Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2002, Qupperneq 32
rt
B
H
h^he
Smi&juvegi 60 (Rau& gata) - Kópavogi
SímiSS7 2540 - 554 6350
Allar almennar bílaviögerðír
á öllum tegundum bifreiöa
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
Vönduö vinna - aöeins unnin af fagmönnum
MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002
Viðbótarlífeyrissparnaður
Allianz (fij)
I/
Loforð er loforð
Sími: 533 5040 - www.allianz.is
/
Vambahreinsun í
gróðurhúsi þing-
mannsins hafnað
Heilbrigöiseftirlit Suðurlands hef-
ur hafnað umsókn Sláturfélags Suð-
urlands frá miðjum október um að
reka vambahreinsun í gróðurhúsi
Kjartans Ólafssonar, alþingismanns
á Selfossi, og hefur veitt félaginu
þriggja vikna frest til að færa starf-
semina á annan stað í húsnæði sem
stenst kröfur um hreinlæti og að-
búnað.
„Við sóttum um leyfið til þriggja
vikna og þessi timi sem við fengum
nægir okkur til að ljúka starfsemi
okkar í húsinu. Þama eru vanda-
mál með frárennsli sem ég vissi
ekki um þegar við tókum húsið á
leigu. En við munum leita að hús-
næði fyrir næsta haust sem uppfyll-
ir allar reglur," sagði Guðmundur
Svavarson hjá Sláturfélagi Suður-
lands í morgun. -NH
Suðurland:
Vikulegar rútu-
ferðir í búðina
„í kjölfar mikilla fyrirspuma
og óska íbúa á Stokkseyri og Eyr-
arbakka höfum við í Krónunni á
Selfossi ákveðið að standa fyrir
rútuferð einu sinni í viku frá bæj-
unum á ströndinni, á Selfoss, fyr-
ir fólk til að gera innkaup sín í
verslun Krónunnar," sagði Helgi
Haraldsson, verslunarstjóri Krón-
<***. unnar á Selfossi. Fyrst í stað er
gerð tilraun með ferðir til ára-
móta í samvinnu við Hópferðabíla
Guðmundar Tyrfingssonar hf.
Farið verður einu sinni í viku, á
fimmtudögum og er fargjaldið
endurgjaldslaust, báðar leiðir.
„Það er von okkar að fólk notfæri
sér þessa þjónustu, sérstaklega
fólk sem ekki hefur bil til um-
ráða,“ sagði Helgi Haraldsson
verslunarstjóri. -JBP
<Tr
SECURITAS
BBMBBWBBW
VELDU ÖRYGGI f STAÐ ÁHÆTTU!
Sími 580 7000 | www.securitas.is
112
EINN EINN 7VEIR
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ
ÞAO ER ÞUNGT
í ÞEIM!
DV-MYND HLMAR BRAGl
Afgreiðsla skips Atlantsskipa hindruö
ITF, Alþjóöa flutningamannasambandiö, hefur hindraö aö skip Atlantsskipa, Bremen Uranus, sé afgreitt í Njarövíkur-
höfn. Skipiö flytur varning til Vamarliösins á Keflavíkurflugvelli. Félagar úr Verkaiýös- og sjómannafétagi Keflavíkur
standa vörö viö skipiö. Krafist er þess aö áhöfninni séu greidd iaun samkvæmt samningum en engir samningar gilda
fyrir áhöfnina sem í eru 9 manns. Fulltrúi þeirra sem standa vakt við skipiö segir aö enginn friöur muni ríkja og eng-
um vörum landaö fyrr en geröur hefur veriö kjarasamningur viö áhöfnina.
Baugur með yfirburðastöðu á matvörumarkaði samkvæmt könnun DV:
Annar hver Islendingur kaup-
ir inn i verslunum Baugs
Baugur hefur yfirburðastöðu á mat-
vörumarkaðinum samkvæmt skoðana-
könnun DV sem gerð var á fimmtudag.
Ríflega annar hver maður, eða 54 pró-
sent landsmanna, kaupir reglulega inn
til heimilisins í verslunum í eigu
Baugs, en hvorki meira né minna en
70,4 prósent sé eingöngu litið til íbúa
höfuðborgarsvæðisins. 16 prósent á
landinu öllu gera regluleg innkaup í
verslunum Samkaupa, 11,4 prósent í
verslunum Kaupáss og 18,5 prósent
annars staðar. Langsamlega flestir
kaupa inn í Bónus, eða 41,1 prósent á
landinu öllu, en nærri annar hver á
höfúðborgarsvæðinu, eða 47,7 prósent.
