Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 17
16 Útgáfuféljg: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvœmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aéstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrl: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerö og prontun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins I stafrænu fonmi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Drykkjulátáborgin Þegar gengiö er um miöborgir margra helstu stórborga heims um miðnæturbil verður þess ekki vart aö vegfar- andi sé i stórkostlegum lífsháska. Miklu fremur ríkir vin- samleg gleöi á íjölfórnustu gatnamótum og torgum þess- ara borga þar sem fjöldi fólks, iðulega tugir þúsunda, koma saman á hverju kvöldi og sýna sig og sjá aðra. Und- antekning er að sjá illa drukkið eða dópað ofbeldisfólk enda sér lögregla til þess að það fólk haldi sig i myrkra- hverfum sem enginn ferðamaður hefur áhuga á. í Reykjavik er þessu öfugt farið. Miðborgin er hættu- svæði um helgar. Á síðustu árum hafa lögregla og borgar- yfirvöld séð til þess með einbeittu áhugaleysi sínu að gera miðborgina að sérstökum griðastað fyrir illa drukkna ólátabelgi sem fá að vaða uppi á tiltölulega afmörkuðu svæði og eyðileggja þar skemmtun fyrir Qölda fólks sem leitar eftir heilbrigðri afþreyingu á líflegasta bletti lands- ins. Þetta er ömurleg þróun og hefur skemmt fyrir imynd Reykjavíkur sem forvitnilegs ferðamannastaðar. Svo virðist sem lögreglan þori ekki að vera i miðborg Reykjavikur um helgar. Þess í stað hefur verið komið upp eftirlitsmyndavélum á homum og skúmaskotum sem út af fyrir sig er ágætis viðbót við hefðbundna löggæslu. Eftir sem áður kemur ekkert i stað öflugra lögreglumanna sem ganga um á meðal fólks og tryggja öryggi þess. Blindfull- ur ofbeldisseggur man ekkert eftir földu myndavélinni í hita augnabliksins en svartir lögreglumenn á staðnum halda honum miklu fremur til hlés. Enn einu sinni lifnar umræðan um öryggisleysið í mið- borginni. Enn einu sinni kemur í ljós hve stirt er á milli borgaryfirvalda og ríkislögreglunnar í þessum efnum. Það er eins og rammpólitískur borgarstjóri og ráðherra dóms- mála vilji ekkert af hinum vita í argaþrasi þessa alvöru- máls. Á meðan þora miðaldra borgarbúar ekki niður í mið- borgina um helgar af ótta við að vera slegnir í götuna fram- an við næsta matsölustað. Jafhvel sjálfur borgarstjórinn og ráðherrann myndu vart taka áhættuna af þeirri ferð. Auðvitað er það vitað mál að islensk ungmenni hafa í áranna rás viljað rasa út á almannafæri. í eina tið þótti enginn vera maður með mönnum nema hann lægi auga- fullur úti undir húsvegg, helst eftir svo heiftarleg slagsmál að hálfur tanngarðurinn lá við hliðina. Að svo búnu var hann keyrður heim til foreldra sinna og látinn sofa úr sér á gamla fermingarbeddanum. Þessi í hæsta máta áfenga sýniþörf hefur fylgt þjóðinni um áratugi og mun aldrei verða haldið niðri nema með ströngu eftirliti. Ef til vill er þessi séríslenska drykkjuhefð afleiðing af langvarandi afskiptaleysi. Drykkjusiðferðið hefur gert ráð fyrir því að ungmenni á öllum aldri megi gera sig að al- gerum fiflum á almannafæri. Lögregla hefur ávallt verið fáliðuð á þessum vettvangi. Rétt er það sem forseti borg- arstjórnar benti á í vikunni að lögreglumenn hafa fremur fylkt sér í kringum erlenda þjóðhöfðingja á leiðinni eftir Miklubraut heldur en íslensk ungmenni sem eru að skemmta sér með áfengi um aðra hönd og holdið um hina. Vitaskuld verður að breyta þessu. Borgarstjóri og ráð- herra dómsmála eiga að brjóta odd af nokkru oflæti sínu og setjast niður og kryfja þessi mál inn að beini. Borgar- yfirvöld og æðstu stjómendur lögreglu hljóta að hafa ein- hvern metnað fyrir hönd höfuðborgar landsins. Þessir að- ilar hljóta að geta lært talsvert af kollegum sínum í stór- borgum nágrannalandanna sem leggja sig í lima við að halda miðborgum sínum hreinum og aðlaðandi fyrir allan meginþorra fólks sem kann sér hóf i líflnu. Sigmundur Ernir 4" FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 17 I>V Skoðun Böl tengt efnahagsvandanum „Eru aukin efnahagsum- svif böl?