Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 17 Útgófufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlið 24, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. 12. september Miðvikudagurinn 11. september 2002 leið í óminum af tilfinninga- þrungnum ræðum ráðamanna um gjörvöll Bandaríkin. Aldrei fyrr hafa bandarískir fjölmiðlar einblínt jafn rækilega á einn atburð eins og minn- inguna um hryðjuverkaárásina á New York og Washington fyrir réttu ári. Aldrei fyrr hafa fjölmiðlar í land- inu leitað uppi jafnmarga ættingja og vini fónarlamba nokkurr- ar árásar og gert hefur verið síðustu daga. Það eru ekki aðeins aðkomumenn sem undrast þessa yfirþyrmandi umíjöllun, heldur og heimamenn sem hafa það á orði að fullmikið sé í lagt. Það hefur engu að síður verið aðdáunarvert að fylgjast með samstöðu landsmanna síðustu daga. Liklega hefur bandaríska þjóðin aldrei staðið eins þétt saman og þessa septemberdaga þegar Qölmiðlar keppast við að rifja upp fólskuverkin fyrir ári og öll eftirmál þeirra. Vísast má segja að aðdáun Bandaríkja- manna á eigin landi, þjóð og stjórnkerfi hafi á köflum gengið út í öfgar á því ári sem liðið er frá árásunum en vitaskuld var ekki við öðru að búast. Atburðirnir fyrir ári breyttu bæði heimsmynd og sjálfsmynd margra. Öryggið vék fyrir ofboðsleg- um ótta. Þessi forystugrein er skrifuð á litla kjöltutölvu í miðstöð fyr- ir erlenda fréttamenn í höfuðstöðvum bandaríska utnríkisráðu- neytisins í Washington á miðjum degi sem er engum líkur í bandarískri sögu - og raunar hvaða sögu sem er. í bakgrunni heyrast virtustu söngvarar Bandaríkjanna syngja hvert ætt- jarðarlagið af öðru. Hvert sem flakkað er á sjónvarpsrásunum getur að líta alvörugefna ræðumenn í beinni útsendingu frá Ground Zero, Pentagon, Shanksville og jafnvel skólanum í Sarasota í Flórída þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti heyrði ótíðindin fyrir ári. Allt í kringum þann sem þetta skrifar sitja blaðamenn víða að úr heiminum og flytja löndum sínum fregnir af minningardag- skránni sem er einhver sú viðamesta og lengsta sem efnt hefur til í vesturheimi. Menn sitja hljóðir og skrifa en líta öðru hverju á forsíður blaðanna eða á sjónvarpskjáinn í fjarska. Það er hlut- tekning í andlitum þessara manna sem sitja og skrifa samtíma- söguna um leið og hún gerist. Það er eðlilegt. Árásin á tvíbura- turnana og Pentagon fyrir ári var ekki aðeins árás á bandaríska samfélagsgerð heldur gildismat sem flestum hugnast. í umræðuþáttum vestra hafa menn ítrekað velt því fyrir sér hvaða breytingar síðasta ár hefur haft í fór með sér. Menn spyrja hvort heimurinn hafi breyst á svipstundu og flestir svara því játandi. Það reynist hins vegar flestum erfiðara að svara því hvernig heimurinn hefur breyst og hversu mikið. Líklega er það háð mörgum þáttum í fari hvers og eins. Og lík- lega er það einnig háð því hvar menn búa og starfa í heimin- um. En varla hafa atburðinir breytt gildismati. Líklega fær ekkert breytt trú fólks á það góða. Rudolph Giuliani sagöi fyrir réttu ári, þegar hann starfaði enn sem borgarstjóri í New York, að mannfallið og eyðilegging- in í hjarta borgarinnar væri ef til vill „meira en borgarbúar geta horfst í augu við“. Þetta sagði borgarstjórinn þegar saman fór niðadjúp sorg, ótti, reiði og hatur í brjóstum borgarbúa og raunar mikils hluta mannkyns