Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Síða 17
16 MIÐVEKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 Skoðun 17 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Mjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24, 105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einelti er þjóðarvandi Einelti tekur á sig ýmsar myndir og sumir hafa hrein- lega ekki gert sér grein fyrir hvers konar böli þeir hafa orð- ið fyrir, að sögn Stefáns Karls Stefánssonar leikara í gær en barátta hans undanfarin miss- eri gegn einelti hefur vakið þjóðarathygli. Þessi orð Stefáns voru viðbrögð við eftirtektar- verðri skoðanakönnun DV sem birt var í gær en hún sýnir í hnotskurn þann vanda sem Stefán Karl hefur vakið svo eftirminnilega athygli á. í skoðanakönnuninni, sem var 600 manna með jafnri skiptingu milli höfuðborgar og landsbyggðar og kynja, var spurt: Hefur þú eða einhver á heimili þínu orðið fyrir ein- elti? Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni svöruðu 32 pró- sent spurningunni játandi en 68 prósent sögðu nei. Athyglis- vert var að rúmlega 96 prósent þátttakenda í skoðanakönn- uninni tóku afstöðu en það er afar hátt hlutfall og kann að endurspegla þann árangur sem orðið hefur af umræðunni um einelti. Börn verða fyrir einelti, eru tekin fyrir af öðrum börnum, lifa í ótta sem þau geta jafnvel ekki sagt frá. Þær sálarkval- ir geta haft varanleg áhrif. Einelti er hins vegar ekki aðeins bundið við börn eða unglinga. Frá því var greint í skýrslu sem kom út á vegum rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins fyrr í þessum mánuði að um 8 prósent starfsmanna í útibúum banka og sparisjóða hér á landi hefðu orðið fyrir einelti í tengslum við starfið. Könnunin sýnir að vandinn, sem þar til nýlega var að miklu leyti dulinn, er mikill. Um þriðjungur íslenskra heim- ila hefur orðið fyrir barðinu á einelti. Það er hátt hlutfall en kemur Stefáni Karli þó ekki á óvart. Hann dæmir út frá reynslu sinni og segir hlutfallið í könnuninni nálægt raun- veruleikanum, örugglega ekki of hátt. Undir það tekur Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Hann segir að þótt talan sé há geti hún passað miðað við þau sterku viðbrögð sem félagið fékk við herferð gegn einelti á vinnustöðum. Einelti er ofbeldi. Það getur verið líkamlegt en ekki síður andlegt og oftar en ekki einna miskunnarlausast á unglings- árum. Óttinn ræður ríkjum. Kvalarinn eða kvalararnir gefa sér ástæður og níðast á fórnarlambinu, stundum með skelfi- legum afleiðingum. Stefán Karl, dáður af samfélaginu fyrir hæfileika sem afbragðsleikari, gekk fram fyrir skjöldu, sjálf- ur fórnarlamb eineltis. Hann hefur lýst skelfingunni sem fylgir. Nú vita þeir sem í lenda að þeir eru ekki einir. Þá eru meiri likur til þess að þeir rjúfi einangrun sína og leiti sér aðstoðar. Þar þurfa foreldrar að standa þétt með börnum sín- um, kennarar og aðrir sem að uppeldismálum koma. Stefán Karl Stefánsson er aðalhvatamaður að stofnun Regnboga- barna, samtaka sem er ætlað að berjast gegn einelti. Þau samtök hafa fengið góðan hljómgrunn og fyrirheit um styrki, meðal annars frá stórfyrirtækjum. Framtaki Stefáns Karls hefur áður verið hrósað í leiðara DV og það að verðleikum. Það er aðdáunarvert þegar ein- staklingar ganga fram fyrir skjöldu og berjast fyrir rétti ann- arra, vekja athygli á