Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 24
48
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
Tilvera I>'V
Katazeta eyði-
lagði fínan kjól
Velska leikkonan með hrafnsvarta
hárið, hin elskulega Catherine
Zeta Jones, eiginkona Michaels
Douglas stórleikara, lenti heldur
betur í leiðindamáli um daginn
þegar hún átti að sýna flottan kjól
frá ítölsku snillingunum Dolce og
Gabbana.
Filmstjarnan mætti sólbrún og
sæt til að klæðast kjólnum en
gaman kámaði heldur betur þegar
hún átti að fara úr múndering-
unni. Þá kom nefnilega í ljós að
kjóllinn var allur útataður í kremi.
Kom þá í ljós að þarna var komin
sólbrúnkan hennar Kötuzetu. Hún
var nú ekki meira ekta en svo.
Það skýrir vandræði leikkonunnar
frægu að hún hafði skömmu áður
látið mynda sig fyrir auglýsingu á
sólkremi. En brúnkan sem átti að
vera afleiðing sólaráburðarnotk-
unar var þá bara smurð á.
„Catherine var alveg eyðilögð,"
segir ónafngreindur heimildar-
maður Sky sjónvarpsstöðvarinnar.
Það var ekki til að bæta ástandið
að Katazeta hafði gert sér vonir
um að hún fengi að eiga kjólinn.
Þess í stað verður hún að greiða
háar skaðabætur fyrir
skemmdimar.
Aniston sópar að
sér verðlaunum
Vinalega leikkonan Jennifer Ani-
ston varð nánast kjaftstopp vestur
í Hollywood um daginn þegar hún
var kjörin leikkona ársins á kvik-
myndahátíð kvikmyndaborgarinn-
ar.
Jennifer greip höndum um höfuð
sér og var ekkert nema auðmýktin
þegar hún þakkaði fyrir þann
mikla heiður sem henni hafði ver-
ið auðsýndur. Ekki voru þá nema
tvær vikur síðan hún fór heim
með styttu frá Emmy-verðlaunahá-
tíðinni. Þá, eins og um daginn,
barðist hún við tárin en varð að
láta í minni pokann, eins og gjam-
an er siður í Hollywood.
Ymsir aðrir vom heiðraðir líka,
svo sem Jodie Foster og Steven
Spielberg.
DV-MYNDIR SIG. JOKULL
Níræður tenór
Tenórsöngvarinn og söngkennarínn Siguröur Vincenzo Demetz
Franzson fagnaöi 90 ára afmæli sínu á föstudaginn í Tónlistar-
húsinu Ými. Hér er hann meö ættingjum sínum frá Þýskalandi,
Tony Senoner og Idu Demetz, sem klæddust þjóöbúningum
héraös síns af þessu tilefni.
Prúðbúlnn velslustjóri
Ævar Kjartansson og Kristín Magnúsdóttir höfðu margt aö ræöa en Ævar sá um veislustjórn
á föstudaginn.
Hljómplötugagniýni
DV-MYNDIR SIG. JOKULL
Grettlr og Glámur
Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýndi Grettissögu á laugardag í leikgerð Hilmars
Jónssonar. Þeir félagar Grettir og Glámur voru grimmir þegar Ijósmyndari
smellti afþeim mynd. Aöalleikarínn, Gísli Pétur Hinriksson, er vinstra megin
á myndinni.
Tónskáldiö hyllt
Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld var hylltur að lokinni frumsýningunni.
Benedikt búálfur
frumsýndur
Barnaleikritiö Bene-
dikt búálfur var frum-
sýnt i Loftkastalanum
á laugardag. Leikritið
er unnið upþ úr fyrstu
bóks Ólafs Gunnars
Guölaugssonar um
búálfinn en fjóröa
bókin kemur út í
haust. Þau Jóhann
Kaldal Jóhannsson,
Steinunn Kaldal og
Guörún Kaldal
skemmtu sér vel á
frumsýningunni.
Siggi Hösk og Klakabandið - Heflaðir ★ ★★
Vinnur þægilega á
Þetta er annar geisladiskur Sig-
urðar Höskuldssonar frá Ólafsvík
eða Sigga Hösk. Hér er hann ásamt
Klakabandinu sínu. Hljómsveitin sú
á tuttugu ára starfsafmæli á þessu
ári. Þeir Sigurður Elínbergsson
bassaleikari hafa reyndar starfað
saman að músík frá því á sjöunda
áratugnum. Forverar Klakabands-
ins voru t.a.m. Falkon, Júnísvítan
og Lúkas. Siggarnir frá Ólafsvik eru
vel þekktir músikantar á Snæfells-
nesi.
Það er áreiðanlegt að Siggi Hösk
er algerlega samkvæmur sjálfum
sér í lagasmíðum sínum. Ekki er
verið að hlaupa eftir stundlegtnn
tískufyrirbærum en músíserað sam-
kvæmt þeirri kunnuglegu hefð sem
einkennt hefur meginstraumsrokk-
ið síðan þeir Siggamir hófu fyrst að
stilla saman strengi. Við fyrstu
heym virðast lögin nokkuð lík en
við endurtekna hlustun koma sér-
kenni hvers og eins vel í ljós og
vinna þau þægilega á flest hver.
í laginu Væntingar er siglt á írsk
mið og er áberandi í því ágætur tin-
flautuleikur Margaret Bime og
fiðluleikur Hjörleifs Valssonar en
flðlan setur svip sinn á fleiri lög.
Við stigum dans er rokkrúmba í stíl
við Santana-útsetninguna á Black
Magic Woman, Heilög stund ber
með sér blæ þjóðlagarokks enda úr
leikriti Jóns Hjartarsonar um Fróð-
árundrin. Haust við hafið, Fótspor í
fjöru og hið fallega Fyrir mig og þig
em síðan ekta popplög með
„sixties“blæ og koma dálítið óvænt
eftir það sem á undan er gengið.
Flutningur Klakabandsins er þétt-
ur, einfaldur og yfirlætislaus og
hæfir vel viðfangsefninu.
Þótt ekki sé alveg vitað hvað átt
er við með titli disksins, Heflaðir, er
óhætt að segja að strákamir séu
ekki óheflaðir eftir öll þessi ár nema
kannski i einna fjörugasta laginu,
Holur á heiðinni, en þar er náttúr-
lega verið að vísa til óheflaðrar og
ómalbikaðrar Fróðárheiðar. Þetta
er tólf laga plata eins og alltaf tíðk-
aðist í „gamla daga“. Svo einkenni-
legt sem það er þá em það helst
fyrsta og síðasta lagið sem skrifari
er minnst sáttur við. Yfirleitt eru
valin sterk lög í þessi sæti sem sýn-
ir að ekki eru aðstandendur disks-
ins á sama máli og undirritaður.
Sá gamli refur, Björgvin Gísla-
son, stjórnar upptökum og ferst það
vel úr hendi. Hann lætur einnig til
sín taka á gítar og hljómborð. Jens
Hansson blæs í saxafón. Aðrir hjálp-
arkokkar eru Kristmann Jóhannes-
son og Ólína Gunnlaugsdóttir. Guð-
laug Sigurðardóttir, Erla Höskulds-
dóttir og Þorkell Símonarson syngja
bakraddir. Klakabandið skipa, auk
áðumefndra, Sveinn Elínbergsson,
Aðalsteinn Kristófersson og Sigurð-
ur Gíslason. Textar eru eftir Krist-
ján Hreinsson, Jón Hjartarson leik-
ara frá Sandi, Sæbjöm V. Ásgeirs-
son og Þorkel Símonarson.
Ingvi Þór Kormáksson