Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 2
eriir ^oru hvor? Á Astro var margt um manninn um helgina og mátti þar meðal annars sjá Jón Axel Ólafsson frá ÍÚ, Þröst 3000 af FM957 og handboltakapp- ann Sigfös Stgurðsson. Söngkona Ber, íris Kristjáns, var einnig á svæðinu sem og Ding dong Pétur. Ofurdrengurinn Kiddi Bigfoot sást vappa um svæðið og að sjálfsögðu Svavar örn. Kynlífsspekúlant FM957 Kalli Lú var mættur sem og félagi hans frá sama fyrirtæki hinn rauðhærði Ásgeir Kotbeins. Hebbi úr Skíta- móralvar fgóðum gtrsem og Kolbrún x- Ungfrú íst.is, Gummi Jóns í Sálinni, ofurlögg- an Þór Jón og körfuboltakappinn Herbert. Á Ölveri á föstudagskvöldið var margt um góða drengi. Þar mátti m. a. sjá skáldið Ceres-t, Pál Banine og Njál bassaleikara í Vinum vors og blóma. Björn Jörundur var einnig á svæðinu sem og Helgi Björnsson sem var manaður upp á svið í karaokekerfið. Leikiistarneminn lag- legi, Anfta Briem, dóttir Gulla Briem, var einnig á svæðinu sem og Freyr t' Geirfuglunum en hann er á fullu t „stand uppi" þessa dag- ana ásamt félaga stnum Halldóri Gylfasyni undir nafninu Reynistaðabræður. Á nýjasta bar borgarinnar, Thorvaldsen bar, mátti meðal annars sjá rithöfundinn Haligrím Helgason sem og höfunda metsölu- bókarinnar Dísar-stöllurnar Oddnýju Sturlu- dóttur og Silju Hauksdóttur. Orkuboltinn Vilhjálmur Goði var einnig innandyra en hann sést oft í auglýsingatímum Skjás eins drekkandi orku af miklum móð. Sjónvarps stjórinn Árni Þór Vigfússon var mættur ásamt Marikó og Kristján Ra var ekki heldur langt undan. Eyþór Arnalds og Móa voru mætt sem og Þorfinnur Ómarsson og Ástrðs Gunnarsdóttir. Margrét Rós, fyrrum fréttaþula á Skjá einum, lýsti upp staðinn ogekki var staðnum heldur skömm af nærveru Elínar Mar- fu, betur þekktri sem brúðkaups Ellu af Skjá einum. Sara Lind Þorsteins- dóttir, markaðsstjóri Baugs, léteinnigsjá sigsem og leikstjórinn Kristófer Dignus, Sigurður Kári Kristjánsson, Jakob Frfmann Magnússon og mat- reiðslumaðurinn Óskar Finnson á Argentínu. Plötusnúðurinn Áki réð ríkjum á Nasa á laugardagskvöldið en þar var að venju margt um manninn þó svo að það kosti hvorki meira né minna en 1500 kall inn á staðinn eftir kl. 3. Brynjar Björn, leikmaður hjá Stoke, leit m.a ann- ars við ásamt spúsu sinni Olgu. Sama kvöld opnaði finnska myndlistarsýn- ingin Púslusving í Norræna húsinu og þar voru gjörningaklúbbskonurnar Sigrún og Eirún að sjálf- sögðu mættar til að virða fyrir sér finnska plastkjóla og myndverk. Þá voru á Gauknum þeir Þorsteinn Stephensen og Kári Sturluson, aðaltón- leikahaldararnir á íslandi 1 dag, rapparinn Erpur Ey- vindarson, Jónsi i svörtum fötum, Beggi í Sóldögg, Valur úr Buttercup, Bergur úr Buff, parið fris og Egitl úr Ber og Anna Rakel, fyrr- um sjónvarpskona á Skjá- Einum. Eftir langþráða bið er plata rapparanna í Ouarashi loksins kom- in út í Bandaríkjunum. iinx kom út samtímis á íslandi og útgáf- an er reyndar öllu veglegri hérlendis. Heimsyfirráð eða dauði? Það er alla vega engin lognmolla yfir strákunum. Með hvftum aðskilnaðar- sinnum og töffarahommum Quarashi spilar ekkert á Islandi í bráö en lagiö Weirdo af plötunnl Jinx er að fara í spilun á næstunni. „Við fengum undanþágu til að gefa plötuna út hér á sama tíma og úti í Bandaríkjunum, annars hefði hún komið einhvem tímann í haust þegar hún kemur út í Evr- ópu. Svo er auðvitað fullt af auka- efhi með plötunni sem Kanamir fá ekki,“ segja þeir Sölvi, Ómar og Höskuldur í Quarashi um nýju plötuna Jinx. Islensku útgáfunni fylgja myndbönd við þrjú laganna auk EPK-myndbands (Electronic Press Kit) sem dreift var í Banda- ríkjunum til að kynna bandið. Það fyrsta sem blasir við á umslaginu er aftur á móti límmiði um foreldrar þurfi að hlífa bömum sínum við efni á plötunni. Hræddir við ÓMAR „Já, þetta em textamir hjá Ómari. Það em einhver þrjú eða fiögur fokk hjá Hössa en hjá Ómari er fullt af fokkum og al- mennum viðbjóði,11 segir Sölvi. „Columbia em svo hræddir við textana hans Ómars að þeir þora ekki að birta þá á heimasíðunni okkar. Ég var annars bara að kom- ast að þvf um daginn að Fuck You Puto væri niðrandi um kynvill- inga,“ segir hann og hlær. „Ég ætla að reyna að koma kynvilling- um eins oft að og ég get í þessu við- tali.