Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 DV Fréttir Landbúnaðarráðherra átelur Samtök verslunar og þjónustu: Ljótt að tala svona - segir Guðni Ágústsson vegna tillagna um innflutning á kjöti Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra er algjörlega ósammála Sigurði Jónssyni, framkvæmda- stjóra Samtaka verslunar og þjón- ustu, um framtíð íslensks land- búnaðar. Sigurður hefur lýst þeirri skoðun sinni að e.t.v. væri best að flytja inn til tslands allar kjötvörur vegna hárra framleiðslustyrkja hérlendis en Guðni telur skömm að því að menn sneiði að íslenska bóndan- um í stað þess að líta í aðrar átt- ir þegar umræða um hátt mat- vælaverð hérlendis á sér stað. „Ég hef upplifað það sem land- búnaðarráðherra að þjóðin hefur nánast öll staðið með íslenskum landbúnaði. Fyrir tveimur árum komu upp miklir sjúkdómar í Evrópu, svo sem kúariðan, og þá fann maður þær miklu tilfinning- ar sem hér spruttu upp og þann stuðning sem íslenskur landbún- aður öðlaðist," segir Guðni. Skömm að þessu Hann segir það sameiginlegt vandamál að halda matvælaverði í skefjum og honum finnist ljótt hjá ákveðnum stéttum að ræða þetta mál þannig aö sökin falli á íslenska bóndann. „Það liggur fyrir að hann er að fá minnst í sinn hlut af kjötinu. Það eru ein- hverjir aðrir á leiðinni til neyt- andans sem taka hitt. Mér finnst að þeir sem tala svona og álykta séu að hengja bakara fyrir smið með þvi að ráðast á bændastéttina." Guðni segir málflutning Samtaka versl- unar og þjónustu vera óábyrgan. „Ef við ætlum að vera þjóð verð- um við að vera lifandi samfélag og við vitum að þessi dýrmæta framleiðsla er stór þáttur í því. Hingað eru að koma menn til að skoða íslenskar mjólkurafurðir og bandarískir kaupmenn eiga ekki orð yfir íslenska lambakjöt- inu. Hvers vegna ættum við að sparka enn eina ferðina í bænda- stéttina. Mér finnst skömm að því að menn skuli tala svona,“ segir Guðni. Stendur við útflutnings- prósentu Landbúnaðarráðherra stendur við fyrri ákvörðun sína um að rétt hafi verið að ákvarða 25% út- flutningsskyldu á lambakjöti í stað 28% sem Bændasamtök ís- lands lögðu til þrátt fyrir að sala á lambakjöti innanlands hefði orðið snöggtum minni í ágúst en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sam- drátturinn nam 44% og er ein skýringin sú að svínakjöt hafi verið selt undir kostnaðarvérði að mati Bænda- samtakanna. Guðni segir að önnur skýring sé hve mikið seldist af lambakjöti í júlí. Spurður hvort niðurstaðan sýni að ákvörðun Guðna hafi ekki verið nægilega vel ígrunduð segir ráðherra: „Mín niðurstaða um útflutningsskylduna var bæði til að minna aðrar kjötgreinar á að það væri ekki sjálfsagður hlut- ur að lambið viki af markaðinum og ég var einnig að minna sauð- fjárbændur á að þeir verði að selja og haga sínum markaðsmál- um öðruvísi en þeir hafa gert til þessa. Það er eðlilegt að manni bregði þegar maður hugsar um samdráttinn sem orðið hefur á neyslu lambakjöts, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma hefur kjötneysla aukist um 12 kg á hvert mannsbarn í landinu. Ég get tekið sem dæmi að ef lamba- kjötsneysla minnkar um 1 kg á hvert mannsbarn á ári þá eru það um 300 tonn, sem þýðir að 30-40 sauðfjárbú hafa misst atvinnu sína. Það hriktir í byggðinni við