Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 18
Albert feiti á filmu Fyrir nokkru síðan ákvað fyrirmynd- arfaðirnn Bill Cosby að gera kvikmynd eftir teiknimyndaþáttunum um Fat Al- bert sem hann var framleiðandi að hér á árum áður. Upphaflega þetta að vera jólamyndin íA ár en nú hafa komið upp^ deilur á milli Cosby og i Forest Whitaker seml átti að leikstýra mynd- inni og þvf hefur fram- leiðsla myndarinnar verið' sett í bið um óákveðinn 1 Vangaveltur hafa verið um hver komi til með að leika Albert hinn þétt- vaxna og hafa menn einna helst leitt get- ur að þvf að Jamal Mixon muni leika boll- una. Hann er þekktastur fyrir að vera eini meðlimur Klump-fjölskyldunnar f myndunum um The Nutty Professor sem ekki er leikinn af Eddie Murphy en nú lít- ur út fyrir að fitan muni fleyta honum enn frekar upp á stjörnuhimininn. Svo er bara að bíða og sjá hvenær Albert kemur f bíóhúsin. SPIDER-MAN 2 ÞEGAR Á LEIÐINNI Það er þegar komið á hreint að gerð verður önnur mynd um Spiderman og kemur það kannski fæstum á óvart. Allir sem einhverju máli skipta og koma að gerð myndarinnar hafa skrifað undir nýja samninga og því er þeim ekkert að van- búnaði að hefja fram- leiðslu hennar. Meðal þeirra eru aðalleikar- arnir Kirsten Dunst og Tobey Maguire ásamt leikstjóranum Sam Raimi en nú er bara beðið eftir að handritið verði tilbúið en gerð þess er nú þegar vel á veg komin. Áætlað er að hefja tökur á henni í byrjun næsta árs og verður hún svo vonandi tekinn til sýn- inga sumarið 2004. SlR Ian lemur vondu KALLANA Sir lan McKellen heldur áfram að koma á óvart en hann byrjaði á þvf að koma út úr skápnum fyrir ekki svo löngu og nú hefur hann lýst því yfir hversu ánægður hann er með leikföngin sem hafa verið gerð eftir persónu hans, Gandálfs úr Lord of the Rings. „Hver hefði hald- ið, eftir öll þess ár í klassískri leiklist, að ég myndi verða að dúkku sem litlir krakkar leika sér með?“ sagði McKellen. „Mest alla ævi hef ég verið að leika á sviði rétt eins og góð- vinur minn Anthony Hopkins en hann sagði mér eitt sinn að eftir að hann lék Dr. Hannibal Lecter hefði viðhorf ann- arra í hans garð breyst mikið og ég er að upplifa það sama núna. Tony er eigin- lega bara þekktur fyrir að éta andlitið á fólki og ég er þekktastur fyrir að fara með galdraþulur og sveifla galdrastaf. En ég hef gaman af þessu og ég bókstaf- lega elska þessar Lord of the Rings- dúkkur sem allir eru að leika sér með. Ég á nokkrar sjálfur og nota tækifærið á hverjum degi til þess að láta Gandálf berja aðeins á vondu köllunum. Það veit- ir mér ákveðna drottnunartilfinningu.“ Mannlegt eðli frumsýnt Sýningar á kvikmyndinni Human Nat- ure hófust f Bandaríkjunum f vikunni sem leið. Myndin kemur úr „listræna“ geiranum en hefur þrátt fyrir það hlotið ágætis viðtökur. Leikstjóri myndarinnar er Michel Gondry en hann hefur meðal annars leikstýrt mynd- böndunum Human Behaviour, Army of Me, Isobel, Hyperballad, Jóga og Bachelorette fyrir Björk en höfund- ur handritsins er Charlie Kaufman sá hinn sami og gerði handritið að Being John Malkovich. Mynd- in fjallar um konu sem er ástfangin af manni sem er ástfanginn af annarri konu en saman finna þau mann úti f náttúrunni sem er alinn upp af öpum. Þau taka hann að sér en hafa mismun- andi hugmyndir um hvað eigi að gera við hann og hvort þau eigi að „ala hann upp“ á