Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Side 27
LAUGARDACUR 12. OKTÓBER 2002 HeIqorblctö I>V 27 Hjónin Sindri Sindrason, forstjóri fjárfestingasviðs Phannaco, og Kristbjörg Sigurðardóttir eiga hcima í þessu gullfallega húsi við Þingholtsstræti 28 í Reykjavík. Sindri er með 1,9 rnillj- ónir króna í tekjur hvem niánuð. Saga steinsteyptra húsa á íslandi er mjög stutt og lengi vel var Laugarásinn kallaður „Snob Hill“ sem endurspeglar af- stöðu samfélagsins en síðar varð Arnarnesið viðurkennt at- hvarf efnamanna. í dag er sennilega eftirsóttast að búa nær Kvosinni en áður og vönduð einbýlishús í Þingholtum og vesturbæ ganga kaupum og sölum á hærra verði en ætla mætti. Síðan er misjafnt eftir mönnum hve mikið vægi húsið hef- ur í lífi þeirra og margir sem hafa rúman efnahag vilja ekki láta það sjást með þessum hætti og kjósa að hverfa í fjöldann eða raðhúsalengjuna eftir atvikum meðan aðrir virðast seilast mjög langt eftir verðlagðri virðingu sem mæld er í fermetrum. DV ákvað að skyggnast aðeins inn í lífsstil þeirra sem stýra nokkrum stærstu fyrirtækjum landsins og athuga hvernig há laun endurspeglast í stórum og dýrum húsum. Afraksturinn sést á meðfylgjandi myndum og það er lesandans að meta hversu vel húsin hæfa eiganda sínum og efnahag hans. Það vekur athygli að sumir forstjórar kjósa að búa í lítt áberandi húsum í hverfum sem varla verða kölluð „milla- hverfi" með neinum rétti meðan aðrir vilja greinilega að það fari ekkert á milli mála að peningar séu engin fyrirstaða þeg- ar mann vantar þak yfir höfuðið. -PÁÁ/JKÁ Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Landssímans, býr hér við Einimel 2 í höf- uðborginni ásamt eiginkonu sinui, Ásdísi Guðmundsdóttur. Forstjórinn fyrrverandi er með tæpar 1,5 milljónir króna á mánuði. Það eru hjónin María Guðmundsdóttir og Einar Bcnediktsson sem búa í þessu fallega húsi við Neströð 5 á Seltjarnarnesi. Bílarnir eru ekki af verri endanuin heldur. Einar hefur um 1,5 milljónir króna á mánuði fyrir að gegna forstjórastarfi Olís. Heimili Ilarðar Sigurgestssonar, stjórnarformanns Fluglciða, við Skeljatanga 1. Hér býr hann ásamt eiginkonu sinni Áslaugu Ottesen. Stjórnarformaðurinii hefur tæpar 2,3 milljónir í tekjur á niánuði. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, og eiginkona hans, Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, eru búsett í Bjarmalandi 18 enn sem komið er en eru í óða önn að gera upp gamla „ættaróðal" Kristins við Fjólugötu 1 og þangað flytja þau innan tíðar. Kristinn er með ríflcga 2,1 niilljón króna í mánaðartekjur og til gamans má geta þess að dóinsmálaráð- herrann er með 650 þúsund krónur. Það er stjórnarformaður Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem býr í þessari höll við I.aufás- veg 69 í Reykjavík og húsið verður að teljast með þeim fallegri á þessum lista. Greinilega vellauðugur smekkmaður á ferð en hann hefur 1.300 þúsund krónur í mánaðartekjur. Forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, býr á Valhúsabraut 20 á Seltjarnarnesi ásamt eiginkonu sinni, Arndísi Björnsdóttur. Forstjórinn hefur 2,2 milljónir króna í laun á niánuði sem duga væntanlcga fyrir þessuni fallegu bíluni líka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.