Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Blaðsíða 9
9
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002
x>v
íslandsbanki
áformar að
lækka útgefiö
hlutafé um 4%
íslandsbanki hf. ráðgerir að færa 400
milljónir króna að nafhvirði af eigin
bréfum til lækkunar á útgefnu hlutafé.
Endanleg ákvörðun um lækkunina
verður tekin þegar ársuppgjör bankans
liggur fyrir í janúar. Útgefið hlutafé í Is-
landsbanka er 10 milljarðar króna að
nafnverði þannig að ef af verður þá
lækkar útgefið hlutafé um 4%.
íslandsbanki mun hinn 15. janúar
2003 kaupa 1.470 miiljónir króna að
nafnverði af eigin bréfúm í samræmi
við samning sem gerður var við Orca-
hópinn svokallaða í ágúst. Alls kaupir
bankinn eigin bréf að nafnverði 2.178
miiijónir króna, en þegar hefur verið
gengið frá kaupum á 708 milljónum og
þau bréf seld áfram til fagfjárfesta. Af
þeim 1.470 milljónum sem keypt verða í
janúar eru nú þegar frágengnir samn-
ingar um sölu á 718 miiljónum króna að
nafnverði til fagfjárfesta. Áfram er unn-
ið að sölu á um 100 milljónum króna til
viðbótar. Þá standa eftir um 650 milljón-
ir króna að nafnverði og samkvæmt
frétt frá íslandsbanka verða 400 milljón-
ir af því færðar í fjárfestingarbók í jan-
úar og síðan til formiegrar lækkunar á
útgefnu hlutafé. Það sem þá verður eft-
ir, eða 250 milljónir króna að na&verði,
er stefnt að því að bjóða til kaups á
næstu mánuðum í samræmi við mark-
mið um dreifða eignaraðild.
Skýrr hýsir net-
þjóna Friðriks
Skúlasonar
Friðrik Skúlason ehf. og Skýrr hf.
hafa gert með sér samning um hýs-
ingu á póstsíukerfinu F-Prot AVES.
Samkvæmt samningnum tekur
Skýrr hf. netþjóna Friðrik Skúlason-
ar ehf. í hýsingu í tækjasal sínum.
Friðrik Skúlason ehf. síar tölvu-
veirur og ruslpóst úr tölvupósti fyr-
irtækja, bæði hér heima og erlendis.
F-Prot AVES hindrar að tölvuveirur
og ruslpóstur berist til fyrirtækja
með því 'að fjarlægja eða merkja
slíka óáran áður en skeyti er skilað
áfram til tölvukerfis viðskiptavina.
„Vegna eðlis þessarar þjónustu
lagði Friðrik Skúlason ehf. mikla
áherslu á stöðugt netsamband, ör-
yggi tölvubúnaðar og bilanavakt all-
an sólarhringinn þegar kom að vali
á hýsingaraðila fyrir F-Prot AVES
póstsíukerfið, þess vegna varð hýs-
ingarþjónusta Skýrr hf fyrir val-
inu,“ segir Friðrik Skúlason.
í frétt frá fyrirtækjunum kemur
fram að með þrefaldri tengingu sinni
við Netið getur Skýrr hf. tryggt Frið-
riki Skúlasyni ehf. öruggt netsam-
band með lágmarks niðritíma. Tækja-
salur Skýrr hf. er með öruggari véla-
sölum landsins en hann er byggður
upp samkvæmt ströngustu öryggis-
stöðlum, meðal annars frá Verisign,
einu þekktast fyrirtæki á sviði tölvu-
öryggis. Þá tryggir Skýrr hf. einnig
öryggi þjónustunnar með aðgengi að
þjónustuborði allan sólarhringinn,
alla daga ársins.
Samningurinn tekur gildi þann 1.
október og verður tíminn þangað til
notaður tU undirbúnings á flutningi
miðlara inn tU Skýrr hf.
Viðskipti
Umsjón: Viðskiptabladið
Starfsmenn Baugs í Svíþjóð 150
- útþenslu á Norðurlöndum ekki lokið
Baugur-ísland ætlar ekki að láta
útþenslunni lokið á Norðurlöndum
þótt fyrirtækið hafi nú opnað 9.500
fermetra Debenhams-verslun í mið-
borg Stokkhólms. Fyrirtækið hyggst
opna aðra Debenhams-verslun í
Kaupmannahöfn árið 2004, í stórri
verslunarmiðstöð sem á að rísa í nýja
hátækni- og verslunarhverfinu
Drestad. Auk þess hefur Baugur á
prjónunum að opna ýmsar smærri
Topshop og Miss Selfridge-verslanir á
Norðurlöndum á næstunni.
Debenhams-verslunin í Stokkhólmi
er um 9.500 fermetrar. Þar af eru 7.500
fermetrar nýttir undir sjáifa verslun-
ina, en afgangurinn fyrir geymslur og
skrifstofur. Verslunin er því um tvö-
falt stærri en sú í Smáranum. Ný
stórverslun hefur ekki verið opnuð í
Stokkhólmi í 98 ár en húsnæðið á sér
ákaflega virðulegar rætur og hýsti
áður sænska póstinn. Hann hélt á vit
nýtískulegri aðstæðna annars staðar í
borginni fyrir nokkrum árum, en
byggingin sat eftir í hálfgerðu reiði-
leysi. Jón Björnsson, framkvæmda-
stjóri Baugs-íslands, segir að húsnæð-
ið hafi verið ein helsta ástæða þess að
ákveðið var að opna Debenhams-
verslun í Stokkhólmi.
Jón sagði að komið hefði til tals að
Debenhams í Bretlandi tæki þátt í
rekstri verslananna á Norðurlöndum.
Baugur hefði að ýmsu leyti breytt
áherslum sínum og orðið alþjóðlegra
fyrirtæki að undanfórnu. Starfsmenn-
irnir í Svíþjóð væru til að mynda
orðnir um 150 talsins, og væru nær
allir Svíar. Það sama yrði væntanlega
uppi á teningnum í Danmörku.
Skuldir ríkissjóös
mestar í dollurum
Langtímaskuldir ríkissjóðs í lok
síðasta árs voru mestar í Banda-
ríkjadollurum en tæp 30% skulda
ríkissjóðs liggja í dollurum.
Skuldir ríkissjóðs í krónum námu
alls rúmum 27%. Þess verður þó
að geta að krónan var ákaflega
veik um síðustu áramót. Styrking
hennar frá áramótum leiðir til
þess að skuldir ríkissjóðs í erlend-
um gjaldmiðlum minnka í hlut-
falli við skuldir í krónum og er
því ansi líklegt að skuldimar i
dag séu mestar í krónum. Rúm-
lega 7% skulda ríkissjóðs lágu í
breska pundinu og 5% í þýska
markinu og japanska jeninu.
Skuldir í svissneskum frönkum
námu 2,3% um síðustu áramót
sem hlutfall af heildarskuldum.
ÞETTAER
ALVEG ÚT
L\ í Höni
ArnaWs
Ifvrirburinn i
lifir £!óöu lífi
9 "771025 9560091
■HE
iir i
■ ■
\ «- - * i \\
1 I ITTTjl I I ■ [* 1 jþ |
|| w p | E Bf • t 11 r*. ral