em aldrei áður hafði upplifað annað eins illskuverk í beinni útendingu allra helstu sjón- varpsstöðva heims. Ólíkt svo gott sem öllu öðru sem Giuliani lét frá sér fara á þessum tíma mat hann stöðuna liklega rangt að þessu leyti. New York-búar og aðrir Bandaríkjamenn hafa að mestu náð sér eftir grimmdarverkin fyrir ári. Óbilandi og aðdáunarverð samstaða og ósérhlífni fólks, hvort heldur var á Ground Zero eða annars staðar þar sem fólk haföi um sárt að binda eftir atburð- ina, varð til þess að samfélagið varð að mestu samt og áður. Sam- félagsgerðin stóðst árásina næsta auðveldlega. Hrakspámar fyrstu dagana eftir árásina um hrikalegar afleiðingar hennar á fjármálakerfi heimsins og flugsamgöngur hafa ekki ræst. Og reyndar svo óralangt frá því að hreinni undrun sætir. Sigmundur Ernir DV Skoðun Kjallari Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaöur Samfylkingarinnar í Suöurkjördæmi Oflugri neytendavernd „Allt ber að sama brunni. Fábrotin og frumstœð samkeppni, fámenningsvald og lítil lagaleg neytendavemd halda uppi mjög háum lífskostnaði. Hvort sem horft er til matvcelaverðs, húsnœðiskostnaðar eða vaxta á lánsfé. “ - Forsvarsmenn í viðskipta- lífinu taka á móti viðurkenningum fyrir framsœkni íslenskra fyrirtœkja. hvemig smávöruverslunin hefur í æ ríkari mæli verið að færast á örfáar hendur og um leið hættan á því að vöruverð sé óeðlilega hátt. Samkeppnin á flestum sviðum ís- lensks samfélags er verulega lítil og oft i raun engin. Ríkir til að mynda samkeppni á olíumarkaðinum? Ég held að engum detti í hug að halda því fram og nær að tala um samráð frekar en samkeppni. Okurlánastarfsemi Svimandi hátt matvælaverð er ís- lenskum fjölskyldum mikil byrði en þó kastar tólfunum þegar kemur að vöxtum á lánsfé. Þorri almennings er með himinháar yfirdráttarheimildir á reikningum sinum og vextimir á þeim hefðu einhvem timann þótt saknæmir og flokkast undir okur- lánastarfsemi. 16-20% vextir em al- mennir vextir á slík lán og skyldi engan undra þó að bamafjölskyldur kveinki sér undan skuldabyrðinni. Bankakerfið mergsigur íslenskan al- menning með vöxtum, þjónustugjöld- um og óréttlátu ábyrgðamannakerfi. Það hefur því miður alls ekki breyst til batnaðar með tilkomu öfl- ugs einkabanka og fyrirhugaðrar einkavæðingu ríkisbankanna. Á þeim velli ræður ríkjum slagurinn um eigur, áhrif og völd í viðskiptun- um og er hann með þeim hætti að hegðan fnunskógardýranna virðist býsna fáguð í samanburöinum og undarlegt að fylgjast með ríkisbönk- unum taka þátt í þeim slag. Allt ber að sama brunni. Fábrotin og frumstæð samkeppni, fámenn- ingsvald og lítil lagaleg neytenda- vemd halda uppi mjög háum lífs- kostnaði. Hvort sem horft er til mat- vælaverðs, húsnæðiskostnaðar eða vaxta á lánsfé. Fámenningsvaldið sölsar æ stærri og fleiri svið samfé- lagsins undir sig og horfir illa. Það verður að koma á fót öflugri neyt- endavemd og fmna að því marki snjallar leiðir. Neytendarvernd er á meö- al brýnustu hagsmuna- mála almennings. Neyt- endavernd er lítil á ís- landi, þó að samkeppnis- lög, Neytendasamtökin og ýmislegt fleira bæti svo sannarlega þar úr. Það er mikilvægt að til komi rót- tækar lagalegar úrbætur í réttarstöðu neytenda og að brotið verði í blað í réttindum almennings gagnvart versl- un og þjónustu hvers konar. Róttæk réttindabót Það þarf að tryggja að eðlilegar og