Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Helqarblctö DV Síðasta smalamennskan Allir smalanienn samankoninir við Fjarðarhorn í Kollafirði áður en Iagt er á heiðina. Féð dregið í sundur við Fjaiðarhorn og eyjarollur reknar út í Skálanes þar sem þær munu bíða flutnings út í eyjar. Svanhildur Jónsdóttir, fjárbóndi í Flatey, sem varð sextug í síð- ustu smalamennskunni, ásamt ungum aðstoðarinönnum. Þegar tímabilum lýkur eða einhverj- ir merkilegir hlutir renna sitt skeið á enda þá gerist það með ýmsum hætti. Stundum lýkur merkri sögu með lúðra- þyt og söng að viðstöddu fjölmenni en stundum lokast einhvers staðar dyr og leggjast hljóðlega að stöfum og aðeins fáir vita að þær verða aldrei opnaðar aftur. í haust lauk sennilega þriggja alda löngum kafla í atvinnusögu íslands. Þetta var ekki stór kafli eða fyrirferð- armikill en kaflaskil samt. Þá fóru smalamenn fjárbænda í Breiðafjarðar- eyjum í síðasta sinn til smalamennsku í sumarhögum eyjabænda og smöluðu Kollafjörð og Fjarðarhornsdal áleiðis upp á Kollafjarðarheiði að fornum sið. Féð er síðan rekið til réttar á Fjarðar- horni og þar er dregið í sundur eyjafé og fé bænda upp á landi. Eyjaféð er síö- an rekiö að Skálanesi og þaðan flutt í bátum til síns heima. Það eru þrír fjárbændur enn í Breiðafjarðareyjum. Það eru Svanhild- ur Jónsdóttir í Flatey sem varð sextug í þessari smalamennsku og Jóhannes og Eysteinn Gíslasynir í Skáleyjum og Hafsteinn Guðmundsson í Flatey. Til stendur að fækka fé svo mikið hjá þess- um bændum að hér eftir mun upp- rekstur í sumarhaga leggjast af. Þá verður báturinn Svanur sem Skáley- ingar nota til fjárflutninganna verða settur í annað hlutverk en hann hefur flutt fé eyjabænda í tæp 100 ár. Tryggvi Gunnarsson smiður, bíl- stjóri, íhlaupaleikari og „alt- muligmand" hjá kvikmyndafélaginu Umba útvegaði DV myndirnar sem fylgja grein þessari en hann er sonur Svanhildar í Flatey og ólst þar upp. Tryggvi tók þátt í smalamennskunni í haust eins og hann hefur gert í áratugi. „Mér fannst vera sérstök spenna í hópnum í þetta skipti. Veðrið var sér- staklega gott og í afmælisveislu móður minnar sem haldin var um kvöldið var hægt að stilla kertum út í kjarrinu alla nóttina. Það lá í loftinu að þetta væri síðasta smalamennskan." Um árabil hafa það aðeins verið Skáleyingar og Svanhildur sem hafa flutt fé sitt í land en eftir þá fækkun sem vofir yfir verður allt fé látið ganga úti í eyjum yfir sumarið í heimahög- um. En skyldi það ekki vera erfitt að mismuna hinu sauðþráa fé um borð i árabáta til flutnings? „Nei, þær eru bátvanar þessar kind- ur og margar þeirra ganga nánast sjálf- viljugar um borð,“ segir Tryggvi. „Þær vita alveg hvað er að gerast. En auðvitað er þetta töluverð fyrirhöfn en kannski ekkert meiri en annars staðar." Tryggvi ólst upp í Flatey og segir að þar sé mannlíf með miklum blóma en um 1970 eftir að Flatey var nánast far- in í eyði fóru listamenn að venja kom- ur sínar þangað. Tryggvi segir að Jök- ull Jakobsson hafi með bók sinni Síð- asta skip suður komið Flatey á kortið á ný þegar hún var að hverfa. „Ég man vel eftir Jóni Gunnari Árnasyni, Guðbergi og Nínu Björk og mörgum fleiri listamönnum sem dvöldu þarna sumarlangt. Það voru skemmtilegir tímar.“ Gamla þorpið í Flatey, sem er eins og lifandi minjasafn, hefur verið notað mikið í kvikmyndir og þannig ílentist Tryggvi í kvikmyndabransanum þegar verið var að taka Nonna og Manna í Flatey á árum áður. Nú er hann þús- undþjalasmiður fyrir Umba en þar á bæ er verið að leggja síðustu hönd á kvikmyndina Stella í framboði sem verður frumsýnd rétt fyrir jól. „En eyjarnar eiga alltaf sess í huga manns og þar mun ég alltaf eiga heima.“ -PÁÁ r Vígreifir smalainenn úr liði eyjabænda safnast sainan í inorgunsárinu eftir gist- iiigu i Gróarnesi. UHF handtalstöðvar ICOM VHF talstöð Textaskjár Ljós I tökkum AUKARAF Sterku trönuberjatöflurnar komnar aftur! ,ÁT, " ----- Nature’s Plus Thc Energv SaMdflntntR AyAlLABLE Itfftra CRANBERRY 1000 CftAN^EHfiY, > $5RB & 100 Mti VITAMIN C SUPPLEMBNTjí 00 TABLETS SUSTitjHFDt s Fyrir blöðruna náttúrulega eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Boxhanskar Boxpúðar Boxhlífar Vafningar Handapúðar Belti STOFNAD 1925 Skeifunni 11. Simi S88 9890 Opið laugard. 11-15 www.orninn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.