Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Page 7
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002
23
Valinn hefur verið úrvalshópur
efhilegustu glímukappa landsins:
Sport
DV
Eins og sjá má voru það engin vett-
lingatök sem blöstu við Ijósmyndara
DV þegar hann leit inn á fyrstu æfingu
úrvalshóps 14-19 ára gamalla krakka í
Hagaskóla um helgina. Hópurinn, sem
samanstendur af srákum jafnt sem
stelpum sem koma hvaðanæva af
landinu, er að hefja undirbúning fyrir
íþróttasýningu í Kanada eftir tvö ár og
mun hann hittast með reglulegu milli-
bili fram að þeim tíma. Á efri myndinni
má sjá Helga Kjartansson, fram-
kvæmdastjóra Glímusambands ís-
lands, og Ólaf Sigurðsson, einn af
þremur þjálfurum hópsins.
DV-myndir Teitur
Góö alhliða íþrótt
í úrvalshópnum eru fimm
stelpur og DV-Sport náöi tali af
tveimur þeirra, Berglindi Krist-
insdóttur og Elisabeth Patri-
arca. Berglind sem er 17 ára hef-
ur stundað glimu í tæp níu ár
en Elisabeth er 14 ára og hefur
verið að æfa í um 5 ár.
„Pabbi er þjálfari hjá Garpi
sem er íþróttafélagið heima og
ég byrjaði aðallega út af hon-
um,“ segir Berglind.
Elisabeth æfir með félaginu
Dímon og hún byrjaði í glímu
fyrir tilviljun. „Systir mln var
mikið í þessu og ég flæktist með
henni á æfingu eitt sinn ég hef
haldið áfram síðan.“
Þær segjast báðar hafa mjög
gaman af þessu.
„Þú þarft að vera liðugur en
samt sterkur. Það skiptir engu
máli hvernig þú lítur út, feitur,
mjór, stór, það skiptir ekki máli.
Þetta reynir nefnilega ekki síð-
ur á hugsun en hreyfingar," seg-
ir Berglind og bætir við að það
sé mjög gaman að vera i þessum
hóp.
„Þetta eru krakkar sem hafa
verið að keppa gegn hvort öðru
en núna erum við saman og
kynnumst hvort öðru og æfum
saman. Það er alveg frábært."
Þær segjast hvorugar vera á
leiðinni að hætta í glímunni.
„Nei, það er ákeðinn hópur af
stelpum sem hafa verið saman í
mörg ár og mæta á öll mót og ég
veit að það er engin á leiðinni
að hætta af þeim,“ segir Berg-
lind. -vig
Ætlu
Urvals-
hópur GLÍ
utan um þennan hóp
- segir Helgi Kjartansson, framkvæmdastjóri Glímusambands íslands
Nýlega var valinn úrvalshópur efni-
legasta glímufólks landsins í aldurs-
flokknum 14-19 ára. Um 30 krakkar um
allt land voru valdir í hópinn sem mun
síðan fara á alþjóðlega íþróttasýningu
sem haldinn verður í Kanada árið 2004.
DV-Sport leit inn á æfingu í Hagaskóla
um helgina þar sem hópurinn kom
saman í fyrsta skipti.
„Þetta er hátíð sem haldin verður í
Kanada fyrir þjóðlegar íþróttir og þjóð-
lega leiki. Búist er við að um 70 lönd
taki þátt og það verði á milli eitt og tvö
þúsund manns sem komi saman í öll-
um aldursflokkum. Við ætlum að
reyna að fara út með þessa yngri kyn-
slóð og með í fór verða eldri glímu-
kapparnir þannig að úr verður stór
sýningarflokkur," segir Helgi Kjartans-
son, framkvæmdastjóri Glímusam-
bands íslands.
Þjálfarar hópsins eru þrír af fremstu
glímumönnum íslands, þeir Ólafur Sig-
urðsson, Ingibergur Sigurðsson og Lár-
us Kjartansson. Mun hópurinn hittast
tvær helgar í vetur og stefnan er að
hittast í 3-4 skipti næsta vetur. I milli-
tíðinni verða krakkarnir svo að sjálf-
sögðu að æfa með sínum félögum.
