Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 Tilvera dv Kidman gleymdi sundbolnum Ástralska leikkonan Nicole Kid- man varð fyrir því óláni að gleyma sundbolnum sínum í Svíþjóð fyrr i sumar. Og ef hún gerir ekki tilkall til hans verður hann boðinn hæst- bjóðanda fyrir milligöngu útvarps- stöðvar einnar. Nicole fór nokkrar ferðir til Sví- þjóðar fyrr á árinu þegar hún lék í kvikmynd danska snillingsins Lars von Triers í Trollywood, eins og Svíamir kalla kvikmyndabæ sinn. Nicole fékk nálæga sundlaug til eig- in afnota á hverjum sunnudegi og síðasta sunnudaginn sem hún var í Svíþjóð gleymdi hún að taka sund- bolinn með sér. Courtney leikur Lady Macbeth Óstýriláta poppsöngkonan og leikkonan Courtney Love fær að öll- um líkindum tækifæri til að leika eitthvert merkasta kvenhlutverk leikhúsbókmenntanna, sjálfa lafði Macbeth, i nýrri kvikmynd sem gera á eftir þessu verki Williams Shakespeares. Um þessar mundir stendur Courtney í samningavið- ræðum við leikstjórann Vincent Reagan um hlutverkið. Courtney tekur þetta allt mjög al- varlega og hefur þegar fengið aðstoð sérfræðings til að búa sig undir hlutverkið. Courtney hefur fengið góða dóma fyrir leik til þessa. Victoria á spít- alann med hraði Kryddpían Victoria Adams og Beckham varð logandi hrædd um daginn þegar hún fann ekki fyrir baminu sem hún ber undir belti. Hún fékk því eiginmanninn, David sparkmann Beckham til að aka sér í skyndi á sjúkrahús. Poppstjaman og sparkarinn gátu tekið gleði sína fljótt á ný því við skoðun kom í ljós að allt var í himnalagi með barnið. Svo glöð varð Victoria að sögn að hún gat ekki stillt sig um að fella tár. Victoria á von á sér eftir tvær vikur. Að sögn breskra blaða hefur hún þegar pantað keisaraskurð á einkasjúkrahúsi þann 1. september. Kunnugir segja að hún gangi með stúlkubam. ósemi er feimnismál Til er félag sem nefnist Tilvera og því við hæfi að það sé kynnt hér á Tilverusíðu DV. Þetta er fé- lag þeirra sem stríða við ófrjó- semi. Hljótt hefur verið um Til- veru síðustu ár en nú hefur Hólm- fríður Gestsdóttir gert úr garði nýja heimasíðu félagsins, http://www.islandia.is/tilvera Þar er safnað saman ýmsum upplýs- ingum um ófrjósemi og afleiðingar hennar, úrræði við henni, reynslu- sögur og fróðleik frá glasafrjóvg- unardeild. „Upplýsingagjöf til fólks í þessari stöðu hefur nánast engin verið því útgáfa fræðsluefn- is hefur verið fátækleg og glasa- deild ekki getað sinnt lagalegri skyldu sinni í þeim efnum. Þó eru þeir æ fleiri sem stríða við ófrjó- semi í hinum vestræna heimi og talið er að um 10-15 prósent para á íslandi eigi við hana að glíma,“ segir Hólmfríður og bætir við. „Þetta eru auðvitað mjög persónu- leg vandamál, þau snerta þannig svið og þess vegna er erfitt að standa upp og segjast tilheyra þessum hópi. Þar af leiðir að hann hefur engan málsvara." Brot á réttindum Hólmfríður telur að auðvelt sé að brjóta á þeim sem eigi við ófrjó- semi að stríða. Tekur sem dæmi að frá október 2001 hafi verið heimild fyrir því að fólk i glasameðferð fengi lyfin sín frítt en átta mánuðir hafi liðið án þess að þeirri heimild