Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Síða 13
13 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 PV______________________________________________________________________________________________Neytendur Haustlaukarnir eru auðveldir í gróðursetningu og þurfa litla umhirðu: Laukarnir lífga upp á vorið Nú eru haustlaukar komnir i búðir og eflaust margir sem hafa hugsað sér að lifga upp á vorið með fallegu blómunum sem af þeim koma. Úrvalið er geysilega mikið og valið getur verið erfitt. Haustlaukamir eru jafnan settir niður áður en frost kemst í jörðu. Búast má við því að fyrstu krók- usamir skjóti upp kollinum áður en vorar, jafnvel i febrúar. Síðan fylgja stjömuliljumar, vorboðam- ir, hátíðarliljurnar (páska- og hvítasunnuliljur), túlípanamir og aðrar minna harðgerðar tegundir. A þurrum stað Laukarnir þríf- ast best á þurrum stað og því er þeim oft ® valinn staður í sendn- um jarðvegi. Það á við um flestar tegundir að skjól og birta skipta miklu máli - þó eru til tegundir, svo sem anemónur og hátíðarliljur, sem þola raka og skugga. Dýptin skiptir máli þegar kem- ur að gróðursetningu laukanna. Góð regla er að miða við að lauk- amir fari á dýpi sem nemur tvisvar til þrisvar sinnum hæð þeirra, heldur dýpra ef jarðvegur- inn er laus í sér. Bilið á milli laukanna skal nema tvöföldu þver- máli þeirra. Best er að grafa holu í rétta dýpt og losa jarðveginn, sið- an skal setja lífrænan áburð eins og þangmjöl eða hænsnaskít, i botninn. Einnig má blanda eilitlu af tilbúnum áburði við moldina áður en hún er sett yflr. Þegar búið er að hylja laukana skal þjappa \ jarðveginn varlega og hylja hann með laufi eða trjákurli. Oft er mælt með því að laukamir séu gróð ursettir í þétta hnappa. Þannig njóta þeir sin - auk þess sem blómin fá stuðning hvert af öðru. Sjö til tíu hnappar ættu að vera hæfilegir i hvem hnapp. sett mælt Úrvalið er mlklð Starfsstúlka í Blómavali meö hrúgu af haustlaukum. Nú er rétti tíminn til aö gróöursetja laukana; hvort sem er í garöinum eöa í kerum á svölum. Þeir sem búa í fjölbýli eða ekki eigin garð geta gróður- lauka i kemm á svölum. Þá er með að moldin í kerunum sé blönduð sandi og möl sett í botn- Krókusar og vetrargosar lágvaxnar tegundir sem vel fyrir ker. Létt verk Kosturinn við laukana er meðal Vetrargosar eru mjög harðgerð- ir og með fyrstu laukunum sem koma upp á vorin. Þeir fjölga sér mikið og því auðvelt að skipta þeim á nokkurra ára fresti. Gosar eru ljósir á litin og verða 10-20 sentímetra háir. Þeir eru skugg- þolnir og því gott að planta þeim í beð milli trjáa og runna. Af hátíðarliljum er til fjöldi ræktunarafbrigða og sum afbrigð- in þol vel skugga. Hátíðarliljur ættu að fá að standa lengi á sama stað því þær eru harðgerðar og fjölga sér með tíman- um. Þær blómsta í lok og ná 30-50 sentímetra hæð. Túlipanar eru til i mörgum gerðum og litum. Þeir eru til ein- litir og marglitir og í ýmsum stærðum. Algengustu tegundimar eru villitúlipanar sem eru 10-20 sentímetra háir og lifa oft árum saman. Kaupmannatúlipanar eru um 20 sentímetra háir og blómstra snemma á vorin. Darvinstúlipanar eru langvinsælastir og verða allt að 60 sentimetra háir. Þeir þola vel rok. Þeir blómstra í júní og blóm- in standa lengi. Dílatúlipanar eru með röndótt blóm og blómstra í lok mai og ná 35-45 sentímetra hæð. Keisarakróna nær ekki að blómstra nema einu sinni hér á landi. Hún getur orðið allt að 1 metri á hæð og er yfirleitt rauð á litinn. annars sá að þeir þurfa litla sem enga umhirðu eftir að þeir hafa verið , gróðursettir. Ef þeir blómstra illa kann ástæðan að vera sú að skuggi sé of mikill eða jarðvegur of deigur. Margar tegundir ná ekki að safna nægum forða yfir sumarið til að blómstra árið eftir. Þetta á sérstaklega um túlip- ana og ýmsar viðkvæmar tegtrnd- ir, eins og goðaliljur og keisara- krónu. Æskilegt er að skipta um túlipana annað hvert ár og aðrar viðkvæmar tegimdir þarf að setja niður á hverju ári. Krókusar og hátíðarliljur eru aftur á móti mjög harðgerðar og blómstra ár eftir ár. Vorboðinn Krókusar blómstra snemma á vorin. Þeir eru lágvaxnir og í mörgum litum. Vor- boðar blómstra gulum blómum eldsnemma á vorin, jafnvel í febrúar eða snemma í mars. Þeir er mjög harðgerðir og eiga það til að þroska fræ og fjölga sér þannig. Laukurinn eða hnúð- urinn er fremur lítill og því gróðursettur grunnt í jarövegi. Jólln undirbúin Hýjasintur eru af laukum og hafa verið vinsælar jólablóm. Þeir sem rækta