Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Blaðsíða 18
Tilvera
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
x>v
bandagagnrýni
The Believer ★★★
4 Tvöfalt líf
Það er langsótt að
hugsa sér að gyðingur
sem elst upp innan
um strangtrúaða geti
orðið nýnasisti. Og ef
The Believer væri
ekki byggð á stað-
reyndum þá hefði þessi hugmynd
aldrei náð fram að ganga. Aðalper-
sónan er Danny Balint (Ryan Gosl-
ing) uppreisnargjam ungur maður
sem langt í frá er sáttur við lífið og
tilveruna. Hann er árásargjarn og
tilheyrir hópi nýnasista sem frekar
má líkja við hryðjuverkhóp heldur
en stjómmálaafl. Það er ekki fyrr en
við höfum kynnst miklu hatri Dann-
ys á gyðingum sem hann vill helst
drepa sem farið er aftur til þess
tíma þegar hann var í skóla fyrir
strangtrúaða gyðinga og var rekinn
fyrir öfgafullar skoðanir. Þar lærir
hann hebresku sem síðar meir kem-
ur upp um uppruna hans. Kynni
hans af Cörlu (Summer Phoenix)
dóttur foringja hryðjuverkahóps
sem hann tilheyrir, verða til þess að
hann fer meira og meira að hugsa
um uppruna sinn og þegar hann
hittir fyrrum skólafélaga sína fær
hann aftur áhuga á gyðingatrúnni.
Og þó að Danny berjist gegn þessum
^ áhrifum er ljóst aö hann er orðinn
klofrnn persónuleiki á versta veg. Á
öfgafullan hátt fer hann gegn sjálf-
um sér andlega og líkamlega hvort
sem er á vettvangi nýnasista eða
gyðinga.
Það er viss áræðni bak við gerð The
Believer. Það er djarft að skella svo
ólíkum hugmyndum í sömu persónu
og krefst mikils af leikaranum. Ryan
Gosling, lítt þekktur leikari, er sterk-
ur á svellinu og lætur gamminn geisa
í hlutverki þar sem spilað er á aila til-
finningastrengi. Aðall myndarinn er
“pó handritiö sem er innhaldsríkt og
vel skrifað af leikstjóra myndarinnar,
Henry Bean. -HK
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Henry
Bean. Bandaríkin 2001. Lengd: 103 mín
Leikarar: Ryan Gosling, Summer Phoen-
ix, Theresa Russell og Billy Zane. Bönn-
uð börnum innan 16 ára.
Lone Hero ★★
Nútímavestri
Það er ekkert verið
að leyna því að fyrir-
myndin á bak við Lone
Hero er vestrinn.
Myndin gerist í smábæ
þar sem helsta lifi-
> brauð ungra manna er
að taka þátt í sýningu
sem fjallar um atburði í villta vestr-
inu. Að öðru leyti er bæjarlífið eins
og venjulegt smábæjarlíf. Það verð-
ur mikO breyting á þegar nútímaút-
lagamir, mótorhjólatöffarar í leður-
klæðnaði, koma i bæinn Þessir út-
lagar nútímans eru af verstu tegund
og foringi þeirra, Bart (Lou Di-
amond Phillips), skreytir sig með
lögregluskjöldum þeirra lögreglu-
þjóna sem hann hefur drepið. Geng-
iö setur allt á annan endann og að-
eins einn maður, John (Sean Pat-
rick Flanery), sem leikur í vestra-
sýningunni og er góð skytta, þorir
að ráðast gegn ógninni. Hann kem-
^ ur Bart í fangelsi, en aðeins í stutt-
an tíma. Vélhjólagengið er fjöl-
mennt og tekur öll völd i bænum.
Og þar sem John hafði niðurlagt
foringjann nægir ekki að rústa bæ-
inn, bærinn verður ekki yfirgefinn
fyrr en Bart hefur hefnt sín ...
Lone Hero er brokkgeng kvik-
mynd þar sem formúluatriðin eru
allsráðandi. Mikið er lagt upp úr
átakaatriðum og skotbardagar eru á
fimm mínútna fresti. Við það verð-
ur myndin nokkuð einhæf og lang-
dregin. Lou Diamond Phillips, sem
hefur bætt við sig vöðvum, ferst vel
_ úr hendi að leika óþokka og er sá
* leikari sem er eftirminnilegastur.