“ var yfirskrift greinar Einars K. Guð- finnssonar, fyrsta þing- manns Vestfirðinga, 22. júií í DV. Greinilegt var að þingmanninum var mikið niðri fyrir. TOe&ið var að margir hafa lýst yfir efasemdum eða andstöðu við áform um byggingu risavirkjunar, á íslenskan mælikvarða, við Kára- hnjúka og þar til heyrandi gífurlega eyðileggingu á fallegustu og gróður- sælustu víðáttu landsins, á hálend- inu norðan Vatnajökuls. Þegar stórt er spurt Oft vefst mönnum tunga um tönn þegar stórt er spurt. í tiifelli þing- mannsins virðist ekki vera vafamál hvert rökrænt svar sé og þeir sem ef- ast eða sýna andstöðu við ályktun þingmannsins eru miskunnarlaust hæddir og þeim gerðar upp skoðanir. Þannig gefur greinarhöfundur sér að um mjög arðsama framkvæmd hljóti að vera að ræða sem óhjákvæmilega muni leiða til bættra lífskjara þjóðar- innar. Þeir sem efist um þetta geri sig seka um „ótrúlegan málflutning“. Spuming hvort þeir séu ekki haldnir illum öndum! Eða eins og Sigmundur Emir sagði í makalausri forystugrein fyrir stuttu að . ein- hverra hluta vegna hafi ekki mátt minnast á álver i eyru margra máls- metandi manna, rétt eins og frá ál- verksmiðjum stafi illir andar“. Ég verð að segja eins og er að þegar menn eru komnir á þetta stig í hug- leiðingunum verður fátt um svör frá minni hálfu, vantrúuðum mannin- um. Einna helst að hugurinn hvarfli til þess hversu lánsamir við erum að hafa þrátt fyrir allt fjarlægst galdra- brennutímabil miðalda. Trú þingmannsins Mönnum er i sjálfsvald sett á hvað eða hvort þeir trúa. Hitt er öllu al- varlegra þegar menn gerast sanntrú- aðir á einhver kerfí eða framkvæmd- ir, ég tala nú ekki um ef um áhrifa- mikla menn á borð við þingmenn er að ræða. Sagan geymir mörg dæmi um stórslys sem af hafa hlotist þegar ákvarðanir hafa verið teknar á grundvelli trúar eða væntinga sem ekki reyndust á nægilegum rökum reistar. t nútímaþjóðfélagi verður að gera þær lágmarkskröfur til þeirra sem taka þátt í stefnumótandi ákvarðanatöku að þeir hafi til að bera lágmarksþekkingu og getu til að meta hversu haldgóðar upplýsingar þeir hafa undir höndum til að leggja sem sjálfstæðast mat á hvort þær nægi til að taka endanlega ákvörðun. Hvort viðbótarupplýsinga sé þörf eða það sem á stundum er mikilvægast og flokka ber undir „heilbrigða skyn- semi“ fái sér til aöstoðar aöila sem búa yfir þeirri reynslu og þekkingu sem að gagni má koma til að meta hversu haldbærar upplýsingar liggja fyrir og hvar hugsanlega megi afla viðbótarupplýsinga til að sannreyna áreiðanleika þeirra sem fyrir liggja. Skilaboð þingmannsins Skilaboð fyrsta þingmanns Vest- fnðinga til landsmanna verða að telj- ast harla sérkennileg. Þar lýsir hann því yfir að einhverjir svokallaðir „heimsendaspámenn ríði röftum". Allt fari að þeirra áliti til fjandans þegar að því dregur að aflaheimildir okkar í þorski tosist upp á ný með tilheyrandi tekjuaukningu fyrir sjáv- arbyggðirnar og landið í heild. Fróð- legt sé að sjá hvort þeir vilji vera sjálfum sér samkvæmir þegar að þessu kemur, sem vonandi verði fyrr en seinna! Þama