Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2002, Side 20
36
MÁNUDAGUR 28. OKTÓBER 2002
Sport____________________________ dv
Michael Owen hefur heldur bet-
ur þaggað niður í þeim gagnrýnis-
röddum sem heyrðust í upphafi
keppnistímabilsins þegar honum
gekk illa að skora.
Hann hefur farið á kostum að
undanfórnu og gengið frá and-
stæðingum Liverpool upp á eigin
spýtur hvað eftir annað.
Þrenna gegn Spartak Moskvu í
meistaradeildinni í vikunni var
mikilvæg og markið hans gegn
Tottenham um helgina var ekki
síður mikilvægt. Hann bjó það til
upp á eigin spýtur með frábæru
einstaklingsframtaki og sýndi síð-
an mikið hugrekki með því að
taka vítaspyrnuna, sem hann
fiskaði sjálfur.
Owen hafði þegar brennt af
tveimur vítaspyrnum á þessu
keppnistímabili en á laugardag-
inn urðu honum ekki á nein mis-
tök. Sigurmarkið var staðreynd
sem og fjögurra stiga forysta
Liverpool á toppi ensku úrvals-
deildarinnar.
Gerard Houllier, knattspymu-
stjóri Liverpool, varði Owen með
kjafti og klóm þegar illa gekk hjá
pilti í byrjun tímabils og hann er
að uppskera ríkulega.
„Michel Owen er sérstakur
leikmaður sem getur unnið leiki
fyrir okkur upp á sitt eindæmi.
Hann hefur oft sýnt það og sann-
að,“ sagði Gerard Houllier í
vikunni. -ósk
Michael Owen
Fæddur: 14. desember 1979
Heimaland: England
Hæð/þyngd: 175 cm/65 kg
Leikstaða: Framherji
Fyrri lið: Engin
DeUdarleikir/mörk: 219/119
Landsleikir/mörk: 44/19
Hrós:
..Michael Owen var munurinn á lið-
unum í dag. Hann er ótrúlega fljótur og
þó að við reyndum okkar besta til að
stoppa hann þá slapp hann nokkrum
sinnum í gegn ..." Glenn Hoddle, stjóri
Tottenham, um Michael Owen.
Tveir leikir fóru fram i ensku knattspyrnunni í gær:
Beattie með þrennu
- þegar Southampton sigraði Fulham. Everton marði sigur á West Ham á útivelli
Framherjinn James Beattie var
hetja Southampton 1 gær þegar liðið
sigraði Fulham 4-2 á heimavelli. Ful-
ham var komið í 2-0 eftir 24 mínútur
með mörkum frá Lee Clark og Steed
Malbranque, og það stóð ekki steinn yf-
ir steini í leik heimamanna. Tveimur
minútum siðar fengu Dýrðlingarnir
vítaspymu og eftir að Beattie hafði
skorað örugglega úr henni héldu
heimamönnum engin bönd. Beattie
skoraði tvö glæsileg skallamörk áður
en Brett Ormerod innsiglaði sann-
v gjaman sigur rúmum stundarfjórð-
ungi fyrir leikslok.
Gordon Strachan, knattspyrnustjóri
Southampton, hélt vart vatni yfir
frammistöði sinna manna.
„Þetta er írábær hópur sem ég er
með í höndunum. Þeir hreinlega þola
ekki að tapa og það sýndi sig í dag. Ég
sagði einfaldlega við Beattie að ef
hann héldi áfram að leggja sig fram þá
hlytu mörkin að koma. Þegar hann
brenndi af við markteig gegn
Manchester City um daginn sagði ég
við hann að hann hefði náð botninum
hvað varðar það að brenna af dauða-
færum. Þaðan í frá gæti leiðin ekki leg-
ið annað en upp á við,“ sagði Strachan.
Beattie var sjálfur hógvær að leik
loknum. „Ég er kominn aftur og von-
v andi get ég skorað fleiri mörk á næstu
vikum og komið liðinu enn ofar á töfl-
unni. En þetta var liðsandinn sem
vann hér í dag. Það þurfti griðarlegan
anda til að komast aftur inn í leikinn
en við gerðum það og gott betur."
Lee Carlsley skoraði eina mark
leiksins þegar Everton sigraði West
Ham á útivelli. Hið góða gengi Everton
heldur því áfram og ljóst er að sigur-
inn á Arsenal um siðustu helgi hefur
fært liðinu aukið sjálfstraust.
