Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 29
4. FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2002 29 Sport Riðu ekki feitum hesti - Færeyingar voru einu mótherjar íslands í undankeppninni sem unnu Mótherjar íslenska landsiiðsins í undankeppni EMriðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í gær- kvöldi. Færeyingar voru eina liðið af fjórum mótherjum íslands sem unnu sinn leik. Þjóðverjar gerðu jafntefli en Skotar og Litháar töpuðu sínum leikjum. Slakir Skotar Skotar, sem mæta Islendingum á Laugardalsvelli 10. október, léku gegn Dönum í Glasgow og vonuðust menn þar á bæ til þess að liðinu tæk- ist loks að vinna landsleik undir stjórn Þjóðverjans Bertis Vogts. Það gerðist þó ekki því Danir voru betri en Skotamir á öllum sviðum og hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Skotar vora hugmyndasnauð- ir í leiknum og áttu til að mynda að- eins eitt skot á markið allan leikinn. Ungt liö Þjóðverja Þjóðverjar stilltu upp mjög ungu liði gegn Búlgörum og voru heppnir að sleppa með jafntefli. Það var fé- lagi Eyjólfs Sverrissonar hjá Herthu Berlin, Ame Friedrich, sem skoraði jöfnunarmark Þjóðverja í sínum fyrsta leik. Þjóðverjar þóttu ekki sannfærandi en þeir verða ekki dæmdir af þessum leik þar sem marga lykilmenn vantaði í liðiö vegna meiðsla Lengií gang Færeyingar voru ansi lengi í gang gegn Lichtenstein í Færeyjum og voru undir, 1-0, lengi leiks. Þeir jöfn- uðu metin þegar 20 mínútur voru eft- ir og skoruðu síðan tvö mörk og sýndu að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir andstæðinga þeirra í riðl- inum. Litlausir Litháar Litháar eru ekki með jafnsterkt landslið í dag eins og fyrir sex árum þegar þeir unnu Island, 2-0, í Vilni- us í undankeppni HM 1998.1 gær töp- uðu þeir fyrir ísrael á heimavelli og virkuðu litlausir og áhugalausir í leiknum þar sem þeir komust í 2-1 en fengu á sig þrjú mörk í seinni hálfleik. -ósk Danski framherjinn Jon Dahl Tomasson sést hér í baráttu viö skoska varnarmanninn Maurice Ross í leik liöanna í Glasgow i gærkvöldi. Vináttulandsleikir fóru fram um allan heim í gærkvöldi: Reuters Úrslit í vináttu- landsleikjum Aserbaldsjan-Úsebekistan . Alijev (39.), Ismajlov (79.). . 2-0 Rússland-Svíþjóð . 1-1 Kersjakov (56.) - Ibrahimovie (90.). Eistland-Moldavía . 1-0 Allas (54.). Lettland-Hvita-Rússland . . . 2-í Verpakovskis (17.), Laizans (26.) - Kutuzov (16.), Kultsjij (30.), Rom- astsjenko (64.), Romastsjenko (86.). Úkraina-íran - Ali Daei (56.). . O-l Finnland-írland . 0-3 - Keane (12.), Healy (75.), Barrett (82.). Tyrkland-Georgia . 3-0 Erdem (8.), Haspolatli (51.), Kahveci (61.). Búlgaría-Þýskaland . 2-2 Berbatov (21.), Balakov (57.) - ack, (23.), Friedrich (57.). Ball- Króatia-Wales . 1-1 Petric (90.). - Davies (11.). Rúmenía-Grikkland . 0-1 - Giannakopoulos (16.). Makedónia-Malta . 5-0 Stojkov (37.), Sakiri (40.), Sakari (60.), Hristov (54.), Pandev (86.). Litháen Israel . 2-4 Fomenka (10.), Poskus (32.) - Afek (20.), Zandberg (48.), Afek (64.), Tal (73.). Bosnia-Júgóslavía - Krstajic (34.), Kovacevic (42.). . 