Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Qupperneq 11
11
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002
DV___________________________________________ Útlönd
Bandaríkjamenn urðu undir í atkvæðagreiðslu hjá SÞ:
Mistókst að koma í veg fyrir
sáttmála gegn pyntingum
Bandaríkjamönnum hefur
mistekist það ætlunarverk sitt
að koma í veg fyrir alþjóðlegan
sáttmála Sameinuðu þjóðanna,
um bann gegn pyntingum, en
sáttmálinn var samþykktur í
efnahags- og félagsmálanefnd
Sameinuðu þjóðanna í gær með
35 atkvæðum gegn 8.
Sáttmálinn sem gerir ráð fyr-
ir því að eftirlitsnefnd SÞ geti
fyrirvaralaust gert rannsóknir
á fangelsum og gæslusvæðum
um allan heim, verður seinna á
árinu lagður fyrir 189 fulltrúa
Allsherjarþing SÞ til af-
greiðslu, en þó hann hljóti sam-
þykki meirihluta ráðsins, sem
gera verður ráð fyrir, verða
hvorki Bandarikin né aðrar
þjóðir sem kjósa gegn sáttmál-
anum skuldbundnar til að
framfylgja honum heimafyrir.
Til að hljóta lagalegt giidi
þurfa ríkisstjómir að minnsta
kosti tuttugu ríkja að sam-
þykkja hann.
Andstaða Bandaríkjamanna
gegn sáttmálanum kom reynd-
ar ekki á óvart, en fulltrúar þeirra
höfðu áður lagt fram tillögu um að
ríkjamanna var felld með 29 at-
kvæðum gegn 15.
Þessi niðurstaða er túlkuð
sem mikill ósigur fyrir Banda-
ríkin, sem beittu sér að fullum
þunga til að koma i veg fyrir
samþykkt sáttmálans, en með
því að samþykkja hann hefðu
stjórnvöld opnað aðgang eftir-
litsmanna SÞ að öllum fangels-
um innan Bandaríkjanna og
þar á meðal fangabúðunum við
Guantanamo-flóa á Kúbu, sem
hýsa stríðsfanga sem fluttir
hafga verið frá Afganistan.
„Það er erfitt að skUja þessa
afstöðu stjórnvalda sem beinist
gegn mannréttindum í
heiminum," sagði Joanna Wec-
hsler, frá bandarísku
samtökunum
Mannréttindavaktin, sem
samtökin styðja sáttmálann.
Þetta er í annað skipti á
stuttum tíma sem
Bandaríkjamenn lenda undir í
atkvæðagreiðslu í Öryggisráð-
inu, en í lok júní beyttu þeir
neitunarvaldi sínu, þegar
afgreiða átti friðargæslusamninga í
Bosníu.
Frá fangabúðun Bandaríkjamanna á Kúbu
Meö samþykkt sáttmálans heföu eftirlitsmenn SÞ fengiö aögang aö búöunum á Kúbu.
fresta afgreiðslu málsins og hefja aðra ir að málið hafi verið uppi á borðum
umferð samningaviðræðna, þrátt fyr- SÞ í meira en tíu ár. Sú tiUaga Banda-
REUTERSJHYND
Aukin harka
Bretar hyggjast stööva þá sem allt
vilja eyöileggja á Noröur-írlandi.
Bretar ætla að
stöðva skæruliða
Breska ríkisstjómin lofaði harka-
legum aðgerðum gegn örfáum
skæruliðum í Norður-írlandi sem
ógna með aðgerðum sínum að
skemma allt það friðarferli sem hef-
ur verið í gangi í landinu síðan 1998
þegar stríðandi aðfiar skrifuðu und-
ir friðarsamkomulag.
„Við veröum að tryggja að þessir
fáu harðlínumenn - sem styðja hver
sinn málstað - eyðUeggi ekki einu
almennUegu framtíðarvon Norður-
írlands," sagði Blair við bresku rík-
isstjómina í gær.
Byrjað verður á því að senda 250
lögreglu- og hermenn tU helstu
átakasvæða höfuðborgarinnar Bel-
fast.
REUTERSMYND
Eitthvaö fyrir erfiöiö
Kínverskur maöur dregur hér vagn meö hjóli sínu sem á eru endurvinnanlegar plastflöskur. Maöurinn hyggst selja
þær í endurvinnslu og fær 0,08 yuoan fyrir kílóiö af plastflöskum en þaö rétt tæplega 1 króna.
Dalia Rabin-Pelossof.
Dóttir Rabins
segir af sér
Dalia Rabin-Pelossof, varavarnar-
málaráðherra Israels, hefur sagt sig
úr ríkisstjóm Ariels Sharons í mót-
mælaskyni við stefnu hennar. Hún
hefur sérstaklega mótmælt harð-
línustefnu Sharons forsætisráð-
herra undanfarna mánuði, sér í lagi
fyrir að reyna með öUu brögðum að
koma leiðtoga Palestinumanna,
Yasser Arafat, frá völdum.
Rabin-Pelossof er dóttir Yitzhaks
Rabins, fyrmm forsætisráðherra
landsins, sem var myrtur af ísra-
elskum öfgamanni. Hún hefur hvatt
flokk sinn tU að segja sig úr sam-
steypustjóm Sharons.
Enn eitt æru-
morðið í Svíþjóð
í aprU sl. fannst sjónvarpskonan
Asrin Masifi hengd í íbúð í norður-
hluta Stokkhólms. Nú hafa faðir henn-
ar og systir verið tekin fóst, grunuð
um að hafa myrt konuna. Ástæðan er
talin að hún var trúlofuð manni sem
ekki var samboðinn íjölskyldunni.
Feðginin voru bæði viðstödd þegar
hún fannst, með sjal vafið um háls sér,
hangandi í ljósastæði. Eftir ítarlega
rannsókn á líkinu er lögreglan viss í
sinni sök um að hún hafi verið kæfð
með belti áður en hún var hengd upp.
Asrin var af kúrdiskum uppruna og
hafði getið sér gott orð sem þáttastjóm-
andi í sænska ríkissjónvarpinu. Hún
var áberandi í samfélagi irmflytjenda
og lét meðal annars tU sín taka eftir að
landa hennar, Fadime Sahindal, var
myrt af fóður sínum af sömu ástæðu sl.
vetur.
Það sem vekur fólki furðu við morð-
ið á Asrin er að faðir hennar hafði oft
komið fram með henni þar sem þau
vöruðu landa sína og trúsystkin, við
ærumorðum og hvöttu þá tU að tU-
einka sér sitt nýja samfélag, sænska
velferðarríkið. „Hún talaði oft um fóð-
ur sinn, sem var hennar stærsta fyrir-
mynd, um hvað hann væri umburðar-
lyndur og gott fordæmi fyrir múslima
sem væru að koma sér fyrir í nýju
landi," sagði Jenny Dielmans, sam-
starfskona Asrin, hjá sænska sjónvarp-
inu. Nú situr hann á bak við lás og slá,
ásamt annarri dóttur sinni, ákærður
fyrir að hafa rutt Asrin úr vegi.
-GÞÖ