Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2002, Blaðsíða 19
19
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 2002____________________________________________________________
DV Tilvera
1 í f i ð
•Uppákomur
■Konukvöld Létt 96.7
Árlegt Konukvöld, Létt 96,7, verður haldið á
Broadway í kvöld. Að vanda verður gestum
kvöldsins boðið upp á glæsilega skemmtidag-
dagskrá, auk áhugaverðra kynninga hinna
ýmsu (yrirtækja. 500 fýrstu konurnar sem
koma fá rós frá Garðheimum. Selma Björns-
dóttir og Jóhanna Vigdís koma fram, flytja
sögur af sviðinu og syngja lög af nýútkominni
geislaplötu. Bloom-snyrtlvörur verða kynntar
á staðnum og Kelloggs Special K bregður á
leik og vinningshafi hreppir glæsilegan dem-
antshring frá Gulli og demöntum. Borgar-
kvartettinn flytur skemmtilega söngdagskrá
sína. Boðið verður upp á Vippur frá Freyju.
Flljómsveitin í svörtum fötum skemmtir með
tónlist sinni. Tískusýning verður frá Zik Zak
tískuhúsi. Jónína Ben kemur fram og talar við
konur um konur á máli sem konur skilja. Kynn-
ing verður á Viacréme og nýjum Nissan Pri-
mera. Bjarni Arason söngvari
hans, Siija Rut
Ragnarsdóttir
söngkona koma
fram og syngja
meðal annars lag-
ið Prayer sem
slegið hefur í gegn
í flutningi þeirra
hljóna frá því að
þau giftu sig í
sumar. Bjarni mun auk þess flytja fleiri lög af
væntanlegum geisladiski sínum. Hreyfing og
femin.is verða með kynningu á starfsemi
sinni. Að lokum verða kynnt úrslit í kosning-
unni um kynþokkafyllsta karlmann íslands en
kosið er á vikan.is Öllum kvenkyns hlustend-
um Létt 96,7 er boðið á konukvöldið. Húsið
opnað kl. 20 með kynningum og glaðningi í
anddyri en skemmtun hefst á sviði kl. 21.
•Fundir og
fyrirlestrar
■Franskur rithöfundur fiallar
um nútima leiklist
Kl. 20 mun franski rithöfundurinn Gabor
Rassov flytja fyrirlestur um .franska nútíma
leiklist" í húsakynnum Alliance Franpaise
(Hringbraut 121, 3. hæð). Fyrirlesturinn verður
fluttur á frönsku en Guðrún Vilmundardóttir
mun þýða samtímis á íslensku og stjórna um-
ræðum. Aðgangur er ókeypis. Nýtt leikrit
Gabor Rassov, .Jón og Hólmfríður", sem var
tilnefnt til fernra verðlauna á Moliére-hátíðinni
2000, verður sýnt í Borgarleikhúsi frá föstu-
deginum 4. október. Leikstjórinn er Halldóra
Geirharðsdóttir (Þýðing: Guðrún Vilmundar-
dóttir).
D jass
■Trié B3 og Kvintett Sunnu
Gunnlaudsdöttur á Kaffi
Revkiavík
Það er boðiö upp á tvenna góöa tónleika á
Kaffi Reykjavík i kvöld sem eru hluti af Djass-
hátíð Reykjavíkur. Á þeim fýrri kemur fram
Tríó B3 og hefjast þeir klukkan 20:30. Eins og
nafnið ber með sér er hér á ferðinni hefðbund-
ið trió þar sem hammondorgel, gítar og
trommur ráða ríkjum. Trió þetta hefur leikið af
og til undanfarin ár og skipa það Ásgeir Ás-
geirsson gítarleikari, Agnar Már Magnússon
sem að þessu sinni leikur á hammondorgel og
sænski trommarinn Eric Qvick. Hressandi
orgeldjass af bestu gerð. Á seinni tónleikun-
um kemur fram Kvintett Sunnu Gunnlaugs-
dóttur og hefjast þeir klukkan 22. Sunna
Gunnlaugsdóttir hefur getið sér gott orð sem
píanisti í Bandarikjunum og hlaut nýjasta skifa
hennar, Mindful, góða dóma i blöðum vestra.
Þar léku með henni bassaleikarinn Drew
Gress, sem hefur m. a. Leikið með The Dave
Douglas String Group, Tim Berne’s Paraphra-
se og Don Byron's .Bug Music" and Quartet
og eiginmaöur hennar, trommarinn Scott
McLemore. Að þessu sinni er saxófónleikarinn
íslenskur, Sigurður Flosason, og fimmta hjólið
undir djassvagni Sunnu er söngkonan góö-
kunna, Kristjana Stefánsdóttlr, sem syngja
mun lög Sunnu við Ijóð eftir Tómas Guö-
mundsson, Stein Steinarr og Sigurbjörgu
Þrastardóttur. Þarna leggjast tvær helstu
djasslistakonur íslands á eitt við að gæða
Ijóðaperlur góðskáldanna nýju lifi.
Krossgata
Lárétt: 1 lof, 4 galla, 7
askja, 8 æviskeiö, 10
röskur, 12 snotur, 13
rigning, 14 karlmanns-
nafn, 15 svar, 16 eim, 18
sár, 21 slægjulandið, 22
glápa, 23 nöldur.
Lóðrétt: 1 garmur, 2
beiðni, 3 ergja, 4 mynda-
stytturnar, 5 annríki, 6
hreinn, 9 sakleysi, 11
héldu, 16 tannstæði, 17
dý, 19 skel, 20 nægilegt.
Lausn neðst á síðunnl.
;; ■ ■ ' ■
HHH
Umsjón: Sævar Bjarnason
Hvítur á leik!
