Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002
DV
Fréttir
Jón Steinar Gunnlaugsson um frumvarp Valgerðar:
Forkastanleg vald-
beiting ráðherra
- leitt að menn úttali sig á þennan hátt, segir ráðherra
„Þetta er auðvitað alveg forkast-
anlegt að minu áliti, sú hugsun yfir
höfuð að ráðherra skuli hverfa frá
yfirlýstum tilgangi laga, sem voru
sett 2001, í tilefni af svona tiifaliandi
málum. Þetta vekur mikla umhugs-
un um hvemig pólitískir ráðherrar
séu að beita sér í málum af þessu
tagi,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs-
son lögmaður um frumvarp til laga
um fjármálafyrirtæki, sem Valgerð-
ur Sverrisdóttir viöskiptaráðherra
hefur lagt fram á Alþingi.
Varnir treystar
Frumvarpið hefur verið i smíðum
í nokkur misseri en í sumar ákvað
ráðherra að í því skyldi brugðist
sérstaklega við yfirtökutilboði sem
umbjóðendur Jóns Steinars - fimm-
menningahópurinn svokallaöi -
gerðu í stofnfé Sparisjóös Reykja-
víkur og nágrennis. Niðurstaðan
birtist nú í frumvarpinu: ný lagaá-
kvæði sem er ætlað að „treysta
varnir sparisjóðanna gegn slíkum
yfirtökuboðum" eins og segir í
greinargerð með
frumvarpinu. í
því er meðal ann-
ars stjómum
sparisjóða gert
skylt að synja um
framsal á stofn-
fjárhlutum sem
myndi leiða til
þess aö einn aðili
eða skyldir aðilar
eignuöust virkan
eignarhlut í sparisjóði.
Skref til baka
„Það er auðvitað verið að stíga
skref til baka og hverfa frá þeirri
stefnu sem mótuð var 2001, þegar
sett voru í lög heimildir til að
breyta sparisjóðum í hlutafélög. Það
er snúið alveg af þeirri braut og
ástæðan virðist vera sú að pólitísk-
ur ráðherra virðist hafa áhuga á að
koma í veg fyrir að menn geti átt
viðskipti með stofnfé," segir Jón
Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar telur ólíklegt að það
Jón Steinar
Gunnlaugsson.
Valgeröur
Sverrisdóttir.
standist aö lög-
gjafinn leysi úr
ágreiningsmálum
af því tagi sem
upp spruttu í
sumar með laga-
setningu, enda sé
það hlutverk
dómstóla aö fara
með dómsvaldið.
Valdbeiting
„í ofanálag er síðan alveg ljóst, að
það að ætla sér að hafa áhrif á
samninga sem menn em búnir að
gera sín á milli meö lagasetningu
hlýtur að vera óheimilt að íslensk-
um stjómlögum. Satt að segja er
þetta valdbeiting - og yfirlýst sem
slík - sem ætti ekki að þekkjast í
samfélagi af því tagi sem við þykj-
umst byggja," segir Jón Steinar,
sem furðar sig jafnframt á því að
Starfsmannafélag SPRON - sem
bauö í stofnféð á móti fimmmenn-
ingahópnum - skuli að því er virð-
ist ekkert hafa gert enn til að efna
gerða samninga við stofnfjáreigend-
ur.
Gengurekki upp
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra segir leitt að maður
sem vilji láta taka sig alvarlega
skuli úttala sig á þennan hátt því
það sýni að hann hefur ekki lesiö
frumvarpið. Engar breytingar séu
gerðar á lögunum sem sett voru í
fyrra heldur sé verið að skerpa á
ákvæðum eldri laga um dreifða
eignaraðild.
Valgerður segir það skilning
ráðuneytisins að Fjármálaeftirlitið
hafi kveðið upp úr um að tilboð fun-
menninganna í stofnfé SPRON
gangi ekki upp óbreytt. Lagafrum-
varpið breyti því ekki stöðunni
hvað það varðar. Þá segir hún að
aflað hafi verið lögfræöiálits utan
ráðuneytisins um að frumvarpið
standist ákvæði stjómarskrár.
-ÓTG
Samþykki ekki nauösynlegt
Hjörleifur B. Kvaran borgarlögmað-
ur telur að ekki hafi verið nauðsynlegt
að fá fyrirfram samþykki allra eignar-
aðila Orkuveitu Reykjavíkur vegna
skuldbindinga sem kaup á ljósleiðara
Línu.Nets höfðu í fór með sér. Sjálf-
stæðismenn i borgarráði fóru fram á að
borgarstjóri gæfi borgarráði skýrslu
um áhrif skuldbindinga OR. -Mbl.
greindi frá.
