Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2002, Blaðsíða 19
18
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002
MIÐVKUDAGUR 6. MARS 2002
23
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guómundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiósla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim.
Vemd heimildarmanna
Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildar-
menn sína. Þetta eru gömul sannindi og ný, grundvallarat-
riði í blaðamennsku og undirstrikuð í siðareglum blaða-
manna. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í samfélag-
inu. Þeirra er að upplýsa, vera vettvangur skoðanaskipta
og veita aðhald. Heimildir og heimildarmenn eru meðal
þess þýðingarmesta í starfi fjölmiðla svo þeir geti rækt
hlutverk sitt. Því skiptir gagnkvæmt traust og um leið
trúnaður blaða- og heimildarmanns öllu. Blaðamanni sem
heitir heimildarmanni nafnleynd ber að standa við það
heit.
Þessi grundvallaratriði hafa einkum verið rædd innan
stéttar blaða- og fréttamanna en eru nú á hvers manns vör-
um eftir að yfirstjórn Landssímans greip til þess óyndisúr-
ræðis að segja upp starfsmanni sem komið hafði upplýsing-
um til DV um greiðslur fyrirtækisins til einkafyrirtækis
stjórnarformanns þess án vitundar annarra stjórnar-
manna. Heimildarmaður blaðsins mat það svo að stjórnar-
formaðurinn hefði brugðist trúnaði eigenda og stjórnar
Landssímans. Hann fann sig knúinn til þess að gegna borg-
aralegri skyldu sinni og koma þessu á framfæri.
Eftir mat á mögulegum boðleiðum taldi heimildarmaður-
inn skilvirkast að koma upplýsingum varðandi viðskipti
einkafyrirtækis stjórnarformannsins við Landssímann til
DV. Blaðamaðurinn sem við gögnunum tók vann málið af
vandvirkni og blaðið birti um það frétt, sem hluta af frétta-
syrpu um máefni Landssímans, sem að vonum vakti at-
hygli. Blaðamaðurinn hélt trúnað við heimildarmann sinn
í einu og öllu.
Rannsókn innan veggja Landssímans, þar sem m.a. var
leitað upplýsingaleka með tæknilegum aðferðum, leiddi
hins vegar til þess að heimildarmaðurinn ákvað að koma
fram undir nafni. í upphafi máls fann hann sig knúinn til
þess, að vel athuguðu máli, að koma á framfæri háttsemi
sem hann taldi ólíðandi í fyrirtæki sem er í eigu almenn-
ings. Ákvörðunin var djörf en honum ofbauð. Um leið gerði
hann sér grein fyrir mögulegum afleiðingum gerða sinna.
Hann mat það svo að minni hagsmunir yrðu að víkja fyrir
meiri. Fyrir það galt hann með starfi sínu.
Fréttastjóri Morgunblaðsins hefur haldið því fram að
vinnubrögð blaðamanns DV hafi valdið því að upp komst
um heimildarmanninn. Það er alrangt og furðulegur mál-
flutningur. Þeim áburði verður ekki betur svarað en af
heimildarmanninum sjálfum sem sendi Morgunblaðinu yf-
irlýsingu sem það birti í gær. Þar segist hann hafa átt upp-
lýsingagjöfina við samvisku sína og iðrast einskis. Hann
vísar skoðun fréttastjóra Morgunblaðsins á bug enda hafi
blaðamaðurinn og DV haldið fullan trúnað og njóti fulls og
óskorað trausts hans.
Blaðamönnum ber að vernda heimildarmenn sína og
hæstaréttardómur, raunar í máli fyrrnefnds fréttastjóra
Morgunblaðsins, hefur verið túlkaður á þann veg að vegna
almannahagsmuna geti blaðamenn í reynd verndað þá.
Heimildarmennirnir njóta hins vegar ekki sérstakrar
verndar. Þar er breytinga þörf. Dæmið um Landssímann
sýnir nauðsyn löggjafar sem verndar heimildarmenn. Slík
löggjöf þekkist í nágrannalöndum okkar. Blaðamannafélag-
ið hefur ákveðið að láta vinna úttekt á slíkri lagavernd og
niðurstöðum verður komið til stjórnvalda sem og tillögum
til úrbóta.
