Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 32
36 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 Tilvera DV 11 f i Djass á bláu könnunni Jazzkvartett Sxrnnu Gunnlaugsdóttur leikur á Bláu könnunni á Akureyri í kvöld. Sunna er fyrst íslenska kvenna til að gera djasspíanóleik að ævistarfl en auk hennar spila í kvartettinum þeir Ohad Talmor á saxofón, Matt Pavolka á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21.15. Krár ■ OPINN MÆK A SIRKtlS And- mælakvöld Rodo eru orðin fastur liöur á Sirkus annan hvern miðviku- dag. Þá er opinn míkrófónn á staön- um þar sem öllum er frjálst að tjá sig með ræðu, rappi, Ijóði eða söng. Plötusnúðurinn Bangsi sér um tónlistina. Herlegheitin hefjast kl. 21. Tónlist ■ SINFONIAN I UPPSVEITUM Sinfóníuhljómsveit Islands leikur á tvennum tónleikum í íþróttahúsinu í Reykholti í Biskupstungum á morgun, fimmtudag. Kl. 15 veröur sérstök tónlistardagskrá fyrir börn og unglinga og kl. 20 almennir tonleikar. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Bernharöur Wilkinson og Margrét Örnólfsdóttir kynnir tónlistina. ■ ÓKEYPIS NUDD Kaupfélags- stjórinn Frikki býður gestum upp á frítt axlanudd á staönum. Fundir og fyrirlestrar ■ STAÐA ALDRÁÐRA RÆPP Stelngrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra er meöal fyrirlesarar á námskeiði um stööu aldraðra í nútímasamfélagi sem haldið er á vegum Endurmennt- unarstofnunar HÍ á morgun, fimmtudag, milli kl. 9 og 16. ■ NÁM OG SJÁLFSNÁM Eyjólfur Már Sigurðsson, deildarstjóri Tungumálamiðstöðvar Hl og stundakennari í frönsku, fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Fyrirlesturinn ber heitið Fáeinar huglelðingar um nám og sjálfsnám í tungumálum í Lögbergi, stofu 101. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.15 í dag. ■ FRÆÐSHIFUNDUR AÐ KELPUM Næsti fræðslufundur Tiiraunastöövarinnar veröur á morgun, 7. mars, kl. 12.30. Þóra J. Jónasdóttlr dýralæknir flytur erindiö „Rannsóknir á erfðasjúkdómum i dýrum - með áherslu á hunda og krabbamein." Sýningar ■ I MINNINGU ROTHIKO Sýning Slgtryggs Bjama Baldvinssonar í fordyri Hallgrímsklrkju hefur yfirskriftina í minningu Rothko og leitarlnnar að hlnu ósegjanlega. Hún er opin alla daga frá 9-17 og stendur til 20. maí. Aðgangur er ókeypis. ■ ÞETTA VIL ÉG SJÁ í Gerðubergi er sýningin Þetta vil ég sjá. Þar eru verk eftir ýmsa listamenn sem Eva Maria Jónsdóttir valdi. ■ LÍFVANA j ÁSMUNPARSAL Lífvana nefnist Ijósmyndasýning Ingu Sólveigar Friöjónsdóttur. Hún er í Asmundarsal Listasafns ASÍ við Freyjugötu. Jagúarmenn í afmælisskapi Bræðurnir Daöi og Börkur Hrafn Birgissynir og Samúel J. Samúelsson úr hljómsveitinni Jagúar létu sig ekki vanta í afmælishóf FÍH. Vilhjálmi prinsi, i------------- syni þeirra Karls Bretaprins og Díönu heitinnar prinsessu, leiðist víst ósköpin öll í háskólabænum St Andrews í Skotlandi þar sem hann nemur lista- sögu. I-------------- Blaðið Sunday Times sagði að prinsinum gengi erfiðlega aö eignast vini, auk þess sem honum fyndist skólinn vera einangraður. Karl faðir hans, sem átti i sams konar vanda á sínum háskólaárum, hefur hvatt soninn tO að harka af sér, því ekki sé óalgengt að það taki nokkum tíma að aðlagast nýjum að- stæðum. Gildir það jafnt um prinsa sem venjulega dauðlega unglinga. Biógagnrýni Sam-bíóin - Collateral Damage + Samkvæmt bókinni Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. 70 ára afmæli FÍH: Tónlistarmenn heiðraðir Villa prins leið- ist í Skotlandi Crawford aftur á háu hælana Tiskudrottningin Cindy Craw- ford er aftur komin á stjá í tísku- bransanum eftir meira en þriggja ára hlé, en segist fegin að vera ekki lengur á fullu í faginu. Cindy, sem nú er oröin tveggja barna móðir, var þó aðeins að gera vini sínum, tískuhönnuðin- um Roberto Cavalli, greiða, þegar hann sýndi nýjustu haust og vetr- arlínu sína á sýningu í Mílanó um helgina. „Þetta var mjög gaman,“ sagði Cindy og bætti við að henni hefði liðið eins og lítilli stúlku i fataleik. „Ég gæti þó ekki hugsað mér að gera þetta aftur að fullu starfi allt tímabilið. Til þess er þetta allt of krefjandi og tíma- frekt,“ sagði Cindy, enn með gamla fæðingarblettinn á vörinni og glansandi brúnt hárið, sem sitt aðalvörumerki. Það varð ekki þverfótað fyrir tón- listarfólki