slíkar aðstæður. Birgðastaðan er svip- uð og hún var í fyrra og ég er að skora á afurðastöðvar og bændur að fara yfir sín markaðsmál og af þessum ástæðum reyna að halda sinni stöðu á markaðnum." segir Guðni. Umdeild ákvörðun Markaðsráð og Bændasamtök- in vildu 28% útflutningskyldu en ekki 25% og Sigurgeir Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri Bænda- samtakanna, var einn af þeim sem gagnrýndu ákvörðun ráð- herra. Hann sagði að birgðir í landinu væru óþægilega miklar og menn væru ekki of bjartsýnir á að söluátak myndi skila tilætl- uðum árangri. Drifa Hjartardótt- ir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og formaður landbúnaðar- nefndar, átaldi ákvörðun Guðna. Hún var efins um að söluátak innanlands myndi duga til að vinna á birgðum enda væri sam- keppnin gríðarleg um þessar mundir. Drífa reifaði að réttara hefði verið að hækka útflutnings- prósentu í 30% en hafa hana 25%. -BÞ AA-starf blómstr- ar á Litla-Hrauni Harður kjami AA-manna í hópi fanga á Litla-Hrauni hefur nú feng- ið því framgengt að þeir fá að dvelja á sama gangi til að geta betur rækt- að edrúmennsku sína. Undanfarin misseri hafa fimm fangar haldið AA-fundi reglulega og fangelsisyfir- völd hafa leyft fongunum að efna til aukafunda sem þeir hafa óskað eftir í því skyni að styrkja sig í barátt- unni við Bakkus. Þegar fangamir, sem eru fimm, óskuðu eftir því að fá að vera á sama gangi var það sam- þykkt af fangelsisyfirvöldum og í gær vom þeir fluttir saman. „Við höfum verið mjög áhuga- samir um þessa fundi og erum mjög þakklátir stjórnendum hér fyrir skjót og góð viðbrögð. Þeir gera allt til þess að standa við bakið á okk- ur,“ segir Einar Öm Sigurðsson, einn fanganna fimm, sem standa að AA-klúbbnum á Litla-Hrauni. Hann segir það vera skemmtilega tilviljun að þegar AA-mennimir vom fluttir saman á gang var það sama dag og Samtök áhugafólks um áfengis- vandamál, SÁÁ, átti 25 ára afmæli. „Við höfum nú öll skilyrði til þess að stunda fundi og styrkja okkur,“ segir Einar Öm harðákveðinn í að fylgja kenningum AA-samtakanna. -rt DV-MYND GVA Skák og mát í Melaskóla Átta ára krakkar 1 Melaskóla fengu óvæntan glaöning í gær þegar þeim var afhent bókin Skák og mát eftir Anatoly Karpov. Fyrirhugaö er aö bókinni veröi dreift á næstunni til allra 8 ára barna á landinu en þau eru um fimm þúsund. Borgarstjórinn í Reykjavík var viöstaddur afhendingu bókarinnar í gær og aö athöfn lokinni tók viö fjöltefli þar sem tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral og Stefán Kristjánsson, fyrrverandi nemi í Melaskóla ogyngsti alþjóöameistari íslendinga, tefldu fjöltefli viö krakkana í Melaskóla. Félagsmálaráðherra heitir því að halda ár fatlaðra: Rausnarlega skammtað til öryrkja - ráðherra hissa á óánægju Garðars með fjárlög „Óánægja Garðars kemur á óvart. Það hlýtur að standa illa í bólið hans,“ segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra vegna þeirra ummæla Garðars Sverrissonar, formanns öryrkjabandalags ís- lands, að fjárlagafrumvarpið sýni að ráðherrar Framsóknarflokks- ins séu að koma í veg fyrir að hægt verði að halda ár fatlaðra á íslandi árið 2003 eins og í öðrum Evrópulöndum. Félagsmálaráðherra segir að undirbúningur vegna árs fatlaðra sé í fullum gangi. Yfir 20 manna bakhópur