Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 16
Útgáfufélag: Útgáfufélagib OV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjórí: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 5S0 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: augiysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Látlaust fjárlagafrumvarp Nokkur ástæða er til að óska ábyrgðarmanni ríkissjóðs til hamingju með nýtt fjárlagafrum- varp sem kynnt hefur verið á sið- ustu dögum. Það sýnir að stjórn- völd hafa náð árangri i efnahags- málum á síðustu árum, árangri sem hefur almennt skilað sér til fólks og fyrirtækja i bættum hag. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hóflegum greiðsluafgangi og að útgjöld jafnt sem tekjur standi nokkurn veginn í stað. Þetta er yfirveg- að frumvarp, látlaust og ekki loforðaglatt. Vafalaust mun verða fundið að ýmsum þáttum þessa frumvarps, ekki síst af hálfu ýmissa hagsmunahópa. Það er endalaust hægt að deila um það að ákveðnir hópar fólks hafi setið eftir eða nái ekki athygli fjárveitingavaldsins og svo sem rétt hjá fjármálaráðherra að þá fyrst yrði hann óánægður með eigin verk ef allir væru á eitt sáttir um gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins. Ráðherra fer hér fram með hófsamt plagg og stenst freistinguna að slá um sig við upphaf kosningavetrar. Líklega skiptir mestu að frumvarpið er hvorki letjandi né hvetjandi fyrir tiltölulega viðkvæmt hagkerfi lands- manna. Það boðar stöðugleika og takmarkaða þenslu í efnahagslífinu sem á að skila almenningi lágri verðbólgu. Ekkert er heimilum og fyrirtækjum landsmanna jafn mikls virði og jafnvægi i efnahagsstjórninni. Engir stjórn- málamenn eru betri en þeir sem skapa meginþáttum sam- félagsins svigrúm til að vaxa og dafna. Nýja frumvarpið virðist grunnur að hæfilegum hagvexti. Samkvæmt frumvarpinu mun áfram gæta aðhaldssemi í rikisfjármálum. Efalítið má færa fyrir því rök að að- haldssemin í nokkrum málaflokkum sé fullmikil og íjarri raunverulegri fjárþörf. í frumvarpinu er farið fetið á móts við margan aðkallandi vanda, svo sem fjárhagskreppu helsta sjúkrahúss landsins og daggjaldastofnana. Það er haldið í horfinu og sjö til níu prósenta viðbót á framlög- um til trygginga- og heilbrigðismála benda til þess að þrýstihópar verði ekki verkefnalausir i bráð. Það verður tekist á um nýtt fj árlagafrumvarp. Reynslan sýnir að það getur tekið miklum breytingum i meðförum Alþingis, ekki síst í aðdraganda kosninga. Visast verður einkum deilt um framlög til brýnustu velferðarmála sam- félagsins á sviði læknis- og öldrunarþjónustu og eins á sviði almannatrygginga. Frumvarpið í ár er íhaldssamt og sýnir að stjómvöld ætla að halda sínu striki og boða í litlu sem engu breyttar áherslur i rekstri rikissjóðs. Það mun mörgum gremjast. Hitt situr eftir og varðar ef til vill ílesta að liklega verð- ur framhald á stöðugleika. Það er árangur af aðhaldssemi síðustu ára. Hreinar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um nær helming sem hlutfall af landsframleiðslu frá miðjum síðasta áratug eða úr 34,5 prósentum árið 1996 í 18,5 pró- sent i áætlun fyrir næsta ár. Jafnvel í hægri niðursveiflu síðustu missera hefur tekist að greiða niður skuldir og það er til vitnis um einbeitta stefnu stjórnvalda í þessum mikilvæga þætti ríkisíjármála. Nýtt fjárlagafrumvarp byggir á nýrri þjóðhagsspá sem er að mörgu leyti ánægjuleg lesning. Mestu varðar að bú- ist er við að verðbólgumarkmið Seðlabankans á næstu mánuðum standist og gott betur og eins hitt að allt útlit er fyrir að