Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Qupperneq 14
14 Menning Frábær bók fyrir forvitna - Orðaheimur Jóns Hilmars Jónssonar opnar heillandi heim þeim sem vilja auðga mál sitt með Orðaheimi er ekki að dusta ryk af gömlum orðasamböndum, alls ekki, og ég lít svo á að það sem kemur fram i bókinni sé lifandi orðafar. Ég lagði til hliðar ýmislegt sem ég taldi að væri mönnum svo lítið tamt að það væri an- kannaiegt að veifa því. Bókin styrkir lífslikur orða og sambanda sem þar eru því þau eru sett í samhengi við hliðstæður sínar. Menn geta mátað þau við það sem skyldast er. Það er öðruvísi þegar orð og orðasambönd standa stök eins og í venjulegum orða- bókum. Ég held að svona lýsing geti átt sinn þátt í að gera notendur virka gagnvart möguleikum tungunnar." - Kanntu öll orð sem eru notuð í ís- lensku núna? Jón Hilmar skellir upp úr. „Nei, fjarri því. Mér eru heldur ekki töm öll samböndin sem eru í bókinni." - Hvers óskarðu þessari bók? „Ég vildi gjaman sjá að menn hefðu hana sem næst sér í dagsins önn. Nú eru allir að skrifa - meira og minna - byrja í skóla og hvar sem þeir vinna eru heimtaðar af þeim skýrslur og þess háttar. Og sem betur fer kunna menn betur við að hafa það vandað sem þeir senda frá sér. Þá er sjáifsagt að hafa hjálpargögn við höndina. Því þó að okk- ur finnist kannski að við eigum að kunna þetta allt þá er það ekki þannig og við eigum ekki að skammast okkar fyrir að fletta upp orðum og orða- samböndum." Er orð á íslensku til...? - Segðu mér þá að lokum: Er orð á íslensku til um allt sem er hugsað á jörðu? „Nei, ætli vandinn sé ekki sá að það vanti alltaf orð,“ segir Jón Hilmar, „að minnsta kosti eru menn alltaf að smíða orð, það er svo margt nýtt að koma inn í tilveru okkar. Meðal vís- indamanna er talsvert rætt um að íslenskan nýtist þeim illa, og það tengist tölvutækni og tækniframfórum. Menn eru jafnvel famir að hafa samskipti við tölvur i mæltu máli og lítil málsam- félög eiga erfitt með að halda í við þá þróun. Það kostar gríðarlega peninga að fylgja þessu eftir, en nú er verið að koma viðnámi af stað með því að greina tungumálið skipulega svo að tölvan geti náð tökum á því og skilað sínu hlutverki í samskiptum manna og véla. Þessi raunveruleiki er kannski fjarlægur flestum en er að verða býsna áþreifanleg- ur, og þama eru stökkin stór. Tungumálm eru að lognast út af, eitt af öðru, vítt og breitt um heim- inn, og okkar tunga er líka í vissri hættu. Við þurfum að taka ýmislegt til endurskoðunar sem varðar málrækt og málvemd. Það eru aðrar for- sendur nú en þegar menn lögðu grundvöll að málvemdinni." Flýja á árar - hafa allar árar úti - koma ár sinni vel fyrir borð - leggja árar í bát - leggjast á árar - ráðast undir árar - róa aó öllum árum - taka djúpt í árinni - árinni kennir illur rœðari... Heimur oró- anna er heillandi og endalaus ekki síður en himingeimurinn, og Orða- heimur er vel valió heiti á þá miklu og spennandi bók sem Jón Hilmar Jónsson hefur tekið saman um ís- lensk hugtök og oróasambönd og JPV gefur út. Þetta er eins konar framhald bókarinnar Oróastaóur eftir sama höfund sem komið hefur út í tveimur útgáfum. Orðaheimur er einfóld bók í notkun, vísar manni fram og aftur og kennir í leiðinni ótal orð, hugtök og orðasam- bönd. Ef vafi leikur á hvernig á að nota orðasamband er mínútuverk að fletta því upp og eina hættan að maður detti ofan í textann og hafi sig ekki upp úr honum aftur! Jón Hilmar Jónsson málfræðingur Leggur áhersiu á aö megintilgangurinn meö Oröa- heimi sé ekki að dusta ryk afgömlum oröasambönd- um - þaö sem kemur fram í bókinni er iifandi oröafar. Sagnirnar hlaða á sig „Ég hugsa mér að allir sem vilja tjá sig á fjölbreyttan hátt eða svipast um eftir hvemig hægt er að orða til- teknar hugsanir geti nýtt sér orða- sambandaskrána, sem er fyrsti að- gangur að efninu,“ segir Jón Hilmar. „Menn hugsa kannski út frá orða- sambandi sem þeir nota oft - til dæmis að brjóta ísinn - en vilja nota eitthvað bragðmeira, þá byrja þeir á að fletta upp á aðalorðunum, „hrjóta" eða „ísinn“, finna orðasam- bandið og