sanngjamar leikreglur riki og sé fylgt eftir í verslun og þjónustu hvers konar. Það þarf að gæta hags- muna neytenda og sjá til þess að far- ið sé eftir gildandi leikreglum. Setja þarf almennar viðmiðunarreglur í viðskiptum, þannig að hægt sé að skera úr í ágreiningsmálum milli neytenda og hagsmunaaðila. Það þóuf að vera hægt að fara með mál fyrir dómstóla til vamar hags- munum neytenda eða fylgja slikum málum eftir. Lykilatriði er að neyt- endasamtökin verði höfð í for við þær róttæku umbætur á réttindum neytenda sem þurfa að eiga sér stað á næstu misserum. Samráð í stað samkeppni Húsnæði, matvæli og lánsfé em hérlendis með því dýrasta sem gerist í heiminum. Matvæli eru á lúx- usverði og stutt er í einokun og fá- keppni á matvælamarkaði. Undan- farið höfum við horft upp á það Áfengi í matvöruverslanir - nei, takk Árni Guömundsson æskulýös- og tómstundafulltrúi í Hafnarfiröi Kjallari Almenningur í landinu hefur ekki farið varhluta af herferð samtaka versl- unarinnar undanfarin misseri og ár í þeim til- gangi að fá heimild til sölu áfengis í matvöru- verslunum. Þar hefur hvergi verið til sparað enda greinilega um mikið hagsmunamál verslunar- innar að ræða. í þessum tilgangi var m.a. innrétt- að áfengishom í ónefndri stórversl- un í höfuðborginni með ærnum til- kostnaði, til þess eins að sýna al- menningi hve vel þetta allt saman gæti nú litiö. út. Grátbroslegt í besta falli töldu margir, enda ágætis ÁTVR-verslun í um 30 metra fjar- lægð frá viðkomandi verslun. Hins vegar sýnir þetta dæmi svo ekki verður um villst að hvergi er til sparað í þeirri viðleitni að koma áfengi í matvörubúðir. Nýlegur glansbæklingur um að „allir vi]ji“ áfengi í matvörubúðir er seinasta útspilið í herferðinni. Við sem aðrar hugmyndir höfum og teljum núverandi fyrirkomulag fint erum nú orðin „hávær minni- hlutahópur" að mati framkvæmda- stjóra verslunarráðsins. Auglýsinga- bransinn er nýttur til hins ýtrasta og látið að því liggja að áfengisinn- kaup séu eins sjálfsögð nauðsyn og t.d. mjólk. í þeim efnum liggur hins vegar ljóst fyrir að meðal íslending- urinn drekkur að öllu jöfnu ekki áfengi með mat daglega og hvað þá að hægt sé að flokka vaminginn undir nauðsynjavöru. Af sama meiði er sú „auglýsta" óskhyggja U p; 1 ' Ksl iffTl bjórframleiðenda að „allir“ sötri bjór yfir enska boltanum, þó svo að vitaö sé að einungis er um hlutfalls- lega lítinn hóp að ræða. Lífstíll sem er ekki til, auglýstur eins og stóri sannleikur. Þrengstu hagsmunir Þrengstu hagsmunasjónarmið verslunarinnar og annarra hags- munaaðila eins og t.d. bjórframleið- enda eru sett í öndvegi og annað er ekki inni í myndinni. Við sem störf- um með ungu fólki og þeir sem starfa að forvömum hafa auðvitað að leiðarljósi velferðarsjónarmið unglinga. Á ungu fólki dynur nú þegar þvílíkt áreiti í formi alls kyns auglýsinga að það hálfa væri nóg. Flestar auglýsingamar hafa það að leiðarljósi að spila með einum eða öðmm hætti á ómótaða eða veika sjálfsmynd imglinga. Réttu fótin, maturinn, málin, bjórinn, staöurinn og ef ekki - þá ert þú hall- ærislegur. í þessum efnum dregur áfengisiðnaðurinn hvergi af sér enda menn þar á bæ vel vitandi um að neysluvenjur fólks liggja að mestu fyrir um 18 ára aldurinn. Því það er auðvitað nauðsynlegt að unga fólkið þekki „réttu“ merkin sem fyrst og neyti þeirra. Áfengisauglýsingar