skuldar þingmaður- „Fjölmörg dœmi eru til um framkvœmdir sem eðli málsins samkvœmt hafa aukið efnahagsumsvif en leitt til kostnaðar sem aldrei næst til baka. Nœrtœkast í þessu tilliti er að nefna upphaf framkvœmda við Fljóts- dalsvirkjun sem fullyrt var þá sem nú að skila myndi þjóðinni auknum arði. Raforkuna átti að leiða eftir endilöngu landinu vestur á Keilisnes á Reykjanesi. “ inn landsmönnum nánari skýringar. Við hverja er átt? Getur verið að í landinu finnist áhrifamikill hópur manna sem beiti án ástæðu öllum ráðum til að tak- marka veiðar á þorski? Ef þingmað- urinn hefur rökstuddan grun um slíkt ber honum að upplýsa um það. Fróðlegt væri í þessu sambandi að fá fram álit þingmannsins á því hvaða skýringu hann telur vera á því að jafhstöðuafli í þorski var talinn vera 400-450 þúsund tonn fyrir nokkrum áratugum á íslandsmiðum. En er nú talinn samkvæmt áliti fiskifræðinga um eða innan við 200 þúsund tonn. Óafturkræfur kostnaður Fjölmörg dæmi eru til um fram- kvæmdir sem eðli málsins sam- kvæmt hafa aukið efnahagsumsvif en leitt til kostnaðar sem aldrei næst til baka. Nærtækast í þessu tilliti er að nefna upphaf framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun sem fullyrt var þá sem nú að skila myndi þjóðinni auknum arði. Raforkuna átti að leiða eftir endilöngu landinu vestur á Keil- isnes á Reykjanesi. Eftir að á þriðja milljarði hafði verið varið til verks- ins voru framkvæmdir stöðvaðar, ekki vegna þess að íslenskir ráða- menn sæju að sér heldur vegna þess að hinn erlendi aðili hvarf frá. Fullyrt var aö þegar álverð færi hækkandi, eftir nokkra mánuði, í mesta lagi misseri, yrði hafist handa aö nýju. Þjóðinni hefur aldrei verið gerð grein fyrir því, hvaða grundvöll menn sáu til að flytja orku um eða yfir 400 km leið sem leiða myndi til allt að tvöföldunar orkuverðsins. Nú skal virkjað við Kárahnjúka, þó ljóst sé að raforkuverð verði allt að tvöfalt hærra en frá hagkvæmustu virkjun- um landsins. Einblínt er á til hvaða uppsveiflu 250 milljarða króna fram- kvæmdir muni leiða. Það er rétt hjá þingmanninum að slík risaframkvæmd á íslenskan mælikvarða yrði til þess að sumir myndu græða en aðrir tapa. Hugleið- ingar um til hvaða mögulega ávinn- ings þetta muni leiða fyrir þjóðina til framtíðar eru í miklu skötulíki og miklu meiri óvissu háð en ráðamenn vilja vera láta. Margítrekaðar yflrlýsingar Hall- dórs Ásgrímssonar, guðföður ál- bræðsluhugmynda eystra, um að með tilkomu álbræðslunnar ykjust útflutningstekjur um allt að 14%, segir að sjálfsögðu ekkert um hvort áætlunin gengur efnahagslega upp. Það liggur i augum uppi að hvar sem stóriðja sem þessi er reist á landinu leiðir af sjálfu sér að bæði innflutn- ingur (vélar, tæki, aðfóng og hráefni) og útflutningur (ál) eykst. Um er að ræða afurð sem landsmenn hvorki neyta né bera á tún. Bætt atvinnuástand Er nema von að Ula gangi að stemma stigu við landflótta af lands- byggðinni þegar þingmenn þeirra landshluta sem mest eiga undir högg að sækja virðast sjá þann kost vænstan að fjárfest verði upp á 250 milljarða króna til að störf skapist fyrir 750-900 manns. Þetta þýðir aö fjárfesting að baki hverju starfi sé u.