sjá hvaða hugtaki það tengist." Blaðamaður hlýðir og flettir upp á sögninni „brjóta" i orðasambanda- skrá Orðaheims. Undir henni eru mörg orðasambönd, meðal þeirra „brjóta ísinn" og á eftir því stendur „FRUMKVÆÐI" sem vísar í hug- takaskrána. Fletti maður upp i henni er nærri því heil blaðsíða með orðum og orðasamböndum sem lýsa frum- kvæði af öllu tagi. „í þessu tilviki hefði verið einfaldara að fletta upp á nafnorðinu „ís“,“ bendir Jón Hilmar á, „því sagnirnar hlaða svo miklu á sig, og þar getur mað- ur stúderað alls konar munstur í notkun orðsins. En þegar kemur í hugtakið - í þessu tilviki „frum- kvæði" - þá er maður ekki lengur að leita að upp- haflega orðasambandinu heldur skimar maður um lýsinguna í heild og áttar sig á flokkun þess.“ Undir „frumkvæði" eru einmitt margir flokkar - frumkvæði að nýmælum, frumkvæði að þróun, mótandi frumkvæði, frumkvæði í sögulegu sam- hengi og fleiri, og í hverjum flokki eru gefin nokk- ur orð og orðasambönd sem eiga við. Þau getur maður svo mátað við tilefnið. „Ef forvitnin verður nógu sterk eða maður hef- ur ekki fundið nákvæmlega rétta orðið þá er hægt að nýta sér millivísanirnar á eftir hverju hugtaki til að stækka sviðið," segir Jón Hilmar. „Þannig getur maður haldið leitinni áfram eftir því sem maður hefur þrek til.“ Gerir notendur virkari - Þessi bók gefur manni þá hugmynd að íslensk- an sé ótrúlega rík ... „Já, það er óhætt að segja það, og dapurlegt til þess að hugsa ef það er að fyrnast yfir eitthvað af þessu orðafari," segir Jón Hflmar. „Auðvitað end- urnýjar málið sig og á sama tíma fennir í slóðina, en þá gegna orðabækur af þessu tagi miklu hlut- verki. Þó legg ég áherslu á að megintilgangurinn Bókmenntir Eitraöar eölur í eyðimörkinni Stanley Yelnats er hrak- fallabálkur af guðs náð og þess vegna kemur það fæstum á óvart þegar hann er dæmdur fyrir glæp sem hann hefur ekki framið. Reyndar telur fjölskylda hans sig enn undir bölvun sígaunakonu sem langafi Stanleys átti viðskipti við fyrir alllöngu. Enda er saga Stanleys ótrúleg: Hann segist hafa verið úti að ganga þegar iþróttaskór duttu á hann af himnum ofan. íþróttaskórnir eru í eigu frægs íþróttamanns sem hugðist gefa þá til góð- gerðarmála og því mjög verðmætir. Enginn trúir sögu Stan- leys og hann er fundinn sekur. Hann fær að velja á milli fangelsisvistar og vinnubúða að Grænavatni. Þar sem fjölskylda Stanleys hefur aldrei haft efni á að senda hann í sumarbúðir velja þau Grænavatnsbúðirnar. Þær eru vinnubúöir fyrir vonda stráka og uppeldisstefna þeirra er einfóld: „Ef vondur strákur er tekinn og látinn grafa holu á hverjum degi í heitri sólinni mun það gera hann að góðum dreng.“ (9) Grænavatnsbúðimar eru annar og framandi heimur. Þær eru í skraufþurri eyði- mörk þar sem áður var stöðu- vatn og skröltormar, sporð- drekar og eitraðar eðlur leyn- ast við hvert fótmál. íbúar búð- anna eru líka framandi en þeir eru götustrákar sem kalla sig skrýtnum nöfnum eins og Handarkriki, Sikksakk og Röntgen. Piltarnir eru sérstak- ar persónur en eftirminnileg- astur er líklega Zero sem gref- ur holur hraðar en nokkur annar og býr yfir ýmsum öðr- um óvæntum hæfileikum. Samskipti piltanna lúta líka öörum reglum en venjuleg böm í öruggu umhverfi eiga að venjast. Öllum þessum framandleika er miðlað í gegn- um Stanley sem á í raun og veru ekki heima í Grænavatnsbúðunum enda saklaus af þjófnaðin- um. Búðirnar virka því eins framandi á hann og lesendur. Frásögnin gerist á tveimur tímasviðum. Sagt er frá lífinu í búðunum og samhliða því er sagt frá lífinu á þessum sama stað fyrir mörgum ára- tugum þegar enn var þama stöðuvatn. Þessar tvær frásagnir eru haganlega fléttaðar saman uns þræðimir mynda smám saman heillegan vefnað en lesandi fylgist spenntur með og leiðist aldrei. Dregin eru skýr skil á milli fullorðinna og bama í heimi Grænavatnsbúðanna. Hinir full- orðnu sem öllu ráða eru meira og minna ein- kennilegar og martraðarkenndar persónur. Grænavatnsbúðimar verða þannig eins konar smámynd af heiminum þar sem fullkomið skiln- ingsleysi ríkir á milli bama og fullorðinna. Að