Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 6
Það eru fáar heimasíður sem fá reglulega meira en 25 þúsund gesti á viku hér á landi en það fer nærri að segja að það séu um 6-8 síður sem ná því. Ein þeirra er tilveran.is sem er afar sérstakt fyrir þær sakir að hún auglýsir sjálfa sig ekki neitt og er eins einföld í rekstri og notkun og mögulegt er hægt að vera. Einar Solheim er upphafsmaður síðunnar. Vinsælasti ruslahaugur landsins Notendahópur Tilverunnar er breiður. Hana skoða netverjar at öllum aldri þó svo að þeir á þrítugs- aldrinum séu í meirihluta. Fynr þa sem ekki vita virkar síðan þannig að hún er samansafn hlekkja á aðr- ar síður, brandara-, mynda-, leikja- og allt það sem sniðugt þykir og tyr- irfinnst í vefsamfélaginu. Hún er afar einföld í notkun, hlekkimir koma inn á síðuna í þeirri röð sem þeir em settir þar inn og svo eru þeir flokkaðir eftir því sem við á svo notendur geti sigtað út það sem þeir em að fiska eftir. Flokkamir eru alls tólf (News, ath, flash, haha, hmmm, img, leikir, mov, nörd, sick, xxx, íslenskt) og er þvi leik' andi létt að finna eitthvað við hætu Einar segir að alls séu það 20 manns sem em með svokallaðan ritstjómaraðgang að síðunni, það er að segja þeir sem setja inn hlekkina á síðuna. Svo koma einnig mjög mikið af ábendingum frá hinum al- menna notanda og skipta þær mörgum tugum á dag. Þanrug að brunnurinn virðist vera endalaust Síðan er rúmlega eins og hálfs árs gömul og vekur það athygli hversu vinsæl hún er miðað við ungan ald- ur hennar. „Ég var að vinna hja Eimskip á þessum tíma og fekk rnn á tölvupóstinn minn mjög mikið at ruslpósti," segir Einar um tilkomu síðunnar. „Þetta vom til dæmis myndir, brandarar, linkar mn a einhverjar síður og þar fram ettir götunum og ég fór að hugsa um hvað það væri þægilegt að bua tú heimasíðu þar sem allt svona etm ^^SSSSSSSabyíaðs^gæluverketm nja —„ Emar en sv0 vatt það allsvakalega upp a s.g- væri samankomið á einum stað, í staðinn fyrir að láta þetta ganga manna á milli í tölvupósti. Ug þannig byrjaði þetta við vorum nokkrir sem settum efm tnn a sio una og við fengum einhverja tugi heimsókna á dag og síðan þá hetur þetta undið svona allsvakalega upp Þrátt fyrir mikla umferð hefur síð- an í sjálfu sér lítið breyst. Hún byggist enn á einfaldleikanum og sama forritið og síðan keyrði upp- haflega á er enn notað. Hingað ttl hafa litlar sem engar tekjur stafað af síðunni en samkvæmt Einari er það allt að færast í aukana. „Við höfum verið að selja faldar auglýsingar inn á síðuna. Við erum með eitt auglýsingapláss á síðunnt sem við nennum ekki einu sinm aö reyna að selja því við viljum frekar keyra á hinu. Ef einhver hins yeg- ar hefúr áhuga á auglýsingaplass- inu er honum velkomið að kynna sér það. En það sem við höfumyer- ið að selja eru venjulegir hlekkir a síðunni. Segjum sem svo að fynr- tæki í bænum sé með eitthvað i gangi á heimasíðu sinni og vilji vekja athygli á því þá seljum vtð viðkomandi nokkra hlekki sem vísa inn á síðuna en líta þó út ems og allir aðrir hlekkir sem við erum með. Þetta er þó háð því að það se eitthvað á síðunni sem er Tilveru- notendum í hag, til dæmis leikur, einhvers konar tilboð og þar fram eftir götunum," segir Einar. Tilveran.is er sífellt að stækka enda bætast fleiri og fleiri í þann hóp netverja sem gera það að dag- legu verki að kíkja á síðuna. co IP IP Nr. 3 STAÐUR: Langholts- kirkja þjóðkirkjunnar TÍMI: Sunnudagur 7. apríl kl. 11 ★ ★"Í ElRIK S0RDAL SKRIFAR „Spilaðu á mig, spilaðu," hvíslar það. Gljáfægðar pípurnar teygja sig til himins, eins og handleggir Péturs Guðmundssonar í teignum. Brúnt tréverkið, tálgað og útlifað, minnir á andlit útbrenndrar fyrirsætu sem barðist við búlemíu og tæmdi úr nokkrum pilluglösum áður en hún opnaði eigin sólbaðsstofu. Svörtu nóturnar og hvítu nóturnar liggja saman á táknrænan hátt. Hver út- lína hefur sína merkingu. Augastein- arnir vita ekki hvort þeir eiga að þenjast út eða krumpast saman. Að horfa á orgelið í Langholtskirkju er eins og að skera sig á blaðinu sem inniheldur tilkynningu um happ,- drættisvinning. Sársaukafull gleði. A þessa tilkomumiklu sýn fellur aðeins einn skuggi og það er altarið, senu- þjófurinn, flókinn á annars sléttum snærisspotta. Því má blessunarlega