þ.b. 300 milljónir króna. Er þetta leiðin til að skapa atvinnu fyrir m.a. þá 250-300 Vestfirðinga sem tapa vinnunni ef kvótasetning aukategunda hjá krókabátum nær fram að ganga? Sandkom sandkorn@dv.is Fótaskortur á tungunni Mönnum getur orðið fótaskortur á tungunni á öldum ljósvakans eins og ótal dæmin sanna. Dagskrárgerðar- maður í síðdegisþætti Bylgjunnar tal- aði til dæmis um það á þriðjudag að eymabólgur væri „vinsælasti" bama- sjúkdómurinn og er ekki að efa að for- eldrar sem hlustuðu á manninn láta þessa óláns vitleysu út úr sér hafi rek- iö upp stór eyru. Ekki tók betra við þegar fréttir Bylgjunnar fóra í loft- iö stuttu síðar, en þar afkynnti þulur viðtal við umhverf- isráðherra með þeim orðum að talað hefði verið við Frið Sivleifsdóttur. Svona getur þetta verið í beinni, þar er tæknin ekki bara að striða fólki heldur tungan líka ... Pottamir ólga Ákvörðun Dalvíkingsins Svanfríðar Jónasdóttur að gefa ekki kost á sér til frekari starfa á Alþingi hefúr hleypt miklu lífi í stjómmálaumræðuna norð- an heiða og ólga heitu pottamir þar hressilega þessa dagana. Jafhaðarmenn á Akureyri vilja óðir og uppvægir grípa gæsina og fá „sinn mann“ í fyrsta sæti flokksins í nýja norðausturkjör- dæminu og er þegar vitað um áhuga tveggja flokksmanna, þeirra Hermanns Tómassonar, varabæjarfulltrúa og skólaffömuðar í bænum, og Sigrúnar Stefánsdóttur, fyrrverandi formanns jafnréttisnefndar bæjarins. Augljóst þykir að fleiri nöfh bætist við á allra næstu dögum - og jafn- vel talið líklegt að gamlir Akureyringar sem flust hafa suð- ur yfir heiðar hugsi í heitara lagi heim þessa dagana ... Ummæli Framsókn fái frí „Styrkir til landbúnaðarins era hvergi hærri en á íslandi. Það er nauðsynlegt að þeir lækki og að tollar og höft á innfluttar landbún- aðarvörur verði afnumin með öllu. Það er með öflu óásættanlegt aö óarðbærum atvinnurekstri sé viö- haldið fyrir tilstuðlan ríkisvalds- ins. Því miður bendir ekkert til að róttækar breytingar verið gerðar á landbúnaöarkerfmu í stjómarsam- starfi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks. Til þess að sam- keppni geti þrifist á fjölmiölamark- aði, er nauðsynlegt Ríkisútvarpið verði selt. Framsóknarflokkurinn hefur verið andvígur því að breyta stofnuninni í hlutafélag og ósenni- legt að þeir muni nokkum tíma samþykkja einkavæðingu þess. Það er margt sem bendir til þess að frekari þróun í íslenskum stjórn- málum verði ekki fyrr en að Fram- sóknarflokkurinn hefur tekið sér frí. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins ættu að hafa það í huga að loknum þingkosningum í vor.“ Jón Hákon Halldórsson á Frelsi.is Full af bábiljum „Ég held að engan I langi til að vera yf- I irborðslegur, fullur I af sjálfsréttlætingu ■mg... J og yfirlæti. Enginn vill hringla tómur í sínum heimi, vina- fár og óhamingju- samur i allsnægtum sínum. Þar er að sönnu fátt að gleðjast yfir. Eng- um óska ég þess hlutskiptis að lok- ast þannig inni í sjálfum sér, fullur af engu. Og þegar efnafólk eins og við íslendingar fmnur þessa vönt- un i allsnægtunum miðjum þá upp- hefst æðisgengin leit að lífsfull- nægju. Alls staðar er leitað. Allt er flutt inn sem hönd eða tönn á fest- ir. Öll hugsanleg afþreying og hvers kyns nýjungar. Hver hégóm- inn rekur annan. Og leiðin er greið að fylla veröld okkar af drasli - og sjálf okkur af bábiljum og hindur- vitnum. En hvemig á að losna út úr vítahring sjálfsupphafningar og sjálfsánægju? Hvemig verður falskri glamúrtilveru breytt í manneskjulegt og eðlilegt líf? Mik- ilvægt svar er að fmna í fagnaðar- erindi Krists. Þar er að fmna að- ferð til að lifa lífinu í jafnvægi. Þar sem þú hefur vitund um ófullkom- leika þinn og ýmsa vöntun, en jafn- framt vissu fyrir stóra hlutverki þínu á þessari jörð.