Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Qupperneq 21
21 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 DV Tilvera v Pelé 60 ára Svarta perlan Pelé er sextugur í dag. Pelé er lang- þekktasti knatt- spyrmnnaður heims en hann hampaði heims- meistaratitli þrisvar sinnum með Brasilíu. Pelé er ötull tals- maður knattspymumála og er und- antekningarlaust hlustað þegar hann tjáir sig um fótboltann. Pelé kom til íslands á níunda áratugnum og lék listir sínar fyrir upprennandi knattspymumenn. iviuuiamir -HJ Gildlr fyrir fímmtudaginn 24. október Vatnsberinn (20, ian.-18. febr.); . Tilfinningamálin verða ’ þér ofarlega í huga í kvöld og þú þarft á góðum vini að halda i á hjarta þínu. Fiskarnir (19. febr.-20. marsl: Það er margt sem kemur Iþér á óvart í dag, sér- staklega hlýlegt viðmót fólks sem þú þekkir lít- ið. Rómantíkin hggur í loftinu og þú átt skemmtilega daga fram undan. Hrúturinn (21. mars-19. aprih: . Þú færð góðar hug- í myndir í dag en það er hægara sagt en gert að koma þeim í fram- Þú færð lítinn stuðning og allir virðast vera uppteknir. Nautið (20. aprfl-20. maii: Dagininn verður eftir- minnilegur á jákvæð- an hátt. Þú færð gott __ tækifæri til að'syna hæfileika þína á ákveðnu sviði. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníu Þú skalt forðast til- ■■ finningasemi og þó að ýmislegt kunni að ergja þig skaltu ekki láta skapið hlaupa með þig í gön- ur. Krabblnn (22. iúní-22. iúií): Þú lendir í timahraki i fyrri hluta dagsins og það gengur illa að ____ ljúka þvi sem þú ætl- aðir þér. Þetta vesen mun þó alls ekki skemma fyrir þér kvöldið. Ljónið (23. iúlí— 22. áeústl: , Það er einhver órói í loftinu og hætta á deil- um og smávægilegum rifrildum. Hafðu gát á þvi sem þú segir og reyndu að særa engan. Mevian (23, ágúst-22, seot.l: Ættingjar þínir koma þér skemmtilega á 'm. óvart í dag. Þú nýtur ■ f þeirrar athygli sem þú færð í einkalífinu. Rómantíkin liggur í loftinu. Vogin (23. sept-23. okt.l; Einhverjar ófyrirséðar breytingar verða á högum þínum á næst- unni. Þegar til lengri tíma er litið munu þær verða afar jákvæðar fyrir þig. gporðdrekinn(24. oHt-21, nw.); Ef þú hyggur á breyt- ingar í lífi þinu skaltu f endilega drífa í þeim núna. Þú ert fullur orku og til í að leggja hart að þér. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.): ■ Gefðu þér góðan tíma Ftil að hugsa um og skipuleggja verkefni sem þú ert að byrja á áður en þú hefst handa. Happatölur þinar eru 6, 9 og 24. Stelngeltin (22. des.-19. ian.l: Eitthvað sem þér berst til eyma veldur þér miklum heilabrotum. Þú ert tortrygginn gagnvart kunningja þínum en ert ekki viss í þinni sök. Vogin (23. st ý Villi Þór aftur kominn í klippingarnar: Batinn var lottóvinningur lífs míns Maður iifandi mm Lífið kemur á óvart Brún tréhúsgögn, hlébarðalitar ábreiður og listaverk á veggjum setja svip á hársnyrtistofuna hans Villa Þórs á Skólavörðustíg 41 og kaffiilminn leggur út á götu. Þetta er ný stofa, Hárlist.is, en Villi Þór er þekkt nafn i hársnyrtastétt þvi um tuttugu og þriggja ára skeið rak hann stofu í Ármúla 26 undir nafn- inu Hársnyrting Villa Þórs. Hann hætti þar 1996 og flutti úr landi. Nú er hann sem sagt kominn aftur heim og farinn að munda skærin. Finnur sig heima á holtinu Eistnesk stúlka starfar með Villa á stofunni svo hann gefur sér tíma til að setjast niður og súpa úr kaffi- bolla með blaðamanni DV. Hann virðist líka lesa hugsanir hans því hann skreppur í kæliskápinn eftir mjólk og hellir óbeðinn út í bolla hans, lækkar í útvarpinu og lokar útihurðinni til að draga úr óþarfa hávaða. Einnig óbeðinn. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég starfa á svæði 101 Reykjavík," segir hann bro§andi og heldur áfrcim: „Mér líður ofsalega vel héma og finnst gott aö vera í nágrenni við Skólavörðuholtið. Pabbi minn, Vil- hjálmur Pálsson, ólst upp hér í grenndinni og ég var kunnugur á holtinu þegar ég var í Iðnskólanum á árunum ‘68-’74. Ég tek eftir því að ýmsir eru rótgrónir í þessu hverfi, hafa jafnvel búið hér allan sinn ald- ur. Þeir hafa boðiö mig velkominn og þegar maður tekur stórar ákvarð- anir eins og þær að byrja aftur í svona rekstri þá hefur slíkt viðmót mikið að segja.“ Kjaftshögg En hvar hefur maðurinn haldið sig síðustu ár og hvað hefur hann verið að sýsla? „Ég ætlaði að kaupa stofu úti í Danmörku og þau mál voru nánast frágengin þegar ég seldi stofuna mina í Ármúlanum. Ófyrirséð atvik komu hins vegar í veg fyrir það,“ segir VUli og játar að það hafi verið kjaftshögg. „Ég var búinn að selja allt hér og kominn út með fjölskyldu og búslóð en það bagalegasta var að í sölusamningnum vegna stofunnar í Ármúlanum var ákvæði um að mér væri óheimilt að opna stofu hér á landi næstu fimm árin. Nýi eigandinn mátti hins vegar nota nafnið mitt í tvö ár. Ég spáði ekkert í þessa klásúlu þegar ég skrifaði undir því ég var á útleið." - Varstu fyrir einhveijum svikum í Danmörku? „Já, það má segja það. Frúin sem ég var að kaupa af var reyndar mjög al- mennileg og ætlaði að vinna hjá mér í nokkra mánuði, sem var auðvitað dýrmætt fyrir mig, þar sem viðskipta- vinirnir þekktu hana. Bóndi hennar var hins vegar óáreiðanlegri. Hann var fasteignasali og hvort sem honum staddur. Þetta var líkast þvi að vera skotinn í hnakkann,“ rifjar hann upp og segir bjargvætti sína hafa verið tvær stúlkur sem unnu hjá honum þá. „Ég missti ekki meðvit- undina strax og hélt að þetta væri bara eitthvert smáræði sem liði hjá en stúlkumar yfirtóku líf mitt á þessari stundu, hringdu á sjúkrabíl og sendu mig umsvifalaust upp á Landspítala. Það lá ég í tvo mánuði og var svo á Reykjalundi í endurhæf- ingu í rúma þrjá mánuði. Stelpumar gerðu það ekki endasleppt við mig heldur sáu um viðskiptavinina svo stofan héldist í rekstri. Einn góður vinur minn tók að sér bókhaldið og annar sá um að borga það sem þurfti.“ Villi kveðst hafa verið mjög máttfarinn vinstra megin fyrst eftir þennan atburð og það hafi tekið hann eitt og hálft ár aö ná upp nægu starfsþreki til að vinna allan daginn. Enn verði hann að passa að fara vel með sig. „Litli heilinn er ekki lítil- vægur þótt hann heiti litli heili. Hann stjórnar til dæmis finhreyfmg- unum og í þessu fagi má maður illa við að missa þær,“ segir hann alvar- legur. Hann kveðst hafa sloppið ótrúlega vel út úr þessum hremm- ingum miðað við ýmsa sem hann hitti i meðferðinni er höfðu lent í A því sama og misstu málið og hvað- eina. „Batinn var lottóvinningur lífs míns. Það var ekki flóknara en það,“ segir Villi og meinar það. Bætir síð- an við: „Maður verður að læra af svona hlutum og reyna að brosa við mótlætinu, annars getur maður lent i því að velja hina leiðina." Missti konu og dóttur Þetta er ffáleitt eina áfallið sem Villi hefur lent í um dagana. Fyrri konan hans veiktist árið 1976 af heilablæðingu sem leiddi hana til * dauða 1984 og dóttur hennar, sem Villi ættleiddi, missti hann fyrir tveimur árum, einnig úr heilablæð- ingu. „Þær voru með sjúkdóm sem leggst á vissar ættir hér á landi og ég hef barist mikið fyrir að fundin verði lækning á,“ segir Villi dapur í bragði. „Konan mín var ein af sex systrum, fjórar þeirra fóru úr þessum sjúkdómi á besta aldri og þrjú af börn- um þeirra líka,“ bætir hann við. Hann getur samt glaðst yfir því að hann á fjögur börn á lífi, þar af tvö með fyrri konunni og segir þau vera heilbrigð. „Sonur minn, sem er læknir á Akur- eyri, hefur tekið þátt í rannsóknum á þessum sjúkdómi. Því starfi miðar alltaf lengra og lengra og það endar . með því að lækning finnst. Því höfum við sterka trú á,“ segir hann einbeitt- ur. En nú er honum ekki lengur til setu boðið. Inn snarast dökkhærður ungur maður sem þarf á hársnyrtingu að halda og hann er ekki látinn bíða. -Gun. A stofunni Villi Þór hefur ekki unniö á svæöi 101 áöur en segist kunna vei viö sig í nágrenni viö Skólavöröuholtið. hefur verið boðið eitthvað undir borð- ið eða ekki þá hvíslaði hann ýmsu að mér sem varð til þess að ég hætti við kaupin. Mánuði áður hafði hann klappað mér á bakið og sagt. „Ef það dregst eitthvað að þú getir selt heima þá er ekkert mál fyrir okkur hjónin að bíða með söluna til sumarsins." Þetta var slæm reynsla en eigum við ekki að vona að maður verði gáfaðri á eft- ir?