Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 Tilvera i>V Trúbadorinn Nú er verið að festa Jo Jo á filmu. Lokasenan verður tekin á Grand Rokk annað kvöld Götuball á Grand Rokk Trúbadorinn Jo Jo og „aðal götu- strákamir" ætla að spila á veitinga- staðnum Grand Rokk annað kvöld og halda þar nokkurs konar götu- ball sem byrjar klukkan hálftíu. Þá verður tekin upp sena í heimilda- mynd sem Sigurður Snæberg Jóns- son hefur unnið að síðustu mánuði um tónlistarmanninn Jo Jo sem reyndar heitir Jón Magnússon. „Þetta verður filmudjamm," segir Jo Jo hlæjandi. „Ég er búinn að vera í götuspilamennskunni í meira en tuttugu ár og spila á knæpum og götuhornum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og nú er Sigurður Snæ- berg að gera um mig mynd sem verður á dagskrá sjónvarpsins í byrjun febrúar. Ég held þetta sé lokahnykkurinn sem tekinn verður annað kvöld.“ Spurður um hvar hann hafi haldið sig að undanfómu kveðst hann hafa verið nokkuð ró- legur á íslandi síðustu tvö árin og komi það meðal annars til af las- leika. „Ég veiktist og þurfti að hægja á mér en hef stundum spilað á Dubliners ef ég hef verið í stuði.“ En hverjir eru götustrákamir sem troða upp með honum á Grand Rokk? „Það eru Súkkat og Egill Ólafs, Pálmi Sigurhjartar og fleiri góðir drengir. Þetta verður „kósý fllingur," segir hann og brosir. -Gun. Vistvernd í verki: Gerum heiminn betri fyrir börnin „Fólki sem stendur ekki á sama um það hvemig við skilum heimin- um til komandi kynslóða er boðiö upp á leiðbeiningar og aðstoð viö að taka upp umhverfisvænni lifnaðar- hætti,“ segir Þóra Bryndís Þóris- dóttir sem meðal annarra kynnir verkefnið Vistvernd í verki á Ömmukaffi annað kvöld. Vistvemd í verki er alþjóðlegt verkefni sem nú hefur fest rætur i 17 löndum og er í umsjá Landvemdar hér á landi. Kynningarfundurinn hefst kl. 20 á Ömmukaffi i Austurstræti 20 annað kvöld, 24. október. Léttar veitingar verða í boði og allir eru velkomnir, endurgjaldslaust. Nánari upplýsing- ar um verkefnið er að finna á heimasíðu Landvemdar, www.land- vemd. -Gun. Skákbylgja í skólum Árborgar: Skákin erfið en gefandi - segja Eva og Ægir, nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Mikiil skákáhugi hefur gripið um sig á Árborgarsvæðinu í kjölfar af- mælisskákmóts Hróksins vegna 150 ára afmælis Bamaskólans á Eyrar- bakka og Stokkseyri á Selfossi sem lauk í síðustu viku. Þá voru Hróks- menn og Edda - miðlun búin að gefa á fimmta þúsund nemendum grunn- skóla Árborgar bókina Skák og mát eftir Anatoly Karpov, í þýðingu Helga Ólafssonar. Það er þó víðar en í skólum Árborgar að skákáhugi hefur hreiðrað um sig. „Við erum búin að æfa skák I tvö og hálft ár,“ sögðu Eva Sjöfn Jóns- dóttir, 12 ára, og Ægir Guðjónsson, 11 ára, bæði nemendur í barnaskól- anum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau sögðu bæði að vinir sem hefðu verið að æfa skák hefðu kveikt áhuga þeirra. „Þá komst ég að því hvað þetta er skemmtileg íþrótt og ég hef ekki getað slitið mig frá tafl- borðinu síðan,“ sagði Eva og Ægir tók í sama streng. Þau eru búin að fara á nokkur skákmót í Reykjavík DV-MYND NJORÐUR HELGASON Stefna hátt í skákinni Eva Sjöfn Júlíusdóttir og Ægir Guðjónsson, nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. og á Selfossi. „Okkur hefur gengið alveg þokkalega á þeim.