Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 43
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Helqarblctö DV Síðasta smalamennskan Allir smalanienn samankoninir við Fjarðarhorn í Kollafirði áður en Iagt er á heiðina. Féð dregið í sundur við Fjaiðarhorn og eyjarollur reknar út í Skálanes þar sem þær munu bíða flutnings út í eyjar. Svanhildur Jónsdóttir, fjárbóndi í Flatey, sem varð sextug í síð- ustu smalamennskunni, ásamt ungum aðstoðarinönnum. Þegar tímabilum lýkur eða einhverj- ir merkilegir hlutir renna sitt skeið á enda þá gerist það með ýmsum hætti. Stundum lýkur merkri sögu með lúðra- þyt og söng að viðstöddu fjölmenni en stundum lokast einhvers staðar dyr og leggjast hljóðlega að stöfum og aðeins fáir vita að þær verða aldrei opnaðar aftur. í haust lauk sennilega þriggja alda löngum kafla í atvinnusögu íslands. Þetta var ekki stór kafli eða fyrirferð- armikill en kaflaskil samt. Þá fóru smalamenn fjárbænda í Breiðafjarðar- eyjum í síðasta sinn til smalamennsku í sumarhögum eyjabænda og smöluðu Kollafjörð og Fjarðarhornsdal áleiðis upp á Kollafjarðarheiði að fornum sið. Féð er síðan rekið til réttar á Fjarðar- horni og þar er dregið í sundur eyjafé og fé bænda upp á landi. Eyjaféð er síö- an rekiö að Skálanesi og þaðan flutt í bátum til síns heima. Það eru þrír fjárbændur enn í Breiðafjarðareyjum. Það eru Svanhild- ur Jónsdóttir í Flatey sem varð sextug í þessari smalamennsku og Jóhannes og Eysteinn Gíslasynir í Skáleyjum og Hafsteinn Guðmundsson í Flatey. Til stendur að fækka fé svo mikið hjá þess- um bændum að hér eftir mun upp- rekstur í sumarhaga leggjast af. Þá verður báturinn Svanur sem Skáley- ingar nota til fjárflutninganna verða settur í annað hlutverk en hann hefur flutt fé eyjabænda í tæp 100 ár. Tryggvi Gunnarsson smiður, bíl- stjóri, íhlaupaleikari og „alt- muligmand" hjá kvikmyndafélaginu Umba útvegaði DV myndirnar sem fylgja grein þessari en hann er sonur Svanhildar í Flatey og ólst þar upp. Tryggvi tók þátt í smalamennskunni í haust eins og hann hefur gert í áratugi. „Mér fannst vera sérstök spenna í hópnum í þetta skipti. Veðrið var sér- staklega gott og í afmælisveislu móður minnar sem haldin var um kvöldið var hægt að stilla kertum út í kjarrinu alla nóttina. Það lá í loftinu að þetta væri síðasta smalamennskan." Um árabil hafa það aðeins verið Skáleyingar og Svanhildur sem hafa flutt fé sitt í land en eftir þá fækkun sem vofir yfir verður allt fé látið ganga úti í eyjum yfir sumarið í heimahög- um. En skyldi það ekki vera erfitt að mismuna hinu sauðþráa fé um borð i árabáta til flutnings? „Nei, þær eru bátvanar þessar kind- ur og margar þeirra ganga nánast sjálf- viljugar um borð,“ segir Tryggvi. „Þær vita alveg hvað er að gerast. En auðvitað er þetta töluverð fyrirhöfn en kannski ekkert meiri en annars staðar." Tryggvi ólst upp í Flatey og segir að þar sé mannlíf með miklum blóma en um 1970 eftir að Flatey var nánast far- in í eyði fóru listamenn að venja kom- ur sínar þangað. Tryggvi segir að Jök- ull Jakobsson hafi með bók sinni Síð- asta skip suður komið Flatey á kortið á ný þegar hún var að hverfa. „Ég man vel eftir Jóni Gunnari Árnasyni, Guðbergi og Nínu Björk og mörgum fleiri listamönnum sem dvöldu þarna sumarlangt. Það voru skemmtilegir tímar.“ Gamla þorpið í Flatey, sem er eins og lifandi minjasafn, hefur verið notað mikið í kvikmyndir og þannig ílentist Tryggvi í kvikmyndabransanum þegar verið var að taka Nonna og Manna í Flatey á árum áður. Nú er hann þús- undþjalasmiður fyrir Umba en þar á bæ er verið að leggja síðustu hönd á kvikmyndina Stella í framboði sem verður frumsýnd rétt fyrir jól. „En eyjarnar eiga alltaf sess í huga manns og þar mun ég alltaf eiga heima.“ -PÁÁ r Vígreifir smalainenn úr liði eyjabænda safnast sainan í inorgunsárinu eftir gist- iiigu i Gróarnesi. UHF handtalstöðvar ICOM VHF talstöð Textaskjár Ljós I tökkum AUKARAF Sterku trönuberjatöflurnar komnar aftur! ,ÁT, " ----- Nature’s Plus Thc Energv SaMdflntntR AyAlLABLE Itfftra CRANBERRY 1000 CftAN^EHfiY, > $5RB & 100 Mti VITAMIN C SUPPLEMBNTjí 00 TABLETS SUSTitjHFDt s Fyrir blöðruna náttúrulega eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Boxhanskar Boxpúðar Boxhlífar Vafningar Handapúðar Belti STOFNAD 1925 Skeifunni 11. Simi S88 9890 Opið laugard. 11-15 www.orninn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.