Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 17
MIÐVKUDAGUR 6. MARS 2002 17 DV____________________ Hægri eða vinstri Hún var ekki í vafa, tólf ára fylgdarmær mín á sýningu Verslunarskólans á Slappaðu af: Hún ætlar í Versló þegar hún hefur aldur til! Áreiðanlega hafa sýningar skólans undan- farin ár laðað marga að skólanum vegna þess hve metnaðarfullar þær eru og skemmtilegar og sýning þeirra nú hefur þar á ofan athyglis- verða skírskotun í nýliðinn tíma hér á landi - sem þó er sjálfsagt svo fjarlægur þessu unga fólki að hann gæti flokkast með miðöldum. Felix Bergsson lætur leikritið gerast á sjö- unda áratugnum, áratug kapphlaupsins um geiminn, Berlínarmúrs, Kúbudeilu og Ví- etnamsstríðs - áratugnum þegar skólafólk varð til sem pólitískt afl. Á sviðinu takast á tveir hópar ungmenna, hægra gengið og vinstra gengið, og má þar bæði ímynda sér Heimdall og Fylkinguna sem fyrirmyndir en líka Versló og MH sem var einmitt stofnaður á þessum áratug i upphafi róttæka skeiðsins og ber þess kannski enn merki. Yfir hina pólitísku víglínu teygja sig ástir tveggja ungmenna, Rómeó og Júliu þeirra tíma. Hún er kærasta Mána (Jón Ragnar Jóns- son), höfuðpaurs hægra gengisins, heitir Tinna (María Þórðardóttir) og er gulifalleg og góð hægripía i upphafi leiks en tekur athygl- isverðri þróun í rás viðburða. Hún reynist kannast við nýjan strák í vinstra genginu, Kjartan Ólafsson, og laðast að honum gegn vilja sínum. Kjartan er líka frændi Bolla, fyr- irliða vinstra gengisins, en ekki gengur Felix lengra í tilvísun til Laxdælu! 1 vangaveltum sínum og togstreitu milli strákanna (og hópanna) tveggja dregur Tinna hárréttar ályktanir: Hún á ekki að verða bitbein karl- manna heldur taka sínar eigin ákvarðanir. I leikslok skiptir ekki höfuðmáli hvort hún vel- ur Kjartan eða Mána heldur er hún orðin sjálfstæð stúlka, reiðubúin að takast á við framtíðina og hala með sér hinar stelpumar úr báðum herbúðum. Fyrsta konan sem hún „snýr“ er raunar fyrirmyndarhúsmóðirin móðir Mána, skemmtilega leikin af Andreu ídu Jónsdóttur, sem kemur í ljós að er stærð- fræðiséní sem á sinn þátt í vel heppnaðri tunglferð Bandaríkjamanna! Leikiist Þetta reynist sem sagt vera leikrit um upp- haf Rauðsokkahreyfingarinnar fyrir rúmum þrjátíu árum og ég hef grun um að boðskapur þess eigi ennþá erindi að minnsta kosti við stúlkur undir tvítugu. Þeir félagar til margra ára, Felix og Gunn- ar Helgason, sem leikstýrir, hafa með aðstoð góðra fagmanna búið til eftirminnilega sýn- ingu. Að venju tekur fjöldi nemenda þátt í henni enda eru hópatriði mörg, litrík, hávær og fjörug. Dansar eru vel útfærðir og greini- legt að skólinn hefur hörkudansara innan sinna veggja. Lög eru mörg og frá ýmsum tím- um og tónlistin er flott. Einkum eru söngvar- ar fínir, þar á meðal allir aðalleikararnir, Jón Ragnar, María og Gunnar Hrafn Gunnarsson sem leikur Kjartan. Ekki var annað að sjá og heyra en þetta væri þrautþjálfað fólk og hlýt- ur þátttaka í svona uppákomum, jafnvel ár eftir ár, að vera á við mörg námskeið í hinum ólíkustu fogum. Silja Aðalsteinsdóttir Verslunarskólinn sýnlr í Borgarleikhúsinu: Slappaöu af! Gamansöngleikur meö sögulegu Ivafi. Handrits- höfundur: Felix Bergsson. Tónlistarstjóri: Jón Ólafs- son. Leikmynd og lýsing: Siguröur Kaiser. Danshöf- undur: Guðfinna Björnsdóttir. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Edvard, Jim og Siggi í Norræna húsinu: GRISFO-tríóið heimsækir Island Saxófónleikarinn Siguröur Flosason Fulltrúi IS. tveimur árum en þegar hún var fengin til að stjóma „VestNordisk Big-band Project" hitti hún Sigga aftur og Jim og Edvard að auki. Afleiðingin varð GRISFO! Edvard Nyholm Debess, „Ed de Bass“, er ein af helstu drifljöðrum djasslífsins í Færeyjum. Nýjasti diskur hans kom út árið 2000, að mig minnir. (Diskurinn fæst hjá Tólf tónum ef þið viljið hlusta á piltinn). Edvard nam við Jóska tónlistarháskólann og bætti við sig spilatímum hjá Niels Henning 0rsted Pedersen 1992-93. Ed er enginn nýgræðingur í svonefndu norrænu samstarfi. Hann hefur Nýjasta tríóió í djassflóru Noröurlandanna, Trio GRISFO, er nú í tónleikaferö sem hófst í Norðurlandahúsinu í Fœreyjum á sunnudag- inn var. Fyrir þá sem eru œfðir í krossgátu- lausnum er auövelt aö leysa upp nafn tríósins í GR-œnland, IS-land, FO-reyjar - sem sagt norrœnt djasstríó meö tónlistarmönnum frá Grænlandi, Fœreyjum og íslandi. Auk tónleikanna í Tórshavn leikur tríóið í Katuaq, tónlistarhúsinu í Nuuk, (Nei, þetta er ekki misprentun, Grænlendingar eiga tónlistar- hús) þann 6. mars og síðast en ekki síst í Nor- ræna húsinu í Reykjavík þann 10. mars, á sunnu- daginn kemur. Síðan kemur GRISFO til með að leika i Lerwick, Dublin, St. John, á Akureyri og jafnvel víðar. Afburðamenn í tríóinu er píanóleikarinn Jim Milne, Banda- rikjamaður sem hefur verið búsettur í Nuuk á Grænlandi síðan árið 1976. Þar hafa margir ís- lendingar heyrt hann spila, t.d. á Hótel Hans Egede, og flestir ef ekki all- ir orðið undrandi að heyra þennan afburða píanista leika „grænlenskan djass“. Bassaleikarinn Ed- vard Nyholm Dehess er fulltrúi Færeyja. Ed de Bass, eins og kunningjar hans kalla hann, er mörg- um íslendingum að góðu kunnur. Síðast en ekki síst er Sigurður „okkar“ Flosa- son saxófónleikari þriðji maður tríósins. Það var hin kunna stór- sveitarstýra og tónsmíða- meistari Maria Schneider sem leiddi þá félaga sam- an. Maria þekkir Sigurð Flosason frá því að hún stjómaði Stórsveit Reykja- víkur í íslensku óperunni á djasshátiðinni fyrir Bassaleikarinn Edvard Nyholm Debess Fulltrúi FO. m.a. leikið með Eero Koivistoinen (Fi), Butch Lacy (Dk), Jazz Oasis (Fo) og tríói Ólafs Stephen- sen (!). Jim Milne, grænlenski Ameríkaninn, hefur að baki 35 ára feril sem djassleikari og útsetjari. Hann er fæddur 1947 í Bandaríkjunum. Þegar hann var 13 ára fékk hann fasta atvinnu við pí- anóleik - og er enn í fullri vinnu sem djassleikari. Hann lék á unga aldri með söngkonunni Nancy Wilson, með stórsveit Thad Jones-Mel Lewis og með hinu þekkta kvikmyndatónskáldi Henri Mancini, svo fáein dæmi séu nefhd. Hann hefur samið tónlist fyrir þekkta sjónvarpsþætti, m.a. fyrir „The Merv Griffin Show“ og „The Jerry Lewis Telethon". Sigurður Flosason er án nokkurs vafa einn af okkar fremstu djassleikurum. Sigurður er mennt- aður í Tónlistarskólanum í Reykjavík og í Há- skólanum í Indiana. Hann var í spilatímum hjá George Coleman og David Lieb- man í New York 1988-9. Hann hefur hljóðritað með Djass- kvartett Reykjavíkur, m.a. „live“ í Ronnie Scott djassklúbbn- um i London. Hann lék í Píanóleikarinn Jim Milne kvintett hins Bandaríkjamaðurinn sem kunna breska er fulltrúi GR. trompetleik- ara Guy Barker i liðlega tvö ár. Siðan hefur hann, eins og allir vita, haldið sig við „Himnastigann" og „Sálma"! Það eru því spennandi tónleikar fram undan með GRISFO-tríóinu. Tónleikar þeirra félaga verða, eins og áður var sagt, í Norræna húsinu, sunnudaginn 10. mars kl. 16. Fyrir þá sem vilja skreppa til Grænlands þá hefjast tónleikar þeirra í Nuuk kl. 19.30 í kvöld. Ólafur Stephensen ____________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Bengt Berg. Sarah Ljungquist. Farandsali í norrænni angurværð Annað kvöld kl. 20.30 er áhugamönnum um norrænar bókmenntir boðið á bókmenntakvöld með sænska rithöfundinum Bengt Berg í Nor- ræna húsinu. Sarah Ljungquist bókmenntafræð- ingur heldur stutt erindi og höfundurinn flytiu' sjálfur dagskrá sem gerist austan við sól og sunnan við mána, þar sem skiptast á ijóð og við- kvæmnisleg endurspeglun og vermsk kímni. Bengt Berg fæddist 1946 og hefur gefið út 25 bækur, aðallega ljóðabækur, og rekur Heidruns Bok- & Bildcafé og samnefnt forlag. Hann er ai- vörugefinn spaugari, háðskar athugasemdir um samfélagið geta komið innan um hressilega gamansemi, leikur að orðum skiptist á við al- varlegri hugleiðingar. Hann hefur fengið bók- menntaverðlaun Sænsk-finnska menningar- sjóðsins, verðlaun forlagsins „En bok för Alia“ fyrir að örva lestur með þjóðinni og ljóðaverð- laun Gustav Fröding-félagsins. 200 umsóknir Frést hefur að um 200 umsóknir hafi borist í menningarborgarsjóðinn í ár eða álíka margar og í fyrra. Alls 25 milljónir eru til úthlutunar og verður tilkynnt á mánudaginn kemur, 11. mars, hverjir hljóta styrki. Leitin ad eldinum Mynd vikunnar hjá Filmundi er La Guerre du Feu eða Leitin að eldinum frá 1981 eftir franska leikstjórann Jean-Jacques Annaud. Hún gerist fyrir 80.000 árum og segir frá þjóðflokki nokkrum sem er í miklum vandræðum þar sem eldurinn hefur slokknað í helli þeirra og þau kunna ekki að kveikja hann aftur. Þrír menn eru sendir af stað og eftir langa mæðu finna þeir annan þjóðflokk sem er þróaðri og kann að kveikja eld en lætur ekki upplýsingar af hendi átakalaust. Þremenningarnir verða því að grípa til örþrifaráða tii að komast að leyndarmáli eldsins. Myndin var tilnefnd til fjölda verðlauna á sín- um tima, ekki síst vakti sjónræn útfærsla at- hygli. Hún verður sýnd í Háskólabiói í kvöld kl. 20, annað kvöld kl. 22.30, sunnudaginn 10. mars kl. 18 og mánudaginn 11. mars kl. 22.30. Sjálfsmynd og sjálfsmat kvenna Á morgun kl. 16 heldur dr. Hólmfríður Garð- arsdóttir bókmenntafræðingur fyrirlestur á veg- um Rannsóknastofu i kvennafræðum í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Sjálfs- mynd og sjálfsmat kvenna við árþúsundalok og pólitískt hlutverk samtímarithöfunda i löndum Rómönsku Ameríku". Þar greinir Hólmfríður frá niðurstöðum rann- sóknar sinnar á argentínskum bókmenntum eft- ir konur á síðasta áratug, fjallar um hvernig sjálfsmynd, sjálfsmat og pólitískt hlutverk kven- rithöfunda hefur tekið stakkaskiptum á undan- fornum árum og hvaða áhrif þessar breytingar hafa haft á ímyndir þjóða og samfélaga Rómönsku Ameríku. Ekki við hæfi barna í Mósaík í Sjónvarpinu í kvöld verður rætt við Stokkseyringinn Elfar Guðna Þórðarson frá Sjólyst sem hefur komið sér fyrir í frystihúsinu á Stokkseyri og festir þar myndir á léreft. Helena Jónsdóttir, dansari og danshöfundur, hefur náð góðum árangri á nýju sviði danslistarinnar sem hún leyfir okkur að skyggnast inn í. Tvær myndlistarkonur sýna gjörólík verk í Listasafni ASÍ. Verk Irisar Elfu Friðriksdóttur tengjast hversdagslegum hlutum í nánasta umhverfi okkar, en verk Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur eru af allt öðrum toga, eins og lesa mátti um hér á menningarsíðu sl. mánudag, og samkvæmt listakonunni ekki við hæfi bama. Sýnt verður myndskeyti frá uppsveitum Borgarfjarðar og hljómsveitin Jörð bifast kemur i sjónvarpssal og leikur sérstæða tónlist sina fyrir áhorfendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.