Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2002, Qupperneq 26
26
FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002
-i
Ágústa til Spánar
Handknattleikskonan Ágústa Edda
Björnsdóttir, sem leikið hefur með
Gróttu/KR, mun leika með spænska 1.
deildarliðinu Arrahona á næsta keppn-
istímabili. Ágústa samdi til eins árs við
Arrahona sem eru nýliðar í deildinni
Þetta er mikil blóðtaka fyrir Gróttu/KR
en félagið hefur þó fengið liðsstyrk í 18
ára gamalli skyttu frá Lettlandi. Þetta
kemur fram á heimasíðu handknatt-
leiksdeildar Gróttu/KR, grottasport.is.
-ósk
Grótta/KR
kaupir útileikinn
Grótta/KR hefur keypt útileik-
inn gegn úkraínska liðinu Swit-
lotechnik Brovary í Borgakeppni
Evrópu í handknattleik en
Grótta/KR tekur í fyrsta sinn
þátt í Evrópukeppni í handknatt-
leik í vetur. Báðir leikirnir
verða spilaðir í iþróttahúsi Sel-
tjamamess, sá fyrri laugardag-
inn 5. október og seinni sunnu-
daginn 6. október.
Ásgeir Jónsson, stjómarmað-
ur Gróttu/KR, staðfesti þetta í
samtali við DV-Sport í gærkvöld
og sagði að það ríkti mikil
ánægja í herbúðum Gróttu/KR
með þessi málalok.
„Þetta er mjög hagkvæmt fyr-
ir okkur fjárhagslega. Við slepp-
um við að fara í leiðinlegt og
langt ferðalag auk þess sem
möguleikar á að komast áfram
aukast til muna með því að spila
báða leikina heima. Við höfum
líka selt RÚV sýningarréttinn að
fyrri leiknum og ættum að geta
náð inn tekjum á auglýsingum
fyrir þann leik. Síðan er stórkost
legt að geta boðið upp á tveggja
daga handboltaveislu á Seltjam-
arnesi fyrir okkar dyggu stuðn-
ingsmenn sem ég vona að fjöl-
menni á leikina," sagði Ásgeir
Jónsson. -ósk
Úrslit ráðast í
3. deildinni
Úrslit ráðast í 3. deild karla á
morgun þegar Fjölnir og KFS frá
Vestmannaeyjum mætast í úr-
slitaleiknum á Hvolsvelli og
hefst hann kl. 12. Bæði lið hafa
þegar tryggt sér sæti í 2. deild að
ári en þau léku saman í A-riðli
deildarinnar í sumar og hafnaði
Fjölnir tólf stigum á undan KFS.
Á sunnudaginn verður leikið
um þriðja sætið í 3. deildinni en
þá mætast Fjarðabyggð og
Leiknir Fáskrúðsflrði á Vil-
hjálmsvelli á Egilsstöðum og
hefst sá leikur kl. 14. Ekki er að
neinu að keppa fyrir þessi lið
annað en stoltið. -ósk
Þrjár bikaraf-
hendingar
Þrjár bikarafhendingar fara
fram um helgina. í kvöld taka
HK-menn á móti 2. deildartitlin-
um á heimavelli sínum í Fagra-
lundi þegar þeir leika gegn Sel-
foss og hefst leikurinn kl. 18.
Valsmenn fá 1. deildartitil
karla afhentan á Hlíðarenda á
sunnudaginn en þá mæta þeir
ÍR-ingum i 17. umferð deildar-
innar og hefst leikurinn kl. 14.
KR-stúlkur fá afhentan ís-
landsmeistaratitilinn í kvenna-
flokki á KR-velli eftir leik liðsins
gegn Val í lokaumferð Síma-
deildar á sunnudaginn en leikur-
inn hefst kl. 16. -ósk
Utandeildin
klárast senn
Leikið verður til úrslita í
hinni geysivinsælu utandeild á
morgun. Leikurinn fer fram á
gervigrasinu í Laugardal og
hefst kl. 14 en þar mætast FC
Stútur og Hvíti riddarinn. Á
undan munu Hómer og Melsted
leika um þriðja sætið í deildinni
og hefst sá leikur kl. 12. -ósk
Það veröur hart barist í síöustu tveimur umferðunum í 1. deild karla. Hér sést Stjörnumaöurinn Dragoslav Stojanovic í haröri baráttu viö markvörö Víkings,
Ögmund Viöar Rúnarsson, og varnarmanninn Sölva Geir Ottesen en bæði þessi lið berjast um sæti í Símadeildinni. DV-mynd SJÖ
Hart barist um sæti í Símadeild karla að ári:
Gífurleg spenna
- ræðst ekki fyrr en í síðustu umferð hverjir fylgja Valsmönnum upp
Það ríkir gífurleg barátta um ann-
að sætið í 1. deild sem gefur sæti í
Símadeild karla á næsta ári. Fimm
lið eiga enn möguleika á þessu sæti
en Valsmenn hafa fyrir lifandi löngu
tryggt sér sigurinn i deildinni og sæti
í Símadeildinni á komandi ári.
Þróttarar standa best að vígi. Þeir
hafa 27 stig og þrettán mörk í plús,
Stjaman hefur einnig 27 stig en er
með tvö mörk i plús, Víkingur og Aft-
urelding hafa 24 stig en Víkingar eru
með fjögur mörk í plús og Aftureld-
ing með jafnt markahlutfall. Þar á
eftir kemur Breiðablik með 23 stig og
tvö mörk í plús.
