá ákvörðun að afskrifa ýmsa
hluta rekstursins, sem reknir voru
með tapi, á einu ári, í stað þess að
dreifa afskriftunum yfir lengra
árabil.
Grænlenska heimastjórnin, sem
er eigandi fyrirtækisins, hefur
gert miklar breytingar á stjórn
þess. Meðal annars urðu stjómar-
formaðurinn, Uffe Ellemann-Jen-
sen, fyrrum utanríkisráðherra
Danmerkur, og tveir aðrir fyrriun
ráðherrar að hætta störfum. í stað
þeirra era komnir forstjórar stofn-
ana sem heyra undir grænlensku
heimastjórnina. Markaðssérfræð-
ingar túlka það svo að heima-
stjórnin vilji styrkja tök pólitískra
ráðamanna á fyrirtækinu.
Um árabil hefur verið ókleift að
reka Royal Greenland á venjuleg-
um markaðsforsendum þvi eigend-
ur fyrirtækisins hafa falið þvi
ýmis samfélagsleg verkefni.
Stjórnarmennirnir sem nú hafa
verið látnir fara höfðu reynt að
losa fyrirtækið undan þessum
skyldum. -GG
Uffe Ellemann-
Jensen.
Frá afhendingu gjafarinnar.
Háskóli íslands:
Þingspegill
aðgjöf
Viðskipta- og hagfræðiskor Há-
skóla íslands hefur tekið við Libra
Þingspegli frá Libru ehf. og Verð-
bréfaþingi íslands að gjöf. Libra
Þingspegill er markaðs- og upplýs-
ingaforrit sem miðlar upplýsing-
um af íslenska fjármálamarkaðn-
um frá Verðbréfaþingi íslands og
gerir notendum kleift að skoða
stöðu og þróun viðskipta auk ým-
issa sögulegra upplýsinga frá Verð-
bréfaþingi í rauntíma. Libra og
Verðbréfaþing vilja með gjöfmni
leggja sitt af mörkum til að auka
þekkingu á verðbréfamarkaðnum
og þeim hugbúnaði sem notaður er
innan greinarinnar. -aþ