Varaformaður Blaðamannafélagsins hefur réttilega bent
á að slík lagasetning snúist um að í opnu lýðræðislegu sam-
félagi eigi hver sem er að mega upplýsa fjölmiðla um hvað-
eina sem mikilvægt er að almenningur fái vitneskju um, án
þess að hinn sami sé leitaður uppi og beittur viðurlögum.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
Kynlífs(af)bylting
Eitt af baráttumálum
femínista gegnum árin hefur
snúist um að jafna kynferðis-
lega slagsíðu sjónvarpsefnis
og kvikmynda. Mikið hefur
áunnist í að sýna kynin og
samskipti þeirra í sem sann-
gjörnustu ljósi. Vinsæl sjón-
varpsþáttaröð er hins vegar á
góðri leið með að gera þessa
baráttu að engu. Þessir þætt-
ir eru Beðmál í borginni.
Kjallari
Konurnar karlrembur?
Persónur þáttanna, þrátt ——
fyrir að virðast afar nýtískulegar,
falla í sterkar og gamlar erkitýpu-
myndir. Nýmælið er hins vegar kyn-
ferði þeirra. Aðalpersónurnar fjórar,
einhleypingar á miðjum fertugsaldri,
eru nefnilega kvenkyns. Hegðun
þeirra myndi þó sóma sér vel á hinni
örgustu karlrembu. Helstu einkenni
þeirra eru að vera hræddar við al-
varlega tilfinningalega skuldbind-
ingu, hugsa óhugnanlega mikið um
kynlíf (að hugsa með typpinu væri
það kaUað hjá karlmönnum) og að
nota karlmenn sem hluti.
Ef karlmaður hegðaði sér eins og
Andrés Ingi
Jónsson
háskólanemi
þær stöllur yrði hann um-
svifalaust úthrópaður hin
versta karlremba og gott
ef hann þætti ekki vera
með gráa fiðringinn á háu
stigi. Karlpersónur þátt-
anna eru aftur á móti
aumkunarverður hópur.
Þeir eru svo soltnir i ást
kvenna að þeir leyfa þeim
endalaust að vaða yfir sig.
Sjálfsvirðing þeirra er í
lágmarki - konurnar geta
notað þá eins og tuskur og
'■ síðan kastað þeim frá sér.
Þeir fáu karlmenn sem lausir eru
undan ánauð kvennanna eru sýndir
annaðhvort sem hlægilegir (til dæm-
is með gráa fiðringinn eða kynferðis-
lega brenglun) eða samkynhneigðir,
nema bæði sé.
Ef hlutverk kynjanna væru á hinn
veginn væri tæpast eins hljótt um
þessa þáttaröð. Hver einasti rétt
þenkjandi femínisti myndi stíga á
stokk og dæma þættina hina verstu
móðgun við konur. Þá þætti verið að
sýna samskipti kynjanna sem hið
hefðbundna samband húsbónda og
þræls, sem væri sjónarmið aftan úr
myrkustu miðöldum. En
af hverju heyrist ekkert í
þessum forkólfum jafn-
réttis núna, þegar sam-
skiptin eru engu síður
forneskjuleg, aðeins með
breyttum formerkjum?
Þykir þetta kannski eðli-
leg þróun í ljósi jafnrétt-
isbaráttunnar?
Karlarnir kúgaðir?
Baráttan fyrir jöfnum
rétti kynjanna hefur
einna helst beinst að því
að minnka völd karla og
auka völd kvenna. Þessi
jöfnun hefur teygt anga
sína víða, og er nú svo
komið að búið er að rýja
karlmenn karlmennsku
sinni. Samhliða hafa
kvenmenn karlvætt sig,
væntanlega til að eiga
auðveldar uppdráttar í
hinum „karllæga" veruleika.
