Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 10
Ef það er eitthvert réttlæti til ... Breskar soul og r&b-söng- konur hafa alltaf átt frekar erfitt uppdráttar og hafa fall- ið i skuggann af bandariskum stöllum sínum. Nýtega kom út þriðja plata Beverly Knight, sem gefur vonir um árangur á alþjóðlegum vettvangi, „ef það er eitthvert réttlæti til“, eins og einn breskur gagnrýn- andi orðaði það ... Platan heit- ir Who I Am en fyrstu tvær smáskifurnar, Get Up! og Shoulda, Woulda, Coulda, hafa fengið töluverða spilun, m.a. hérlendis. Beverly er 27 ára og frá Wolverhampton. Hún vakti fyrst athygli með laginu Flava Of The Old School en festi sig f sessi þegar önnur platan hennar, Prodigal Sista, kom út fyrirfjórum árum. Fram undan hjá henniertónleika- ferðalag með Jamiroquai. NÝ PLATA OG NÝR PLÖTUSAMNINGUR HJÁ DAVID Bowie David Bowie hefur skrifad und- ir samning við Columbia og er fyrsti afrakstur hans, platan He- athen, væntanleg 10. júní. Bowie ákvað ídesember st. að endurnýja ekki samning sinn við Virgin og stofnaði í framhaldinu sitt eigið plötufyrirtæki, ISO. Nú hefur Bowie hins vegar gert samning um að allar plötur ISO verði gefn- ar út f samstarfi við Columbia, sem er f eigu Sony og sem m.a. gef ur út Bruce Springsteen, Dest- iny’s Child og Quarashi... Þegar Bowie sagði skilið við Virg- in lýsti hann þvíyfir að stóru plötufyrirtækin væru ekki fyr- ir hann, þau væru of svifasein og hann hefði oft þurft að sætta sig við ákvarðanir sem voru honum ekki að skapi. Eitthvað hefur greinilega breyst st'ðan þá. Dave Grohl og Pete Townshend spila á nýju plötunni en Bowie hefur feng- ið bæði Air og Moby til að remixa lög af plötunni. 200% FÆREYSKT PÖNK Athafnaskáldið Kiddi í Hljómalind hættir seint að koma okkur á óvart. Hann er ekki fyrr búinn að kveðja kanadísku stjórnleys- ingjana í Godspeed You Black Emperorl, eftir vel heppnaða tónleika, þeg- ar hann tekur 180 gráða beygju og byrjar að flytja inn fær eyska tónlistarmenn. Sjálfsagt hafa flestir orðið varir við vikivaka-hevfistana i' Tý sem hafa verið að troða upp með Stuðmönnum undanfarið og sem eiga vinsælasta lagið á Rás 2 í langan ti'ma, Orminn langa. Fyrir þá sem ekki eru al- vegað sleppa séryfir þjóðlegu þungarokki þá hefur Hljóma- lindin upp á ýmislegt annað að bjóða, t.d. hina færeysku Dead Kennedys, pönkhljómsveitina 200%, en samnefnd plata hennar er á köflum stórskemmtileg. Pet Shop Boys uppgötva gítarinn í si'ðustu viku kom út ný plata með breska dúóinu Pet Shop Boys, en þeir Neil Tennant og Chris Lowe hafa mokað út danspoppinu allt frá þvi' að West End Girls kom út árið 1984. Á nýju plötunni, sem heitir Release, nota þeir félagar meira af hcfðbundnum hljóðfærum en áður og ber þar mest á gítarnum, en gi'tarleikurinn er í höndum fyrrverandi Smiths-meðlims, Johnnys Marr ... Release er áttunda plata Gæludýrabúdar-drengjanna og inniheldur lög eins og fyrstu smáskífuna Home And Away, E-Mail, London, The Samurai In Autumn og The Night I Fell In Love sem segir sögu skólastráks sem fer á tónleika með Eminem og upp á hót- el með honum á eftir þar sem þeir eiga ástríðufulla nótt sam- an. Hvað ætli Mars- hall Mathers finnist um það? Á næstu dögum kemur í versianir fyrsta plata Eivis Costello í sjö ár. Eins og Trausti Júlíusson komst að þegar hann hlustaði á gripinn þá hefur Costello kosið að hvíla ballöðurnar um sinn og er mættur með hráa og kraftmikla plötu í anda This Year's AAodel, Blood 