vinni að undirbúningi þess sem lúti að fjölmörgum atrið- um. „Það er allt á fleygiferð I þess- um undirbún- ingi. Okkar vilji er að gera þetta vel og myndar- lega. Við höfum sent mann til Brussel til að afla peninga hjá Evrópusam- bandinu en hluti kostnaðar verð- ur greiddur af ráðuneytinu. Við munum standa að þessu af metn- aði í samstarfi við þá sem vilja vinna með okkur,“ segir Páll. Meðal þess sem Öryrkja- bandalagið er óánægt með er að kjör öryrkja hafa á undan- fornum árum dregist langt aft- ur úr öðrum hópum. Krafa þeirra hefur ver- ið sú að bætur í samræmi við það. Félagsmálaráðherra segir það heyra undir ráðherra trygginga- mála. Öðrum þræði snýst óánægja Garðars og félaga um þann niöur- skurð sem orðið hefur á framlög- um til Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sjóðurinn fékk lögbundið framlag sem nam erfðafjárskatti en á síð- asta ári var lögum breytt í þá veru að sjóðurinn fékk fasta krónutölu. „Við sömdum við hússjóð Ör- yrkjabandalagsins um að það fjár- magnaði nýbyggingar en við leigð- um af sjóðnum. Það hefur gefist ágætlega. 1 það heila tekið hækka framlög til þessa málaflokks um 550 milljónir króna á milli ára. Það hefur ekki verið eins rausnar- lega skammtað til öryrkja síðan ég kom í þetta ráðuneyti," segir Páll. -rt Páll Pétursson. verði leiðréttar Sóiargangu / vg sjíiysiArölJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 18.51 18.30 Sólarupprás á morgun 07.44 07.30 Síódegisflóö 16.11 20.44 Árdegisflóö á morgun 04.42 09.15 Skúrir sunnan til Suðlæg átt verður ríkjandi, 5-13 m/s, hvassast vestan til. Skúrir sunnan- og vestanlands en léttir til á Norðaustur-og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Rigning þegar líður á daginn Austlæg átt verður rikjandi, víöa 8-13 m/s, og rigning þegar líöur á daginn, en hægari og skýjað meö köflum noröaustan til. Hiti verður á bilinu 4 til 11 stig. Laugardagur Sunnudagur Mánudagur Klti 10° Hlti 6° o Híti 6° til 17* tii 12° til 12° Vindur: 13-18 Vindur: 10-15*«/* Vindur: 10-18 ■>/* Suölæg átt veröur víöa. Rignlng eöa súld um mestaltt land. Hlýjast veröur á Noröurlandi. Rigning en snýst í hvassa suö- vestanátt meö skúrum vestan til þegar líöur á daginn. Hlýjast noröaustan- lands. Suöaustan strekkingur og vætusamt veöur, einkum þó sunnan- og vestanlands. Veöur fer kólnandi. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárvlðri >= 32,7 AKUREYRI léttskýjaö 7 BERGSSTAÐIR skýjað 7 B0LUNGARVÍK sl^jaö 9 EGILSSTAÐIR léttskýjaö 8 KEFLAVÍK hálfskýjaö 8 KIRKJUBÆJARKL skýjaö 8 RAUFARHÖFN alskýjaö 7 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐI skúrir 8 BERGEN þokumóöa 9 HELSINKI hálfskýjaö 3 KAUPMANNAHÓFN þoka 11 ÓSLÓ súld 10 STOKKHÓLMUR 2 ÞÓRSHÖFN hálfskýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 6 ALGARVE léttskýjaö 20 AMSTERDAM þokumóöa 15 BARCELONA alskýjaö 17 BERÚN 1 ágþoku þletti r 9 CHICAG0 alskýjaö 16 DUBUN léttskýjaö 10 HALIFAX alskýjaö 18 HAMBORG þoka 7 FRANKFURT rigning 12 JAN MAYEN alskýjaö 23 L0ND0N rigning 15 LÚXEMBORG þokumóöa 20 MALLORCA súld 20 M0NTREAL heiöskírt 13 NARSSARSSUAQ hálfskýjaö 2 NEW Y0RK mistur 24 0RLAND0 léttskýjaö 23 PARÍS þoka 14 VÍN þokumóöa 7 WASHINGT0N þokumóða 17 WINNIPEG heiðskírt 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.