Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 I>V Fréttir Örtröð á sumum ferðamannastöðum en illfært á aðra: Faldar náttúruperlur - nauðsynlegt að jafna álag, segir Náttúruvernd talsverðum fjármunum þarf að verja til að bæta aðgengi að fossin- um, bæði með vega- og stígagerð. Frá vegi og að fossi er nú um klukkustundargangur yfir þýfðan móa og hvergi eru merkingar sem segja til um hvar fossinn nákvæm- lega er. Árni Bragason tekur undir að Dynkur sé einn þeirra staða sem mætti gera aðgengilegri. Hann nefn- ir einnig að Vestfjarðakjálkinn og NA-hom landsins búi einnig yfir vannýttum möguleikum að þessu leyti. Til þess að gera fáir ferða- menn komi á Melrakkasléttu og Langanes og það sé ekki fyrr en nú á síðustu misserum sem bein kynn- ing og markaðssetning á því fagra svæði sé að hefjast af einhverjum krafti. Margir Austfjarðanna séu heillandi en fáfamir - og sama gOdi um suðurhluta Reykjanesskagans. Háifoss og Herðubreiö En era menn að spilla náttúra landsins að óþörfu með því að opna fáfamar slóðir? Getur ekki verið skynsamlegt skilja einhverjar vinj- ar eftir ósnortnar? „Við eigiun auð- vitað að leyfa fólki að njóta nátt- úruperlna landsins og ég lít svo á að ekki felist spjöll í því þó við förum í vegagerð uppi á hálendinu í þeim tilgangi. Miklu frekar tel ég slíka vegagerð vera oft til bóta, því hún getur dregið úr hættu á akstri utan vega,“ segir Trausti Valsson skipu- lagsfræðingur sem mikið hefur skrifað um þá auðlegð sem býr í há- lendinu. Hafa hugmyndir hans með- al annars verið þær að vegir verði lagðir þvert yfir hálendið enda opni slíkt mikla möguleika fyrir ferða- þjónustuna - og byggðaþróun al- mennt. „Á sumum þeirra ferðamanna- staða sem eru allra fjölsóttastir í dag hafa menn verið að leggja göngustíga vítt og breitt og setja DV-MYNDIR SBS Bættir vegir og byggðaþróun Hlutverk alþingismanna er að út- deila í sínum kjördæmum því vega- fé sem er til skiptanna hverju sinni - og sömuleiðis hafa þeir mikil áhrif á hvemig öðru opinberu fé er skipt. ísólfur Gylfi Páimason, þingmaður Sunnlendinga og varaformaður Ferðamálaráðs, sagði í samtali við DV að ekki mætti vanmeta fram- kvæmdir sem farið hefði verið í á vinsælum ferðamannastöðum síö- ustu árin. Þær gerðu það að verkum að þar væri nú hægt að taka á móti mun fleira fólki en áður hefði verið boölegt. En einnig hefðu menn farið í framkvæmdir á nýjum stöðum. Þannig hefði sitthvað verið gert til bóta við Seljalandsfoss undir Eyja- fjöllum - og nú stoppuðu þar stórum fleiri en áður. Þá hefði vegurinn inn í Þórsmörk verið verulega bættur. Engu að síður væri ljóst að mun meira þyrfti að gera tU að opna að- gengi að faUegum en fáfomum stöð- um. AUt væri þetta þó spuming um peninga og mikU væri ásóknin í þá aura sem eymamerktir væru slík- um framkvæmdum. Annar þingmaður sem DV ræddi við vegna þessarar samantektar er Steingrimur J. Sigfússon, þingmað- ur Norðlendinga eystri. Eins og fram kemur hér að ofan hafa sveit- ungar hans i Þistilfirði gert sérstakt átak í að koma þeirri næsta fáfórau sveit betur inn á kortið. „í mínum haga hefur það marg- þætt gUdi að opna ferðamönnum nýja staði. Við sjáum fram á mikinn