í skóm drekans
Almennar sýningar á kvikmynd
Hrannar og Áma Sveinbjörnsbama, í
skóm drekans, hefjast loks fimmtudag-
inn 31. október. Myndin fjallar um þátt-
töku Hrannar í fegurðarsamkeppninni
Ungfrú ísland.is árið 2001 en taka
myndarinnar hefur valdið deilum og
málaferlum.
Frítt fyrir rútur
Stjóm Spalar, sem rekur Hvaifjarð-
argöngin, hefúr ákveðið að fella niður
gjald af almenningssamgöngum. Fólks-
flutningabifreiðar geta því ekið um
göngin endurgjaldslaust frá áramótum.
Bráðsmitandi veirusýking
Veirusýking sem veldur hand-, fót-'
og munnsjúkdómi hefur gert vart við
sig hjá ungum bömum á höfuðborgar-
svæðinu. Veiran er mjög smitandi og
munu dæmi um að öll böm i sömu dag-
vistun hafi veikst.
NOTAÐAR VINNUVÉLAR
T3-021 Case 590 Super LE
traktorsgrafa, 95 hö., skotbóma 45
og 90 cm skóflur, 1600 vst.
Ingvar
Helgason hf.
VÉLADEILD
Seinfærir for-
eldrar stofna
samtök
Seinfærir foreldrar, þ.e. foreldrar
sem eru með þroskahömlun, hafa
stofnað samtök sem hafa einkum að
markmiði víðtæka fræðslu, mannvirð-
ingu og áfallahjálp. Fólkið í samtökun-
um hittist reglulega og unnið er skipu-
lega að ofangreindum markmiðum.
DV hefur fjallað ítarlega um sein-
færa foreldra og ýmis málefni þeim
viðkomandi. Kveikjan að þeirri um-
fjöllun var viðtal við unga foreldra sem
sviptir höfðu verið bami sínu meðan
móðirin lá enn á fæðingardeild Land-
spitalans. Þau hafa nú höfðað mál fyrri
dómstólum til að fá bamið sitt aftur.
Meðlimir hinna nýstofnuðu sam-
taka spanna allan reynsluheim sein-
færra foreldra. Sumir hafa eignast
barn, en aldrei fengið að sjá það, aðrir
hafa misst barn sitt nýlega, enn aðrir
eiga von á barni og loks er fólk sem
gengið hefur allt i haginn. -JSS
Sigurvon á flot
Björgunarskip Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, Hannes Þ. Haf-
stein frá Sandgerði, dró Sigurvon á
flot rétt fyrir miðnætti í gærkvöld.
Skipstjóri hafði kallað á Reykjavík-
urradíó um hálfeflefuleytið og til-
kynnt að báturinn væri strandaður
í innsiglingunni til Sandgerðis. Sex
manna áhöfn var um borö í bátnum
sem er 140 tonn. Einn skipverja var
fluttur yfir í björgunarskipið, en
hinir voru þegar komnir í flotgalla.
-aþ
DV-MYND HARI
Þörf samtök
Seinfærir foreldrar hittust á einum af reglulegum fundum sínum í gærkvöld. Fyrir borðsenda er Ottó B. Arnar,
formaður samtakanna.
Sjúkraflutningar á landsbyggðinni í vanda:
Enginn viðsemjandi finnst
Sjúkraflutningar á íslandi virðast
stefna í óefni eftir að samningur, sem
gerður var 26. júní 2000, rann út í októ-
bermánuði sama ár og hefur ekki feng-
ist endumýjaður hjá Samninganefnd
ríkisins. Nefhdin teiur sig ekki hafa um-
boð til samningagerðar vegna þess að
um hlutastarf sé að ræða og viðkomandi
menn í fjölmörgum stéttarfélögum. í fé-
laginu em um 300 menn í aðalstarfi sem
bæði slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
menn, um 120 aðeins sjúkraflutninga-
menn en um 800 manns í félaginu. í
Búðardal hefur einn sjúkraflutninga-
maður sagt upp störfum vegna aldurs og
sá sem er eftir hefur sagt upp störfum.
