Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Page 17
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002
Skoðun
17
Virðing fyrir opinberum Jyármunum
„Ástœða er til að óska Þorfinni Ómarssyni velfamað-
ar í starfi sínu. Jafnframt er vonandi að hann, og
raunar allir þeir sem bera ábyrgð á ráðstöfun opin-
bers fjár, hafi það í huga að opinberir sjóðir eru
hvorki ótæmandi né verða þeir til úr engu. Skatt-
greiðendur hafa lítið val um hvort þeir taki þátt í
kostnaði við rekstur hinna ýmsu gœluverkefna rikis-
ins, s.s. kvikmyndagerð. Við undanskotum frá skatti
eru þung viðurlög og því er óeðlilegt og óréttlátt ef
ógœtileg meðferð skattfjár hefur enga refsingu í för
með sér. “
lið
Flókið leyfisveitingakerfi er að leggj-
ast yfir íslenskan efnahag og endur-
nýjun í atvinnugreinum því að
hverfa.
Alls kyns kvaðir sem stjómvöld og
verkalýðsfélög í Evrópusambandinu
rotta sig saman um að setja á at-
vinnustarfsemi gera það að verkum
að mjög fá ný fyrirtæki eru stofnuð,
gjaldþrotahrinurnar verða stærri og
stærri hjá nýjum fyrirtækjum og
endumýjunin minnkar. Unga fólkið
fer að vinna á skrifstofum hins opin-
bera.
Fuml með orkugeirann
Skipulagsbreytingar á íslenska
orkugeiranum eru stórmál sem þarf
að framkvæma af varúð og eftir ís-
lenskum forsendum. „Markaðsvæð-
ingin“ í Evrópusambandinu er
ókræsileg, í Bretlandi rambar helsta
„markaðsvædda" orkufyrirtækið á
barmi gjaldþrots.
Tilskipun Evrópusambandsins um
orkugeirann er ekki nothæf hérlend-
is og hefur fært mönnum heim sann-
inn um að EES-samninginn þarf að
losna við sem fyrst, áður en mikil-
vægasti vaxtarbroddur íslenskrar at-
vinnuþróunar verður Evrópusam-
bandstilskipunum að bráð. Það þarf
að fresta öllu fálmi með orkugeirann
þangað til búið er að breyta EES-
samningnum í tvihliða viðskipta-
samning.
Þaö hlýtur að vera sjálf-
sögð krafa almennings
að opinberir starfsmenn
komi fram með virðingu
og af ábyrgð við þá opin-
beru fjármuni sem þeim
er treyst fyrir. í því felst
m.a. að opinberir starfs-
menn eiga að halda utan
um eigin bókhaldsgögn,
gera upp ferðareikninga
og skila kvittunum. Ef
misbrestur verður á
þessu er það skiiyrðis-
laus skylda stjórnvalda
að grípa af fullri hörku
inn í málið, rannsaka það
og koma í veg fyrir að
það endurtaki sig.
í ritstjómarpistli á Deiglunni þann
27. júlí var m.a. fjallað um mál Þor-
flnns Ómarssonar. Eii honum tókst
einmitt ítrekað að brjóta öll atriðin í
ofangreindri upptalningu á skyldum
opinberra starfsmanna.
Stóralvarlegt
Þar sagði m.a.: „Það er afar mikil-
vægt að virkt eftirlit sé með meðferð
opinbers fjár og að þeir, sem ekki
standast þær kröfur sem gerðar eru,
séu settir tU hliðar."
Nýlegur úrskurður nefndar í máli
Þorfinns Ómarssonar vekur hins veg-
ar upp alvarlegar spurningar um
stöðu opinbera starfsmanna í íslenskri
stjómsýslu, sérstaklega þeirra sem
meðhöndla opinbera fjármuni. Sam-
kvæmt úrskurðinum var menntamála-
ráðuneytinu óheimUt að veita Þorf-
inni Ómarssyni tímabundna lausn frá
störfum þrátt fyrir langa sögu fjár-
málaóreiðu í starfl. Það er stóralvar-
legt ef hið opinbera getur ekki veitt
mönnum tímabundna lausn frá störf-
um vegna fjárhaldsóreiðu, aðgerð sem
myndi aUtaf verða gripið tU við sam-
bærUegar aðstæður í einkageiranum.
Varhugavert og vafasamt
Álit nefndarinnar sendir varhuga-
verð skUaboð tU þeirra rUdsstarfs-
manna sem eru að meðhöndla opin-
bert fé. Það gefur fordæmi fyrir því að
mjög erfitt sé að grípa inn í mál opin-
berra starfsmanna þegar bókhalds-
óreiða er tU staðar. Að menn geti kom-
ist upp með langvarandi fjármála-
óreiðu án þess að fá ákúrur sendir
hættuleg skUaboð inn í stjómsýsluna.
Að auki má færa rök fyrir að álit
nefndarinnar hafi verið sett fram á
vafasömum forsendum og að með því
hafi nefndin komist í þversögn við
fyrri úrskurði sina. Um þessa hlið
málsins fjaUaði Andri Óttarsson í
Deiglunni sl. þriðjudag og sagði m.a.:
„Af þessu sést aö álit nefhdarinnar
skUur eftir sig mun fleiri spumingar
heldur en svör. Það er hins vegar
gegnumgangandi allan rökstuðning
hennar að hún víkur itrekað frá eigin
fordæmum. Með því er nefndin sjálf
að brjóta eina mikUvægustu reglu
stjórnsýsluréttar sem er jafnræðisregl-
an.“
Réttlát krafa
í þessu máli hefur umræðan farið
um víðan vöU. Sumir hafa gengið svo
langt að verja Þorfinn Ómarsson með
langsóttum samsærisenningum eða
gert lítið úr fjármálaóreiðunni. Það er
mikUvægt að menn missi ekki sjónar
á uppruna og ástæðum þess að málið
fer í gang sem er löng saga fjármála-
óreiðu hjá ríkisstarfsmanni.
