Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2002, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 22, ÁGÚST 2002_____________________ DV ____________________________________________________ Innkaup St. Ives sjampó og hár- næring: Fimm nýjar tegundir St. Ives Swiss Formula hefur sett á markað 5 nýjar tegundir af betrumbættum sjampóum og hár- næringum. Chamomile & Sunflower er þykkjandi sjampó og næring fyr- ir þunnt og fingert hár; Pear & Vitamin E er styrkjandi og nærandi og ætlað fyrir þurrt og viðkvæmt hár; Citrus & Ginseng er orkugef- andi og ætlað fyrir eðlilegt og feitt hár; Aloe Vera & Echinacea er end- urlífgandi fyrir litað eða meðhöndl- að hár og Rasberry & Jojoba er frískandi sjampó og næring, ætlað eðlilegu hári. St. Ives sjampóin hafa verið með- al þeirra mest seldu hér á landi í þau 15 ár sem þau hafa verið á markaði hér. Forval flytur inn. ÓSB Skiptibókamarkaðir í fullum gangi: llla farnar bækur verðminni - því fara krakkar betur með skólabækurnar nú en áður, segir verslunarstjóri Pennans í Austurstræti Bókakostnaður framhaldsskóia- nema tekur oft góðan skerf af sum- arhýru þeirra og þvi hafa notaðar bækm- notið æ meiri hylli með hverju árinu sem líður. Stærri bókabúðir, eins og Mál og menning, Griffill og Penninn-Eymundsson, hafa allar rekið slíka markaði um árabil auk þess sem víða eru bóksöl- ur í skólunum. Kjörin sem nemam- ir fá eru aðeins misjöfn og ekki eru allar bækur keyptar af þeim á öllum stöðum. Bryndís Loftsdóttir, verslunar- stjóri i Pennanum-Eymundssyni, segir að þumalfingursreglan sé sú að bækur séu keyptar inn á 45% af útsöluverði nýrra bóka og seldar út á 65%. Penninn gefur út lista yfir þær notuðu bækur sem þeir taka inn á skiptibókamarkaðinn en það fer eftir því hvaða bækur verið er að kenna. „Listar þessir eru eitt- hvað mismunandi eftir því í hvaða verslun Pennans er farið og fara þeir eftir þvi hvaða skólar eru í nánd. Búðin í Austurstræti miðar við bókalista Kvennaskólans og MR, sú i Kringlunni við Verslunarskól- ann og svo framvegis. Hins vegar er rétt að taka fram að verð í listum nú er miðað við gamalt verð bóka en því miður hafa skólabækur hækkað nokkuð með nýjum sendingum og því hefur verðið eitthvað riðlast í ár.“ Bryndís segir að sú jákvæða þró- un hafi fylgt í kjölfar skiptibóka- markaðanna að krakkar fari nú mim betur með bækumar sínar og sjá megi mun ár frá ári. Þau viti sem er að illa famar bækur séu verðminni. Hjá Griffli era bækur teknar inn á 45% af verði nýrra bóka en séu þær illa famar fæst minna fyrir þær. Þær eru síðan seldar aftur á 62% af verði nýrra bóka eins og það er í Griffii á hverjum tíma, en Griff- ill hefur iðulega komið vel út úr verðkönnunum á skólabókum. Bla famar bækur sem teknar eru inn á lægra verði eru einnig seldar út með afslætti sem þvi nemur. Skiptibókamarkaðurinn hjá Máli og menningu er rekinn á svipaðan hátt og hjá öðrum söluaðilum. Þar eru bækur teknar inn á 45% af verði nýrra bóka og seldar aftur á 70%. -ÓSB Ekki verri þótt búið sé að lesa þær Kostnaður framhaldsskólanema við bókakaup er umtalsverður. Flestar bæk- urnar eru aðeins notaðar í nokkra mánuði og því gott að geta skipt þeim út fyrir aðrar. ferðapunktar fýá Olís Þú ert á leiðinni í drauma- ferðina, með viðkomu í Olís! Handhafar Vildarkorts Visa og Flugleiða fá tvöfalt fleiri punkta á Olísstöðvunum um land allt í júní, júlí og ágúst. Taktu flugið með því að fylla á tankinn hjá okkur! ÞÚ FINNUR MUNINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.