Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 21
 þriajudagu* _ 16/4 •Krár ■ BRIS Á GAUKNUM Hljómsveitin Bris mun í kvöld kynna nýtt efni af væntanlegri plötu sinni á Gauknum í kvöld. •Klassík ■ TÓNLEIKARÓÐ KENNARA í kvöld held ur áfram Tónleikaröö kennara Tónlistar- skóla Kópavogs. Þar verður flutt raftónlist eftir Ríkharð H. Friðriksson. í forgrunni veröa ný og nýleg verk fyrir tölvu eina og sér og verk fýrir gagnvirk tölvukerfi þar sem flytjandi og tölva spinna tónlistina á staðn- um. Tónleikarnir hefjast kl. 20. ■ VORTÓNLEIKAR KVENNAKÓRS SUP- URNESJA Árlegir vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja verða haldnir í Ytri-NJarðvíkur- kirkju í kvöld kl. 20:30. Efnisskráin er fjöl- breytt og má nefna klassík gömlu meistar- anna, óperettulög, þjóðlög og dægurlög, innlend sem erlend. Stjórnandi er Sigurður Sævarsson tónskáld og undirleikarar eru Geirþrúöur Bogadóttir á píanó, Þórólfur Þórsson á bassagítar og Þorvaldur Hall- dórsson á trommur. Miðaverö er 1.200 krónur. •Fundir ■ LÆROU AÐ SKRIFA FRÉTTATILKYNN- INGAR Milli kl. 16 og 19 veröur haldið nám- skeið ! þvi hvernig skrifa eigi fréttatilkynn- ingar og hnitmiðaöar fréttir. Kennari er Sig- rún Stefánsdóttir. Nánari upplýsingar inni á www.endurmenntun.is. Skráning hjá endur- menntunarstofnun. •Sport ■ TÖLVULEIKIR í HINU HÚSINU HQ er staðarnetamót sem haldiö veröur alla þriðjudaga milli kl. 14 og 24 í Hinu húsinu. Aldurstakmark er 16 ár. 100 MB switch net mun sjá málaliðum fyrir hraöa. Veröskrá er eftirfarandi: Aukatölva=500 kr., aukaspil- ari=500 kr. Það veröur spilaö nánast allt sem spilurum dettur í hug, nema tetris, pacman og aörir leikir sem ekki er gaman að spila á Netinu. Kjörinn staður til að koma með klanið sitt og spreyta sig gegn öörum spilurum. Skjávarpi og dúndurgræjur búa til stemninguna og ef klanið þitt hefur myndband meö afrekum sínum þá verður hægt aö sýna það. | miðvikudagurl I P is m4 vs 2 iá - IM •Klassík ■ KAMMERTÓNLEIKAR í NESKIRKJU Kl. 20.30 verður Tónlistarskólinn í Reykjavík meö kammertónleika í Neskirkju. Á efnis- skrá eru:Strengjakvartett nr. 37 ! B-dúr eft- ir Joseph Haydn, Strengjakvartett í a-moll op. 51 nr. 2 eftir Johannes Brahms og Trió fyrir flautu, selló og pianó eftir Bohuslav Martinu.Aögangur er ókeypis og allir vel- komnir. •Síöustu forvöö ■ ABSTOAKTMÁLVERK I GALLERÍ REYKJAVÍK Ámi Bartels og Dominick Gray Ijúkamyndlistarsýningu sinni! kjallara Galleris Reykjavíkur, Skólvörðustíg 16. Um er að ræöa abstrakt olíumálverk sem lista- mennirnir hafa unnið saman að frá því í febrúar sl. •Fundir ■ LÆRPU AB SKRIFA FRÉTTATILKYNN- INGU Milli kl. 16 og 19 veröur haldið nám- skeiö í því hvernig skrifa eigi fréttatilkynn- ingar og hnitmiöaðar fréttir. Kennari er Sig- rún Stefánsdóttir. Nánari upplýsingar inni á www.endurmenntun.is. Skráning hjá endur- menntunarstofnun. Nóg er af nýjum myndum í kvikmyndahúsum landsins um helgina og þykir reyndar sjaldan skortur á efni í þeim geira. Meðal þeirra mynda sem eru frum- sýndar eru Showtime (Regnboginn), Mulholland Drive (Háskólabíó), Jimmy Neutron: Boy Genious (Regnboginn og Laugarásbíó), Iris (Sambíóin) og Blade 2 (Laugarásbíó