Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2002, Blaðsíða 21
21
FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2002
DV Tilvera
mmmsmmm
Matt LeBlanc 35 ára
Góðvinurinn
Matt LeBlanc byrj-
aði að leika í aug-
lýsingum fyrir 15
árum. Hann aug-
lýsti allt frá Heinz
tómatsósu til
Levi’s gallabuxna.
Það var ekki fyrr
en hann rataði í
Friends-þættina að hann náði
heimsfrægð. Matt hefur leikið í
nokkrum bíómyndum en þær hafa
aldrei slegið gegn. Hann hefur mik-
inn áhuga á landslagsljósmyndun
og ferðast mikið til að fullnægja
þeirri þörf.
MfiUMianm L4.
Gildir fyrir fösiudaginn 26. júli
Vatnsberintl Í20. ian,-18. febr.):
. Þú ert eitthvað
' pirraður um þessar
mundir og þarft að
leita að innri sálarró.
ÚfTvera og spjall við góða vini
ætti að hjálpa þér mikið.
Fiskamiri19 febr.-20. marsl:
Þú verður mjög svart-
Isýnn fyrri hluta dags-
ins og þér hættir til að
vanmeta sjálfan þig.
ka mikilvægar ákvarðanir
á meðan þú ert í þannig skapi.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Vinskapur þinn við
r ákveðna manneskju
blómstrar um þessar
mundir. Það er
nóg að gera hjá þér og þú nýtur
þess að vera tíl.
Nautið (20. april-20. maíl:
Þú þarft einhveija
ástæðu til að skipta
um skoðun í máli sem
þú ert ekki sáttur
við ívemig hefur þróast. Þér
gengur vel í vinnunni.
Tvíburamir (21. maí-21. iúní):
Ef einhver hegðar sér
' undarlega í návist
þinni skaltu grafast
fyrir um ástæðuna
áður en þú dæmir manninn.
Sannleikurinn kemur þér á óvart.
Krabbinn (27. iúni-?7. iúin:
Þú ert með lítið sjálfs-
| traust þessa dagana
' án þess að í rauninni
sé nokkur ástæða til
þess. Taktu vel á móti þeim sem
eru vinsamlegir í þinn garð.
Liónlð (23. iúlí- 22. ágústl:
Þú mátt vænta gagn-
legrar niðurstöðu í
máh sem hefur lengi
beðið úrlausnar. Þú
þarft áð hvíla þig og slappa af
í góðra vina hópi.
Mevian (23. áeúst-22. sept.l:
Ekki dæma fólk eftir
kynnuni. Reyndu
^^^ÍLfrekar að komast að þvi
» r hvem mann það hefur
að geyma. Vertu umbyrðarlyndur
gágnvart fólki og skoðunum þess.
Vogin (23. sent.-23. okt.l:
Þú syndir á móti
straumnum um þessar
mundir og ert fullur af
orku og finnst engin
vandamál vera þér ofviða. Það er
mikið um að vera í vinahópnum.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.l:
IÞó að þetta verði venju-
legur dagur á yfirborð-
^inu ríkir mikil eining
innan fiölskyldunnar
og það veitir þér mikla gleði og
ánægju. Kvöldið verður ánægjulegt.
Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.):
|Þér leiðast þessi
I heföbundnu verkefhi
og langar til þess að
eitthvað nýtt og spenn-
Mundu að tækifærin
skapast ekki af sjálfu sér.
Stelngeltln (22. des.-19. ian.):
Náinn vinur á í erfið-
leikum um þessar
mundir og þarf á þér
að lialda. Það er nauð-
synlegt að þú sýnir þolinmæði og
gefir þér tíma með honum.
Heim að Hólum:
Til móts við söguna
Á Hólum í Hjaltadal verður
margháttuð dagskrá um helgina,
einkum fyrir þá sem aðhyllast
sögu og menningu. Þeir sem ekki
hafa áhuga á að fræðast um fortíð-
ina geta tekið þátt í bleikjuveiði-
keppni sem fram fer á morgun,
fostudag, frá kl. 13-17, eins og
reyndar aðra föstudaga sumars-
ins. Bátar eru til leigu, ásamt
vesti og árum. Vatnalífssýningin
er líka opin, leiðsögn um staðinn í
boði og alltaf eitthvað gott á borð-
um í veitingahúsinu Undir Byrð-
unni.