Áfengisauglýsingar dynja á ungu fólki, flestar undir rós, sumar útúr- „Við sem eldri erum höf- um hinar ágœtu sérversl- anir ÁTVR í flestum til- fellum innan seilingar og með afar góðri þjónustu og öruggu fyrirkomulagi án minnsta efa um sölu varningsins til unglinga. Hagsmunaaðilum virðist algerlega sama um vel- ferðarsjónarmið í þessum efnum. “ snúningar en allar siðlausar og i raun brot á lögum um bann við áfengisauglýsingum og markmiðum þeirra laga. Af hinu opinbera er þetta látið algerlega átölulaust og meðan svo er auglýsa áfengisfram- leiðendur hvað af tekur í fjölmiðlum og sérstaklega hjá þeim sem fyrst og fremst höfða til unglinga. Margir geta ekki selt tóbak Undir þessum kringumstæðum, sem og þeim að margítrekaðar kannanir sýna svo ekki verður um villst að verslanir margar hverjar eiga í hinum mestu erfiðleikum með að selja tóbak með sómasamlegum hætti, þá verður ekki með nokkru móti séð með hvaða hætti verslunin ætlar að tryggja að sala áfengis verði með eitthvað betri hætti en hin mislukkaða tóbakssala. Annar athyglisverður punktur sem hagsmunaaðilar halda alls ekki á loft er að mjög ungur aldur margra starfsmanna í verslunum sem er sennilega því marki brennd- ur að viðkomandi má ekki lögum samkvæmt handfialla eða selja áfengi. Velferðarsjónarmiö Út frá velferðarsjónarmiðum ungs fólks er því að mínu mati fullkomlega ótímabært að hefia sölu eins við- kvæms varnings eins og áfengis í matvöruverslunum. Aðgengi ung- linga mun aukast með öllu sem þvi fylgir. Við sem eldri erum höfum hin- ar ágætu sérverslanir ÁTVR í flest- um tilfellum innan seilingar og með afar góðri þjónustu og öruggu fyrir- komulagi án minnsta efa um sölu vamingsins til unglinga. Hagsmuna- aðilum virðist algerlega sama um vel- ferðarsjónarmið í þessum efnum. í krafti gífurlegra fiármuna er öllu til kostað í þeim tilgangi að ná mark- miðum sínum fram. Á þessu þarf fólk að átta sig og í þessu ljósi þarf fólk aö gera upp hug sinn. Valið er einfalt því velferð unga fólksins á auðvitað að skipa hærri sess í okkar huga en hagsmunir verslunareigenda og sam- taka þeirra - ekki satt? Sandkom Beðið eftir snúningi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri stóð við allar fyrri yf- irlýsingar og segist áfram ætla að vera borgarsfióri eins og hún hafi lofað kjósendum. Hún sjái ekki að neitt hafi breyst í stöðunni sem breyti hennar skoöunum varðandi hugsanlegt framboð hennar til þings. Með yfirlýsingunni tókst Ingibjörgu að gera næstum alla ánægða með sinn hlut. Sjálfstæðismenn geta verið í rónni yfir að fá hana ekki sem harðan mótherja, sömu- leiðis framsóknarmenn, vinstri grænir og svo að sjálf- sögöu R-listinn í Reykjavík sem heldur áfram sínum for- ingja. Það er helst að samfylkingarmenn á landsvisu séu fúlir, en þeir geta þó huggað sig við aö í yfirlýsingum sínum skildi Ingibjörg í raun allt eftir galopið varðandi möguleika á því að hverfa í landsmálapólitíkina. Það þarf bara „eitthvað" að breytast í pólitísku landslagi til að gera slíkt mögulegt. Nú er bara beðiö eftir því að Ummæli Frelsið kallar á elsku og eftirlit „Frjáls markaður þarfnast ábyrgra einstaklinga og öflugra eftirlitsstofn- ana. Frelsi mannsins og geta til að eyðileggja kallar á öflugt eftirlit, vak- andi elsku og umhyggju fólks fyrir óafturkræfum verðmætum, fyrir land- inu, gróðri þess og dýralífi. Þegar