0-2 Pólland-Belgía Zurawski (5.) - Sonck (42.). . 1-1 Sviss-Austurríki . 3-2 H. Yakin (19.), Frei (41.), M. Yakin (76.) - Wallner (11.), Wallner (81.). Ungverjaland-Spánn Miriuta (72.) - Tamudo (55.). . 1-1 Tékkland-Slóvakía . 4-1 Koller (31.), Koller (64.), Rosicky (70.), Rosicky (78.) - Nemeth (15.). Lúxemburg-Marokkó . 0-2 - Jabrane (72.), Kacimi (84.). Ítalia-Slóvenia . 0-1 - Cimirotic (32.). Skotland-Danmörk . 0-1 - Sand (9.). Faereyjar-Liechtenstein . . . . 3-1 Jacobsen (70.), Benjaminsen Johnson (84.) - Hetta (40.). (75.), Túnis-Frakkland . 1-1 Zitouni (38.) - Silvestre (18.). Norður-írland-Kýpur .... . 0-0 Brasilia-Paragvæ - Cuevas (28.). . 0-1 Fín veiði í Andakílsá undanfarna daga: Regnið lífgar upp á veiðina Sveinn Dal Sigmarsson meö fallegan lax úr Andakílsá í Borgarfiröi, á maökinn. Veiöin í ánni hefur tekið kipp síöustu daga, hún hefur nú gefiö um 70 laxa. DV-mynd G. Bender Rigningar síðustu daga hafa hleypt lífi aftur í veiðiskapinn, fisk- urinn tekur betur og eitthvað er ennþá að ganga af nýjum fiski. Fyrir nokkrum dögum veiddi holl veiðimanna vel í Svartá í Húna- vatnssýslu. 140 laxar hafa veiðst þar. „Veiðiskapurinn gekk feiknavel hjá okkur, við fengum 9 laxa á ýms- ar flugur í Andakílsánni. Þetta var meiriháttar," sagði Karl Ásgeirsson sem var að hætta í ánni á hádegi í gær. Þyngdar túbur drjúgar „Við fengum flesta laxana á þyngdar túbur, rauðar og svartar, og það var Fossabakkahylur, númer fjögur, sem gaf okkur þá flesta. Það er mikið af fiski í hylnum og siðan sáum við laxa á fleiri veiðistöðum, eins og sex, þrjú og tvö. Það óx í ánni í fyrradag og það hleypti held- ur betur lífi í veiði-skapinn. Stærsti laxinn hjá okkur var 12 punda. Áin hefur gefið um 70 laxa og næstu veiðimenn eiga örugglega eftir að fá eitthvað. Tveir af þessum löxum sem við fengurn voru legnir en hin- ir nýlegir," sagði Karl ennfremur. Veiðimenn ættu að setja í laxa næstu daga í Andakílsá, flugan er sterk og þónokkuð virðist vera af fiski víða í ánni. Og laxinn er ennþá að ganga. Talsvert í Þverá og Kjarrá „Þetta er í góðu lagi í Þverá og Kjarrá, árnar eru að komast í 1300 laxa og það er miklu betra en í fyrra,“ sagði Gunnar Sveinbjörns- son sem var að koma úr ánum fyr- ir nokkrum dögum. „Fiskurinn mætti taka betur en hann hefur gert en það hefur rignt og þá er aldrei að vita hvað gerist e á svæðinu. Það eru stórir laxar, boltafiskar, á nokkrum stöðum, eins og í Klapparfjóti, Steinahyl og Réttar- kvöm. En þeir hafa verið tregir að taka hjá veiðimönnum,“ sagði Gunnar i lokin. Gefa stóru sig næstu daga? Veiðin í Þverá/Kjarrá var 1200 laxar i fyrra en núna eru komnir 1300 laxar á land. Áin bætir sig verulega á milli ára og aldrei að vita nema þessir stóru fari að gefa sig næstu daga. ^ Þeirra timi er kominn. Árnar gætu farið i næstum 1500 laxa, veiðitíminn er ekki úti enn- þá. Vænir laxar eru víða og núna gætu þeir gefíð sig, legnir hængar sem þola ekki mikið áreiti. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.