8t Chocolate og Brutal Youth. RöSirt komin aS ruddoskapnum aftur I yfirlýsingu í tilefni af útkomu nýju plötunnar, When I Was Cruel, segir Elvis Costello að hann hafi verið að syngja svo mik- ið af ballöðum á annarra manna plötum undanfarin ár að honum hafi þótt tími til kominn að búa til „ruddalega rytmaplötu". Ef fer- ill Costellos er skoðaður sér maður að þó að hann hafi komið víða við í tónlistinni leitar hann alltaf reglulega aftur f tvennt: melódískar ballöður og hrátt rokk. Nú er röðin sem sagt komin að rokkinu. Fæddur inn í tónlistarfjöl- SKYLDU Elvis Costello heitir réttu nafni Declan Patrick MacManus og er fæddur í London 25. ágúst 1954. Pabbi hans var trompetleikari, söngvari og hljómsveitarstjóri en mamma hans var verslunarstjóri í plötubúð. Declan var frá fyrstu tíð mikill tónlistaráhugamaður. Sem gutti hélt hann upp á Frank Sinatra og fyrsta platan sem hann keypti sér, þá níu ára gamall, var Please, Please Me með Bítlunum. Declan hóf ferilinn í pöbbasveit- inni Flip City árið 1973 en hóf nokkru seinna að koma fram einn undir nafninu DP Costello, en Costello-nafnið var eftimafn langömmu hans. Þegar fyrsta plat- an hans, My Aim Is True, kom út hjá Stiff'útgáfunni árið 1977 hafði nafhið þróast í Elvis Costello og það nafin hefur hann notað síðan. Mikil afköst Elvis Costello á að baki á vel annan tug sólóplatna, auk safn- platna, tónleikaplatna og sam- starfsverkefna með öðrum lista- mönnum. Það væri of langt mál að rekja feril hans allan hér en und- anfarin ár hefur hann verið að vinna að plötum með jafh ólíkum listamönnum og klassísku sveit- inni The Brodsky Quartet (sem Björk réð til þess að spila með sér nokkrum árum seinna), Burt Bacharach, klassísku söngkon- unni Anne Sofie van Otter og svo hljómborðsleikaranum úr hljómsveitinni hans, The Attractions, Steve Nieve. Auk eigin platna hefur Costello lfka verið duglegur að semja lög fyrir aðra og að taka upp. Hann pródúseraði t.d. meistarastykkið The Specials með samnefhdri sveit og Rum, Sodomy &. The Lash með írsku þjóðlagapönk- sveitinni The Pogues. Bjagaðir gítarar og æstur SÖNGUR Eins og áður segir er nýja plat- an hrá rokkplata eftir alla klassíkina og melódíupopp-sam- starfsverkefnin undanfarin ár. Costello samdi öll lögin á gaml- an Silvertone-gítar og bítbox. Hann hóaði svo í Steve Nieve hljómborðsleikara og Pete Thomas, trommara úr Attract- ions, og Dave Faragher bassa- leikara og þeir fjórir tóku plötuna upp í Dublin. Blásturshljóðfærum var svo bætt við einhver lög í New York. Platan inniheldur 15 lög, þ.á m. fín stykki eins og 45, Tart, When I Was Cruel No 2 (sem notar textabrot úr Dancing Queen með Abba), Spooky Girl- friend, Alibi og Tear Off Your Own Head. Textamir og lögin eru f hrárra lagi, gítaramir em bjagaðir, orgelsándin feit og kraft- mikil og söngurinn á köflum æst- ur og reiðilegur, rétt eins og á This Year’s Model eða Bmtal Youth. Þó að lögin séu kannski ekki öll jafn góð þá er þetta samt flott plata sem sýnir að það er enn líf f karlinum. Hans besta í lang- an tíma. Nýjar endurútgáfur af GÖMLU PLÖTUNUM Auk nýju plötunnar sem kem- ur út hjá Island koma út á árinu endurútgáfur af flestum plötum Costellos hjá Rhino-fyrirtækinu sem er rómað fyrir vönduð vinnu- brögð. Costello er sjálfúr mikill tónlistaráhugamaður og veit hvemig á að gæða endurútgáfúr lífi. Hann skrifar texta í bæk- linga þessara platna og velur aukalögin en allar þessar plötur