sama skapi birtist skýr samfélagsrýni: Örlög Stanleys endurspegla tilviljanakennt réttarkerfi þar sem lítið mark er tekið á þeim sem minna mega sín. Þýðing Sigfríðar og Ragnheiðar er góð en svo- lítiö stirð framan af. Stillinn er snubbóttur og endurspeglar harðan heim þar sem málaleng- ingar eru óþarfar. Milljón holur eru skemmtileg og spennandi bók þar sem saman fara framandi heimur og heillandi saga. Katrín Jakobsdóttir Louis Sachar: Milljón holur. Sigfríður Björnsdóttir og Ragnheiöur Erla Rósarsdóttir þýddu. Mál og menning 2002. MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir silja@dv.is Kynjafornleifa- frædi I hádeginu á morg- un, milli kl. 12 og 13 á afmæli Kvennafri- dagsins 24. október, flytur Steinunn Krist- jánsdóttir fornleifa- fræðingur fyrirlestur á rabbfundi Rann- sóknastofu í kvenna- fræðum í stofu 101 i Lögbergi og kynnir kynjafornleifafræði (Archaeology of Gender) sem er ört vaxandi grein innan hefðbundinnar fomleifafræði. Kynjafornleifafræði sækir kynja- fræðigmnn sinn i sömu smiðju og aðrar hug- og félagsvísindagreinar en skilur sig þó að sumu leyti frá kynjafræðum al- mennt. Hún tekur mið af því að kyn- gervi (gender) sé allt í senn, líffræðilegt, félagslegt og menningarlegt. Rannsóknir innan kynjafornleifafræði beinast fyrst og fremst að einstaklingnum sjálfum, kyngervi hans, jafnt sem mannlegu at- ferli eða lífsmynstri í heild. I fyrirlestr- inum mun Steinunn m.a. segja frá nokkrum rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessu sviði í nágrannalöndum okkar og gefa dæmi um hvemig nýta megi kynjafornleifafræði við rannsókn- ir hérlendis, bæði við björgunarupp- grefti, rannsóknaruppgrefti sem og við fornleifarannsóknir almennt. Reflections Cambria Mast- er Recordings hafa gefið út geislaplötuna Reflections með fimm verkum eft- ir Árna Egilsson bassaleikara. Platan dregur nafn sitt af fyrsta verkinu, Reflections, sem hér er flutt af Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjóm Hannu Koivula og var upptakan gerð 1992, morguninn eft- ir frumflutning í Háskólabíói. Þegar hljómsveitin flutti verkið aftur í febrúar 2001 undir stjóm Bemharðs Wilkinsonar skrifaði Sigfríður Björns- dóttir hér í DV: „Reflections er samið fyrir rúmum áratug og ber þess merki að vera skrifað á öðru menningarsvæði. Þama ægir ýmsu saman. Mosolov og Stravinsky eru bræddir i kraftmikinn og hressilegan kokkteil þar sem fút- úríska yfirbragðið fær lánaðan lit frá glaðbeittri hrynjandi kalifornískrar stórborgar." Önnur verk á diskinum eru Blær, leikið af The Hollywood Studios Wood- wind Quintet, Just a thought sem Gloria Cheng leikur á píanó, Erinnerungen sem Claudine Carlson messósópran og Robert Hunter píanóleikari flytja og loks Dies Irae sem Kór Langholtskirkju syngm- undir stjóm Jóns Stefánssonar. Umkomulausi drengurinn JPV útgáfa hefur sent frá sér bókina Umkomulausi dreng- urinn sem er sjálf- stætt framhald bókar- innar Hann var kall- aður þetta eftir Dave Pelzer. Höfundur og sögumaður átti ekkert heimili sem bam. Al- eiga hans voru fatalarfar sem rúmuðust í einum bréfpoka. Hann bjó í veröld ein- angrunar og ótta. Þó að drengnum hafi verið bjargað frá móður sinni, sem var drykkfelld ofstopamanneskja, var líðan hans skelfileg, hann var einn og átti í engin hús að venda. í Umkomulausa drengnum lýsir Dave ferli sínum inn og út af fimm ólíkum heimilum. Á vegi hans varð fólk sem áleit öll fósturböm vandræðagemlinga sem ekki verðskulduðu neina væntumþykju. Það vildi ekki vita af honum nálægt sér og varð þess valdandi að hann skammaðist sin og fannst hann niðurlægður. Sorg og gleði, örvænting og von einkenna leit þessa drengs að ást og öryggi. Dave Pelzer er nú virtur fyrirlesari og rithöfundur í Bandaríkjunum. Hann hefur með bókum sinum unnið markvisst að fræðslu um ofbeldi gegn bömum og for- varnarstarfi í þeim efnum. Hann hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir ritstörf sin, m.a. verið tvívegis til- nefndur til Pulitzerverðlaunanna. i>avi rrv/.fK Umkomulausi drengurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.