“ Bæði ætla að halda áfram að æfa skákina. „Ég ætla mér að ná langt í skákinni. Það er spennandi að tefla, það tekur á og ég verð þreytt á eftir en það er ár- angur erfiðisins sem bætir það allt upp,“ sagði Eva. Þau hvetja krakka til að fara að æfa skák. „Krakkar verða að prófa. Ef þeir gera það komast þeir að því hvað það er skemmtilegt og gefandi að tefla," sögðu skákmennirnir ungu. Skákáhugi á sér djúpar rætur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Fyrir um 20 árum byrjaði Tómas Rasmus, sem þá kenndi við skólann, að kveikja áhuga krakkanna í skólan- um á skákinni. Það var Gunnlaugur Hélgason kennari sem vakti áhuga krakkanna sem nú æfa. Um 20 krakkar æfa skák á Eyrarbakka og Stokkseyri, bæði af íslensku og er- lendu bergi brotnir. -NH Bíógagnrýni Smárabió/Kringlan - Bend it Like Becham: ★ ★ -i Stelpur í boltanum Ensími með Ensími: „Nýja platan er skemmtileg blanda af tuddarokki og angurværri elektrónik og ég hygg að hún fari á spjöld sögunnar sem besta plata Ensimi," segir Jóhann Ágúst Jó- hannsson hjá Eddu miölun og út- gáfu. Þar á hann við plötuna Ensími sem er þriðja plata rokkhljómsveit- arinnar Ensími. Hún hefur verið tekin upp með hléum allt árið 2002, í hljóðveri hljómsveitarinnar, Stúd- íó ástarsorg. í Ensími eru þeir Hrafn Thorodd- sen, Franz Gunnarsson, Jón Öm Arnarson og Guðni Finnsson og þeir sáu sjálfir um upptökur og hljóðvinnslu. Sveitin vakti athygli með sinni fyrstu geislapiötu, Kafbátamús- ík, árið 1998 og fékk hún m.a. íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagið Atari. Næsta plata kom á markað 1999. Þar vann Ensími með hinum heims- ffæga upptökustjóra, Steve Al- bini, sem hefur unnið með Nir- vana, Pixies og fleirum. Ensími Hljómsveitin aflaði sér vinsælda strax með fyrstu plötunni 1998. Blanda af tuddarokki og angurværri elektróník Jess (Nagra) er 18 ára ensk stúlka af indverskum ættum sem er, for- eldrunum til mikillar hrellingar, hrifnari af þvi að leika fótbolta við strákana úti í garði en að læra að elda tíréttaða indverska máltíð til að ganga í augun á einhverjum góð- um indverskum strák. Herbergi Jess er veggfóðrað með myndum af fótboltahetjunni Beckham, hún tal- ar við hann eins og besta vin sinn og segir honum drauma sína og þrár. Þó að hún sé óvenju góð með boltann og geti leikið strákana sundur og saman í garðinum dettur henni ekki í hug að framtíðin geti orðið öðruvísi en foreldrar hennar hafa ákveðið - lögfræðinám, góður chapattis-kokkur og indverskt brúð- kaup. En líf hennar tekur stakka- skiptum þegar Jules (Knightley) liðsmaður hjá kvennaliðinu Hounslow Harriers sér boltasnilli hennar í garðinum og fær hana í liðið. Bend it like Beckham fjailar um árekstur þeirra tveggja menningar- heima sem Jess lifir í. Inni á heim- ilinu eru indverskar hefðir hafðar að leiðarljósi, hversu fomar sem þær virðast í ensku nútímasamfé- lagi. Sérstaklega er staða konunnar á indversku heimili gerólík þeirri stöðu sem vestrænar konur hafa verið að berjast fyrir undanfarna