Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 14
* Hver er Arnar Steinn Þorsteinsson? Sumir þekkja hann kannski fyrir þær sakir að hann hefur lengi ver- ið viðloðandi brettaheiminn og hefur eytt ófáum sumrum í að starfa með unglingum í þeim ýmsu skeitpörkum sem hefur skotið upp í bænum. Annars var Arnar eins og hver annar ungur maður í höf- uðborginni - þangað til hann ákvað losa um ræturnar og flytja til Kína. Þar er hann að slá í gegn. Lek Fróða Baggins í kfnverskri batterísauglýsingu Það er sprenging í him- inhvolfinu. Fróði Baggins (úr Hringadróttinssögu) teygir sig í átt að hringn- um góða sem fellur úr miðri sprengingunni. En bíddu Fróði, það er meira. Ur himinhvolfinu fellur rafhlaða sem Fróði grípur og hann furðar mjög. Raf- hlaðan nánast flýtur í höndum hans. Fróði fer í vasann sinn og teygir sig í hringinn og setur hann á rafhlöðuna og það er eins og við manninn mælt, úr verður ofsalegasta spreng- ing enda nú komnir sam- an tveir orkumestu hlutir heimsins. Úr sprenging- unni fljúga kínversk tákn sem dásama eiginleika raf- hlöðunnar. Þótt fáir hérlendis hafi séð margar kfnverskar aug- lýsingar er auðvelt að ímynda sér að ofangreind lýsing eigi vel við um eina slíka. Þessi verður sýnd þarlendis á næstu mánuðum fyrir augum margra milljóna Kínverja og kemst þannig Amar Steinn (sem leikur Fróða í auglýsingunni) í hóp íslenskra listamanna (t.d. Strax) sem hafa meikað það í þessu fjölmennasta landi heims. En ólíkt öðrum fór Amar Steinn ekki til Kína í þeim tilgangi að meika það. Hans tilgangur var, og er enn, að læra kínversku og kynnast kínverskum bókmenntum. Hann hélt utan í ágúst síðastliðnum og ætti því að vera búinn að koma sér ansi vel fýr- ir. Fyrirheitna landið „Ég bý í fínni íbúð héma í Guangzhou," segir Amar Steinn. Opinber íbúafjöldi borgarinnar er um 7 milljónir manna en Amar Steinn segir það fara nærri að segja íbúana um 11 milljónir. Gu- angzhou er við Suður-Kínahaf í suðausturhluta Kína, aðeins um steinsnar frá Hong Kong og Macao sem hefúr oft verið kallað Las Vegas austurs- ins. „Eg bý með tveimur Kínverjum sem gerir mér kleift að tala málið allan liðlangan daginn sem er frábært. Ég bjó á skólavist fyrir áramót en það er helmingi dýrara að búa þar, auk þess að maður fær lítið sem ekkert næði. Ég bjó að vísu með stórfín- um gaur frá Rúmen- íu en ég kann mun betur við mig í nýju umhverfi." Þegar Amar Steinn er ekki að leika í sjónvarps- auglýsingum vinnur hann fyrir sér sem enskuleiðbeinandi. „Ég hitti til að mynda einn mann á hverjum laugardegi sem borgar mér fyrir að sitja með sér í tvo tíma og spjalla við sig á ensku yfir góð- um tebolla. Hann ætlar sér að flytja til Kanada einhvem daginn og vill koma sér í form og þannig er það með mjög marga. Allir vilja fara til fyrirheitna landsins í Ameríku og sumir svífast einskis. Arnar Steinn með leikstjóra auglýsingarinnar góðu, stórtaxinum Zhong Song. Alls kenni ég ensku þrisvar í viku og fæ alveg feikinóg út úr því til að lifa sómasamlegu lffi,“ seg- ir Amar og ber lífinu í Kína vel söguna. „Hér er ódýrt að lifa auk þess sem ég hef mjög mikinn áhuga á málinu. Héma em líka endalausir ferða- möguleikar og ég er þegar búinn að ákveða að vera héma næsta ár en svo ætla ég að sjá hvemig mál- um er háttað hjá mér, hvort ég kem heim þá eða ílendist hér frekar.“ Fjandans skerið Amar segist vitaskuld sakna föðurlandsins og fjölskyldu og vina en eins og gefur að skilja er frek- ar erfitt að skreppa heim í frí eins og margir sem búa erlendis gera reglulega. „Það er ekkert dýrt að koma sér til Evrópu en af því að við búum á þessu skeri gerir það útslagið að þurfa borga háar fjárhæð- ir fyrir þann aukaspöl." Um skólann sjálfan segir Amar Steinn tímana ekki vera mjög spennandi. „Þarna er fólk alls stað- ar úr heiminum og húmorinn er því á ffekar lágu plani. Stærstu hópamir eru Kóreumenn og Japan- ar, sem ég kann reyndar vel við en Kóreumenn hanga bara saman og tala ekkert við annað fólk. Lærdómurinn er eintómur páfagaukalærdómur sem virkar í sjálfu sér en er ekkert rosalega spenn- andi. Það sem ég er að læra er mandarín en hér í Guangzhou er töluð kantónska. Það tala að vísu all- ir mandarín en framburðurinn hér er ömurlegur. En parið sem ég bý með er frá norðurhluta Kína og tala þau ótrúlega fallegt mandarín þannig að það er mikill bónus.