framhald verði á kaupmáttaraukningu launa sem staðið hefur yfir allt frá 1994. Þá er ekki eftirsjá að við- skiptahallanum sem jafnvel er búist við að hverfi þegar á þessu ári. Fram undan er hægfara uppsveifla og mikil- vægt að allur almenningur fái notið hennar. Sigmundur Ernir _______________________________________FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002 DV Endurheimtum fullvelc Friðrik Danieisson efnaverkfræðingur m Sá fáheyrði atburður varð á Alþingi 12. janúar 1993 að 33 af 63 alþingismönn- um afsöluðu fullveldi ís- lands til Evrópusambands- ins. Hinn svokallaði EES- samningur var samþykktur naumlega. Svo virðist sem þingmennirnir hafi ekki gert sér grein fyrir að þeir voru að hefja nýtt valdaskeið evr- ópsks yfirvalds á íslandi. Afleiðing- amar koma betur í ljós með hverjum deginum. Ein starfsgreinin eftir aðra hneppist í reglufjötra Evrópusam- bandstiiskipana gegnum EES-samn- inginn. Og nú er komið að því að fikta við íslenska raforkukerfið, eitt það besta og afkastamesta í heimi, tilskipun um það liggur fyrir. Hvað næst? Ekki viðskiptasamningur. Áróðursliðar EES-samningsins kynntu hann sem fyrsta flokks við- skiptasamning. En það var aðeins hluti og reyndar var viðskiptasamn- ingurinn sem við höfðum fyrir nokkurn veginn jafh góður. Aftur á móti var í samningnum ekki jafn vel kynntur kafli, stofnanakaflinn, sem kveður á um að Evrópusambandið geti stjórnað hér með tilskipunum sem skulu öðlast laga- og reglnagildi hér. íslendingar urðu 12.1.1993 undir- sátar Evrópuvaldsins eins og á hörm- ungartímum fyrri alda. Atvinnuuppbygging staðnar Atvinnusköpun fyrirtækja í Evr- ópusambandinu hefur síðustu tvo áratugina engin verið, á meðan tugir milljóna starfa sköpuðust vestanhafs og mörg hérlendis. Skriffinnska Evr- ópureglugerðanna er nú einnig tekin að hægja á nýliðun á vissum sviðum atvinnulífsins hér. Reglur og kvaðir um réttindi launþega og vinnumark- að hafa gert vinnumarkaðinn ís- lenska ósveigjanlegan, einkanlega litlu og nýju fyrirtækjunum. Reglufargan Evrópusambandsins er enda smíðað fyrir hagsmunaklík- ur, stéttarfélög og stórfyrirtæki - ekki til þess að efla atvinnusköpun - atvinnuleysið þar er orðið óviðráð- anlegt. Reglugerðimar um hollustu- hætti eru líka sniðnar að stórfyrir- tækjum, ekki þeim litlu íslensku, og svo smáatriðaríkar að gengur út í öfgar. íslensk verkefni þarf nú að bjóða út á Evrópska efnahagssvæð- inu sem þýðir að risavaxin evrópsk fyrirtæki ná þeim, ef þau bara lang- ar til, en þau litlu íslensku missa þau eða verða veigalitlir handlangarar. Opinberi geirinn úr böndum Tilskipanir um umhverfismál valda sveitarfélögunum hérlendis miklum kostnaði að óþörfu og hafa hækkað skattana. Það þarf að leiða skólp frá smábæjum á haf út, jafnvel þó að straumurinn við leiðsluna sé hraðari en þar úti. Nú þarf bráðum að hafa 2 vaktmenn hjá gömlum ruslahaugum við smábæina úti á „Skríffinnska Evrópu- reglugerðanna er nú einnig tekin að hœgja á nýliðun á vissum sviðum atvinnulífsins hér. Reglur og kvaðir um réttindi launþega og vinnumark- aða hafa gert vinnumark- aðinn íslenska ósveigjan- legan og einkanlega litlu og nýju fyrirtœkjunum. “ - Á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. landi. Reglugerðimar eru sniðnar eftir hugsunarhætti fólks sem býr í milljónaborgum langt tnni 1 landi. Ein eftirlitsstofnunin eftir aðra rís upp eða fær nýja deild með hverri nýrri tilskipun. Atvinnusköpunin í Evrópusambandinu er nær eingöngu í opinberri skriffinnsku og fjárhagur ríkjanna eftir því. Og eins gæti það orðið eins