Annað kvöld kl. 22 er dagskrár-
liðurinn Gengið til móts við
Galdra-Loft og undirtitillinn er
Þorir þú í þessa göngu? Von að
spurt sé! Á laugardag kl. 11 er
gönguferð í Gvendarskál, „í fót-
spor Guðmundar góða“, og ætti
hún ekki að verða neinum til
tjóns. Teymt eru undir bömum
við gamla bæinn frá 10-12 þann
dag og hestaleiga er opin síðdegis.
Á laugardag kl. 14 er líka „nátt-
úrurölt á dagskrá og kl. 15 kynnir
Ragnheiður Traustadóttir fom-
Að Hólurn
Stórstaður, fyrr og nú.
leifafræðingur þær rannsóknir
sem unnið er að á Hólum og geng-
ur um minjasvæðið með gestum.
Á sunnudag er svo guðsþjónusta í
Hóladómkirkju í umsjá sr. Guðna
Þórs Ólafssonar. -Gun.
n
Opnar heim Ijóðsins
Þorsteinn Gylfason er annar umsjónarmanna kvæöakvöldsins i Deiglunni.
Heimur ljóðsins 2002:
Sum kvæðin sung-
in - jafnvel tvisvar
- segir Þorsteinn Gylfason
Kvæði nóbelsskáldanna Halldórs
Kiljans og Pablos Neruda verða kynnt
undir dagskrárheitinu Heimur Ijóðsins
2002 í Deiglunni á Akureyri á föstu-
dagskvöldið kl. 20.30. „Þarna verða les-
in ljóð og sagðar sögur, auk þess sem
kvæðin verða sungin, sum jafnvel
tvisvar og þá við ólík lög,“ segir Þor-
steinn Gylfason prófessor, annar
tveggja umsjónarmanna kvöldsins.
Hinn er Tómas R. Einarsson. Auk þess
að kynna hinn chileska Neruda og
flytja meðal annars eigin þýðingar á
ljóðum hans mun hann blása i kontra-
bassann þegar við á. Aðrir tónlistar-
flytjendur eru söngvararnir Sif Ragn-
hildardóttir og Michael Jón Clark,
ásamt píanóleikaranum Richard
Simm.
„Halldór Kiljan og Pablo Neruda
fóru að sumu leyti svipaða leið í gegn- A*
um lífið þótt þeir hittust ekki svo vitað
sé. Þeir voru næstum jafngamlir, að-
hylltust súrrealisma, fengu báðir
nóbelsverðlaun og voru þjóðskáld,
hvor í sínu landi,“ segir Þorsteinn
Gylfason. Hann segir bókina 20 ljóð um
ást eina bestu ljóðabók 20. aldar en
hún kom út þegar Neruda var um tvi-
tugt. Margir muna eftir Pablo Neruda
sem skáldinu í kvikmyndinni fallegu II
Postino, eöa Póstmaðurinn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þor-
steinn Gylfason lýkur upp heimi ljóðs-
ins fyrir Akureyringum og gestum
þeirra því síðustu þrjú sumur hefur
hann verið umsjónarmaður svipaðrar
dagskrár og nú er á döfinni. Þær ljóða-
og tónavökur hafa verið meðal vegleg-
ustu viðburða Listasumars. -Gun.
Fimmtugsafmæli í fjósinu:
Fóðurskammtarinn þjónaði til borðs
Það er ekki á hveijum degi sem
slegið er upp stórveislu úti í fiósi.
Nema þá handa kúnum. Það gerð-
ist hins vegar á Þorvaldseyri und-
ir Eyjafiöllum um síðustu helgi er
húsbóndinn, Ólafur Eggertsson,
hélt upp á fimmtugsafmæli sitt og
bauð fiölda fólks til fagnaðar í
fiósinu. Ekki var í neitt kot vísað
því að fiósið var hinn glæsilegasti
veislusalur og tæknin skemmti-
lega nýtt þvi fóðurskammtari
flutti steikur og vín til gestanna
og gegndi sínu hlutverki með
prýði.
-Gun.
Hvaö er svo glatt?
Margt vargert til heiðurs afmælisbarninu. Hér þenur ísólfur
Gylfi Pálmason alþingismaður raddböndin og Ágúst Ingi Ólafs-
son sveitarstjóri spilar undir á nikkuna.. Ólafur og eiginkona
hans, Guöný Valberg, hlýða hugfangin á.
DV-MYNDIR GVA
Róbót flutti fólki matinn
Fóöurskammtarinn var látinn ganga yfir langborði í fjósinu. Þar sátu gestir prúöbúnir og
þáðu af skammtaranum bæöi mat og drykk. Húsfreyjan á heimilinu, Guðný Valberg, fær
sér hér sneið af steikinni sem móöir hennar, Þuríður Jónsdóttir, framreiöir.