í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna á laugardaginn þegar félagið fagnaði 70 ára afmæli sínu. Mátti þar sjá tónlistarmenn úr hinum ýmsu geirum tónlistarinnar, jafnt poppara sem klassíkera og djassgeggjara, skemmta sér saman við mat og drykk fram eftir kvöldi. Margir stigu á svið til að áma af- mælisbarninu heilla og að sjálf- sögðu var lagið tekið enda enginn skortur á liðtækum hljóðfæraleikur- um í salnum. Meðal þeirra sem komu fram voru Kristjana Stefáns og Agnar Már, Bubbi, ellefu manna Stuðmenn heiðraðir Htjómsveit allra landsmanna, Stuðmenn, var meðal þeirra tónlistar- hópa sem fengu sérstök heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Hér eru Stuðmennirnir Ragnhildur Gísladóttir og Egill Ólafs- son ásamt Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu og eiginkonu Egils. Reykjavíkur og Stuðmenn, en fram- lag þessara sveita þykir mikið til ís- lensks tónlistarlífs. Heiðursgull- merki fyrir gott starf fengu Snorri Öm Óskarsson, Rósa Hrund Guð- mundsdóttir og Kristinn Svavars- son. Sérstaka viðurkenningu fékk Hafnarfjarðarbær fyrir að búa vel að tónlistarkennslu með byggingu glæsilegs tónlistarskóla. kór, Blásarakvintett Reykja- víkur og Jagúar. Veislustjórarnir Fjölmiðlakonurnar og söngspírurnar Eva Ásrún Albertsdóttir og Guðrún Gunnars- dóttir sáu um veislustjórn og fórst verkið vel úr hendi eins og þeirra er von og vísa. Um leið og hátíðin var nokkurs konar uppskeruhátíð þá voru í tilefni afmælisins veittar viðurkenningar og heiöursmerki. Heiðursviður- keningar hlutu Kammersveit Reykjavíkur, Blásarakvintett Reykjavíkur, Stórsveit Með nafni myndarinnar, Collater- al Damage, er vísað til hugtaks sem er í miklu uppáhaldi hjá hryðju- verkamönnum sem, undir yflrskini réttlætis, segja að dráp á saklausum borgurum sé hörmulegt en nauð- synlegt til að tilganginum sé náð. Þegar þessi skilningur er búinn að festa rætur þá eiga hryðjuverka- menn auðvelt með að halda áfram á sömu braut þó heimurinn fordæmi þá og telji þá ekkert annaö en mis- kmmarlausa morðingja. í Collateral Damage er í upphafi um að ræða „klassískt“ hryðjuverk. Mótorhjóli með sprengju er komiö fyrir framan við veitingastað þangað sem væntanlegir eru hátt- settir embættismenn. Sprengjan springur, skotmarkiö sleppur lif- andi og saklausir borgarar, meðal annars móðir og ungur sonur henn- ar farast. Eiginmaðurinn, slökkvi- liðsmaðurinn, Gordy Brewer (Arnold Schwarzenegger) veröur vitni að atburðinum og er harmi sleginn sem von er. Harmurinn snýst þó upp í reiði þegar yfirvöld, sem vita hver stóð á bak við sprengutilræðið, neita af pólitískum ástæðum að hafa uppi á kólumbíska hryðjuverkamanninum Úlfinum. Komlnn til Kólombíu Arnold Schwarzenegger er í hefndarhug í Collateral Damage. Brewer ákveður því að taka til eig- in ráða og þar kemur reynsla hans í slökkviliði Los Angeles honum til góða. Segja má að ekkert sé í sögunni sem komi á óvart. Um er að ræða mynd sem gerð er nákvæmlega eftir bókinni. Hver persónan á fætur annarri hefur verið til staðar í ein- hverri af stórkarlalegum kvikmynd- um Schwrzenegger, sem greinilega er að fara í sama farið og keppinaut- ur hans Silvester Stallone að endur- taka sig of oft. Eftir hverja klisjuna af annarri rofar þó til í lokin og upp á yfirborðið kemur kemur flétta sem gerir það að verkum að lokaat- riðin eru virkilega spennandi. Það er óhjákvæmilegt að upp í hugann komi hryðjuverkin 11. sept- ember og er skiljanlegt að myndin hafi verið sett upp í hillu og geymd í þrjá mánuði. í henni er verið að lýsa hryðjuverkum í Bandaríkjun- um, sem eru mun minni að umsvif- um en í raunveruleikanum og það sem kannski fyrst og fremst leiðir hugann að atburðunum er að Schwarzenegger leikur slökkviliðs- mann. Hvað varðar frammistöðu hans þá hefur leikur hans ekki breyst til batnaðar með aldrinum og hann á jafn erfitt og áður með að tjá sig í mæltu máli. Aðrir leikarar eru allir til hliðar og setja lítiö mark sitt á myndina. Leikstjóri: Andrew Davis. Handrlt: David Griffiths og Peter Griffiths. Kvlkmynda- taka: Adam Greenberg. Tónlist: Graeme Revell. Aóallelkarar: Arnold Schwarzenegger, Elias Koteas, John Turt- urro, Francesca Neri og John John Leguizamo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.