þjóðarmeini sem þarf að uppræta. Fyr- irlestrar leikarans góðkunna um einelti hafa vakið fólk til umhugsunar. Umræða fór af stað í samfélaginu. Hann lét heldur ekki sitja við orðin tóm. Aögerðir fylgdu í kjölfar vakningarinnar. Vegna þessarar þörfu umræðu kannaði DV umfang einelt- is hér á landi. Niðurstaðan var sláandi. Einelti er ekki ein- angrað fyrirbrigði sem snertir fáa einstaklinga heldur þriðj- ung heimila í landinu. Það var því tímabært að taka á vand- anum. Jónas Haraldsson Hefur þú eða einhver á heimili þínu orðib fyrir elnelti? DV Að kanna hug manna til ESB „Umsókn er eindreginn ásetningur um að fara inn í ESB með öllu því afsali á vilja og möguleikum á að taka með sjálfstœðum hœtti ákvarðanir um líf og framtíð þjóðar sem inngöngu fylgir. Umsókn leggur enginn fram nema hann œtli sér að ná aðildarsamningi. “ Við búum við mikla oftrú á skoðanakönnunum: menn skyldu gá betur að því að niðurstöðum þeirra ræður í lygilega miklum mæli hvað það var sem þeir vildu helst heyra sem efndu til könnunar. Það er haft eftir ágætum forstjóra skoðanakannanafyrirtækis í Bret- landi að hann treysti sér vel til að búa til tvær óaðfinnanlegar skoðana- kannir um afstöðu almennings til kjamorkuvera. Og mundi önnur sýna að Bretar væru hliðhollir raf- orkuframleiðslu í kjamorkuveri en hin að þeir væm henni andvígir - allt eftir því hvort það væri orkuiðn- aðurinn eða umhverfisvemdarmenn sem pöntuðu könnunina og hefðu þar með sín áhrif á það hvemig spumingar voru orðaðar. Spurningar ráða Þessi ummæli skjótast upp í hug- ann hvenær sem verið er að spyrja fleiri eða færri íslendinga um það hvort þeir vilji ganga í Evrópusam- bandið. Niðurstaðan fer einkum eftir því hvemig spumingamar em lagð- ar upp. Ef menn halda því mest á lofti að íslendingar geti éti kjúklinga- lappir á „Evrópuverði" eins og Jón Baldvin bauð mönnum upp á á sin- um tíma, eða einhverjum hliöstæð- um munaði, þá aukast vinsældir Evrópusambandsins að miklum mun. Ef svo Davíð Oddsson lætur spyrja um það hvort íslendingar vilji borga með sér kannski 10-12 millj- arða á ári til að vera með þá hrapar áhugi á aðild að ESB niður úr öllu valdi. Og svo framvegis. Togað í eina átt Samfylkingin er nú að vasast i þessum leik. Hún efnir til póstkosn- inga um afstöðu síns fólks til ESB og sú spuming sem þar er lögð fram ber því fyrst og fremst vitni að það stend- ur til að toga sem allra flesta til sam- þykkis við umsóknaraðild. Ætlast er til að menn segi já eða nei við eftir- farandi spumingu: „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að íslend- ingar skilgreini samningsmarkmið sin, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanleg- ur samningur verði síðan lagður fyr- ir þjóðina til samþykktar eða synjun- ar?“ Þeir sem spuminguna hanna ætla sér vitanlega að fá fram stuðning við það sem felst í henni miöri: að sótt sé um aðild. En til að brjóta niður alla fyrirvara sem menn kynnu að hafa er miðjunni pakkað inn í loðnar og fallegar umbúðir. Tónninn er gefinn í byrjun: getur nokkur verið svo of- stopafullur Evrópuandstæðingur að hann láti það á sig sannast að hann vilji ekki að „íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín“? Líklega mjög erfitt að fmna slíkan gaur. Síð- an er allur háski skafmn af þeirri veigamiklu ákvörðun sem felst í miðjuspurningunni með því að spyrja strax á eftir hvort