væri framfylgt og þrátt fyrir að heilbrigðisráð- herra og lyfjamálastjóri hafi viður- kennt að þama hafi verið ofrukk- að hafi endurgreiðslur ekki feng- ist. „Þetta eru stórar fjáríiæðir þvi flestar meðferðir kosta tugi þús- unda og margar á annað hundrað þúsund. En þetta er viðkvæmur hópur sem reiðir fram veskið í það óendanlega því það sem þetta fólk þráir mest í lífinu er að eignast barn,“ segir Hólmfríður. Hún nefnir einnig að búið hafi verið að samþykkja hækkun á komugjöld- um á rikisspítalana um ca 20% en þegar rauðu strikin hafi verið í hættu á sl. vori hafi verið fallið frá þeirri hækkun - nema á tækni- frjóvgunardeild. Kerfið vanbúið Sjálf kveðst Hólmfríður ekki Bíógagnrýni DV-MYND E. ÓL Berst fyrir Tilveru „Þaö er mikið tilfinningalegt álag aö vera í glasafrjóvgunarmeöferO. Þær bera ekki árangur nema í um þaö bil þriöjungi tilfella og þótt frjóvgun takist er fólk á nálum um aö eitthvaö fari úrskeiöis, “ segir Hóimfríöur hafa vitað fyrr en nýlega að félag- ið Tilvera væri til enda hafi starf- semi þess legið niðri. Umræða um ófrjósemi sé aðeins að opnast, einkum á Netinu. Þar gefist fólki möguleiki á að tjá sig undir nafn- leynd og fá ráð og stuðning frá öðr- um sem svipað sé ástatt fyrir. Slíkt sé afar mikils virði. „Ófrjósemi er mikið feimnismál. Hún er stórt áfall fyrir þá sem í henni lenda og getur skapað verulega tilfinninga- kreppu," segir Hólmfríður og telur heilbrigðiskerfið vanbúið að sinna öllum þeim fjölda sem þurfi hjálp- ar við á þessu sviði. Læknar á tæknifrjóvgunardeildinni séu þrír og enginn tími sé til að ræða sál- ræna erfiðleika eða önnur vanda- mál sem fylgi bamleysinu. „Starfs- fólkið á deildinni er yndislegt og allt af vilja gert. Það bara annar þessu ekki,“ segir Hólmfríður. Hún segir húsnæði deildarinnar líka óhentugt. Eftir viðtöl þurfi fólk að fara í gegnum gang smekk- fullan af fólki og það geti verið erfitt eftir að hafa fengið slæman úrskurð. „Það er mikið tilfinn- ingalegt álag að vera í glasafrjóvg- unarmeðferð. Meðferðimar bera ekki árangur nema í um það bil þriðjungi tilfella og þótt fijóvgun takist er fólk á nálum um að eitt- hvað fari úrskeiðis. Það veitti ekki af að tvöfalda læknafjöldann á deildinni og hafa sálfræðing i fullu starfl," segir hún. Spjallhópar á Netinu Nú er sem sagt að lifna yflr fé- laginu Tilvera á ný og til aðalfund- ar er boðað i bíósal Hótel Loftleiða þann 12. september. Þangað eru allir velkomnir og Hólmfríður hvetrn- þá tO að mæta sem vilji þessum málum vel. En hvað kom til að hún fór að berjast fyrir þess- um málum? „Ég fann persónulega heimasíðu konu einnar sem þjáist af ófrjósemi eins og ég. Hún á miklar þakkir skildar fyrir að hafa komið hreyfingu á þessa hluti og þar með hjálpað Qölmörgum sem standa í þessmn sporum. Hún byijaði á að búa til spjallhóp á Netinu, ætlaði hann upphaflega fyrir 3-4 konur en nú eru hóparn- ir orðnir þrír og tugir þátttakenda i hverjum. Allt eru þetta konur þvi karlmenn tala lítið um þetta vandamál eins og fleira tengt bameignum. Þeir hefðu þó gott af því þar sem rannsóknir sýna að betur gengur að höndla