Aðspurður segir Helgi nóg um að
vera á ári hverju fyrir þá sem stunda
glímu.
„Það er alltaf fullt af mótum í gangi.
Íslandsglíman eða baráttan um Grettis-
beltið er stærsta mótið en svo er líka
mótaröð þar sem sá er hlýtur flest stig
að loknum þremur mótum er krýndur
íslandsmeistari. Svo er líka bik-
arglíma, sveitaglíma og fleiri keppnir.
Ég held að það séu 12 mót á vegum
Glimusambandsins í vetur allt í allt og
yngri kynslóðin tekur þátt í þeim öll-
um fyrir utan Grettisbeltið."
Helgi segir að það séu á bilinu 10-20
manns eldri en tvítugir að æfa glímu af
fullum krafti en af þeim séu aðeins
nokkrir sem treysta sér í stærstu mót-
in. Til að mynda voru aðeins sex kepp-
endur í síðustu Íslandsglímu.
„En til þess er einmitt þessi úrvals-
hópur. Við ætlum að reyna að halda
utan um krakkana og minnka brottfall-
ið sem er mest á unglingsárunum, og
þannig skOa þau sér vonandi upp eftir
3-4 ár og verða í baráttunni um Grett-
isbeltið þá,“ segir Helgi og bætir við að
þó að það líti ekki út fyrir það þá séu
það fleiri konur sem stunda glímu
heldur en karlar ef eitthvað er.
„í síðustu Íslandsglímu hjá körlun-
um voru sex keppendur en í
Freyjuglímunni, sem er sambærilegt
mót fyrir kvennaflokkinn, voru 10 kon-
ur að kljást um titilinn. En það fer
vissulega minna fyrir þeirn," segir
Helgi.
Nú er framboðið á íþróttagreinum
alitaf að aukast á Isiandi og nú síðast
er það boxið sem laðar að sér unga Is-
lendinga. Er Helgi ekkert hræddur um
að glímuáhuginn fjari bara út?
Jú, maður er dauðhræddur um það.
Framboðið er gríðarlegt og samkeppn-
in um krakkana er ekki minni. Við
keppum ekkert við þessar stóru grein-
ar sem eru svo vel markaðssettar
þannig að ef við höldum okkar tjölda
og náum kannski að bæta einhverju
við þá erum við sáttir og vel það,“
segir Helgi að lokum. -vig
Þau 30 sem valin voru eru í
stafrófsröð:
Ari Kristinsson, HSK, Aron
Kárason, HSK, Atli Már Sig-
marsson, UÍA, Berglind Kristins-
dóttir, HSK, Birkir Bragason,
HSK, Elísabeth Patriarca, HSK,
Eva Lind Lýösdóttir, GFD, Guð-
jón Kr. Einarsson, KR, Hafsteinn
Kristinsson, HSK, Heimir
Hauksson, HSK, Hildur Ágústs-
dóttir, HSK, Ingibjörg Ragna
Gunnarsdóttir, HSK, Jóhann
Gunnar Böðvarsson, HSK, Jón
Kristinsson, HSK, Jón Ólafur
Eiðsson, UÍA, Jón Öm Ingileifs-
son, HSK, Jón Óskar Björgvins-
son, HSK, Jónas Ingólfsson, HSÞ,
Júlíus Björnsson, HSÞ, Kristján
Bjöm Sigurðarson, UÍA, Magnús
Þorri Jónsson, HSÞ, Ólafur
Gunnarsson, UÍA, Orri Ingólfs-
son, Fjölni, Pálmi Hjaltason, KR,
Pétur Gunnarsson, HSÞ, Snær
Seljan Þóroddsson, UÍA, Sólveig
Jóhannsdóttir, GFD, Svana Jó-
hannsdóttir, GFD, Þórður Guð-
mundsson, UÍA.
Lækkað verð
m.
HEKLA
Lægstu verðin á notuðum bílum.
Fylgstu með, því hér er hægt að gera góð kaup!
m
£
ÍD
X
m
<
Gott á bilathing.is
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is
BÍLAÞINQÉEKLU
Númereitt I notuðum bílum!