koma nú með aukadiski í fúllri lengd með óútgefnu eða sjaldgæfú efni. Það má deila um hvaða plöt- ur em bestar í Costello-safninu en fyrir mig eru meistaraverkin hiklaust This Year’s Model (1978), Blood & Chocolate (1986), Brutal Youth (1994), Imperial Bedroom (1982) og fyrsta platan, My Aim Is Tme - allt ómissandi gripir í safnið og tilvalið að tékka á þeim núna þeg- ar aukadiskar fylgja með. Elvis Costello á að baki vel á annan tug sólóplatna, auk safn- ptatna, tónleikaplatna og sam- starfsverkefna með öðrum lista- mönnum. Nú er að koma ný plata frá Costello og þykir hún hrá og kraftmikil. ómar Útgefandi: dodwe/Edda Lengd: 33:20 mín. hvo 8 Johnny Cash Platan: Útgefandi: Columbia/Skífan Lengd: 119:42 mín. (2 diskar) rvrir vern skemmtileai staðreyndir Hér er á feröinni ný safnplata meö Johnny Cash sem spannar feril hans frá fyrstu árunum hjá Sun-útgáfunni 1 Memphis, árin hjá Columbia og Merc- ury og fram til ársins 1993, þegar hann geröi lagiö The Wanderer meö U2. Platan er gefin út í tilefni af 70 ára afmæli hans 26. febrúar sl. Svartklæddi útlaginn hefur notiö vin- sælda og virðingar frá því hann hóf fer- ilinn hjá Sun-útgáfunni um miðjan sjötta áratuginn. Honum hefur tekist aö endurnýja sífellt aðdáendahópinn og síðustu ár hafa American-plöturnar, sem hann hefur gert meö Rick Rubin, bætt enn fleiri í hóp hinna sannfæröu. Þessi plata er fullkomin byrjun á kynn- um viö Cash. í plötubæklingnum eru afmæliskveðj- ur frá ýmsum kollegum Cash i tónlist- arbransanum, þ.á m. Merle Haggart, Bono, Tom Waits, Henry Rollins, Kurt Hammett, Keith Richards, Elvis Costello og Nick Cave sem segist hafa misst tónlistarlegan sveindóm sinn þegar hann, niu ára gamall, sá þátt meö Cash í sjónvarpinu. Þessi 40 lög spanna 50 ára feril Cash og flest frægustu lögin hans eru hér. Cash hefur einstaka rödd sem eldist ekkert og lögin hans, hvort sem þaö eru rokkabillýblúsar frá Sun-tímabilinu, kántrý eða þjóðlagatónlist, eru sifersk. Cash litar þetta allt með töffaraskapn- um sem hefur fylgt honum í gegnum öll árin. Snilld. trausti júliusson Þetta er ný plata frá þeim Birgi Hilm- arssyni og Kjartani Ólafssyni, sem skipa rafpoppóúóiö Ampop, en fyrsta stóra platan þeirra, Nature Is Not A Virgin, sem kom út áriö 2000, vakti mikla athygli. Hér eru á feröinni tvö glæný lög og svo fimm remix, gerö af Natrajk, Plastik, Heckle & Jive og Rux- pin. Tónlist Ampop er sambland af til- raunakenndri raftónlist og sveimpoppi og ætti aö höföa til þeirra sem kunna aö meta stemningarfullt og þægilegt rafpopp. Þeir sem vinna endurgeröirn- ar eru heldur ekki af verri endanum - nöfn eins og Plastik og Ruxpin gera hvaöa útgáfu sem er áhugaverða. Ampop varð til í kringum safnplötuna Rugan sem kom út á vegum Error músik árið 1998. Á henni áttu þeir fé- lagar tvö lög, þ.á m. lagið Ampop/per- iod sem gaf hljómsveitinni nafn. Fram undan er smáskifuútgáfa hjá enska plötufyrirtækinu Static Caravan, en það hefur m.a. gefiö út nöfn eins og Isan, Telefunken og Plastik. Bæöi nýju lögin, Made For Marttet og Human Made, eru fín, sérstaklega það fyrmefnda, Ampop hefur oröiö lýrir áhrif- um frá nýjum straumum í raftónlistinni og innlimar þau I sinn stíl meö ágætum árangri. Remixin eru flest ágæt en Heckle & Jive-remixið stelur senunni og sannar aö þar er á ferðinni nafn sem vert er aö fylgjast með í framtíðinni. traustl júlíusson f ó k u s I2.apríl2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.