„Persónur þáttanna, þrátt fyrir að virðast afar
nýtískulegar, falla í sterkar og gamlar erkitýpu-
myndir. Nýmælið er hins vegar kynferði þeirra.
Aðalpersónumar fjórar, einhleypingar á miðjum
fertugsaldri, eru nefnilega kvenkyns.“
Sem
ungur karlmaður í þessu umhverfi
hef ég ekki farið varhluta af þessari
þróun. Herramennska, á borð við að
opna konum dyr, telst ekki lengur
kurteisi heldur eitt af helstu kúgun-
artækjum kyns míns. Það sem karl-
mönnum kann að vera tamt að gera
fær á sig forboðinn stimpil, þannig
að upp vex kynslóð karla sem ekki
kann almennilega að
hegða sér innan um kon-
ur. Síðan koma Carrie og
vinkonur og reiða okkur
rothöggið.
Auðvitað er hægt að
benda á að þættirnir séu
bara ætlaðir sem skemmti-
efni - ekki heilög ritning.
Ég tek heils hugar undir
það. Sjálfur hef ég óskap-
lega gaman af að horfa á
þá. Málið er bara að
skemmtiefni getur aldrei
verið stikkfrí. Þetta atriði
hafa femínistar ítrekað
bent á í gegnum tíðina.
Um leið og samfélagið fer
að mótast eftir þessari af-
þreyingu - og það mun án
efa gerast fyrr en síðar -
þá verður heldur betur illt
í efni. Sá boðskapur sem
gæti ómeðvitað komið til
framkvæmda væri að alda-
langa kúgun kvenna megi nota sem
réttlætingu fyrir kúgun karla. Hefur
þá barátta femínista fyrir jöfnum
rétti kynjanna verið til einskis?
Andrés Ingi Jónsson
Spilling út og suður
Fjölmiðlamenn spyrja marga um
hneyksli, sukk og óráðsíu síðustu
daga og mánaða. Og það kemur fyrir
að þeir spyrja ýmsa oddvita Sjálf-
stæðisflokksins (með ofurkurt-
eislegri varfæmi þó) að því, hvort
það komi sér ekki illa fyrir þá, að
þeir menn sem helst lenda í fjöl-
miðlakvömun fyrir spillingu og ann-
að vafasamt eru sjálfir atkvæða-
menn í Sjálfstæðisflokknum og skip-
aðir til starfa af ráðamönnum hans.
Mál flokks eða ríkis?
Svörin eru eins og búast má við:
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
eignarétt á spillingu. Einnig er vísað
til þess að hvert mál verði skoðað og
sekir muni sæta ábyrgð (og bíða all-
ir spenntir eftir því hvemig verður
við slik fyrirheit staðið). En svo er
annað í þessum viðbrögðum. Tals-
menn flokksins stóra reyna að banda
málum burt frá sér í þessa átt hér:
Fyrst er sagt: þetta er ekki mál
flokksins, þetta er mál sem varðar
einstaklinga. Síðan er farið að draga
úr „ábyrgð einstaklingsins" með því
að fjasa sem mest um annað. Nánar
tiltekið um það, að spilling og annað
sukk þrífist einmitt vegna þess að
um sé að ræða ríkisstofnanir og fyr-
irtæki. Sjálfstæðismenn láta sem allt
sem opinbera geiranum tilheyrir sé
dæmt til spillingar (jafnvel þótt sjálf-
ur Sjálfstæðisflokkurinn fari með öll
helstu völd) - og allt mundi færast í
skikkanlegt horf ef einkarekstur
væri alfarið tekinn við.
Allir vita að þetta er, með leyfi að
segja, tóm tjara. Vafasöm
sjálftaka fjár er auðvitað al-
geng í einkafyrirtækjum,
sömuleiðis það að rugla
grimmt saman einkaneyslu
og rekstri, ráða fjölskyldu-
meðlimi í vel launaða bit-
linga sem enginn veit í
hverju felast o.s.frv. Munur-
inn er sá, að ef um opinbera
geirann er að ræða, eru þó
einhverjar líkur til þess að
eftirlit beri árangur. Þá eru
að minnsta kosti líkur á að
spurt verði um vafasama reikninga
og færslur. En þegar reksturinn er
kóminn í heilagan einkarekstur þá
er allt í einu skrúfað fyrir upplýsing-
ar endanlega. Þá er fjölmiðlafólki
sem öðrum sagt að skipta sér ekki af
því sem þeim ekki kemur við.