borgarbarnið fór út í sveit með bekkn- um sínum og sá í fyrsta sinn blá- klukkubreiðu sagði það við kennara sinn: Helduröu að Guöi standi á sama ef ég tek eitt af blómunum hans? Þetta er rétta afstaðan til lífsins og lífríkisins. Við ís- lendingar þurfum ekki aðeins að læra að ganga hægar um gleðinnar dyr heldur líka að fara okkur hægt á jarð- ýtunum, á jeppunum með 38 tommu dekkjunum og gróf- munstruðu fiallaskónum á ferðum okkar um landið í leit aö virkjunarkostum til að auka neysluna og hag- vöxtinn. Hvar eru endimörk hagvaxtarins? Getum við endalaust beðið um meira?“ Örn Báröur Jónsson í prédikun T Neskirkju sandkorn@dv.is Ingibjörg finni réttu rökin fyrir nettum snúningi í lof- orðadansinum... Hemmi á lífi Kjaftasaga, á þá leið að hinn geð- þekki fyrrverandi sjónvarpsmaður Hermann Gunnarsson sé látinn, hefur gengið ljósum logum um þjóðfélagið undanfarna daga. Her- mann er sem kunnugt er búsettur á Tailandi. Af einhverjum sökum komst orðrómurinn á kreik en það er raunar ekki einsdæmi hér á landi að fúllyrt sé að þjóðþekktir einstaklingar hafi hrokkið upp af; Trausti Jónsson veð- urfræðingur varð fyrir þessu um árið sem frægt varð. En DV er sem sagt fiúft að geta greint frá því, eftir aö hafa fengið það staðfest, frá meintu liki, að Hemmi Gunn er sprelllifandi og lætur engan bilbug á sér finna þama hinum megin á hnettinum. Sögusagnir um andlát hans eru því stórlega ýktar ... Paul betri en John „Paul var einfaldlega mun betri hljóð- færaleikari og mun fiölbreytilegri laga- smiður og réð við mun fleiri stíla en hinn frumstæði og tilfinningabældi Lennon sem stóð pikkfastur í steypu- skóm gamla rokksins og var að auki frekar dasaður hljóðfæraleikari með takmarkaða hljómfræðiþekkingu. Þegar Paul kom með ballöðuna Yesterday og vildi í ofanálag fá strengjakvartett í undirleikinn og breikka þannig Bítlana í öllum skilningi þá ætlaði Lennon gjörsamlega að fara yfirum af geðshræringu og öskraði að Bítlamir væra rokkhljómsveit og gætu ekki verið þekktir fyrir svona „væmni". En þá, einsog nú, var það kallað „væmni" þegar menn leyfðu sér að vera ein- lægir og gera fallega hluti. Paul hafði betur, sem betur fer, og tónlist Bítlanna varð fijáls og óx uppúr aðþrengd- um stuttbuxum töffararokksins og tók að breiða úr sér í allar áttir einsog fituhlunkur á hamborgarastað.“ Sverrir Stormsker á Pressunni á Strik.is Krimmafréttir Reynir Hugason verkfræöingur Kjallari Hinn 7. júlí síöastliöinn var í morgunfréttum Útvarps og Textavarpinu sagt frá hryöjuverkum Bandríkjamanna í Afganistan sem írskur blaöamaöur haföi kvikmyndað. Bandaríkja- menn kváðu hafa myrt 3000 hermenn, suma sér til skemmtunar, og grafið þá í fjöldagröf- um. Sem sé hreinn stríðsglæpur. Hvorki BBC né CNN sögðu frá þessari kvikmynd. íslenska útvarp- ið er ekki vant að fara með fleipur svo ég leit á það sem yfirhylmingu með Bandaríkjamönnum að segja ekki frá þessum meintu stríðsglæp- um þeirra. Ég hugsaði sem svo að kannski væri þama nú komin skýringin á því af hverju Bandaríkjamenn töldu sig þurfa friðhelgi gagnvart alþjóða- stríðsglæpadómstólnum nýja, ein þjóð allra þjóða í heiminum. Ef þeir hefðu myrt 3000 hermenn í Afganist- an sér til skemmtunar og huslað hræin í einni gröf þurftu þeir sann- arlega á þessari friðhelgi að halda. Krimmaþjóð? Næsta stórmerka frétt í RÚV og Textavarpi, sem ég tók eftir, kom