siðmenntaðan hátt eða ekki. Með aðal- hlutverk fara Patricia Arquette og Tim Robbins en ekki er víst hvort dúddamir sem stjórna bíóunum hér á landi taka myndina til sýningar eður ei. f ó k u s Kvikmyndin Blade II verður frumsýnd í kvöld kl. 20 í Laugarásbíói, Regnboganum og Borgarblói á Akureyri. Að þessu sinni þurfa Blade og óvinir hans að sameinast því stærri og enn meiri hætta steðjar að þeim frá nýjum vampírustofni sem nærist ekki bara á mannablóði heldur vampírum líka. Að sjálfsögðu er það Wesley Snipes sem leikur Blade sjálfan og er hann flottastur að venju. BloSþyrstir Sjaldgjæf stökkbreyting hefur átt sér stað innan vampírusamfé- lagsins. Svokallaðir Reaperar hafa látið á sér kræla en það eru vampírur sem nærast á blóði annarra vampíra sem og mannablóði. Þeir sem eru svo óheppnir að lifa árásir þeirra af breytast sjálfir í Reaper-vampír- ur og þannig fjölgar stofninum á miklum hraða sem ógnar tilvist annara vampíra því ef áffam heldur sem horfir verða ekki naegilega margar mannverur eftir á jörðinni til að svala blóð- þyrstum vampírunum. Blade og The Shadow Council, sem voru yfirlýstir óvinir í fyrri myndinni, verða þar af leiðandi að sameina krafta sína til þess að reyna að stöðva Reaperana áður en þeir ná heimsyfirráðum sem myndi leiða til útrýmingar alls mannkyns sem og annarra vampíra. Vopnasérffæð- ingurinn Scud fer ásamt Blade og Reinhardt fyrir sérvöldu liði vampíra sem kallast The Bloodpack. Allir sem tilheyra þeim hópi eru sérvaldir og sérþjálfaðir til þess eins að hafa uppi á Blade og koma honum fyrir kattar- nef en nú þurfa þessar tvær stríðandi fylkingar að sameinast til að stöðva valdafíklar Reaperana. Alveg síðan að fyrri myndin um Bla- de kom út árið 1998 hafa aðdáendur hennar beðið með eftirvæntingu eftir þeirri næstu og nú er hún loksins komin. Leikstjóri myndarinnar er Guillermo del Toro og er það mál manna að hann hafi staðið sig með prýði við gerð Blade II. Mikið er um bardaga- atriði, rétt eins og í fyrri myndinni, en þá voru slagsmálasenumar með þeim flottari sem gerðar höfðu verið, hugsan- lega að The Matrix undanskilinni en hún var gerð um svipað leyti og Blade. Nú hafa bardagaatriðin hins vegar ver- ið bætt enn ffekar þannig að við meg- um eiga von á að sjá einhverja fárán- lega vel ffamkvæmda bardaga á milli Blade og hans liðsmanna og vondu kallanna hins vegar. Að venju er það Wesley Snipes sem fer með hlutverk Blades og ef leikur hans verður eitthvað í líkingu við síðustu mynd þá mega áhorfendur svo sannarlega eiga von á góðu. Með önnur hlutverk fara Donnie Yen, Ron Perlman, Leonor Varela, Norman Reedus og Kris Kristofferson en mynd- in verður eins og áður sagði ffumsýnd á morgun kl. 20 í Laugarásbíói, Regn- boganum og Borgarbíói á Akureyri. David Lynch hefur löngum þótt stórfurðulegur gaur. Síðan hann gerði Eraserhead árið 1977 hefur hann staðið að gerð margra stórfurðulegra mynda, svo sem Wild at Heart, Blue Velvet, Fllamaðurinn og auðvitað Twin Peaks sem voru bæði sjón- varpsþættir og kvikmynd. Mulhoiland Drive er nú tekin til sýningar hér á landi en hún hefur fengið rífandi góða dóma hjá almenningi. Hringavitleysa af bestu gerð Sem fyrr eru myndir Lynch í óvenjulegri kantinum og söguþráðurinn ekkert léttmeti. Myndin tekur á því sem virðist vera nokkrir aðskildir atburðir. Kona ein sem gengur undir nafninu Rita