-HK
Útgefandl: Skifan. Lelkstjórl: Ken Zanz-
el. Bandaríkin 2001. Lengd: 92 mín.
Lelkarar: Lou Diamond Phillips, Sean
Patrick Flanery og Robert Forster. Bönn-
uö bömum innan 16 ára.
DV-MYNDIR SIGURÐUR JÖKULL
Hlýtt fyrir veturinn
Það veröur ekki amalegt aö klæöast þessum klæönaði í vetur þegar fer
aö kólna.
Staðiö í ströngu
Undiþúningur fyrir sýninguna var mikill og hvíldi þaö meðal annars á heröum
Lindu Olsen, Ingu Sjafnar Kristinsdóttur, Fanneyjar Siguröardóttur, Rannveigar
Jónsdóttur og Huldu Haraldsdóttur sem eru á myndinni.
Broadway:
Það nýjasta í
undirfötum
Undirfatatiskan breytist ekki síð-
ur en önnur tíska. í gærkvöld fór
fram á Broadway sýning á vegum
Oroblu þar sem sýningarstúlkur frá
Eskimo Models sýndu það nýjasta í
undirfatatískunni auk þess sem
einnig var sýnt það nýjasta í baðfót-
um, sokkabuxum og sokkum. Marg-
ir létu sjá sig á Broadway og voru
það aðallega konur sem vildu sjá
hvemig þær ættu að klæðast innan-
kiæða í vetur.
Ánægtar með sýninguna
Þær Hildur, Guörún og Silja voru
ánægöar meö sýninguna og umgjörð
hennar.
Skjár Einn:
DV-MYNDIR SIGURÐUR JÓKULL
Sjónvarpsstjórinn og þjónarnir
Sjónvarpsstjórinn á Skjá Einum, Árni Þór Vigfússon, er hér í góöum félags-
skap þjóna sem voru skrautlega klæddir eins og sjá má.
Vetrardagskrá kynnt
Það var mikiö um dýrðir í Borg-
arleikhúsinu í gærkvöld þegar
Skjár Einn kynnti vetrardagskrá
sína þar sem bæði verða gamlir
kunningjar og nýir liðsmenn sem
kynntir voru til leiks. Dagskrá
Brosmildir gestlr
Kristján hjá Góöu fólki, Guöjón Ped-
ersen, leikhússtjóri Borgarleikhúss-
ins, og Helgi Björnsson, leikari og
tónlistarmaður, voru meöal fjöl-
margra gesta.
stöðvarinnar byggist sem fyrr á
skemmtiefni í bland við fræðslu og
mál sem eru ofarlega á baugi hverju
sinni. Fjöldi fólks sótti veisluna þar
sem kynnt var dagskráin og
skemmti sér hið besta.
Málin rædd
Þeir Skapti og Birgir voru meö bjór-
flösku í hendi og ræddu málin þegar
Ijósmyndari DV hitti þá.
Norræna húsið:
Norrænar
barnamyndir
Norræna húsið hefur til margra
ára sýnt norrænar bamakvikmynd-
ir. Myndimar eru ekki textaðar og
því tilvalið fyrir þá krakka sem
hafa norrænu tungumálin á valdi
sínu eða vilja halda þeim við að
horfa á skemmtilegar kvikmyndir.
Fram að jólum verða sýndar fjórar
myndir frá Noregi, Sviþjóð, Dan-
mörku og Finnlandi.
Fyrsta myndin er norsk teikni-
mynd sem heitir Solan Ludvig og
Gurin með tófuskottið. Kvikmyndin
er byggð á verðlaunaðri bamabók
eftir rithöfundinn Kjell Aukrust um
útihússálfmn Gurin sem getur ekki
stillt sig um að vera óttalegur refur
og vaknar einn daginn með tófu-
skott á rassinum. Nú kynnist Gurin
því sjálfur hvemig það er að verða
fyrir athlægi. En verra er þó að það
fréttist alla leið til flnustu hverf-
anna í vesturhluta Óslóar af þessu
glæsilega tófuskotti. Þar keppa hefð-
arfrúmar um hver eigi flnasta
refaloðkragann ...
Aðgangur er ókeypis á sýninguna
sem er á sunnudaginn kl. 14.00.