menn ætlist ekki til þess að hugsanlegur samn- ingur um aðild að ESB komi til þjóð- aratkvæðagreiðslu. í rauninni er alveg óþarft að spyrja um þetta, vegna þess að eitt af því fáa sem allir eru sammála um nú þegar er að íslendingar yrðu, stjóm- arskrár sinnar vegna, að setja aðild- arsamning að ESB í dóm þjóðarat- kvæðagreiðslu. En þessi bandspotti er samt hafður með - til þess að tryggja það enn betur að í þessari „könnun“ segi já, ekki aðeins þeir sem beinlínis fýsir í ESB, heldur og allir vafagemlingar lika, og þar með telur flokksforystan sig hafa fengið mjög eindregna blessun til að halda áfram á sinni braut. Kjóstu nú, Adam! Hér kemst það alls ekki að að um- sókn að ESB-aðild er ekki skreppitúr á útsölu þar sem menn eru að athuga að gamni sínu hvaða verð er í boði í dag. Umsókn er eindreginn ásetning- ur um að fara inn í ESB með öllu því afsali á vilja og möguleikum á að taka með sjálfstæðum hætti ákvarð- anir um líf og framtíð þjóðar sem inngöngu fylgir. Umsókn leggur eng- inn fram nema hann ætli sér að ná aðildarsamningi. Sem verður svo lagður fyrir þjóðina sem fyrr segir: og það gætu orðið síðustu kosningar sem verulegu máli skipta í þessu landi. Því eins og dæmi sanna, þá er það mikill leikur í Evrópu að bregða á leik með hugtakið kosningar. Sagt er við þær þjóðir sem þrátt fyrir geipilega þungan þrýsting frá flest- um áhrifamönnum í pólitík og efna- hagsmálum hafa fellt einhverja áfanga í Evrópusamrunanum í kosn- ingum, að þeim sé að vísu frjálst að kjósa eins og þeim sýnist. En þær skuli fá að kjósa aftur þangað til rétt niðurstaða fæst. Þessi leikur minnir á gamla rúss- neska skrýtlu sem segir að kosninga- fyrirkomulagið í Sovétríkjunum gömlu hafi verið fundið upp í árdaga í aldingarðinum Eden. Drottinn kom til Adams með Evu sér við hlið og sagði við hann: Sjáðu, héma er ég kominn með konu handa þér. Kjóstu nú. Sandkom Rithöfundur í stjómar- ráði Nokkuð hefur verið rætt manna á milli um meintan fund Davíðs Oddssonar og Hallgríms Helgason- ar í kjölfar greinar Hallgríms um Bláu höndina sem birtist í Morgun- blaðinu fyrir nokkrum vikum. Sög- um bar ekki saman um hvort rit- höfundurinn hefði mætt til fundar við forsætisráð- herrann í stjórnarráðinu. í viðtali við nafna sinn Thorsteinsson á Útvarpi Sögu staðfesti Hallgrímur að hann hefði fengið boð frá forsætisráðherra um að mæta i stjómarráðið. í viðtalinu vildi rithöfundur- inn ekki upplýsa hvað þeim Davíö hefði farið á milli og sagðist hafa fyrir venju að vitna ekki í einkasam- töl. Hins vegar vakti athygli hversu Hallgrímur var harðorður þegar hann ræddi um stjórnunarhætti Daviðs Oddssonar. Menn velta þvi nú fyrir sér hvort Hallgrímur verði boðaður á annan fund í stjórnar- ráðinu ... Ummæli Ögurstund „Framleiðsla sements á Akranesi er afar hagkvæm starfsemi fyrir þjóðfélagið. Verksmiðjan notar innlent vinnuafl, innlenda orku og að langmestu leyti innlent hráefni. íslenskari framleiðsla er því tæplega til. Á jafnræðisgrundvelli á framleiðslan að geta staðið af sér samkeppni, en hún verður að fá tækifæri til þess. Nú líður að ögurstund varöandi framtíð verksmiðjunnar - því eru ráöherra, þingmenn og aörir þeir sem vettlingi geta valdið kallaðir til stuðnings." Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, á Akranes.is Spurningar og svör ..spumingar vakna um skyldur þeirra yfirvalda, sem eiga að fylgjast með fjármálaumsýslu fyrirtækja á vegum sveitarfélaga, þegar litið er til viðskipta Orku- veitu Reykjavíkur og Línu.nets. Þegar spumingar vöknuðu vegna úrsagnar Steingríms Ara Arasonar úr einkavæðingamefnd vegna sölu ríkisbankanna, vísaði ríkisstjómin málinu til ríkisendurskoðunar til að fá sandkorn@dv.is Heilbrigðisráðherra hvetur landsliðið Guðni landbúnaðarráðherra var fenginn til að peppa upp stuönings- menn íslenska landsliðsins sem mættu vel fyrirkallaðir í síðustu viku og hvöttu sínu menn í leiknum gegn landsliði Litháens, sem einu sinni hét Lithaugaland í íslenskum landafræðibókum. Guðni mætti í Holiday Inn og tókst vel upp. Hann á létt með aö hvetja til góðra verka og mætti undirbúinn til hvatningarinnar. Meðal annars hafði hann skorað á Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra að láta eitthvað af hendi rakna til að brýna land- ann. Landbúnaðarráðherra mætti því með þessa vísu Jóns til samkvæmisins: Farið í kringum fagran hnöttinn fílefldir meö þrekið sanna. Drengir, látiö djöfuls knöttinn dynja á marki Litháanna. mat hlutlauss aðila. Ég hef ekki orðið var við, að R- listinn í Reykjavík sýni nokkra tilburöi til þess, að hlutlaus aðili verði fenginn til að fara yfir fjárfestingar og ráðstafanir í nafni Orkuveitu Reykjavíkur vegna Línu.nets til að fá hlutlægt mat á fjárfestingunum og töku ákvarðana um þær.“ Björn Bjarnason á vef sínum Undir smásjánni „Ekki er langt síðan Davíð Oddsson sagði í ein- hverju drottningarviðtalanna að mikilvægt væri að tryggja dreifða eignaraðild við sölu ríkisbankanna. ... Greinilega er iitið að marka orð forsætisráðherra í þessu efni nú þegar á einu bretti er seldur nær helm- ings eignarhluti Landsbankans til eins og sama aðila. Grannt verður fylgst með hvemig nýir eigendur reka bankann. 1 því sambandi er yfirlýsing forsvarsmanna Samsons afar þýðingarmikil um að eigendum félagsins sé ljós sú mikla ábyrgð sem fylgi forystu í Landsbanka íslands, sem veiti tugþúsundum íslendinga mikilvæga þjónustu." Jóhanna Siguröardóttir á vef sínum Árátta, llmvötn á konum og rakspírar á körlum kveikja í hinu gagnstæða kyni og styrkja fegurð þeirra persóna sem þann angan bera. Á hinn bóg- inn þykir fiskilykt, fjósa- lykt og svitalykt hvim- leið. Enda ber sú lykt þess vitni að viðkomandi hafi verið að vinna, sem telst ekki vera mjög kynæsandi. Kynæsandi teljast aftur á móti smávaxnar stúlkur úr módel- og dansbransanum sem em svo veik- byggðar að maður myndi ekki treysta þeim til að halda á svo mikið sem blýanti, en það þykir auka á list- rænuna þótt þær séu oftar bara lyst- rændar. Þessi úrkynjun er að sjálf- sögðu ekki bundin við karlþjóðina. Árangur erfiðisins Vöðvastæltir menn em almennt álitnir augnayndi kvenna. En það á ekki við um vöðva sem hafa orðið til Tökum þátt í Evrópukosningunni Katrín Júlíusdóttir varaformaöur fram- kvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar Um þessar mundir stend- ur yfir Evrópukosning Samfylkingarinnar. Henni lýkur í vikunni og svar- seðlar þurfa að hafa borist fyrir klukkan 17 á föstudaginn á skrifstofu Samfyikingarinnar í Aust- urstræti. Allir skráðir félagar hafa fengið sendan atkvæðaseðil heim. Það eina sem þeir þurfa að gera er að merkja við seðilinn I þeim reit sem tjáir af- stöðu þeirra, setja seðilinn í ófrí- merkt umslag sem fylgir og láta í næsta