öld - ekki síst í Englandi þar sem suffragettumar vora fangelsaðar fyrir það að krefjast kosningaréttar kvenna í upphafi síðustu aldar. Jess þarf 1 raun að berjast gegn tvennum trúarbrögðum, heima geta foreldrar hennar og systir ekki skilið að hún vilji eyðileggja framtíð sína sem verðandi brúður með því að and- skotast um á stuttbuxum á al- mannafæri og fæla þannig alla góða eiginmenn frá og félagar hennar í kvennafótboltaliðinu Hounslow Harriers geta ekki skilið hvers vegna hún gefur ekki skít í fjöl- skyldu sína og fómar sér fyrir hin alþjóðlegu trúarbrögð fótboltann. En Jess vill bæði fótbolta og ijöl- skyldu, sem sagt breyta viöhorfum foreldra sinna og ættingja til íþróttaiðkunar kvenna! Það er ómögulegt annað en bera Bend it like Beckham saman við hina dásamlegu Billy Elliot þar sem verkamannssonurinn Billy neitar að spila fótbolta og vill dansa ballett í staðinn. Bend it like Beckham kemst ekki í táskóna hans Billys, þvi handritshöfundar og leikstjór- inn Chadha dreifa sögunni um of með of mörgum aukasöguþráðum og myndin er því miður aðeins of löng - það vantar líka „hið áhrifa- rika lokaatriði" sem var svo magn- að í Billy Elliot. En myndin er samt yndislega fyndin og elskuleg og full af frábærum atriðum, bæði á fót- boltavellinum og á heimili Jess þar sem fólk stendur á haus við að und- Bend It Like Beckham Það leynir sér ekki hver áhugamálin eru. irbúa brúðkaup eldri systurinnar með öllu tilheyrandi - tónlist, dansi og mat, og þeir sem sáu Monsoon Wedding vita að indversk brúðkaup eru margra daga hátíð fyrir jafnt augu, eyru og maga! Parminder Nagra er afskaplega sannfærandi og sæt í aðalhlutverk- inu, hvort sem hún sólar boltann upp allEm fótboltavöllinn eða gengur settleg um í sari í brúðkaupi systur sinnar. Keira Knightley er sömu- leiðis skemmtileg sem félagi hennar í boltanum og Jonathan Rhys Meyers mátulega töffaralegur í hlut- verki þjálfarans til að allar stelpur falli fyrir honum. Hin frábæra Juli- et Stevenson leikur mömmu Jules og er algjör senuþjófur, hún hefur gífurlegar áhyggjur af því að dóttir hennar verði mjög karlmannleg af því að iðka fótbolta og vill sjá hana í blúndubrjóstahaldara í stað þess hvíta sportlega. Áhyggjur af fót- boltaáhuga dætra reynast því ekki bundnar við indverskar mæður heldur eru þær alþjóðlegar. Bend it like Beckham er velheppnuð mjúk mynd sem a.m.k. allar stelpur hafa gaman af - hvort sem þær leika fót- bolta eður ei. Bend it like Beckham Leikstjóri: Gurinder Chadha Handrit: Gurinder Chadha, Paul Mayeda Berges og Guljit Bindra Leikarar: Parminder Nagra, Keira Knightley, Jonath- an Rhys Meyers, Kulvinder Ghir, Shaznay Lewis, Juliet Stevenson p.s. Best er þegar mamman í myndinni er viss um að dóttirin sé lesbía og finnst það fullkomlega eðlilegt fyrst hún er svona hrifin af karlmannlegu sporti. Þá hugsaði ég með mér að þetta væri svona týpísk ensk afturhaldssemi að halda að all- ar fótboltastelpur séu lessur, en mér til mikillar undrunar las ég í helgar- mogga viðtal við Ásthildi Helgadótt- ur landsliðskonu sem segir ná- kvæmlega það sama um landann - merkilegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.