Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 4
... í GÖNGUTÚR Daginn er tekið að lengja og það er fátt jafnfrískandi eftir langan dag á skrifstof- unni en að anda að sér frísku lofti, að ekki sé talað um sjávarlofti. Fínir göngustígar í Nauthólsvíkinni og alla leið út f Gróttu. Fjaran hjá Straumi er einnig skemmtileg. ... Á ÖLVER Staðurinn leynir á sér eins og sést f hverjir voru hvar dálkinum hér framar í blaðinu en heitasta lið höfúðborgarinnar var þar um síðustu helgi. Auk þess er alltaf gaman að gera sig að fífli í karaoke ... ... INN Á FEMIN.I5 Á þessari heimasíðu eru frábærir spjall- þræðir þar sem fólk talar um öll heimsins vandamál og leysir þau á staðnum. Vanti þig ráð um píkurakstur, grát í ungbömum eða hvemig þú eigir að mála heima hjá þér þá er þetta rétti staðurinn. Meðal spjall- þráða eru þræðir eins og: þitt útlit, böm og unglingar og sambönd. ... I FERMINGARVEISLU. Það er um að gera að skella sér í ferming- arveislu fái maður boð um slíkt. Þrátt fyrir að fjarskyldir ættingjar séu ekki ; skemmtilegir þá er ókeypis matur plús. En eitt punktur is dæmið skaut upp kollinum síðasta miðvikudagskvöld en þá hóf göngu sína nýr þáttur á PoppTívf þar sem ætlunin er að fylgjast með fólki á djamminu og sjá hvað fólk gerir á þeim vígstöðvunum. Þátt- urinn hefur hlotið nafnið rugl.is en umsjónarmaður er Baldvin Samúels- son sem var áður side-kick hjá félögunum í Með hausverk um helgar. Nyr hausverkur „Þetta á að verá skemmti' legur og kúl þáttur en hann ekki gerður til þess að særa blygðunarkennd fólks. Fólk sem kemur fyrir í þættinum á ekki að þurfa að sjá eftir því og enginn þarf að líta skömmustulega út eftir að hann sér sig á skjánum. Frið- rik Weisshappel á þess vegna að geta komið kúl út úr þættinum, þótt hann sé á PoppTíví," segir Baldvin Samúelsson, 22 ára sjón- varpsmaður á PoppTíví. Hann fór síðastliðið miðviku- dagskvöld í loftið með fyrsta þátt sinn sem heitir rugl.is en þar er fólki fylgt út á djammið með myndavélum og öllu tilheyrandi til að sjá hvað gerist. SULLAÐ í VEIGUM „Þetta er byggt þannig upp að ég fer út með 3—4 ein- staklingúm þar sem einn af þeim er yfirleitt eins konar aðalpersóna þess þáttar. Eg fylgi þeim alveg frá því þau koma úr vintiu á föstudegi og undirbúningurinn fyrir djammið hefst. Síðan förum við f ljós, út að borða eða eitt- hvað í þá áttina áðúr en að limmósína kemur að sækja okkur til að fara á djammið. Svo komum við okkúr nátt- úrlega bara fyrir á einhverj- um staðnum og byrjum að sulla í einhverjum skemmti- legum veigum. í framhaldi af því heimsækjum við per- sónumar daginn eftir og ræðum við þær f þynnkunni og sjáum hvort það hafi farið heim með einhverjum o.s.frv.," segir Baldvin sem var áður sérlegur aðstoðar- maður Valla sport og Sigga Hlö í sjónvarpsþættinum Með haus- verk um helgar. En það em einmitt þeir félagar í Hausverk sem sjá um að framleiða þáttipn. „Eg hef lengi verið í veitingabransan- um og þannig kviknaði hugmyndin að þættinum. Mér hefur alltaf fundist vanta eitthvert svona sjónvarpsefni á skjáinn og þegar ég byrjaði í Með hausverk um helgar kom ég með þessa hugmynd sem þeir sfðan stílfærðu svo úr varð þessi þáttur sem við köllum rugl.is. Þetta er nú eiginlega bara bam f fæðingu hjá manni og ég veit eig- inlega ekki hvort að þetta sé það sem fólk fíl- ar. En ég hef samt svona netta trú á þvf að þetta eigi eftir að virka.“ 15 SEKÚNDNA FRÆGÐ OG EKKERT SPRITZ „I rauninni erum við bara að taka djammið fyrir eins og það er. Þetta er svartasta kómedía af djamminu sem völ er á - án þess að fólk þurfi að skammast sín fyrir að vera í þættinum," segir Baldvin sem segir þátt- inn ekki verða í anda allra djamm-heimasíðn- anna sem hafa sprottið upp víða á vefnum. „Vð ætlum að taka skemmti- legu hliðamar á djamm- inu og reyna að fylgja þvf vel effir þannig að þetta endi ekki í tómu tjóni. Það sem þessar djammsíður hafa verið að gera er aðallega að aug- lýsa það sem fram fer á skemmtistöðunum og birta myndir af dmkknu fólki sem er bara sniðugt enda vilja allir fá sína 15 sekúndna frægð. En þetta verður allt öðruvísi hjá okkur,“ segir Bald- vin fúllviss um að þátt- urinn eigi upp á pall- borðið hjá áhorfendum en muni ekki hverfa eft- ir nokkiar vikur eins og nokkrir af forvemm hans á PoppTíví. „Rugl.is á ekki eftir að verða eins og þátturinn Spritz. Ég hugsa frek- ar að þetta verði eins og Spritz átti að verða. Spritz var oft að gera skemmtilega hluti en þeir hlupu kannski aðeins fram úr sjálfum sér og ég tek aftur ffam að við erum ekki að þessu til að gera fólk að fífl- um. Fólkið sem tekið verður fyrir í þættinum getur verið hver sem er, hvaðan af landinu sem er. Við emm ekkert að binda okkur bara við Reykjavík og eitthvað af þessu „ffæga fólki" heldur getum við alveg eins fylgst með ]óa Jóns. Það er miklu skemmtilegra heldur en aðhorfa á einhverjar grúppíur hangandi utan í einhverjum hljóm- sveitargaur." Baldvin Samúelsson er að byrja með nýjan þátt á Popptfví en hann var áður aðstoðarmaður í Hausverk um helgar. Eftir alla þróunina, erfiðið, aðhaldið og einbeitinguna í gegnum árþúsundin myndi maður ætla að apar bæru virðingu fyrir manni...en nei þeir hlægja og henda ávöxtum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.