“ Fyrir óvana er kínverska ritmálið allra flóknasti hluti málsins og skyldi engan undra. Til að geta les- ið kínverskt dagblað með góðu móti þyrfti maður helst að kunna um 2500-3000 orð. „Ætli ég geti ekki skrifað um 500 tákn núna þó svo að ég þekki kannski fleiri. Eina leiðin til að læra þetta er að skrifa þetta marga tíma á dag og þá kemur þetta hægt og rólega." Of hallærislegt til að sleppa því En hvað kom Amari til að leika í vægast sagt hallærislegri sjónvarpsauglýsingu eins og þeirri sem er lýst í upphafi greinarinnar. „Þeir sögðu mér fra þessari hugmynd og ég varð að slá til, þetta var allt of hallærislegt til að geta sleppt því. Málið er að þeim er alveg nákvæmlega sama um höfúndarrétt og því geta þeir farið í að stilla upp Fróða í jafn ómerkilegri auglýsingu. Hvítt fólk er nefniíega ótrúlega vinsælt fyrir auglýsingar hér. Ef það er hvítt fólk í auglýsingunni þá ætti varan sem hún auglýsir að seljast betur. Þegar þetta fólk hringdi í mig spurði það mig hvort ég hefði blá augu og þeg- ar ég svaraði því játandi var hægt að fá mig í verk- efnið." Amar Steinn fylgist vitaskuld vel með málum líðandi stundar í Kína og eitt af því er þátttaka landsins í HM en allt landið er að tapa sér yfir að það skuli fá að senda lið á mótið. „Það verður gaman að sjá hvort þeir ná að skora mark. Þeir eru auðvitað í fáránlega erfiðum riðli (með Brasilíu, Tyrklandi og Kosta Ríka) en það verður örugglega allt vitlaust héma ef þeir ná að pota einum inn.“ Arnar Steinn hefur nýtt tímann í Kína vel oc ferðast um víðan völl. Hér eru tvö brot úr ferðasögum hans SEM HANN HEFUR SENT VINUM OC VANDAMÖNNUM HÉR HEIMA. „... tókum rútu um kvöldið. Opinber ferðatími um 24 tímar. Miðað við undan- fama reynslu var ég samt tilbúinn fyrir hvað sem var. Þá um nóttina vorum við í ein- hverju svakalegu fjallaskarði og tók þá að hellirigna. Vegurinn varð fyrst að leðju, svo hvarf hann. Þá vorum við strand ásamt heilum flota af öðmm bifreiðum. Við losnuð- um ekki fyrr en kl. 11 morguninn eftir og brunuðum þá af stað. KÍukkutíma síðar keyrði traktor inn í hliðina á rútunni. Astandið var orðið lygilegt. Tveimur tímum sfðar var samt haldið áfram þó að meginpart- inn af annari hlið rútunnar vantaði. 36 tím- ar allt í allt og við komumst til Jinghong ...“ „... inni í rútustöðinni var allt að verða vitlaust. Við kipptum okkur ekkert sérstak- lega upp við það, því Kínverjar elska að hafá bátt og láta eins og vitleysingar yfir engu. En svo reyndum við að kaupa rútumiða suð- ur á bóginn. Ruili? Engir miðar. Dali? Engir miðar. Kumning? Engir miðar. Hvert sem er? Engir miðar, vinsamlegast pillið ykkur. Ástandið var ekki gott. Fyrst skildum við hvorki upp né niður, hvað var að gerast héma? Þá rákum við augun í litla tilkynn- ingu á veggnum sem var eitthvað á þessa leið: „Félagar! Nú er nýtt ár að ganga í garð og tugmilljónir Kfnverja munu streyma um glæstar hraðbrautir Miðríkisins til að komast heim til fjölskyldna sinna til þess að fagna og gleðjast. Þetta er vel! En af því að það er svo mikið álag á rútubílstjórum og öllum þeim sem starfa innan samgöngukerfisiðnað- arins þá hækkar verð á öllum rútu- og lest- armiðum um 50% ffá og með morgundegin- um. Kærar þakkir, njótið hátíðanna." Svei og aftur svei! Kína í hnotskum á lít- illi tilkynningu ...“ f ó k u s 14 12. apríl 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.