“ Orð skulu standa Eftir þessa brotlendingu kveðst Villi hafa komið víða við. Hann hafi verið lausráðinn á hársnyrtistofum í Danmörku, Reykjavik og Noregi. Einnig hafi hann gripið í sölu- mennsku og hin ýmsu störf. „Það var dálítið los á manni,“ segir hann eins og afsakandi. Hann segir sér hafa ver- ið boðið að kaupa stofu á nafni ann- arra og vinna þar en hann hafi ekki hrifist af þeirri hugmynd. „Ég var ekki tilbúinn að lifa með þann blett á samviskunni enda er ég alinn upp við það að orð skuli standa." Villi dregur þó ekki dul á að þetta hringl hafi kost- að hann mikla peninga en nýja stofan hans er til vitnis um að hann eyddi ekki öllu í vitleysu heldur stendur enn á uppréttum fótum. Eins og skot í hnakkann Fótunum var hins vegar kippt und- ap VUla í bókstaflegri merkingu einn dag árið 1994 þar sem hann var við vinnu sína á stofunni, þá rúmlega fer- tugur. „Ég fékk blóðtappa við litla heilann og datt niður þar sem ég var Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Einhvern tíma heyrði ég þá kenn- ingu að fólk eignaöist böm vegna þess að það hefði þráð framlengingu af sjálfu sér. Sem mér finnst benda til fullmikillar sjálfhverfu. Mér finnst einmitt að fólk eigi bara aö eignast böm ef það hefur meiri áhuga á öðr- um en sjálfum sér. Þá getur það gefið af sér af örlæti. Annars held ég að fólk sé alltof oft að eignast börn af því það haldi að það sé hinn venjulegi lífsmáti. Þegar svo kemur að því að annast bamið 24 tíma á sólarhring þá er fólk ekki alveg tilbúið í þá púl- vinnu. Fer að vorkenna sér og verður önugt. Og lætur vansældina bitna á bami sem bað ekki um að koma í heiminn. Sumir ganga meira að segja svo langt að misþyrma bömum sin- um. Um helgina las ég framhald met- sölubókarinnar „Hann var kallaður þetta" eftir Dave Pelzer. Þessi nýja bók heitir „Umkomulausi drengur- DAVE PEL2ER Umkomulausi drenguriim inn“ og fjallar um líf Daves frá tólf ára aldri til átján ára aldurs. Fyrri bókin var saga drengs sem var ofsóttur af móður sinni. Seinni bókin fjallar um flakk á milli fósturheimila. Það merkilega við þessa sögu Daves Pelz- ers er að honum tókst að lifa af og verða ástríkur faðir. Þeir sem verða fyrir ofbeldi enda víst æði oft sem of- beldismenn. Sem er sorgleg niður- staða því maður vill trúa því að mannsandinn geti hafið sig yfir ömur- legar aðstæður og unnið sigur á þeim. Dave Pelzer er dæmi um andlegan sig- urvegara. Saga hans er sannarlega þess virði að hún sé lesin. Vinkona mín ein, tveggja bama móðir, er ekki sátt við bækur Daves Pelzers sem hún segir í Dale Camegie stíl. Ég held hins vegar að manneskja sem hafi gengið í gegnum jafh skelfi- lega reynslu og Dave hafi ekki átt aðra björgunarleið en að skrifa sig frá reynslunni og kalla til vitnis kennara, fósturforeldra og sálfræðinga. Sam- kvæmt tölfræði átti hann sáralitla „Þeir sem verda fyrir of- <. beldi enda víst œði oft sem ofbeldismenn. Sem er sorg- leg niðurstaða því maður vill trúa því að mannsand- inn geti hafið sig yfir ömur- legar aðstæður og unnið sigur á þeim. Dave Pelzer er dæmi um andlegan sigur- vegara. Saga hans er sann- arlega þess virði að hún sé lesin. “ r möguleika á því að verða að eðlilegum manni eftir misþyrmingar móöur sinnar. Svona álíka og við sem lifum venjulegu lífi eigum á því aö fá fimm- faldan lottóvinning. Stundum kemur lífið gleðilega á óvart. Mikið er gott að vita af því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.