hér. Atvinnufrelsið rýrnar árlega Stjómhættir Evrópusambandsins, sem við tókum inn með EES, ein- kennast af reglusetningum um allt sem viðkemur atvinnustarfsemi. Sandkorn sandkorn@dv.is Að hafha hálfri Reykjavík Samfylkingin ákvað í vik- unni hvemig staðið verður að prófkjörsmálum í Reykjavlk. Niðurstaðan varð að haldið verður eitt prófkjör fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin, rétt eins og hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Hins vegar mun efsti mað- ur í prófkjöri Samfylkingar- innar ákveða sjálfur í hvoru kjördæmanna hann býður sig fram. Næsti maður getur siðan valið á milli annars sæt- is á þeim lista og fyrsta sætis í hinu kjördæminu og svo koll af kolli. Sjálfstæðismenn ætla hins vegar að láta hlutkesti ráða þessu. Búast má við mikilli spennu og eft- irvæntingu þegar leiðtogi Samfylkingarinnar leggst undir feld og gerir upp á milli kjördæmanna - og ekki er það létt verk að þurfa að byrja kosningabaráttuna á því að hafna hálfri Reykjavík ... Herra Stórlax Austin Mitchell, einn af þingmönnum breska Verkamannaflokksins, kynnti í vikunni ákvörðun um að breyta nafni sínu. Tekur nafnbreytingin gildi á morgun og mun þingmaðurinn þá heita Austin Haddock eða Ástþór Ýsa í laufléttri þýðingu. Austin situr á þingi fyrir útgerðarbæinn Grimsby og telur að með nafnbreytingunni vísi hann meira til upp- runans. Gerir hann þetta líka í tengslum við sjávar- útvegsviku sem nú er að hefjast í Bretlandi og vill freista þess að fá fólk til að hugsa meira um fisk, kaupa fisk, elda og borða. Hérlendis bíða menn spenntir eftir hvort íslenskir þingmenn fari að þessu fordæmi. Ýsa, Þorskur og Karfi myndu raunar sjálf- sagt vefjast fyrir mannanafnanefnd, en hins vegar ætti Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra án efa að geta fengið nafnið Stórlax viðurkennt. For- dæmi eru fyrir nöfnum af laxastofni hérlendis - dæmi er ættamafnið Laxdal að ekki sé nú minnst á Laxness ... Ummæli Dýr belgingur „Eina breytingin á ríkisstjómarmynstri sem sýnist raunhæf miðað við skoðanakannanir um þessar mundir er samstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að meðal margra flokks- manna framsóknar, ekki síst hjá ungliðum flokksins, hef- ur Davíð Oddsson verið óspart níddur.... Víst er að fram- sóknarmenn geta ekki gengið að neinu vísu hvað Sjálf- stæöisflokkinn varðar eftir næstu kosningar. Og ef svo færi að framsóknarmenn sætu þá eftir með sárt ennið utan ríkisstjómar gætu þeir ekki öðru um kennt en belg- ingnum í sjálfum sér.“ Jakob F. Ásgeirsson i Viöskiptablaöinu Glópagull „Vissulega er 10,7 milljarða afgangur ekkert smáræði. En þegar útaf stendur að leiðrétta tveggja milljarða fjár- vöntun á sjúkrahúsunum og allt að 600 milljónir sem er rekstrarvandi og halli á dvalarheimilum og hjúkrunar- heimilum fyrir aldraða, og 3-400 milljónakróna halla í framhaldsskólakerfinu auk rekstrarvanda þá er verið að sýna glansmynd sem má líkja við glópagull. Löggæslumálin eru svo sér þáttur sem ég hef ekki getað metið til fjármuna en mun geta metið í meðfömm fjárlaganefndar á frumvarp- inu.“ Gísli S. Einarsson á vef sínum Verður vinstri stjórn? „Formaður Samfylkingarinn- ar hefur kosið sér hlutverk strútsins í umræðunni um heObrigðismál. Með þvi að segja að vandinn sé sá að heil- brigðisráðherrar síðustu ára hafi haft rangt flokksskír- teini í vasanum er hann ekki aðeins að gera lítið úr þeim vanda sem við er að etja, heldur afhjúpar hann einnig sitt eigið kjarkleysi." Rnnur Þór Birgisson á Kreml.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.