Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Page 1
DAGBLAÐIÐ VÍSIR___________________________203. TBL. - 92. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002_______VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK
Dæmdum sem ekki komast í fangelsi hefur fjölgað mjög í sumar:
Jafnmargir í biðröðinni
og fangar sem eru inni
Ríflega eitt hundrað manns eru á
svokölluðum biðlista Fangelsis-
málastofnunar - dæmt fólk sem bíð-
ur eftir að taka út refsingar sínar,
að sögn forstjóra stofnunarinnar. í
þessum hópi eru margir sem dæmd-
ir hafa verið fyrir alvarleg brot.
Nánast jafnstór hópur afbrotafólks
situr inni í fangelsum þessa stund-
ina, rúmlega hundrað fangar. Bið-
röðin hefur lengst mjög eftir að loka
þurfti einni deild á Litla-Hrauni í
vor vegna fjárskorts og dregið var
úr því að boða dómþola til afplánun-
ar. Þar sitja nú tæplega 60 menn
inni - um fjórðungur þeirra er í
gæsluvarðhaldi. Ódæmdir menn
með dæmdum.
Ofan á hina rúmlega 100 manna
biðröð bætast um 500 beiðnir sem
liggja hjá Fangelsismálastofnun þar
sem lögregluembætti landsins óska
eftir að stofnunin taki til fullnustu
vararefsingar vegna ógreiddra
sekta. Væntanlega verður ekki hægt
að sinna neinu af slíkum málum
fyrr en lausn flnnst á vandanum
fyrir þá sem framið hafa hin alvar-
legri brot.
Þorsteinn A. Jónsson forstjóri
sagði við DV að á framangreindum
biðlista séu vanalega um 60 dómþol-
ar. Listinn hefur því lengst í sumar
og mun lengjast enn frekar þegar
dómstólamir fara að kveða upp
hvem sakadóminn á fætur öðrum
næstu vikumar, þ.e.a.s. eftir réttar-
hlé. Á hinn bóginn upplýsti dóms-
málaráðuneytið í gær að Ljtla-
Hraun verði opnað að fullu 1. októ-
ber þegar afleysingafólk verði ráðið
og þá opnist á ný pláss fyrir 22
fanga.
Þorsteinn segir að fáir hafi verið
, i > ■
í <
' <jn, í* . i \ i ■ /k'
i* í *'■ —11 i; • jf
Eldsúlur stóðu út um
glugga hússins Skálafells á
Stokkseyri þegar slökkviliö
bar að garði á þriðja tímanum
í nótt. Slökkvistarf stóð enn
yfir í morgun.
DV-mynd Kristján Einarsson
i i
teknir í afplánun í sumar en þeir
sem framið hafa alvarlegustu af-
brotin séu látnir ganga fyrir. í þessu
sambandi er rétt að geta þess að um
þriðjungur íslenskra dómþola fær
jafnan að taka refsingu sína út í
samfélagsþjónustu. Slíkt er hins
vegar ekki mögulegt fari refsidómur
yflr 6 mánaða fangelsi.
-Ótt
Stokkseyri:
Hús gjöreyði-
lagðist í eldi
Engan sakaði þegar gamalt
tveggja hæða timburhús gjöreyði-
lagðist í eldi á Stokkseyri í nótt. Til-
kynning um eldinn barst lögreglu
og slökkviliði klukkan 2.15 í nótt og
fór allt tiltækt lið, 25 síökkviliðs-
menn á sjö bílum, á vettvang.
Að sögn Kristjáns Einarssonar
slökkviliðsstjóra, sem var með
þeim fyrstu á staðinn, stóð þriggja
metra eldsúla út um glugga hússins
þegar slökkvilið bar að garði. Því er
talið að eldurinn hafi kraumað
lengi í húsinu áður en hans varð
vart.
Kristján sagði að í fyrstu hefði
verið óttast að þrír íbúar væru í
húsinu; eldri hjón sem hafa stund-
um dvalið í húsinu og auk þess
maður á miðjum aldri sem hafði
þar fasta búsetu. I Ijós kom hins
vegar að húsið var mannlaust.
„Slökkvistarf gekk vel en var erfitt.
Norðanstrekkingur varð til þess að
eldurinn barst hratt um húsið en
hins vegar voru önnur hús í göt-
unni ekki í hættu,“ sagði Kristján.
Húsið sem brann kallast Skála-
fell og stendur við Strandgötu. Það
var byggt 1915 og var mjög glæsilegt
á sinni tíð en ástand þess nú var
fremur bágborið. Endurbætur voru
hafnar innanhúss og til stóð að gera
húsið upp að utan.
Slökkvistarf stóð enn yfir í morg-
un þegar DV fór í prentun. Að sögn
Kristjáns stendur lítið eftir af hús-
inu og allt innbú er ónýtt. Einn íbú-
anna tapaði meðal annars verðmæt-
um kvikmyndum en hann hefur um
skeið unnið að heimildarmynd um
ísland. -aþ
BIKARKEPPNI 3. FLOKKS KARLA
í KNATTSPYRNU:
Fram sigraði
ÍA í víta-
spyrnukeppni
28
Stuttmynda-
dagar haldnir
í tíunda sinn
7
FÓKUS í MIÐJU
BLAÐSINS:
LsAU Smáauglýsingar 550 sooo