Ástandið er viða svipað á landsbyggð-
inni. Vemharð Guðnason, formaður
Landssambands slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna, segir ríkisvaldið ekki
geta haft menn í fullri vinnu við þessi
störf vegna þess að það mundi kosta
mikia fjármuni, en á sama tíma geti þeir
ekki réttlætt það að semja ekki við þá
þar sem þeir séu í hlutastarfi og séu í
fullri vinnu við óskyld störf. Vemharö
segir mannréttindi þessa hóps ekki virt.
Áður fyrr var það algengt að sjúkra-
flutningar vom sjálfboðaliðsstarf, raun-
ar hugsjónastarf eftir að safriað hafði
verið fýrir sjúkraflutningabifreið, og
þess em dæmi enn í dag.
„Heilsugæslustöðvum og heilbrigðis-
stofnunum er lögskylt að mennta
sjúkraflutningamenn, en hafa í flestum
tilfelium ekki sinnt því og útvega þess-
um mönnum heldur ekki fatnað eða
hlífðarbúnað til að sinna starfinu sóma-
samlega. Því er í dag stór hópur manna
að sinna sjúkraflutningum án þess að
hafa til þess réttindi. Enginn vill tryggja
fjármagn til þessarar þjónustu, og eng-
inn vifl heldur vera án hennar," segir
Vemharð Guðnason.
Gunnar Bjömsson, formaður Samn-
inganefridar ríkisins, segir að enginn
þessara sjúkraflutningamanna sé í fuflu
starfi og í mörgum stéttarfélögum, en
margir þeirra séu í starfsmannafélögum
viökomandi sveitarfélaga og sums stað-
ar sjái lögreglan um sjúkraflutninga.
„Það er ekki í okkar verkahring að
benda á lausn í þessu máli. Það væri þó
kannski eðlilegt að hækka þeirra iaun í
samræmi við aðra kjarasamninga í
þjóðfélaginu," segir Gunnar Bjömsson.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra
segist ekki hafa heyrt af þessum vanda
sjúkraflutningamanna á landsbyggð-
inni, það hafi ekki verið kynnt fyrir
honum. „Ef ástandið er svona alvarlegt
verður þetta efalust tekið upp til um-
ræðu, og vonandi lausnar. Það gefur
augaleið að þessi þjónusta þarf að vera
til staðar," sagði heilbrigðisráöherra.
-GG
HjoogaroMiernu
Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra
skipaði í gær nefhd
til að móta tiflögur og
vera umhverfisráð-
I herra til ráðgjafar
um stofhun vemdar-
svæðis eða þjóðgarðs
norðan Vatnajökuls
Undir kjaranefnd
Samstaða var um það á félagsfundi
heilsugæslulækna í gær að vera áfram
undir kjaranefnd þótt úrskuröur kjara-
nefhdar sem felldur var í síðustu viku
um kjör heilsugæslulækna feli ekki í sér
þá kjarabót sem þeir höfðu vonast eftir.
Stórverkefni
Á næstunni hefst viðamikið fjölþjóð-
legt rannsóknarverkefni, EUKETIDES,
sem hlotið hefur liölega 172 milljóna
króna styrk frá framkvæmdastjóm Evr-
ópusambandsins. Mun þetta vera eitt
stærsta verkefni undir stjóm íslenskrar
stofnunar sem ESB hefur styrkt.
Óraunhæf verksmiöja
Gríðarlega mikill
| úrgangur og hár
flutningskostnaður
útiloka að raunhæft
sé að ræða um súráls-
verksmiðju á Norður-
landi; slík verksmiðja
gengi aldrei upp fjár-
' hagslega, segir
Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins. -RÚV greindi frá.
Hækkun á leigu
Félagsmálaráð Reykjavikurborgar
hefur nýlega ákveðið að hækka leigu-
verð allra íbúða Félagsbústaða um 12%
fyrir mars á næsta ári vegna vaxta-
hækkana. Fuiltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarráði leggja til að metið
verði, hvort skynsamlegra sé að borgin
axli hluta leigukostnaðarins. -HKr.
Haidið
Haldið tii haga
Eins og margir flugáhugamenn hafa
tekið eftir var í frétt blaðsins í gær um
flugslys sem stafað hafa af bilun í hraða-
mælum á Boeing 757 flugvélum talað í
tvígang um „Pilot system." Hið rétta er
auðvitað „Pitot system en svokallað Pi-
tot er vinkiliaga mælirör utan á skrokk
vélanna. Orðinu var breytt vegna mis-
skiinings við vinnslu blaðsins. -HKr.