póstkassa. . Stærsta málið „Vond vinnubrögð sem eru að ganga af stjómmálastarfinu dauðu og löngu kom- inn tími til að breyta því. - Það gerir Samfylkingin og stígur þannig stórt skref í rétta átt til lýðrœðisvæðingar innra starfs flokksins. “ - Kosningavaka hjá Sam- fylkingunni Evrópumálið er eitt stærsta málið sem uppi er í umræðu samtímans. Stjómmálaflokkum ber borgaraleg skylda tO aö efla opna og upplýsta umræðu um tengsl okkar við Evr- ópu. Það hefur Samfylkingin gert svikalaust. Síðustu vikumar hafa næstum fjörutíu fundir verið haldn- ir þar sem kostir og gallar hugsan- legrar aðildar voru ræddir og reifað- ir. Bæði flokksmönnum og borgur- um landsins hefur verið kynnt hvað í aðild geti falist. Svanfríður Jónas- dóttir alþingismaður fór fyrir ferl- inu og á hún heiður skilinn fyrir þá afbragðs vinnu sem hún innti af hendi. Flokksmenn fá að ráða Sú aðferð, að leyfa flokksmönnum að hafa með þessum hætti bein áhrif á ákvörðun í mikilvægu máli sem varðar þjóðarhag, er vonandi leið sem islenskir stjórnmálaflokkar temja sér í ríkari mæli. Samfylking- in er hér að brjóta í blað í íslensku flokkastarfi og má vera stolt af þeirri tilraun. Evrópukosningunni lýkur um næstu helgi og ég skora á flokks- menn að skila seðlunum á réttum tima og taka þannig þátt í þessu lýð- ræðislega ferli. Með því að félagsmenn í stjóm- málaflokki taki slíkar ákvaðanir er jafnframt kominn tilgangur til að taka þátt i starfi þeirra. Enda hefur fjöldi fólks gengið til liðs við flokk- inn að undanfomu til að hafa sitt að segja um afstöðu Samfylkingarinnar til Evrópumálanna. Þessi aðferð er vissulega nýstár- leg og ekkert skrýtið að hún sé um- deild. Nýjungar era alltaf umdeild- ar. Ég lit svo á að hér sé á ferðinni róttæk og kjarkmikil framþróun í flokkslýðræðinu sem fram að þessu hefur veriö býsna frumstætt og af skornum skammti. Hefðin í gömlu flokkunum er sú að klíkur og flokks- eigendafélög fara með ferðina. Vond vinnubrögð sem eru að ganga af stjómmálastarfinu dauðu og löngu kominn tími til að breyta því. - Þaö gerir Samfylkingin og stígur þannig stórt skref í rétta átt til lýðræði- svæðingar innra starfs flokksins. Þjóðaratkvæöagreiðsla Það eru skiptar skoðanir um hvað aðild hefði í för með sér. Svo virðist sem það sé einkum skoðanamunur á hvort aðild að Evrópusambandinu leiddi til að við myndum missa yfir- ráð yfir auðlindum í hafi. Ég átti kost á að grandskoða það þegar ég tók þátt í því með Ágústi Ó. Ágústs- syni, formanni Ungra jafnaðar- manna, að skrifa sjávarútvegskafl- ann í Evrópubók Samfylkingarinn- ar. Mín niðurstaða var að það væru engar líkur á við misstum yfirráðin yfir fiskimiðunum. Aðrir eru hins vegar annarrar skoðunar. Eina leiðin til að ganga úr skugga um hvaða sjónarmið er hið rétta er að skilgreina samnings- markmið út frá ýtrustu hagsmunum íslendinga, sækja um aðild í fullri alvöru og láta svo þjóðina greiða at- kvæði um niðurstööuna í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki leyfa umræðu um Evrópumálið. Honum er í mun að loka umræðuna inni í reykfylltum herbergjum. En af hverju eiga Davið Oddsson og fé- lagar að ráða þessu einir? Allir vita að ástandiö á lýöræðinu í Sjálfstæð- isflokknum stappar nærri einræði og raddir um Evrópusambandsaðild eru þaggaðar niður með hörkunni. Förum leið Samfylkingarinnar sem er leið lýðræðisins, þar sem fólkið fær aö ráða. Ég