“ Sr. Hjálmar Jónsson í predikun í Dómkirkjunni. fyrir framan O Armann Jakobsson íslenskufræöingur Kjallari „Vínflaska er menning. Brotin vínflaska er ómenning. Svo einfalt er það. Drykkja er menning en ofdrykkja er ómenning. Of og ó eru það sama þegar öllu er á botninn hvolft. Þeim mun betur heppnaðri sem menningamóttin er og þeim mun fjölmenn- ari, þeim mun líklegra er að hún leysist upp í íslenskar nœstumþvíóeirðir. “ Menningarnóttin varð að ómenningarnótt sagði fréttakonan og það var ekki aðeins orðaleikur. Því að ómenning er menning með smávegis viöbót, þessu ó-i sem bætist við hlut en breytir honum um leið í andhverfu sína og þó ekki þvi að menningin er áfram í ómenningunni en annars eðlis vegna ó-sins. Fréttir af vígvel Það er sérstakt að vera í miðbæ Reykjavíkur á menningamótt þeg- ar allur fjöldinn úr úthverfúnum kemur eins og óvígur innrásarher og allt í einu er Reykjavík eins og borg, miðbærinn eins og miðbær Kaupmannahafnar á venjulegu síð- degi, meiraðsegja hægt að ganga á götunni. Fólk á öllum aldri saman og böm líka og aðeins fjöldinn skapar sérstakt andrúmsloft sem er þó fyrst og fremst sérstakt á þess- um stað. Síðan er hálfeitt og orðið dimmt og þá sér maður fólk á sjötugsaldri og um fimmtugt slaga of kátt um innan um smáböm í vögnum og 12-14 ára unglinga sem eru himin- lifandi yfir að vera á þessum stað á þessari stund sem endranær en aldrei þessu vant í fullum rétti. Sér- kennileg blanda og vottar fyrir ó- inu fyrir framan menninguna. Þetta ó er eiginlega of. Menningarnótt er gleði og fógnuð- ur en ef gleðin og fógnuðurinn keyra úr hófi fram, ef það er of í þessu tvennu, veröur of-ið fyrr eða siðar að ó-i og niðurstaðan ófögnuður og enn síðar ógleði. Hófleysi í gleði breytir henni í harm og það vita löggæslu- menn. Ofbeldisverkin eiga sér iðu- lega inngang í veislu og fögnuði. Upphaf óeirða Hálftíma síöar er menningamótt- in ekki lengur fólk á öllum aldri heldur einkum fólk báðum megin við tvítugt og minnir dálitið á það sem þjóðir sem taka sjálfar sig há- tíðlega mundu kalla óeirðir. Hreyf- ingar fólks verða æ stærri í snið- um, það kallar i staöinn fyrir aö tala og það eru brotnar flöskar. Ekki lengur hægt að ganga á bíl- lausri götunni vegna glerbrota. Stolið veifum sem á stendur duty free. Fyrir áhorfandann, sem jafn- framt er þátttakandi, minnir þetta æ meira á upphaf óeirða. Fer hann þá? Nei, aldeilis ekki. Því í eðli frið- SEuns fólks býr vísir að löngun tfl þess að vera viðstaddur óeiröir. Það er ekki að ástæðulausu að fólk situr limt við skjáinn að sjá of- beldi og dauða úti i löndum, fyrst kallað fréttir en síðan hver þáttur- inn af öðrum um slagsmál, glæpi og að lokum hryllingsmyndin. Er skemmtun að þessu? Eitthvað er í eðli friðsams fólks sem káflar á slíka skemmtun. Ofbeldið heillar ekki aðeins ofbeldismenn heldur afla menn sem komast í snertingu við ofbeldið í sjálfum sér. Vínflaska er menning. Brotin vínflaska er ómenning. Svo einfalt er það. Drykkja er menning en of- drykkja er ómenning. Of og ó eru það sama þegar öllu er á botninn hvolft. Þeim mun betur heppnaðri sem menningamóttin er og þeim mun fjölmennari, þeim mun lík- legra er að hún leysist upp i ís- lenskar næstumþvióeirðir. Það er auðvelt að líta á hið illa sem eitthvað sem er framandi og annarlegt en í raun og vera er það kunnuglegt, það er aflt hið jákvæða og góða en í ofsa, of-i sem breytist áfltaf í ó og þá þekkjum við ekki lengur þetta afkvæmi gleðinnar, rétt eins og Bandaríkjastjóm vildi aö lokum ekkert kannast við af- kvæmi sín í Afganistan. Að horfnum her Ómenningin varð sem betur fer aðeins óeirð en ekki óeirðir. Dag- inn eftir er eðlilegt ástand í miðbæ Reykjavíkur. Reykvíkingamir í út- hverfunum era þar ekki lengur. Innrásarherinn er farinn og útlend- ingamir sem eiga Reykjavík á sumrin breiða úr sér á ný. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.