þær fyrir jólin ættu að að því fljótlega, í þessari eða næstu viku, þar sem þær þurfa 8-10 vikur í forræktun áður en þær eru teknar inn og látn- ar blómstra. Kaupa þarf sér undirbúna lauka sem gróð- ursettir eru í blómapotta með góðri mold og komið fyrir á dimm- um, svölum stað (ca 10° C) i 8-10 vikur eins og fyrr segir. Gæta verður þess að laukurinn þorni ekki á þessum tíma. Þegar spíran hefur náð um 10 cm hæð er pottur- inn tekinn úr myrkrinu og settur i birtu. Þá tekur hann vel við sér og blómstrar fljótlega eftir það. Sé potturinn tekinn of snemma úr myrkrinu verður blómið ekki eins stórt og nær því ekki að . vaxa yfir laufblöðin. Nú er rétti tíminn til að undirbúa litríkt vor með því aö setja niður lauka. Laukar eru auðveldir í ræktun 'og þurfa litla sem enga umhirðu og þvl tilvaldir fyrir byrjendur í garðyrkju að spreyta sig á. -aþ Bílar á sölu: Eiganda að banna reynslu- akstur Lesandi hafði samband við blaðið og sagði farir sínar ekki sléttar af við- skiptum við bílasölu eina. Hann haföi sett bílinn sinn á sölu, kraftmikinn am- erískan bíl. Þegar hann hugði að bíln- um á söluplaninu nokkru síðar kom í ljós að nýleg afturdekk voru niður- spænd og skyndibitarusl á gólfinu. Hafði bíllinn verið lánaður til prufu- aksturs tvisvar, um klukkutíma í hvort skipti, en engar athugasemdir gerðar við þá sem fengu hann lánaðan. Þegar eigandinn kvartaði yfir þessu var hon- um sagt að hann hefði ekki bannað út- lán á bílnum tii prufúaksturs og því væri bílasölunni heimilt að lána bflinn. Varðandi dekkin og ruslið stendur staöhæfmg gegn staðhæfmgu. DV leitaði tfl bflasala í Reykjavík sem upplýsti blaðið um að eigendur bila sem teknir væru í sölu yrðu að taka það sérstaklega fram ef ekki mætti lána bflana í prufuakstur og ef einungis mætti gera það að fengnu leyfi eigandans. Hugbúnaður flestra bflasala gerði ráð fyrir þessum tak- mörkunum en það væri eigandans að óska þeirra. Hins vegar væri regla á viðkomandi bflasölu að lána bfla ekki lengur en háiftíma í senn til prufúakst- urs og fylgst væri vel með meðferð þeirra eftir slikan akstur, sérstaklega ef vélarstærð eða annað gæfi tilefni til glannalegs aksturs. -hlh Parmaskinka Karl K. Karlsson hf. hefur hlotið leyfi landbúnaðarráðuneytisins til innflutnings á parmaskinku frá Ítalíu. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi fræga skinka er fáanleg á íslandi. Parmaskinka er afar mikilvæg í mat- armenningu ítala. Vinnsluaðferðir við parmaskinku hafa ekki breyst mikið í grundvallaratriðum frá því á tímum Rómverja þó vissulega hafi þær þróast í takt við kröfur nútímans. Kjötið er lagt í salt og síðan látið hanga og loftþurrkað í um 12 mánuði. Parmaskinkan er ilmandi og sæt að bragðgæðum. Árið 1996 öðluðust ítalir lögverndun Evrópusambandsins á vöruheitinu „Parmaskinka" og var varan ein sú fyrsta á sviði matvæla til að hljóta D.O.P. vottun (Denomination of Protected Origin) Evrópusambands- ins. Parmaskinku má fá í neytenda- pakkningum eða eftir vigt úr kjöt- borði. Hún er seld í Nóatúni, Hag- kaupi, Melabúðinni og ýmsum sér- verslunum. -hlh Vippur Sælgætisgerðin Freyja hefur sett á markað Vippur, frauðstangir með súkkulaði og kaffikremi. í hverjum pakka eru 20 vippur eða alls 170 grömm. Hjá Freyju segja menn að á ferðinni sé góður kostur á ljúfri stund, sætmeti sem tilvalið er með kaffinu. I gfríMfÚ mm Sendu inn SMS-skeytið SVAR og við sendum þér tilbaka spurningar til að svara. Við sendum þér þrjár spurningar og ef þú svarar þeim öllum rétt færðu aukavinning og kemst í aðal- vinningspottinn. í aðalvinningspottinum eru: Nokia farsímar, utanlandsferð, áskrift að DV, DVD- spilarar, DVD-diskar, geisladiskar, bíómiðar frá Skífunni, fullt af Princessa súkkulaði, enn meira af Fanta og margt fleira. Ekki klikka á þessum leik því allir sem svara þremur spurningum rétt vinna og það eru Þessi þjónusta er frá Smart auglýsingum ehf. þúsundir vinninga í pottinum. Að svara hverju SMS-skeyti kostar 99 kr. Við sendum þér þrjár spurningar, þú svarar og við sendum þér strax SMS-skeyti sem segir þér hvort þú hafir unnið og þá hvað. Allir sem svara þremur spurningum rétt vinna kippu af Fanta og fullt af Princessa súkkulaði og fara í aðalvinningspottinn sem dregið verður úr 11. nóvember 2002. Þú greiðir aðeins fyrir að senda inn SMS-skeyti sem byrja á SVAR í leiknum, ekki fyrir að móttaka spurningar. Hvert innsent SMS-skeyti kostar 99 kr. rsm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.