svo 13. ágúst. Fréttin var um að Bandaríkjamenn væru að stofna sérstakar morðsveitir sem fara ættu um öll lönd og elta uppi og drepa al- Qaeda menn og þess háttar fólk. Þetta átti að geta gerst án samþykk- is eða vitundar þeirra landa sem liðsmennimir væru staddir í. Ein- hvem veginn rímaði þetta ekki við mínar hugmyndir um lýðræði og frelsi sem BNA-menn tefia sig full- trúa fyrir og því sperrti ég eyrun. Ég heyrði heldur ekkert frekar um þessa frétt í öðrum útvarps- eða sjónvarpsstöðum. Hún hlýtur samt að teljast til stórfrétta og er mjög al- varlegt mál ef rétt er. Dramb og sjálfmngleði hafa þá heldur betur hreiðrað um sig í BNA og þeir blessaðir famir að hegða sér eins og hrein krimmaþjóð - en það er nokkuð sem þeir saka sjálfir íraka og fleiri þjóðir um að vera. Einn vinur minn, sem er Kanadamaður, var að koma frá Kanada og Bandaríkjunum um dag- inn og sagði mér heldur ófagrar sögur af því hve Bandaríkjamenn og jafhvel Kanadamenn væru orðn- ir hræddir við að segja skoðanir sínar á stjórnvöldum. Þeir væru hræddir við að verða stimplaðir andstæðingar Bush en hann hefur jú þá stefnu að „þeir sem eru ekki „Hvað er að gerast í okkar auma landi, og hvað er að ger- ast í heiminum í kringum okkur? Er Ríkisútvarpið síféllt að fara með fleipur um mjög viðkvæm og mikilvæg mál- efni eða eru það allir aðrir sem eru blindir á öðru auganu og segja ekki frá hlutum sem eru óþægilegir fyrir suma?“ með mér eru á móti mér“ - (og þeim á að útrýma) - Var það ekki annars Hitler sem sagði þetta á undan Bush? Enn þagað Hinn 25. ágúst kom svo þriðja merkilega fréttin f RÚV og Texta- varpinu sem ég tók eftir. Hún var um það að hin valdamikla konungsfiöl- skylda í Sádi-Arabíu hefði greitt tali- bönum og Osama bin Laden miljarða króna í verndargjald svo að ekki yrði ráðist á skotmörk i Sádi-Arabíu. Sagt var að blaðið Sunday Times hefði skýrt frá þessu þann dag. Þetta fé gerði bin Laden kleift að greiða kostnað við þjálfunarbúðir í Afganistan sem hryðjuverkamenn- irnir, sem réðust á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september, sóttu. Ég hafði ekki aðgang að Sunday Times en þar sem ég taldi þetta stór- frétt fylgdist ég með á CNN og BBC World þann dag og næstu daga til að sjá hvort eitthvað kæmi um þessi mál þar, en án árangurs. Mér þykir fióst að Sádi-Arabar hljóti klárlega að vera krimmamir að baki árásinni á Bandaríkin ef þessi frétt er rétt. Þeir kostuðu jú greinilega öll herlegheitin! í Sádi-Arabíu er sams konar ill meðferð á konum og var í talibana- ríkinu Afganistan. Enginn segir (þorir að segja?) orð um framferði Sáda eða stjómarfariö þar. Þeir fá alveg að vera í friði með kúgun sína á kvenfólki og harðstjóm og lög- regluríki af því þeir eiga olíu og peninga og era vinir Bandarikja- manna. Samkvæmt þessu fá Sádar greini- lega líka að vera vondu karlamir að baki árásinni á New York án þess að við þeim sé blakað. Hvað er að gerast í okkar auma landi og hvað er að gerast í heimin- um í kringum okkur. Er Ríkisút- varpið sífellt að fara með fleipur um mjög viðkvæm og mikilvæg málefni eða era það allir aðrir sem eru blindir á öðru auganu og segja ekki frá hlutum sem eru óþægilegir fyrir suma? - Svari hver sem vill. Sér- staklega skora ég á Ríkisútvarpið að standa fyrir sínu máli. Hverjir era vondu karlamir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.