Ástæða er tU að óska Þorfmni
Ómarssyni velfarnaðar í starfi sínu.
Jafnframt er vonandi að hann, og
raunar aUir þeir sem bera ábyrgð á
ráðstöfun opinbers fjár, hafi það í
huga aö opinberir sjóðir eru hvorki
ótæmandi né verða þeir tU úr engu.
Skattgreiðendur hafa lítið val um
hvort þeir taki þátt í kostnaði við
rekstur hinna ýmsu gæluverkefha rík-
isins, s.s. kvUonyndagerð. Við undan-
skotum frá skatti eru þung viðurlög og
því er óeðlUegt og óréttlátt ef ógætUeg
meðferð skattfjár hefur enga refsingu i
fór með sér.
Tækifærið kemur í vor
tGuðmundur Árni
Stefánsson
þ ingmaöur
Samfylkingarinnar.
Kjallari
Það er uppstytta í stjórn-
arsamstarfinu. Það fer
ekki framhjá nokkrum
manni, sem fylgist með
stjórnmálaumræðum
þessa dagana og vikurnar.
Oddvitar stjórnarflokk-
anna, Davíð Oddsson og
Halldór Ásgrímsson, tala í
austur og vestur í hverju
málinu á fætur öðru.
Lykilmenn i baklandi foringjanna
í báðum flokkum, Sjálfstæðisflokki
og Framsóknarflokki, draga enga
dul á þá staðreynd að stjómarsam-
starfið er komið á síðasta snúning.
Enda brosa nú stjómarliðar í allar
áttir og opna á samstarf við aðra.
Að visu skulu menn ekki gleyma
því að um eitt eru þessir stjórnar-
flokkar sammála og verða áfram:
Þeir vilja skipta kökunni eftir helm-
ingaskiptareglunni, þar sem völdum
og áhrifum er deilt millum flokk-
anna og þeirra gæðinga. „Einn fyrir
mig, annar fyrir þig“-reglan er í
fullu gildi millum þessara flokka.
Góssinu skipt
Nýjasti leikþátturinn í þeim efn-
um er á fjölunum þessa dagana:
Framsókn fær leyfi Sjálfstæðis-
flokksins til að selja hlut Lands-
bankans í VÍS, áður en bankinn er
seldur. Framsóknarfyrirtæki fá VfS
en Sjálfstæðisflokkurinn fær ráð-
stöfunarrétt á Landsbankanum.
Nokkrir dagar líða, þar til fyrrum
varaformaður Framsóknarflokksins
og fyrrum iðnaðarráöherra, Finnur
Ingólfsson, er staðinn upp úr stóli
seðlabankastjóra og tekinn við
stjórn VÍS. Stóll losnar í Seðlabank-
anum, sem framsókn telur sig eiga
og geta ráðstafað. Hverjum skal
skaffað er óvíst þegar þessar línur
eru ritaðar, en engum kæmi það á
óvart ef „góður og gegn“ framsókn-
armaður yrði þar efstur á blaði.
Sjálfstæðisflokkurinn ráðstafar
síðan eignarhaldi rlkissjóðs í
Landsbankanum en hefur á móti
gengist inn á það að framsóknar-
fyrirtæki „fái“ síðan Búnaðar-
bankann þegar kemur að sölu
hans.
Aflt er þetta í anda fyrri helm-
ingaskiptastjóma. Sú er nú hefur
setiö umliðin rúm sjö ár sver sig
svo sannarlega i ættir við þær
fyrri. Allt skal njörvað niður á
hefðbundna bása, þar sem flokksfé-
lagar eru i forgangi við kjötkatl-
ana, en aðrir eigi að sætta sig við
brauðmola sem af borðum falla.
Sumt breytist seint.
Hættan er því sú að þessi sam-
eiginlega hagsmunavarsla Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
verði það lím sem dragi þá enn og
aftur að stjómarbeðinu, enda þótt
„Sjálfstœðisflokkurinn
ráðstafar síðan eignar-
haldi ríkissjóðs í Lands-
bankanum, en hefur á
móti gengist inn á það að
framsóknarfyrirtæki
„fái“ síðan Búnaðar-
bankann þegar kemur að
sölu hans. Allt er þetta í
anda fyrri helminga-
skiptastjóma.“
fátt sé orðið um fína drætti þegar
kemur að samstarfi þeirra á öðr-
um vettvangi þjóðmála.
Þörf og nauðsyn
Einasta leiðin til að komast út úr
þessum fjötrum fortíðar, er að efla
jafnaðarmenn til áhrifa. Útkoma
Samfylkingarinnar í kosningimum
næsta vor mun ráða úrslitum um
það hvort núverandi ríkisstjórn
verði komið frá. Það er óinndeild
staðreynd.
Samfylkingin stefnir að því að
vera þátttakandi í nýrri ríkisstjóm,
sem mynduð verður eftir næstu
kosningar. Það er þjóðinni nauðsyn-
legt að stefnumið jafnaðarmanna
verði í öndvegi við landsstjórnina,
þar sem frelsið er raunverulegt,
jafnréttið er virkt og samhjálp er í
heiðri höfð. Það gerist með góðum
sigri Samfylkingarinnar í kosning-
unum 10. maí næstkomandi. Oft var
þörf. Nú er nauðsyn. Tækifærið
kemur í vor. - Grípum það.