Og því miður hefur tekist að telja
almenningi trú um að þetta sé svona:
Okkur kemur misferli við í opinbera
geiranum af því aö um „skattpen-
inga okkar“ er að ræða, en það sem
gerist t.d. hjá Olís eða Baugi er
þeirra einkamál. Þetta er auðvitað
vitleysa. Misferli og vafasamt bók-
hald kemur öllum við. Það er tengt
viðleitni velríkra manna til að koma
sér hjá sköttum og skyldum - við-
leitni sem hlýtur að leggja meiri
byrðar en ella á venjulegt fólk. Og
svindl alls konar gerir margt í senn:
hækkar verð á vöru og þjónustu og
gerir miklar skráveifur þeim verð-
bréfamörkuðum sem almennings
hefur verið freistað til að taka þátt i
og treysta á.
Síminn og Enron
Og stjórnir t.d. Símans íslenska,
þær eru ekkert lakari en
stjómir stórra hlutafélaga
í einkageira vegna þess að
þær eigi sér pólitiskan
uppruna. Eins og dæmi
sanna eiga þeir sem
standa í forstjóraleiknum
jafn auðvelt með að fela
upplýsingar fyrir þeim
öllum eða grafa þær í
óskiljanlegum bókhalds-
flækjum.
Gleymum ekki heldur
stóru og spánnýju dæmi:
orkurisanum bandaríska, Enron.
Þetta var geipilega virðulegt og ríkt
fyrirtæki. En holgrafið af spillingu
og svindli sem miðaði að því að gefa
falskar upplýsingar og hafa feikna-
upphæðir af viðskiptavinum og
starfsmönnum. Þegar upp er staðið
segist „ábyrg stjóm“ þessa félags
ekki hafa vitað um neitt misjafnt og
forstjóramir ekki heldur. Það sem
meira er: flestir neita þeir að svara
spurningum opinberrar rannsóknar-
nefndar um glæpsamlegt gjaldþrot
sem þeir stórgræddu á persónulega.
Og komast sjálfsagt upp með það að
drekkja ábyrgð sinni í endalausum
lagakrókum og undanbrögðum. En-
ron kemur okkur við líka - af því að
markaðstrúarmenn vitna mjög til
stóra bróður okkur til fyrirmyndar,
til Bandaríkjanna þar sem hefðir
eiga að vera svo öflugar fyrir við-
skiptalífi og rekstri sem fari að sett-
um reglum.
Nei, það væri bamaskapur að láta
sjálfstæðismenn komast upp með að
fela sig á bak við ríkisgrýluna í
hneykslismálum dagsins.
Ámi Bergmann
„Vafasöm sjálftaka fjár er auðvitað algeng í einkafyrir-
tœkjum, sömuleiðis það að rugla grimmt saman einka-
neyslu og rekstri, ráða fjölskyldumeðlimi í vel launaða
bitlinga sem enginn veit í hverju felast o.s.frv. Munurinn
er sá að ef um opinbera geirann er að rœða eru þó ein-
hverjar líkur til þess að eftirlit beri árangur. “
Ummæli__________
Er í okkar höndum
„Sá sem gerir eintóm
mistök á ekki að fá
starfslokasamning upp
á 37 milljónir heldur
vera rekinn með
skömm. Á ekki að sitja
sem fastast. Á að sæta
lögreglurannsókn fyrir yfirsjón í
starfi. Á að sæta rannsókn skattayfir-
valda. Á ekki að geta skýlt sér bak við
hlutafélagalög þegar um ríkisfyrirtæki
er að ræða. Á að sæta frelsissviptingu
ef brotið er það alvarlegt. Á ekki að
geta rifið kjaft og neitað öllum sökum.