og Regnboginn). Teiknimynd og tímaflakk Iris segir frá hinni lífseigu ást rithöfundarins og heimspekings- ins Iris Murdoch (Kate Winslet/Judy Dench) og manni hennar í 40 ár, John Bailey (Hugh Bonneville/Jim Broad- bent). Myndin spannar allt þetta tfmabil og er séð með augum Bai- leys. Iris Murdoch var talin vera snjallasta kona Englands á sínum tíma en myndin hefst á 6. ára- tugnum þegar hún nam við Ox- ford og hristi upp í heiminum með sínum frjálslega lífskrafti. Myndin leiðir áhorfandann svo í gegnum starfsferil hennar sem rithöfundar og heimspekings þar sem berlega kemur í ljós hversu langt hún var á undan sinni samtfð. Að lokum er fylgst með henni á síðustu árum sfnum, þegar hún þjáðist af alzheimersjúkdómnum, þar til hún dó árið 1999. Viska hennar og orka á hennar yngri árum eru því andstæða þess sem síðar kom með fyrmefhdum sjúkómi. leiða saman hesta sína í fyrsta sinn á þeirra ferli og mörgum þykir kominn tími til. Lögreglumann- inum Mitch Preston (DeNiro) er aðeins umhugað um að sinna starfi sínu og klófesta krimma en um- ferðarlögreglumaðurinn Trey Sell- ars (Murphy) gekk einungis til liðs við lögregluna til að þéna smá- pening þar til leikaraferillinn hans færi á flug. Eitt kvöld gengur Trey inn á leynilega lögregluaðgerð sem Mitch stjómar og tekst að klúðra öllu og Mitch missir þannig af hópi krimma sem hann var á leið- inni með að handtaka. Nokkmm andartökum síðan mætir sjón- varpið á staðinn og gerir illt verra fyrir Mitch sem bregst illur við og hleypir af skoti f eina myndatöku- vélina. Mitch verður á svipstundu landsffægur enda birtist andlit hans á forsíðum blaðanna næsta dag. Hann kemst skiljanlega í mikil vandræði hjá yfirmönnum sfnum og til að lægja öldumar fellst hann á að taka þátt í raun- vemleikasjónvarpi þar sem fylgst er með nýstiminu all- an liðlangan dag- inn, bæði í > starfi og r*l að vega upp á móti hinum skap- vonda Mitch þarf hann fé- laga - og hvem annan en Trey Sellers. Stráksnillingur Enn ein teiknimyndin er kom- in í kvikmyndahúsin enda virðast kvikmyndagestir aldrei fá nóg af þeim. Þessi heitir Jimmy Neutron: Boy Genious og eins og nafnið gefúr til kynna fjallar myndin um strákinn Jimmy. Pótt hann sé gæddur snilligáfú er hann örlítið á eftir í félagslegum skiln- ingi - allt þar til dag einn, þegar foreldmm hans er rænt ásamt öll- um foreldmm heimsins af geim- verum, og það undir honum kom- ið að bjarga þeim. Eins og alltaf em nokkrar stjömur sem Ijá myndinni rödd sína og má meðal nokkurra nefna Martin Short og Patrick Stewart. Kate & Leoþold Aðalhlutverkin í þessari róm- antísku gamanmynd leika þau Meg Ryan og Hugh Jackman en sú fyrmefnda hefúr verið í slíkum hlutverkum margoft áður, offar en ekki á móti Tom Hanks. Það ætti því að vera tilbreyting að fá að leika á móti Jackman sem er sí- fellt að færa sig upp á skaffið í Hollywood með myndum eins og X-men og Swordfish. Kate (Ryan) býr með bróður sfnum í New York á 21. öld. Fyrir ofan hana býr Stuart, fyrrverandi kærasti hennar, sem finnur tímarifú nálægt Brooklyn Bridge þar sem hann kemst til 18. aldar- innar. Hann fer og tekur mynda- vélina með sér og þar sem slík tæki