Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 8
Týndi hlekkurinn fluttur Týndi hlekkurinn sem var á Laugavegi 12b er ekki hættur held- ur bara fluttur. 1 framtíðinni verður hægt að finna vörumar sem seldar voru í Týnda hlekknum hjá G.Á. Péturssyni í Faxafeni 7. Að sjálf- sögðu verður ldlekkurinn alls ekki samur eftir þessar breytingar en hann ku fá hom út af fyrir sig í versluninni. Húsnæðið sem Týndi hlekkurinn var í áður er til leigu en enn hafa ekki fúndist neinir leigj- endur að því. ÍSLENSKIR LEIKARAR í Mars-auclýsincu Tólf íslenskir leikarar hafa ný- lokið leik í erlendri auglýsingu fyrir hinn heimsþekkta súkkulaðifram- leiðanda Mars. Tökur á auglýsing- unni fóm fram 8. til 15. mars og tókust þær víst vonum framar. Auk leikaranna tóku fjölmargir statistar þátt í verkefninu að undangengnum umfangsmiklum prufúm. Auglýs- ingin verður sýnd í Evrópu á næst- unni. Nýr bar í Reykjavík Skjás eins-félagamir Ámi Þór Vigfússon og Kristján Ra Kristjáns- son tóku yfir Atlantic Bar fyrir páska. Félagamir hafa nú gefið staðnum nafnið Thorvaldsen Bar. Nafngiftin er dregin af Thorvald- senstræti sem liggur við hlið Aust- urvallar en sú gata heitir eftir hin- um dansk-íslenska myndlistar- manni Bertil Thorvaldsen. Eins og flestir vita þá eru þeir félagar ekki óvanir rekstri veitingastaða því þeir hafa í um þrjú ár rekið Prikið á homi Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Camla góða gallaefnið er að tröllríða tískuvöruverslunum borgarinnar. Það er sama hvort það er Ijóst eða dökkt, steinþvegið eða rifið, gallaefni er einfald- lega málið í sumar. Það sést ekki einungis í pilsum og buxum, heldur er hrein- iega hægt að dressa sig upp í gallaefni frá toppi til táar því gallaskór seljast nú grimmt. Fókus fór í búðaráp og kíkti á gallaflíkur og fylgihluti. Míni gallapils m/blúndu. Morgan kr. 10.900 Þú verður að hafa línurnar ■ lagi til þess að smella í þennan gallakjól. Takið eftir skemmtilegri hönnun að ofan. Cosmo kr. 9990 Rómantísk og sumarleg gallataska með blóma- mynstri Accessorize kr. 2449 Gallahnébuxur eru skemmtileg tilbreyting frá gallapilsunum. Þcssar eru frá Diesel. Sautján kr. 8990 Gallapilsin eru víst að styttast eins og þetta pils frá DKNY cr gott dæmi um. Centrum kr. 13.900 L.P gallaskór fyrir gellurnar. Sautján kr. 6990 Skyggni frá Ftexfit að hætti níunda áratugarins. Sautján kr. 2990 Gallaefni getur líka verið sparilegt eins og sést á þessum skóm. Oasiz kr. 6990 Gallatoppur frá French coltection með pífum á ermunum. Centrum kr. 8990

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.