Á ekki að reyna að koma höggi á
blaðamenn fyrir að sinna störfum sín-
um. Sá sem gerir eintóm mistök ætti
einfaldlega að skammast sín og draga
sig kurteislega í hlé. Sá sem gerir ein-
tóm mistök og er ekkert nema hrok-
inn yfir því þarf á flengingu að halda.
Vöndurinn er í okkar höndum."
Bjarni Brynjólfsson í Séö og heyrt.
Prófíll Björns
„Sjálfstæðisflokksins bíður ærið
verk að brjótast út úr hinum harða
fylgiskjama sinum og vinna þessar
þúsundir kjósenda á sitt band. Margir
myndu telja að það sé nánast ekki
hægt á svo skömmum tíma, jafnvel
þótt mikil kosningavél verði sett í
gang. Til þess þurfl að koma upp stór
mál sem Sjáifstæðisflokkurinn geti
notfært sér eða þá að R-listinn fremji
einhver ógurleg axarsköft. Bjöm
Bjarnason hefur nokkuð eindreginn
prófll sem stjómmálamaður; það er
erfitt að fara að milda hann eða
breyta honum eitthvað að ráði. Kosn-
ingaráðgjafar Sjálfstæðisflokksins
velta þessu sjálfsagt fyrir sér, en ég er
ekki viss um að það sé góð hugmynd.
Björn nýtur virðingar fyrir atorku og
gáfur fremur en vinsælda.
Egill Helgason á Strik.is
Spurtog svaraö
Er eðlilegt að rekstur Fangelsismálastofnunar sé eins háður sértekjum og
Margrét Frímannsdóttir,
alþingismadur Samfylkingar:
Mannrétt-
indabrot
„Það er tímabært að endurskoða
reksturinn frá grunni. Ekki síst í ljósi
þess að fangar vinna störf, svo sem
við gerð númeraplatna, án þess að greidd séu trygginga-
gjöld. Tekjur eru meiri en eðlilegt getur talist því það ætti
að greiða opinber gjöld af vinnu fanga eins og annarra. Þá
gætu þeir safnað upp réttindum til atvinnuleysisbóta eða
í lífeyri. Þetta er ekki gert og því er að hluta um svarta at-
vinnustarfsemi. Að mínu mati fellur það undir mannrétt-
indabrot ef möguleikar Fangelsismálastofnunar til að
reka fangelsi með eðlilegum hætti eru skertir vegna þess
að dregið er úr atvinnustarfsemi og við því þarf að bregð-
ast strax. Það er ákveðið mannréttindabrot ef maður sem
hlotið hefur dóm þarf að bíða eftir að komast í afplánun.“
Birgir Ármannsson,
Verslunarrádi íslands:
Getur orkað
tvímœlis
„Þaö er ein af grundvallarskyld-
um ríkisins að sjá til þess að þeir
sem dæmdir hafa verið til fangelsis-
vistar afpláni dóma sína. Ef fongum flölgar vegna fleiri
fangelsisdóma og/eða þyngri refsinga verður auðvitað
að gera ráð fyrir auknum fjárveitingum til þessa mála-
flokks. Sértekjur einstakra ríkisstofnana kunna að
eiga rétt á sér í ákveðnum tilvikum, sérstaklega þegar
um þjónustustofnanir er að ræða, en geta í öðrum til-
vikum orkað tvfmælis, t.d. þegar sérteknanna er aflað
með atvinnustarfsemi sem betur væri komin í hönd-
um einkaaðila. Þannig getur verið að ýmsar sértekjur
Fangelsismálastofnunar stafi af rekstri sem betur ætti
heima úti á hinum frjálsa markaði."