hefðu vakið talsverða athygli árið 1870 eltir kumpáni einn, að nafni Leopold (Jackman), Stuart aftur til 21. aldarinnar. Þar kynn- ist hann Kate og eitt leiðir af öðru. •Krár ■ HIPHOP Á GAUKNUM Þaö veröur allsvakaleg hiphop-veisla á Gauknum í kvöld því nú er komiö ár frá því þessi kvöld fengu samastaö sinn þar. Aö þessu sinni munu íslenskar hljómsveitir ráöa ríkjum en þær eru Dj Moonshlne a.k.a Dj Cruz, Krltikal Mazz, Bæjarins Bestu og Skytturnar frá Akureyri. Skytt- urnar eru aö spila hér í Reykjavík í fýrsta skiptiö en þær hafa veriö aö gera þaö gott á Muzik.is meö laginu .Ég geri þaö sem ég vil“. Þá veröur haldin „Battle of the MC's" en þaö er rapp-útsláttar- keppni þar sem rapparar berjast hvor viö annan meö oröum og hafa 30 sek. hvor til aö særa andstæöing sinn. Þaö mun vera í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin hér á landi en hún hefur átt miklum vinsældum aö fagna erlendis og hafa menn eins og Eminem fetaö sín fyrstu spor í slíkri keppni. Veislan hefst kl. 21 og stendur til 1. Aögangseyrir er 700 kr. og 18 ára aldurstakmark er inn. • Bö 11 ■ KOMPU AÐ DANSA Á fimmtudags- kvöldum eru haldnir svokallaöir Æfinga- danslelkir i Danshóllinni, Drafnarfelli 2, þar sem fólk kemur saman og dansar af lífi og sál viö fjölbreytta tónlist. Þó mest sé dansaö af svlngl og rock’n roll er líka mikiö um gömlu dansana, sam- kvæmlsdansa, línudansa og nánast all- ar tegundir af dansi sem til eru. Aö- gangseyrir er 400 kr. og stendur balliö frá kl. 20.30 til 23.30. Allir eru vel- komnir og engin skylda aö hafa dansfé- laga meö sér. Munið eftir lágum skóm og handklæöi til aö þurrka svitann. •Klassík ■ VIÐAMIKIL PAGSKRÁ HJÁ SINFÓN- ÍUNNI í kvöld, kl. 20, spilar Slnfóníu- hljómsveitln verk sem ekki hafa áöur heyrst ! Háskólabíói. Annars vegar er frumflutningur á verkinu Hyr eftir Áskel Másson en hin verkin eru Alpasinfónían og Dansar Salóme eftir Richard Strauss. Dagskráin er afar viöamikil og krefst yfir 100 manna hljómsveitar. Hljómsveitarstjóri er Petrl Sakarl. • Le i khús ■ FYRST ER AP FÆPAST Leikritiö Fyrst er aö fæöast fjallar um Axel sem var aö skilja viö Dúllu því hann bæöi elskar hana og elskar hana ekki. Sissa hefur þann undarlega galla aö þola ekki aö sjá laufiö falla af trjánum og fólk yfir- gefa hvaö annaö og getur ekki stillt sig um aö spyrja hvers vegna. Viktor er mígrenisjúklingur sem fær gjarna köst ef fólk talar of mikið en Volgeir reynir aö sjá samhengi hlutanna. Verkiö er sýnt á Nýja sviöi Borgarlelkhússlns og hefst sýningin kl. 20. Hægt er að nálgast miöa hjá Borgarleikhúsinu í síma 568 800. ■ STROMPLEIKURINN Kl. 20 í kvöld sýnir Þjóölelkhúslö leikritiö Strompleik- Inn eftir Halldór Laxness. Meö helstu hlutverk fara Sólveig Arnardóttir, Krist- björg Kjeld, Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Atli Rafn Sigurðar- son. Verkiö fjallar um mæögur sem reyna aö koma undir sig fótunum á sér- stæöan hátt í Reykjavíkurborg. Verkiö er sérlega fyndiö og hefur hlotiö góöa gagnrýni! gegnum árin. Miöa er hægt aö nálgast hjá Þjóöleikhúsinu í s!ma 551 1200. m RCWELLS Tiska • Gæóí • Betra veró

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.