lendir í árekstri á Mulholland Drive veginum f Hollywood í Kalifornfu ásamt tveimur mönnum sem eru víst slæmur félagsskapur. Þeir deyja í slysinu en Rita sleppur. Allt hennar minni þurrkast út í slysinu en hún nær að skríða í burtu. Hún kemur sér að íbúðarblokk og felur sig í runna þar fyrir utan. Á sama tíma eru á veitingastað tveir menn sem heita Herb og Dan. Sá síðamefhdi er að segja hinum ffá martröð sem hann fékk um veitingastaðinn sem þeir eru á og þegar hún byrj- ar að rætast forða þeir sér þaðan. Þeir fara inn í húsasund þar nálægt og þá deyr Dan skyndi- lega án sýnilegra ástæðna. Nokkru síðar kemur ung kona að nafni Betty til Los Angeles til þess að verða leikkona og tekur leigubíl til fbúðarblokkarinnar þar sem ffænka hennar Ruth býr. Hún hittir þar Coco sem er húsráðandi blokkarinnar og vfsar henni á herbergi Ruthar þar sem hún er ekki heima. Þegar Coco skilur hana effir sér Betty að Rita er í felum þar. Hún segir Betty frá minnisleysi sfnu og þau reyna að komast að hvað hafði komið fyrir hana. I öðrum borgarhluta Los Angeles er leikstjóri nokkur, Adam Kesher, og er verið að reyna að fá hann til að ráða leikkonu eina í mynd af tveimur bræðrum, þeim Luigi og Vincezno Castigliane. Hann harðneitar og fer heim til sfn þar sem hann finnur konur sína í rúminu með hreingemingarmanni. Sá tuskar Adam til og fer því næst á hótel þar sem hann kemst að því að hann hefúr aðeins efhi á einni nótt þar þar sem Castigliane-bræðurnir eru búnir að þurrka upp alla banka- og kreditkortareikninga hans. Þar hafið þið það. Mulholland Drive verður ffumsýnd í Háskólabíói f dag. Mean Machine Harðnaglinn, leikarinn og fyrmm knattspymukappinn Vinnie Jones er nú mættur á tjaldið á ný með endurgerð af gamalli breskri knatt- spymumynd sem hann kallar Mean Machine. Vinnie er hér á heima- velli því hann leikur knattspymu- kappa sem er sendur í fangelsi þar sem hann þarf að venjast nýjum lífsháttum. Myndin er ffamleidd af sömu aðilum og gerðu Snatch og Lock Stock þannig að það er óhætt að mæla með þessari. The Royal Tenenbaums Myndin var valin sú besta á Golden Globe-verðlaunahátíðinni og inniheldur hún fjölda þekktra leikara. Meðal þeirra em Danny Glover, Gene Hackman, Bill Murray, Gwyneth Paltrow, Ben Stiller, Luke Wilson og Owen Wil- son. Myndin fjallar um Tenen- baum-fjölskylduna sem kemur sam- an í fyrsta skipti í langan tíma þeg- ar einn meðlimurinn verður alvar- lega veikur. Myndin hefur hlotið mikið lof og er bráðfyndin. The 51st State Samuel L. Jackson og Robert Carlyle em sagðir fara á kostum í þessari bresku hasarmynd þar sem einn helsti töffari Bandaríkjanna fer með aðalhlutverkið. Saman ætla félagamir að græða stórfé á einni stórri fíkiefnasölu en það er hægara sagt en gert að draga sig út úr þeim heimi. Þeir komast því í alls konar klandur sem kostar þá meira en bara peninga. Fyndin og fjömg mynd f anda Snatch. E.T. Flestir hafa líklega einhvem tíma á ævinni séð myndina um litla brúna kallinn utan úr geimnum sem kallast E.T. en núna hefur Steven Spielberg, leikstjóri mynd- arinnar, séð sér leik á borði og end- urbætt myndina til að þéna smá vasapeninga. Myndin er náttúrlega fyrir löngu orðinn klassík og því er tilvalið að grípa tækifærið til að sjá myndina á stóm tjaldi í almenni- legum gæðum. 18 12. aprfl 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.