Þorgerður K. Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstœðisflokks:
Ekki
eðlilegt
„Fyrirkomulag fangelsismála bygg-
ir á fyrirmyndum sem sóttar eru út
fyrir landsteinana. Á mörgum stöðum
erlendis er gert ráð fyrir sértekjum innan fangelsanna. Það
er hins vegar eitt að hafa sértekjur og annað að vera háð-
ur þeim. Það er mín skoðun að það sé ekkert óeðlilegt að
Fangelsismálastofnun fái fjármagn með framleiðslu bíl-
númeraskilta. Aftur á móti getur það ekki talist eðlilegt að
rekstur sé háður þessum sértekjum. Ég tel að það þurfi að
skoða þessi mál í mun stærra samhengi og almennt þarf að
skoða refsipólitíkina sem slíka. Menn eru dæmdir til fang-
elsisvistar og eðliiegt framhald dóms er afplánun. íslenska
réttarkerfið verður að vera í stakk búið að taka á móti
þeim brotamönnum sem dæmdir eru til refsivistar."
Lúðvik Bergvinsson,
þingmaður Samfylkingar:
Hlutverk ríkis
að reka fangelsi
„Ég hef alltaf talið rekstur fang-
elsa vera eitt af hlutverkum rfkis-
ins. Rekstur fangelsa á að taka
mið af þörf hverju sinni en ekki hvemig til tekst
með innflutning bíla eða hvernig til tekst að vinna
að beitningum. í mínum huga er það fráleitt að
rekstur og aðbúnaður fanga sé grundvaliaður á af-
komu fyrmefndra atvinnugreina. Það em horfur á
að biðlistar myndist ef sumarlokanir koma til í
fangelsum eins og tíðkast hefur á sjúkrahúsunum.
Við höfum refsivörslukerfi og það hlýtur aOtaf að
vera hlutverk ríkisins að sjá til þess að kerfið sé
virkt og þeir brotamenn sem dæmdir em í fangelsi
afþláni dóma sína sem fyrst.“
gj Fangelsismálastofnun hefur orðiö fyrir tekjumissi vegna smíði á bílnúmeraplötum og færri verkefna við beltningar. Þetta er hluti skýringarinnar á því að stofnunin á í erfiðleikum og hefur hætt að kalla inn fanga til afplánunar.
Umferð í London séð með augum íslensks Ijósmyndara.
DV-MYND HARI
Óbilandi trún-
aðartraust
nia gengur Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík að ná
vopnum sínum. í skoðana-
könnun DV sem gerð var
eftir að Jjóst varð hverjir
skipa sæti á listanum hrap-
ar fylgi flokksins og nær
hann aðeins sex borgarfull-
trúum inn en R-listinn níu.
Samt er sigurlistinn ekki
fullkskipaður enn. Eitthvað
mikið og óvænt má gerast í
pólitíkinni ef koma á í veg
fyrir að vinstri menn
stjórni höfuðborginni þriðja kjör-
tímabilið í röð.
Freistandi væri að skýra bága út-
komu Sjálfstæðisflokksins með því að
kjósendur hafi fengið sig fuOsadda af
símaklúðri og fleiru þar sem sérstak-
ir trúnaðarvinir flokksforystunnar
hafa átt í vondum málum og hneyksl-
anlegum og þingmaður misst sæti sitt
fyrir frjálslega meðferð á opinberu fé.
En sú skýring stenst tæpast, því sam-
kvæmt öðrum könnunum stendur
flokkurinn vel á landsvísu og bætir
við sig þingmönnum.
Af þessu má ljóst vera að hneyksl-
ismál sem virðast einskorðast við
flokksgæðinga hafa ekki áhrif á kjós-
endur. Flokksforystan stendur jafn-
keik eftir sem áður og þótt stungið sé
upp á að ráðherra segi af sér tekur
enginn það alvarlega, síst hann sjálf-
ur. Þetta sýnir að umburðarlyndi
kjósenda er mikið og að þeir gera
ekki háar siðferðiskröfur til þeirra
manna sem trúað er fyrir að fara með
málefni og fjármuni ríkisstofnana.
Traustið á æðstu stjórn landsins
bflar ekki þótt skósveinar ráðherra
séu staðnir að ýmsu misjöfnu og mis-
noti aðstöðu sína gróflega tfl að auðg-
ast, ýmist með löglegum hætti eða á
skjön viö heiðarlega framkomu.