Á sunnudaginn fer fram 17. um-
ferð 1. deildarinnar. Þá mætast
Breiðablik og Leiftur/Dalvík á Kópa-
vogsvelli, Sindri tekur á móti Hauk-
um á Hornafirði, Valsmenn fá ÍR-
inga i heimsókn á Hliðarenda og síð-
an eru tveir toppleikir. Stjarnan sæk-
ir Aftureldingu heim í Mosfellsbæ og
í Víkinni leiða saman hesta sína Vik-
ingur og Þróttur.
Víkingar hafa verið á miklu skriði
að undanförnu og unnið þrjá leiki í
röð eftir heldur slakt gengi framan af
móti. DV-Sport ræddi við Lúkas
Kostic, þjálfara Víkings, um mótið og
hinn spennandi endasprett sem fram
undan er.
Eru aö venjast deildinni
„Ég held að við höfum lent í erfið-
leikum framan af móti þar sem við
áttum í miklum meiðslum og veik-
indum bæði fyrir mót og í byrjun
mótsins. Strákarnir voru einfaldlega
ekki tilbúnir í slaginn þegar baráttan
byrjaöi. Upp á síðkastið hefur leikur
liðsins hins vegar verið að batna og
strákarnir eru að venjast deildinni.
Þeir vita að við þurfum að berjast
fyrir hverju einasta stigi og eru farn-
ir að skilja hvað þarf að gera til að
vinna leiki. Það hafa orðið miklar
breytingar á Víkingsliðinu frá því í
fyrra og það tekur alltaf tíma að
púsla liðinu saman,“ sagði Lúkas
Kostic.
Lúkas sagði að það hefði verið
erfitt að ná liðinu upp úr öldudalnum
um mitt tímabil.
„Maður á hins vegar alltaf ein-
hvern orkugám og þangað sótti ég þá
aukaorku sem ég þurfti á að halda. í
þessu tilviki fór ég langt til baka og
hugsaði um hvað ég elskaði fyrrver-
andi konu mína mikið. Það gaf mér
styrkinn tU að halda áfram og ég tU-
einka henni upprisu okkar,“ sagði
Lúkas.
Ekki upp á líf og dauöa
Þegar Lúkas var spurður um leik-
inn mikUvæga gegn Þrótti á sunnu-
daginn sagði hann að þó að hann
væri mikUvægur þá væri hann ekki
upp á líf og dauða fyrir Víkinga.
„Við erum ekki í kapphlaupi við
að komast upp. Okkar takmark er að
vinna sem flesta leiki og að því leyti
er leikurinn gegn Þrótti mikUvægur.
Ég tel hins vegar að Þróttarar séu
mun líklegri tU að fara upp og æsi
mig því ekki yfir þessum leik. Það er
hins vegar mikUvægt fyrir okkar
stráka að vinna sem flesta leiki í ár
tU að hafa meira að byggja á á næsta
ári,“ sagði Lúkas.
Döpur knattspyrna
„Mér finnst deildin hafa verið
mjög jöfn í sumar ef undan eru skUd-
ir Valsmenn. Þeir voru að leika frá-
bærlega þangað tU að það fór að tín-
ast úr hópnum hjá þeim. Önnur lið
hafa verið í basli og stöðugleikinn
hjá liðinum hefúr verið lítUl sem
enginn. Knattspyrnan sem leikin hef-
ur verið í deUdinni hefur verið döp-
ur og mun lakari heldur en undan-
farin ár,“ sagði Lúkas Kostic.
Argentínumenn unnu óvæntan
sigur á Bandaríkjunum á HM
Argentínumenn halda áfram að standa sig á
heimsmeistaramótinu í körfubolta og í fyrrinótt
unnu þeir einn óvæntasta sigur i sögu körfubolta
þegar þeir unnu Bandaríkjamenn, 87-80. Þetta var
fyrsta tap bandaríska landsliðsins í sögunni þar
sem þeir hafa teflt fram leikmönnum úr NBA en-
liðið hafði unnið 58 leiki í röð. En þar með er ekki
öll sagan sögð því að það sem gerir áfallið enn
meira er að Bandaríkjamenn eru á heimaveUi og
leiddu aldrei í þessum umrædda leik.
Argentinumenn unnu mikinn liðsheUdarsigur,
átta leikmenn skoruðu á bUinu 7 tU 15 stig og sam-
held vöm hélt skotnýtingu Bandaríkjamanna í
37,5%. Argentinumenn hafa unnið aUa sex leiki
sína í keppninnni og mæta nágrönnum sínum í
BrasUíu í átta liða úrslitunum. Paul Pierce hjá
Boston var stigahæstur í liði Bandaríkjanna
með 22 stig en þeir Michael Finley og Andre
MUler skoruðu 14 stig hvor. Leikurinn var í
miUiriðlum og því era Bandaríkjamenn ekki úr
leik en þurfa fyrir vikið að glíma við Júgóslava
í átta liða úrslitum keppninnar.
Breyttir tímar hjá þjóöunum tveimur
Það má segja að það séu breyttir tímar hjá
Argentinumönnum og Bandaríkjamönnum en
þetta er árið sem Bandarikjamenn urðu betri en
Argentínumenn í knattspyrnu og Argentínu-
menn betri en Bandarikjamenní körfu.
Argentínumenn sátu eftir í riölakeppninni á
HM í fótbolta en þar fóru Bandaríkjamenn i 8
liða úrslit. -ÓÓJ Argentínumenn fögnuöu vel óvæntum sigri á
Bandaríkjamönnum á HM í körfu f fyrrinótt.