Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2002, Blaðsíða 22
Elskast „Mér finnst rosalega gaman að vera nýútskrifuð úr Leiklistarskólan- um og fá að vinna t svona stóru leik- húsi með svona miklu af kláru fólki sem veit nákvæmlega hvað það er að gera. Ég er þama eins og lítill kjúklingur sem er að reyna að læra af öllum hinum sem eru að vinna f kring um mig,“ segir Nína Dögg Fil- ippusdóttir leikkona sem er að taka þátt í sinni fyrstu stóru leiksýningu á feriinum en hún fer með aðalhlut- verkið í Kryddlegnum hjörtum sem verður frumsýnt á fjölum Borgarleik- hússins í kvöld. Reynslunni ríkari Nína Dögg útskrifaðist úr leiklist- arskólanum síðastliðið vor en síðan þá hefur verið í nægu að snúast hjá henni. Hún byrjaði á því að leika f Hafnarfjarðarleikhúsinu þar sem hún og Bjöm Hlynur Haraldsson, bekkj- arbróðir hennar, fóru með aðalhlut- verkin í leikritinu Englaböm. Hún lék einnig i kvikmyndinni Hafinu sem Baltasar Kormákur leikstýrði og segir það hafa verið mjög góðan skóla. „Ég er búin að vera einstaklega heppin með hlutverk eftir að ég út- skrifaðist en það er líka margt ffam undan hjá mér og ýmislegt í bígerð sem verður mjög spennandi. Ég fékk lfka hlutverk í Hafinu fljótlega eftir útskrift sem var ótrúlega dýrmæt reynsla og það var mjög gaman að fá að vinna með þessum miklu lista- mönnum sem að myndinni komu. Svo kem ég inn í þess sýningu, Kryddlegin hjörtu, en leikstjóramir sem að þessum tveimur verkefnum koma, Baltasar Kormákur og Hilmar Jónsson, em báðir algjörir snillingar Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld leikritið Kryddlegin hjörtu eftir samnefndri bók Lauru Esquivel. Ung og efnileg leikkona fer þar með sitt fyrsta aðalhlutverk á stóru sviði en hún heitir Nína Dögg Filippusdóttir og útskrifaðist úr Leiklistarskólanum síðasta vor. \ gegnum eldamen nskuna sem ég hef lært mikið af. Báðir eru þeir leikarar að mennt sem ég held að sé mjög gott fyrir leikstjóra því þá nálgast þeir mann á allt öðmvísi hátt og skilja mann miklu betur,“ segir Nína Dögg. Elskast í cegnum matinn Eins og áður hefur verið komið inn á verða Kryddlegin hjörtu frumsýnd í kvöld í Borgarleikhúsinu en sög- una þekkja margir enda naut bókin mikilla vinsælda sem og kvikmynd- in sem gerð var eftir henni á sfnum tfma. Nú em Hilmar Jónsson og Guðrún Vilmundardóttir hins vegar búin að gera leikgerð upp úr bókinni og getur fólk skoðað afraksturinn í Borgarleikhúsinu á næstu mánuð- um. „Þetta er mexíkósk saga sem ger- ist eitthvað í kring um 1910 og fjall- ar um De la Garza fjölskylduna og sérstaklega yngstu dótturina, Títu, sem ég leik. Hún getur ekki gifst vegna þess að faðir hennar er dáinn og það lendir á henni að sjá um móð- ur sína allt til dauðadags þar sem hún er yngst. En hana langar samt til að gifta sig enda er hún ástfangin af manni sem heitir Pedro en hann endar á því að giftast systur hennar til þess eins að geta verið nálægt henni," segir Nína Dögg um verkið og heldur áffam: „Þess vegna eldar hún rosalega mikið af mat og leggur alla ást sína í hann og þannig elskast þau í gegnum matinn. Svo fjallar þetta um samskipti þeirra inni á heimilinu þar sem mamman ræður öllu og heldur hlutunum í föstum skorðum. - Þetta er í raun- inni hugljúf ástarsaga." erjir \erðo hvor? BÓKALESTUR OC KVEÐJUPARTÍ „Þetta verður nú ekkert sérstaklega merkileg helgi hjá mér en í dag er síðasti skóladagurinn hjá okkur í tannlæknadeildinni. Af því til- efhi ætlum við að kveðja 6. árs nemana með pomp og prakt áður en allir henda sér yfir bækumar og fara að læra fyrir prófin. Sjálf er ég að fara í próf sem byrja eftir tvær vikur þannig að ef ég á að segja alveg eins og er þá gefst ekki mikill tími til skemmtana þessa helgina ffek- ar en þá næstu. Ég fer í mesta lagi f bíó til að lyfta mér aðeins upp en annars verð ég bara liggjandi yfir skruddunum mestallan tímann." Brynja Björk Harðardóttir, tann- læknanemi og þula á RÚV SUMARBÚSTAÐARAÐDYTTING OC KVIKMYNDATAL „I kvöld hef ég hugsað mér að vera andlegur stuðningur fyrir konuna mína sem er að fara að frumsýna bamaleikritið Lísu í Undralandi með Leiklistarskólanum á morgun og elda góðan mat handa henni. Fyrripart laugardags verð ég í Húsa- felli að dytta að sumarbústað sem ég er að byggja ásamt öðmm. Seinni- partinn fer ég svo að sjálfsögðu á frumsýninguna og um kvöldið ætla ég að hitta kollega mína úr kvik- myndabransanum. Við munum drekka bjór saman og baktala aðra kvikmyndagerðarmenn. A sunnu- deginum er ég svo að undirbúa fjár- mögnun fyrir kvikmynd sem ég er að fara að gera eftir bókinni Dís.“ Kristófer Dignus kvikmyrulageróar- maður Parketslípun í bryccju- HVERFINU „Við hjónaleysin erum að flytja inn í nýja íbúð í bryggjuhverfinu. Við emm að slípa og pússa parketið og njótum þar góðrar leiðsagnar frá tengdapabba og ég býst við að helgin fari meira og minna í það verkefhi. A laugardaginn þarf ég að slíta mig aðeins ffá parketslípun- inni og kíkja í stúdíó því hljómsveitin er að taka upp tvö ný lög. Um kvöldið emm við svo að spila á Breiðinni, Akranesi. A sunnudaginn ætla ég að sofa út áður en haldið verður áffam í parket- inu.“ Einar Örn Jónsson, hljóm- borðsleikari í svörtum fötum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.