hvet fólk til að taka þátt í póstkosningu Samfylkingar- innar um stefnu í Evrópumálinu. - Henni lýkur á fostudaginn kemur. dýrgripir og öruggt líf við vinnu. Því þeir vaxa í ójafhar átt- ir og ófagrar línur. Sem stafar af því að líkamleg vinna getur haft einhæft álag á vöðvana. Engu að síður er hinn vinnandi maður ánægður með afrakstur dagsins, á vinnustað em gerbreyttar aðstæður eftir átökin, hvort sem um er að ræða grafinn skurð, gangvirkan bíl eða nokkur tonn af fiski i lestinni sem var áður tóm. í líkamsræktarstöðvum em vöðvamir byggðir upp með skipu- legu álagi til að ná fagurfræðilegum línum á líkamann. En sá sem stund- ar líkamsrækt er ekki síður ánægður með árangur erfiðisins en hinn vinn- andi maður. Hann kom að tækjum með lóðin niðri, lyfti þeim upp og niður í tvo tíma og yfirgaf síðan salinn við sömu aðstæður og þegar komið var í hann. Það fróðlega er, að sá sem var að vinna við að grafa skurð er líklegri til að teljast ónáttúrulegur nú á dög- um þar sem hann raskaði náttúrunni heldur en sá sem borgaði fyrir að lyfta lóðum upp og niður og raskaði engu í líkamsræktarstöðinni. Flestir njóta þess að horfa á óbeislaða nátt- úmna en að sjá einhverja beisla hana getur vakið þvílíka andúð nú á dög- um að menn em tilbúnir til að leggja allt í sölumar til að stöðva það. Rusliö og dýrgripirnir Óbeisluð getur náttúran vakið með okkur lotningu (sem okkur skortir svo sárlega á þessum guðlausu tím- um), það nægir okkur að horfa á mýkt árinnar sem þvingar björg áfram í ógnarkrafti sínum og hvem- ig mosi og blóm brjóta sér leið til lífs á eyðilandi. En ef minnst er á að „Oft er hlutaðeigandi gert að hreinsa eftir sig. Samt þökkum við Guði fyrir að Rómverjar og Grikkir hafi ekki hreinsað upp eftir sig allt ruslið. Og flest það rusl sem menningarþjóðir hafa skilið eftir sig. “ breyta farvegi áa eða að byggja her- stöð, virkjun eða verstöð á mosa og blómum verður fjandinn laus. Og ef menn yfirgefa ver- eða herstöð er lit- ið á það sem þeir skilja eftir sig sem rusl. Og oft er hlutaðeigandi gert að hreinsa eftir sig. Samt þökkum við Guði fyrir að Rómverjar og Grikkir hafi ekki hreinsað upp eftir sig allt mslið. Og flest það msl sem menn- ingarþjóðir hafa skilið eftir sig. En þótt staðnaðar skoðanir þeirra og þjóðfélagsbygging, sem var svo illa móttækileg fyrir áhrifum að hún breyttist ekki í þúsund ár (indíánam- ir sem vikingar lentu í átökum við lifðu nánast við sömu aðstæður og þeir indíánar sem Bandaríkjamenn brytjuðu niður á 19. öld) hafi um margt verið mjög áhugaverð og njóti mikillar aðdáunar sumra umhverfis- vemdarsinna, þá er hún ekki flokkuð sem mikil menningarþjóð í sögunni. Árátta og öruggara líf Það má vel vera að fólk sem stund- ar líkamsrækt skilji ekki eftir sig msl þegar það gengm- á brott. Og þótt mér finnist, eins og mörgum, vel ræktaðir vöðvar þeirra fallegir, ilm- vötn geta laðað mig að konum og sjáifur nota ég rakspíra, þá get ég vel fyrirgefið fólki sem angar af svitalykt við að byggja eða grafa. Því þótt þaö stórsjái oft á því svæði sem ég áður unni þess að horfa á, þá veit ég að vegna þessarar áráttu okkar lifi ég ömggara lifi en forfeður okkar og hef úr þúsund að velja með hvað ég geri með líf mitt. - Og ég myndi gjaman vilja að það fólk sem á eftir að koma í heiminn hafi það enn betra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.