vandamál geti maður tjáð sig um þau og treyst einhverjum fyrir þeim,“ segir baráttukonan Hólmfriður Gestsdóttir að lokum. -Gun Smárabíó/Laugarásbíó/Regnboginn - Stúart litli Engin venjuleg mús Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. - segir Hólmfrídur Gestsdóttir Stuart sýnir listir sínar Lifandi og skemmtileg mús sem fæddist í tölvu. Árið 2000 var kvikmyndin um , Stuart Little frumsýnd. Hún fjallaði um Stuart sem flytur inn til Little- fjölskyldunnar í stórborginni New York og verður fullgildur fjölskyldu- meðlimur þrátt fyrir að Little-fjöl- skyldan sé mannfólk en Stuart hvít- ur músastrákur. Myndin sem var gerð eftir skáldsögu E.B. White sló í gegn enda var sagan krúttleg og dýrin í henni frábærlega vel gerð. Þegar mynd gengur eins vel og Stu- art Little er framhaldið sjaldnast langt undan enda þurftu eldheitir aðdáendur músarinnar knáu bara að bíða í tvö ár eftir framhalds- myndinni. Stuart býr enn hjá hinum prúðu herra og frú Little. Þau era grand- vart og gott fólk, svo grandvör og góð að þau eru eiginlega óraunvera- legri en tölvugerða músin Stuart. Sonurinn George, bróðir Stuarts, er að stækka og hefur meiri áhuga á að vera í tölvuleikjum með vinum sínum en að föndra með músinni þannig að þeir eru að fjarlægjast hvor annan. Við fjölskylduna hefur svo bæst nýr meðlimur, stúlkubam- ið Martha, sem tekur upp mikinn tíma og athygli foreldranna. Stuart er þvi svolítið út undan og þess vegna er það sérdeilis heppiiegt að dag einn þegar hann er á leið heim úr skóla á rauða sportbílnum sínum skuli fuglinn Margalo pompa ofan í bílinn til hans á ofsafengnum flótta undan hættulegum fálka (mitt i stórborginni!). Þeim Margolo og Stuart verður vel til vina - svo vel reyndar að litla músahjartað slær hraðar þegar Margalo snyrtir fjaðr- irnar og breiðir út vængina. En fáikinn hefur ekki gefist upp og þeirra bíða hættuleg ævintýri og eins gott að fúllyndi kötturinn Snjó- ber skuli ganga til liðs við Stuart því ekki er allt sem sýnist í riki fuglanna og upp koma svik um sið- ir. Stuart er tölvugerð mús og fugl- inn Margolo fæddist líka á tölvuskjá og þau eru ótrúlega lifandi og skemmtileg. Bestu atriði myndar- innar eru hinar æsispennandi svað- ilfarir Stuarts í flugvélum, bílum og öðrum farartækjum. Eins er fálkinn aðdáunarlega vel gerður og orrusta þeirra Stuarts í háloftunum virki- lega flott. Kötturinn Snjóber fær sem fyrr öll skemmtilegustu tilsvör- in og sýnir stjömuleik. Mannfólkið er minnst spennandi, foreldramir og strákurinn George, en það kemur lítið að sök þvi ferfætlingar og fiðraðir vinir þeirra eru í aðalhlut- verkum hér. Stuart Little 2 er elskuleg lítil saga um fjölskyldubönd og vináttu, traust og hugrekki. Hún er fyndin, spennandi og obbolítið væmin þannig aö öll fjölskyldan ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Sif Gunnarsdóttir Leikstjóri: Rob Minkoff. Handrit: Bruce Joel Rubin, byggt á persónum eftir E.B. White. Kvikmyndataka: Steven B. Poster. Tónllst: Alan Silvestri. Aöalleikarar: Geena Davis, Hugh Laurie og Jonathan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.