Önnur vinsælasta verslunin á lands-
visu er Hagkaup en 8,8 prósent kaupa
reglulega inn þar.
„Miðað við þróun undanfarinna ára
þá kemur þetta ekki mjög á óvart en
Baugur er sterkari en ég hélt, sérstak-
lega á höfuðborgarsvæðinu. Það er
ljóst að þegar málin eru á þennan veg
þarf að fylgjast mjög vel með þessum
markaði. Það er mjög auðvelt að mis-
nota markaðsráðandi aðstöðu sína. Ég
held að Baugsmenn þurfi sjálfir að
Rannveig
Guðmundsdóttir.
Valgerður
Sverrisdóttir.
ganga mjög varlega um gleðinnar dyr
vegna þess að fákeppni og þessi mikla
stærð getur snúist upp í andhverfu
sína stígi menn ekki varlega til jarðar.
Stór fyrirtæki á fslandi verða stundum
svolítið' óvinsæl," sagði Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytendasam-
takanna, við DV.
„Þegar matvörukeðjumar tóku við
af kaupmanninum á hominu fylgdi
því ákveðinn söknuður en um leið
væntingar um að það mundi breyta
mjög hag neytenda. Það er alvarlegt
mál þegar einn aðili er kominn í 70
prósenta markaðsráðandi stöðu. Það
er vandmeðfarin staða og það þarf
mjög styrka stjóm til að slíkri stöðu
sé fyrst og ffemst beitt í þágu neyt-
enda. Það er vandmeðfarið að hafa
svona yfirburði á matvömmarkaði. í
þessu felast engir dómar um að menn
fari ekki vel með þessa stöðu en það
er óheppilegt þegar markaðsráðandi
staða eins fyrirtækis er af þessari
stærðargráðu," sagði Rannveig Guð-
mundsdóttir, þingmaður Samfylking-
ar, við DV í morgun.
„Það er ekkert launungarmál að
það ríkir hér fákeppni á matvöra-
markaði en eins og ég hef margoft sagt
varð hún til á þeim tíma þegar ekki
var hægt að breðgast við því - lögin í
landinu gáfu ekki heimild til þess,“
segir Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra.
„Við stöndum því framrni fyrir
þessu svona. Um það, hvaða leiðir era
færar til að bregðast við, ætla ég ekki
að segja um á þessu stigi og sé ekki al-
veg leiðina til þess miðað við ákvæði
stjómarskrár um eignarrétt. En auð-
vitað hef ég áhyggjur af þessu,“ segir
viðskiptaráðherra. -hlh/ÓTG
-Sjá nánar bls. 4
Ólgandi óánægja meðal póstbera á höfuðborgarsvæðinu:
Bera allt að 140 kíló úr húsi að morgni
Ólgandi óánægja er meðal póst-
bera á höfuðborgarsvæðinu vegna
síaukins vinnuálags. Dæmi eru um
að þeir séu að fara með allt aö
130-140 kfló af pósti úr húsi að
morgni, sem þeir þurfa að koma á
dreifingarsvæði sín. Þeir segja vega-
lengdimar orðnar slíkar að tæpast
sé mögulegt að dreifa þeim pósti
sem þeim sé ætlað að koma á leiðar-
enda. Alltaf sé verið að breyta út-
burðarhverfunum. Þeir segja
mannaskipti í stéttinni mjög tíð.
Fæstir tofli lengi í starfinu vegna
lágra launa og mikils vinnuálags.
Þórdis Tinna Aðalsteinsdóttir,
póstberi í Hafnarfirði, kvaðst þurfa
að ganga 10-12 kílómetra á dag tfl
að bera út á sínu svæði. Mest hefði
hún farið með um 140 kíló af pósti
úr húsi á morgnana. Þórdís Tinna
var eini póstberinn sem DV ræddi
við í gær sem þorði að koma fram
undir nafni. Aðrir viðmælendur DV
sögðust óttast að verða reknir ef
þeir kæmu fram undir nafni.