trilla á brott eins og hagkaupskerru. Grátumar eru lengra frá veggnum en tíðkast og sú upphækkun sem ber orgelið er ekki fjarskylt leikhússviði. Fermingarbömin bíða baksviðs. Fermingarmessur em öðruvísi. Spenna og óþolinmæði hreiðrar um sig. Aðstandendur vilja rumpa af formsatriðunum og komast í kransa- köku. Bömin vilja vita hversu þykk umslögin verða og hversu margar „Perlur í skáldskap Laxness" rekur á fjörur þeirra. Enn eru þau granda- laus um það hversu oft á næstu klukkustundum þau verða innt eftir líðan sinni yfir því að vera komin í fullorðinna manna tölu, af ffænkum sem hafa verið dregnar upp úr gagnagrunni íslenskrar erfðagrein- ingar og sparaðar í formalíni sérstak- lega fyrir þetta tækifæri. Fullorðin er ekki fyrsta lýsingarorðið sem not- Hið alsjáandi orgel að yrði um fermingarbömin þar sem þau labba inn. Þau eru ýmist með handleggi, fætur, nef, raddbönd, eða aðra líkamshluta, sem eru búnir að rjúfa hinn þegjandi sáttmála um samstilltan vaxtarhraða. Söfnuðurinn stendur á lappir fyrir hersingunni og loksins skjótast fyrstu tónarnir úr orgelpípunum. Kórinn tekur undir með „Hósíanna lof og dýrð.“ 1-0 fyrir orgelinu. En Jón H. Þórarinsson prestur gefur ómþýðum börkum kórsins ekkert eftir í miskunnarbæninni. Þegar fjölskyldufaðirinn á bekknum fyrir framan syngur Dýrðarsöng lýtalaust, og það blaðlaust, gefst aðkomumaður' inn upp. Það virðist sem allir um- bjóðendur Langholtskirkju séu mús- íkalskir með vítt raddsvið. Þá er bara best „að taka landsliðsmanninn á þetta“ og mæma. Presturinn er mjög alþýðlegur og útskýrir hvernig allt muni ganga fyrir sig. Hann lofar að stilla mín- útufjöldanum í hóf. Guðspjallið á vel við og fjallar um Tómas sem missti trúna við krossfestingu Jesú. Jesú sneri aftur yfir móðuna miklu og kleip hann í síðuna. Skilaboðin til fermingarbamanna og okkar hinna sem vorum ekki samtíða meistaran- um, eru hans eigin orð, um að besta trúin sé trú án efa. Presturinn er hluti af tvíeyki. A sama hátt og Lukkuláki hefur Léttfeta og Davíð hefur Halldór, á sama hátt hefur séra Jón séra Petrínu. Hin unglega Petrfna stimplar sig inn og afsannar svo um munar muldrið af öftustu bekkjunum um að hún sé bara komin til að útbýta oblátum eins og kynningardama f stórmarkaði. Hún flytur í senn al- vörugefna og hnyttna ræðu og bein- ir máli sínu til fermingarbamanna. Puttamir á digital-pöbbunum frjósa á rec-tökkunum og geispi á ferming- ardreng verður andköf á miðri leið. Stefið er gamalt og þekkt, en samt svo nýtt á óútskýranlegan máta. „Lífið er ferðalag,“ segir Petrfna. Fólk verður að velja sér leið og leiðsögu- mann. Petrína er gangandi dæmi þess að enginn þurfi að missa kúlið yfir biblfunni. Að prestar geta flipp- að eins og ungdómurinn. Það er svo- lítið rapp í henni. „Margt í kirkjunni getur virst úrelt og jafnvel hallæris' legt,“ segir hún, en gamla leiðin hef- ur sannað sig. Besti kosturinn er ferðaskrifstofan sem hefur blívað fyr- ir forfeður okkar. Samvinnuferðir- Jesús, hugsa ég - þar sem börnin em nú að borga staðfestingargjaldið. Ef venja væri fyrir klappi í þjóð- kirkjunni þá hefði það líklega yfir- gnæft orgelspilið á þessum tíma- punkti. Þess í stað kemur trúarjátn- ingin. Mér hefði þótt skemmtilegt að splæsa orgelinu einhvers staðar inn í játninguna, en sjálfsagt er það ekki við hæfi. Ef til vill mætti segja að það sé innifalið, því engu er líkara að heilagur andi blási f pípumar í dag. Loks kemur fermingin sjálf sem prestamir stýra mynduglega í sam- einingu og taka í kjölfarið vanda- menn til altaris serverandi einfald- an bmnch sem samanstendur af lík- ama Krists og blóði. Að lokinni blessun, sálmi og vel völdu orgelsóli að sjálfsögðu, munda foreldrar linsumar eins og flokkur paparazzi'ljósmyndara á kvik- myndahátfðinni f Cannes. Hin ný- fermdu böm, nýkomin í fullorðinna manna tölu, stilla sér upp fyrir myndatöku sem þau munu velflest naga sig í handarbökin yfir um ókomin ár, eða í það minnsta lengur en gildistíminn á ábyrgðarskírteini fermingargræjanna. Það er undarleg tilfinning að ganga út úr fermingar- messu án þess að eiga von á brauðtertum og tilheyrandi. Það verður enginn saddur af rauðvíns- maríneraðri oblátu einni saman. f ó k u s 12. apríl 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.