vöxt ferðaþjónustunnar á næstu árum og því er nauðsyn að koma fleiri fáUegum náttúruvættum i al- faraleið, þó þannig að ekki sé geng- ið á náttúruna. En fari menn rétt í málið tel ég þetta hafa gUdi með tU- liti tU ferðaþjónustu, umhverfis- vemdar og ekki síst byggðaþróun- ar,“ sagði Steingrímur. Dynkur. Hálfoss. upp aUs konar paUa. Mér flnnst það á mörgum stöðum hafa komið klaufalega út og hálfeyðUeggja um- hverfið," segir Trausti. Hann telur því affarasælt, með álagsdreifingu Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaður ferðamanna í huga, að leggja góða vegi að fleiri stöðum. Nefnir hann í þessu sambandi Háafoss í Þjórsár- dal, Herðubreiðarlindir, Lakagíga - og fleiri staði telur hann koma tU greina í þessu sambandi. „Það sem vantar fyrst og fremst er vilji og áhugi stjómmálamanna fyrir hálendisvegum. Þeir hafa ver- ið tregir tU, enda sjá þeir litla at- kvæðahagsmuni í þessu, Engu að síður er þetta stórmál og hér þarf röska menn tU að taka af skarið,“ sagði Trausti. Arnl Bragason Perlurnar þola milljón feröa- menn. Tausti Valsson Litlir atkvæöa- hagsmunir. Nauðsynlegt er að jafna álag á náttúru landsins af völdum ferða- manna og gera fleiri fáUeg svæði að- gengUegri en þau eru í dag, einfald- lega tU að hlífa náttúrunni á öðr- um stöðum. Þetta er mat Árna Bragasonar, for- stjóra Náttúru- vemdar ríksins. Hann segir þær náttúruperlur sem í dag eru fjölsóttastar þó þola talsvert meira álag en í dag er, jafnvel að þangað komi hálf tU ein mUljón ferðamanna á ári hverju. Þá verði hins vegar að koma tU vönduð stígagerð og önn- ur mannvirkja- gerð sem hlífi landinu. Þannig megi með góðu móti hlífa þess- um stöðum við beinum náttúru- spjöUum. Þörfin fyrir að fleiri staðir séu að- gengUegir sé samt tU staðar. Vestfjarða- kjálkinn með vannýtta möguleika Eins og fram hefur komið i fréttum gera spár þeirra sem gerst þekkja tU í ferða- þjónustu ráð fyr- ir að ferðamönn- um sem koma tU landsins fjölgi 1 aUt að hálfa miUj- ón á næstu árum. Ein mUljón ferða- manna er síðan tala sem þykir ekki fjarstæðu- kennd innan svo dag eru túristamir sem koma tU landsins um 300 þúsund á ári. Hins vegar vaknar í þessu sambandi sú spuming hvort ekki sé nauðsynlegt að auðvelda ferðamönnum aðgengi að fleiri áhugaverðum og sérstæð- um stöðum. Meginþorri erlendra ferðamanna sem koma tU landsins heimsækir Gullfoss, Geysi og Mývatn. En möguleikamir eru fleiri og guUmol- ar í náttúrunni sem standa áður- nefndum fjölsóttum stöðum lítt að baki eru tU staðar. Má þar nefna sem dæmi fossinn Dynk í ofan- verðri Þjórsá, sem á í fuUu tré við Gullfoss hvað varðar tign og fegurð, þótt mat á slíku sé auðvitað afstætt og einstaklingsbundið. Torleiði og tröUavegur er að fossinum en leiðin þangað frá Sultartangavirkjun tæp- ir 40 kUómetrar. Er því auðsætt að Isólfur Gylfi Pálmason Allt spurning um peninga. Stelngrímur J. Sigfússon Hefur margþætt gildi. sem áratugar. í Skammlifar íslenskar kýr héldu löngum lífinu í þjóöinni. Nú er svo komiö aö þær lifa tveim árum skemur en áöur en þaö stafar af auknum kröfum um gæöi mjólkur. íslenskar mjólk- urkýr skammlíf- ari en áður Baldur Helgi Benjamínsson, nemi í kynbótafræði við Landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn, Uutti er- indi um endingu islenskra kúa á aðal- fundi Landssambands kúabænda. Fram kom að íslenskar kýr endast mun skemur nú en fyrir 15 árum, úr rúmlega 4 árum í tæplega 3. Svo er nú komið að íslenskar kýr lifa mun skemur en kýr í nágrannalöndunum. Skýringin á þessu er fyrst og fremst hertar kröfur tU mjólkurgæða sem ýta bændum tU að slátra lélegri gripum mun fyrr en áður var gert. Jafnframt kom fram að ef fram fer sem horfir verður ending íslenskra kúa svo lítU að aUt útlit er fyrir að tU verulegra vandræða komi innan ör- fárra ára vegna slakrar endingar kúnna. Baldur segir að ljóst sé að vandi ís- lenskra kúabænda sé mikiU, en ekki óyfirstíganlegur, þar sem mögulegt er að kynbæta tU að auka endingu gripa. Ljóst væri hins vegar að tU að ná þvi yrði að breyta verulega kynbótaáhersl- um í íslenskri nautgriparækt. -NH DV-MYND RAGNAR JESPERSEN Á hliöina Vikurflutningabíll á hliöinni á vega- mótum Þorlákshafnar- og Eyarbakka vegar í gærmorgun. Þorlákshöfn: Vikurbíll valt VikurflutningabUl valt á vegamót- um Þorlákshafhar- og Eyrarbakkaveg- ar snemma í gærmorgun. BUinn valt á hliðina og farmurinn fór af honum. Skemmdir á bílnum eru aUverulegar og þurfti kranabU tU að flytja hann brott. Ökumaðurinn slasaðist ekki al- varlega en kvartaði um eymsli í baki. Hann leitaði af sjálfsdáðum tU læknis Nokkuð hefur verið um það i sum- ar að vikurbUar á ferð á Suðurlandi hafi oltið en umferð þeirra frá vikur- námunum, sem eru efst í Þjórsárdal og Landsveit, er mikU. Kunnugir segja aö óaðgæsla meðal annars valdi þessum slysum en einnig það hve vik- urfarmur bUanna sé léttur. Þá sé þyngdarpunktur tvo metra frá páUin- um. Menn vari sig ekki aUtaf á þessu. Það valdi því hversu vUcurbUar hafa oltið oft í sumar og einnig áður. -sbs Til að panta hringitón sendir þú skeytið: fokus tone merki. T.d.: FOKUS TONE MOBO, til að velja lagið með Moby, og sendir á þitt þjónustunúmer. 99 kr. stk. Flytjandi Oasis Moby Live Your Life Pink Wyclef Jean Sophie E Bextor Geri Halliwell Britney Spears Puddle of Mud Iron Maiden Spice Girls Red Hot Chilli P lag merki The Hindu Times OSHT We are all made of stars MOBO Bumbfunk MCs BLCS Don't let them get me PINK Two Wrongs WRSJ Get Over You OSXB Its Raining Men MEGL Oops I did it again OBBR Blurry BLPU Run To the Hills HIIR Wannabe FJOL ScarTissue IIUS Stjörnuspú Fáðu stjörnuspána þína beint í farsímann þinn. Ef þú ert t.d. fiskur sendirðu skeytið is fiskur. Á hverjum degi munum við senda þér stjörnuspá dagsins beint í farsímann þinn. Til að stöðva þjónustuna sendu is stop fiskur. Að móttaka hvert skilaboð kostar 49 kr. Ljóskubrandari í símann þinn! Sendu SMS: Smart Joke, og fáöu sprenghlægilegan Ijóskubrandara fyrir raðeins 99 kr. Þu færö aldrei sania *: brandarann tvisvar. is Steingeit is Hrutur is Naut is Tviburi is Krabbi is Ljon is Meyja is Vog is Sporddreki is Bogamadur is Fiskur is Vatnsberi i , — w/índU Eing ona , „ Sendu skeytin á 1415 Tal eða 1848 Síminn eða Gluggi>Nýtt Íslandssími (ekki tónar). .... ...... - smant; sms www.smartsms.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.