„Það er óskaplega mikil óánægja
í Hafnarfirði, Kópavogi og Garða-
bæ,“ sagði Þórdís Tinna. „En fólk
þorir ekki að kvarta nema hvað við
annað af ótta við viðbrögð fyrirtæk-
isins. Út á við stendur fyrirtækið
sig með sóma, en starfsskflyrðin eru
í molum.“
Annar póstberi sem DV ræddi við
í gær, en vfldi ekki koma fram undir
nafni, kvaðst vera búinn að gefast
upp, hann sagði að áður fyrr hefðu
póstberar fengið að mæta hálftíma
fyrr á morgnana til að komast öragg-
lega yfir verkefni dagsins. Núverandi
stjómendur hefðu afnumið þetta og
lækkað fólk í heflu starfi um aflt að
11 þúsund krónur á mánuði. Laun
fyrir fuflt starf væru nú i kringum
100 þúsund krónur. Mannaskipti
væri gífúrleg, póstberar hættu um
leið og þeir fengju aðra vinnu. -JSS
Fannst eftir leit
/
Björgunarsveitir Slysavarnafé-
lagsins Landsbjargar í Rangárvafla-
sýslu fundu mælingamann á þriðja
tímanum í nótt en maðurinn skilaði
sér ekki til byggða i gærkvöld. Mað-
urinn var heill á húfi - hafði beðið
átekta í bifreið sinni sem var biluð.
Hann þykir hafa brugðist hárrétt
við aðstæðum með því að bíða ró-
legur í bflnum. -aþ
/
/
/
Laugavegsbruninn:
Kviknaði eldur á
fleiri stöðum?
/
/
Lögreglan telur ekki ólíklegt að
eldur hafi kviknað á fleiri en einum
stað baka til við Laugaveg 40a á
laugardagskvöldið. Þetta er þó ekki
staðfest enn þá þar sem lyfta þarf
bakhúsi til að rannsaka upptökin
betur.
Hörður Jóhannesson yfirlögreglu-
þjónn sagði við DV að þegar liggi
fyrir að fáir aðrir möguleikar en
íkveikja komi til greina sé rusla-
geymslan við húsið nr. 40a höfð í
huga en þaðan sáu íbúar mikinn eld
leggja upp þegar fyrst varð vart við
eldsvoðann.
Maðurinn sem sást koma út frá
porti þar sem m.a. umrædd rusla
geymsla er var úrskurðaöur í
gæsluvarðhald til föstudags. -Ótt
/
/
/
/
/
/
Sementsverksmiðjan: r a
Stjórnvaldssekt É
vfirvnfanHi
/
yfirvofandi
Sementsverksmiðjan hf. á
Akranesi á yfir höfði sér stjóm-
valdssekt fyrir að misbeita mark-
aðsráðandi stöðu sinni gagnvart
samkeppnisaðila. Kemur þetta til
álita að mati Samkeppnisstofnun-
ar við kæru Aalborg Portland frá
því í ársbyrjun en óafgreidd er
önnur kæra Aalborg sem kom til
umfjöllunar í stofnuninni á
mánudag.
Einn af stjómarmönnum verk-
smiðjunnar, Gísli Gíslason, bæjar-
stjóri á Akranesi, segir að nú líði
að ögurstund varðandi framtíð
verksmiðjunnar. Ákallar hann þvi
ráðherra, þingmenn og aðra þá
sem vettlingi geta valdið til stuðn-
ings vegna erfiðrar stöðu Sem-
entsverksmiðjunnar. Þá hafa tveir
þingmenn svarað kallinu og lagt
fram þingsályktunartillögu um að-
gerðir gegn samkeppnisaðilanum.
Framkvæmdastjóri Aalborg
Portland á íslandi telur þessari til-
lögu beint gegn fyrirtæki sínu og
með ólíkindum að Alþingi sé not-
að á þennan hátt gegn fyrirtæki á
samkeppnismarkaði. -HKr.
- Sjá nánar bls. 7
/
/
/
/
:
CAFE
f | E S I 0
- Gób tónlist -
Margrómabar súpur í hádeginu
- Hádegisréttir -
Opib virka daga 10-23
laugardaga og sunnudaga 12—18
- Nœg bUastœbi -
Hííðarsmári 15, sími 555-4585,
sama húsi og Úrval/Útsýn
nr