Aðrar skýringar
Leita verður annarra skýringa á
fylgistapi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík en að kjósendur séu að
hegna honum fyrir yfirsjónir nokk-
urra áberandi flokksmanna, sem
eiga það sameiginlegt að vera útveg-
uð aðstaða tfl sjáiftöku fjár í ríkis-
stofnunum.
Nokkur endurnýjun er á listum
beggja framboðanna í Reykjavík en
sýnu meiri á D-listanum þar sem
skipt var um í forystusætinu. Bjöm
Bjamason hefur verið dugmikill ráð-
herra í sjö ár og hefur mikla póli-
tíska reynslu. Samt dregur
hann ekki fylgi til flokks
síns í borginni. Er ekki
annað sýnna en að Ingi-
björg Sólrún sé svo sterkur
frambjóðandi að ekki tjói
að etja við hana kappi. Aðr-
ar breytingar á listunum
kunna að hafa einhver
áhrif á kjósendur, en varla
svo miklu nemi. Kosning-
amar í Reykjavík verða
einvígi milli borgarstjóra-
efnanna og kemur kjósend-
um lítið við hvað aðrir frambjóðend-
ur hafa fram að færa.
Átta ára ferill R-listans er hnökra-
lítfll og ekki hefur tekist að vekja
upp nein mál sem verulegur ágrein-
ingur er um eða borgarbúar almennt
láta sig miklu varða. Það sem af er
kosningabaráttunni hefur ekki verið
tekist á við neitt sem verulegu máli
skiptir og eru frambjóðendur enn að
busla í grunnu lauginni og er jafnvel
vafasamt að þeir komist út í þá
djúpu þegar nær dregur kosningum.
Dularfull spurning
Fyrir síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar var þyrlað upp miklu mold-
viðri vegna fyrirtækis sem tveir
frambjóðenda R-listans áttu og hafði
miður gott orð á sér. Ekki dró það úr
kosningasigrinum. Er greinilegt að
kjósendur líta framhjá siðferði og
vafasömum íjáraflauppátækjum
flokka, stjórnmálamanna og flokks-
gæðinga.
Gott gengi Sjálfstæðisflokksins í
skoðanakönnunum þar sem spurt er
um alþingiskosningar sýnir glöggt
að siðferðisbrestur flokksmanna í
trúnaðarstöðum, sem flokksskírteini
veitir aðgang að, hefur engin afger-
andi áhrif á kjörfylgi flokksins.
Útkomunni í Reykjavík er hægt aö
velta fyrir sér á ýmsa vegu og byrja
á að spyrja hver sé munurinn á
stefnumiðum listanna. Óhætt er að
fullyrða að meginþorri Reykvíkinga
á kosningaaldri mun standa á gati
frammi fyrir svo dularfullri spurn-
ingu.
Oft er minnt á að skoðanakönnun
er ekki kosning. En ærið oft fara
þær nærri kosningatölum þegar upp
er staðið. Enn á mikið vatn eftir að
renna í djúpu laugina áður en geng-
ið verður tfl atkvæða um sveitar-
stjórnir. Á þeim tíma tekst kannski
að vekja upp mál sem hægt verður
að deila hressilega um, en þar sem
góðir skandalar hafa ekki áhrif á
kjósendur er manni spurn; tfl hvaða
ráða er þá hægt að grípa til að
hleypa fjöri í kosningabaráttuna í
borginni?
Af þessu má Ijóst vera að hneykslismál sem virðast ein-
skorðast við flokksgœðinga hafa ekki áhrif á kjósendur.
Flokksforystan stendur jafnkeik eftir sem áður og þótt
stungið sé upp á að ráðherra segi af sér tekur enginn það
alvarlega, síst hann sjálfur. Þetta sýnir að umburðarlyndi
kjósenda er mikið og að þeir gera ekki háar siðferðiskröf-
ur til þeirra manna sem trúað er fyrir að fara með mál-
efni og fjármuni ríkisstofnana.
c
*