“ „Fuck You Puto er samt mjög testósterónlegt lag,“ segir Hössi. „Það er bara gott fyrir hommana," bætir Sölvi við og þeir hlæja. Talið berst að samkynhneigð og Hössi rifjar upp að vinur sinn hafi oft verið að grínast með hvemig „töffarahommar" myndu vera. „Komdu héma auminginn þinn, ég ætla að sjúga á þér tittlinginn“, er ein af þeim setningum sem töffarahommi gæti sagt. „Við emm hrifnari af þeim en lúxushommunum," segir Sölvi og þeir hlæja. „Þetta á eftir að koma í hausinn á okkur.“ ÍSLAND FYRIR ÍSLENDINGA? „Ég er að fara að verða kvik- myndaleikari,11 segir Ómar sem hefúr þagað fram að þessu. „Ég fékk send nokkur handrit eftir að einhverjir framleiðendur sáu EPK- ið og var að tala við David Fincher (Seven, Fight Club) um að leika í mynd hjá honum.“ „Næsta plata gæti tafist í önnur tvö ár út af Ómari,“ segir Hössi og Ómar tekur undir það og segir óljóst hvort hann komist á túrinn í sumar. „Hann verður að koma á túrinn, annars refsum við honum með því að fara í alla dinnerana með bissness- fólkinu,“ segir Sölvi alvarlegur í bragði. Quarashi fer á svokallaðan Radio- promo túr sem byrjar í maí og spila á 15-20 tónleikum. 1 sumar er það svo Warped-tónleikaferðalagið sem hefst með tónleikum í Boise, Idaho. Þar segjast drengimir stefna á að mæta á fund hjá hvítum aðskilnaðarsinnum og mæta þeim smá endurmenntun. „Kannski við mætum í ísland fyrir íslendinga bolunum okkar? Bubbi stal einmitt þeirri hugmynd ffá okk- ur en við ætlum að bæta um betur með annarri myndatöku á Amarhóli föstudaginn 19. apríl klukkan 17. Vð lýsum hér með eftir nýbúum til að mæta,“ segja þeir en Fókus er ekki tilbúinn að ábyrgjast áreiðanleika þessara orða. Engir tónleikar eru planaðir hjá Quarashi á næstunni en þeir eru aft- ur að móti að setja nýtt lag og mynd- band í spilun, Weirdo. „Stick’em up er búið að vera í spilun í á þriðja ár og við hugsum að það sé að verða komið gott.“ Það hafa kannski einhverjir tekið eftir þvf að í viðtalið vantaði rapparann Steina en hann varð eftir f Bandaríkj- unum þegar hljómsveitin kom heim á dögunum. „Steini er víst að sækja um í leik- listarskóla í Chicago ásamt Dj Sól- eyju. Þau ætla víst að einbeita sér að spunaleika hjá Steppenwolf-leikhús- inu.“ „Það virðast allir vera í sjálfstæðisbaráttu þessa dagana og upp á síðkastið hef ég verið að fylgjst með heiftarlegri sjálfstæðisbaráttu 3 ára gamallar dóttur minnar. Hún virðist þegar vera komin á gelgjuna enda vill hún ekki þiggja hjálp mína við nokkurn skapað hlut lengur. Þetta er líklega genitískt enda minnir hún mig á sjálfan mig þegar ég var yngri en þá átti ég kött sem kenndi mér margt um lffið og tilveruna. Núna hefur dóttir mín hins vegar tekið við þessu kennarahlutverki en hún sagði t.d. við mig fyrir stuttu: „Pabbi, þú ert ruglaður." Reynd- ar hafa fleiri haldið því fram — sérstaklega eftir að ég fór að henda mér út í pólitíkina en ég held nú að flestir sem koma að stjórnmálum séu meira eða minna ruglaðir. Ég s<5 þess vegna ekki hvemig ég ætti að vera eitthvað öðruvísi en þeir.“ Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður og borgarstjáraefni Baddi og rugl.is: Nyr hausverkur Tilveran.is: Vinsæll ruslahaugur Gfsli í Nexus: Yfirnördinn Tfskan f dacj: Gallaefni rular Elvis Costello: Orðinn ruddi aftur íslenska þjdðin: 10 safarík hneyksli flrnar Steinn f Kma: Lek Froða f auglýsingu Blade 2 frumsýnd: Wesley mættur aftur Höfundar efnis Ágúst Bogason Eiríkur Stefán Ásgeirsson Finnur Vilhjálmsson Höskuldur Daði Magnússon Snæfríður Ingadóttir Trausti Júlíusson ritstjom@fokus.is auglysingar@fokus. is fokus@fokus.is Forsíðumyndina tók Hari af GÍsla Einarssyni 2 f ó k u s 12. apríl 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.