Alþjóðlegi meistarinn Ricardo
Calvo lést í Madrid 26. september,
59 ára gamall. Hann fæddist á
Kanaríeyjum 1943 og var þekktur
skákblaðamaður og skipuleggjandi
skákmóta á Spáni. M.a. kom hann á
fót keppninni Sovétríkin - heimsliö-
ið í atskák i Madrid 1988. Calvo
tefldi fyrir Spán á fimm ólympíu-
skákmótum, fyrst í Havana (1966),
Lugano (1968), Siegen (1970), Nice
(1974) og Buenos Aires (1978). Hann
tefldi fræga skák við Viktor
Kortsnoj á Ólympíumótinu í
Havana 1966 og vann í aðeins 18.
leikjum. Skákin er illa tefld af Vikt-
ori hinum grimma og sjálfsagt hef-
ur hann fengið orð í eyra hjá félög-
um sínum. En Calvo notaði tæki-
færið og lítum á ósköpin!
Hvltt: Ricardo Calvo.
Svart: Viktor Kortsnoj.
Sikileyjarvöm, Havana 1966.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Ba7 7.
c4 Rc6 8. 0-0 Dh4 9. Rld2 Rge7
10. c5 Re5 11. Be2 b6 12. f4 R5c6
13. Rc4 bxc5 14. g3 Dh6 15. f5
Df6 Stöðumyndin. 16. fee6 Dxe6 17.
Rd6+ Kf8 18. Bc4 1-0.
Lausn á krossgátu______________
•sou oz ‘BQB 61 ‘uaj AI
‘ujoS 91 ‘njitB n ‘mniÁs 6 ‘aasj 9 ‘uuo g ‘ui5(S3mi!i p ‘eunEjdens £ ‘5iso z ‘æJQ I :!4?JQ9T
•SSeu ££ ‘euæui ZZ ‘QiSuá iz ‘une5( 8i
‘njnS 91 ‘sue si ‘guia H 'dn5[S £i ‘uad zi ‘-i?U5( oi ‘B5(sæ 8 ‘ujJ5is L Tso( \ ‘sojq i
Dagfari
Vaðstígvélin
Þær fréttir bárust nýlega frá
Frakklandi að þarlendum manni,
sem er aðeins um 97 cm á hæð, hafi
verið neitað um leyfl til þess að taka
þátt í svonefndu dvergakasti, eftir
að ríkisstjórn Chiracs hafði lagt
blátt bann við því að dvergum væri
yflrleitt kastað. Maðurinn var að
vonum ósáttur við bannið og taldi
sig misrétti beittan þar sem bannið
næði aðeins til dverga og rýrði
atvinnumöguleika hans. Hann leit-
aði því ásjár Mannréttindadómstóls
SÞ, sem einnig úrskurðaði honum í
óhag, af mannúðarástæðum.
í úrskurði Mannréttindadómstóls-
ins, sem barst í síðustu viku, segir
að franska bannið nái aöeins til
dverga af því að líklegast sé að þeim
sé kastað og því sé ekki um klára
mismunun að ræða. Bannið sé frek-
ar hugsað til þess að vernda virð-
ingu og reisn viðkomandi.
Sagan segir að sami maður hafl
lent illa í því í nýlegum flóðunum í
Frakklandi, en þá hafl hann ætlað
að heimsækja viðhaldið, eins og
hann var vanur að gera. Hann mun
hafa keypt sér vaðstígvél og náð á
áfangastað eftir erflða ferð.
Þar mun hann hafa driflð sig
beint uppí hjá viðhaldinu, en viti
menn, þá birtist allt í einu eigin-
maðurinn inni á miðju gólfi eftir að
hafa þurft að snúa við á leiö í vinn-
una vegna flóðanna. Hann varð
heldur betur æstur þegar hann upp-
götvaði dverg í bóli bjarnar og öskr-
aði: „Varstu ekki búin að lofa því að
hætta þessu bölvuðu framhjáhaldi?“
„Sérðu ekki að ég er að reyna að
minnka við mig,“ sagði frúin um
leið og friðiUinn stökk út um glugg-
ann í stígvélunum einum fata.
Ekkert mun hafa frést af friðlin-
um fyrr en hann mætti í stígvélun-
um á heilsugæsluna og kvartaði
undan sviða í klofinu. „Það er ekki
nema tvennt sem kemur til greina,"
sagði læknirinn. „Annað hvort
hættir þú að ganga í vaðstígvélunum
eða klippir ofan af þeim.“
Erlingur
Kristensson
blaöamaöur
Myndasögur
: ■ ; m
gg | \ | j
Hlustaðu á
móður jpína.
Ef þú vilt ekki að tengdamamma
komi óvasnt í heimeókn 6kaltu hafa
eitt hugfast...
Þrtfðu húeið hátt og lágt.
Tengdamæður koma ekki þegar
allt er ekúrað og ekeint.
1
I
bað -fellur ofan í búrlð
oq Jarl verður
gereamlega
óður af gleði
Okei, eg veit hvað við gerum. I
hengi letidýrið í Ijósakrónuna
fyrir ofan búrið. Panníg eköp-
um „frumskógarandrúmelort.
pírana, frumskógurinn fajrir þér
pesea fórn,“ þá nota ég þetta
prik til að losa kjötið.
öxar við
ánna...
Stórkostlegt!
nií' 4
Ekki mjög stór
en gómsa?tur..
Jhver veiddi þá?
Þetta er afgang-
►urinn af beitunni!
./Auðvltað!
Eg er líka kokk-
' urinn! jmm
er ilmurinn!
Var að koma úr veiði-
ferðinni! Viltu koma og
borða? rr— ’—----------m
: Já, svo
6annarlega]„