Leikurinn á Upton Park var í jám-
um og gat sigurinn dottið hvorum meg-
in sem var. Eins og áður segir var það
Carsley sem skoraði og var það með
glæsilegum skalla á 70. mínútu.
Skömmu áður hafði táningurinn Way-
'* ne Rooney komið inn á sem varamað-
ur og við það breyttist leikur Everton
til hins góða. Eftir markið sóttu heima-
menn nokkuð stíft að marki Everton
en höfðu ekki erindi sem erfiði og
fundu enga leið fram hjá Richard
Wright í marki gestanna.
Við sigurinn færist Everton upp í 8.
sæti úrvalsdeildarinnar en West Ham,
sem hefur ekki enn unnið á heima-
velli, virðist eiga erfitt með að hífa sig
frá botnbaráttunni. -vig
James Beaftie for a ko|ti!m
qjlgn Fulharpii gær og s|oraöi
pren'iu: fy rip Southampton. Hann
skoraði einnig stjjúrmark
Southaifipton gegrfAston Villal
siíiistu viku $euters
Larus Orri Sigurósson kom mn á sem
varamaöur á 65. minútu þegar West
Bromwich Albion tapaöi fyrir Chelsea í
ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Eiöur Smári Guöjohnsen sat á vara-
mannabekknum hjá Chelsea í sama leik
og kom ekki viö sögu í leiknum.
Hermann Hreiöarsson spiiaöi allan
leikinn fyrir Ipswich sem tapaði fyrir
GUfingham á heimavelli i fyrsta leikn-
um undir stjóm nýja knattspymustjór-
ans, Tony Mowhray.
Brynjar Gunnarsson og Bjarni
Guöjónsson spiluðu báöir allan leikinn
fyrir Stoke sem steinlá fyrir Rotherham
í ensku 1. deildinni. Péíur Marteinsson
var ekki i leikmannahópi Stoke í
leiknum.
Heiöar Helguson spilaöi alfan leikinn
og skoraði sigurmark Watford gegn
Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni
á laugardaginn.
ívar Ingimarsson kom inn á sem
varamaður á síðustu minútu leiksins
þegar Wolves vann stóran sigur á
Grimsby í ensku 1. deildinni.
Helgi Valur Danielsson kom inn á sem
varamaöur á 65. minútu hjá
Peterborough sem tapaði fyrir Bristol
City í ensku 2. deildinni.
Arnar Gunnlaugsson var ekki í
leikmannahópi Dundee Utd sem gerði
jafntefli gegn Partick í skosku
úrvalsdeildinni.
Jóhannes Karl Guöjónsson sat allan
tímann á bekknum þegar Real Betis
geröi jafntefli gegn Recreativo í
spænsku 1. deildinni.
Eyjóifur Sverrisson sat allan tímann á
bekknum þegar Hertha Berlin geröi
jafntefli gegn Bayer Leverkusen i þýsku
1. deildinni.
Marel Baldvinsson og Tryggvi
Guömundsson vom báðir í byrjunarliði
Stabæk sem vann stórsigur á Moss, 7-2,
í norsku úrvalsdeildinni. Tryggvi lék
allan leikinn og skoraði tvö mörk en
Marel var skipt út af á 63. mínútu.
Guöni Rúnar Helgason lék allan
leikinn með Start sem tapaði enn einum
leiknum, nú gegn Bodo/Glimt, 3-0.
Ármann Smári Björnsson spilaði í 65
mínútur fyrir Brann sem tapaði fyrir
Rosenborg, 4-0. Árni Gautur Arason
var ekki í marki Rosenborg.
Gylfi Einarsson og Indriöi Sigurósson
spiluðu báðir allan leikinn þegar
Lillestrom vann Odd Grenland, 3-0, í
norsku úrvalsdeildinni.
Bjarni Þorsteinsson og Ólafur
Stigsson spiluðu alian leikinn þegar
Molde gerði jafntefli, 3-3, gegn Sogndal.
Bjami skorað annað mark Molde í
leiknum. Andri Sigþórsson kom inn á
sem varamaður á 82. mínútu. -ösk
Okkar menn
Hetjan
Bandaríski markvöróurinn
Brad Friedel, sem leikur með
Blackburn, var ástæðan fyrir því
að lið hans fór með sigur af hóimi
gegn Arsenal um helgina. Hann
varði hvað eftir annað stðrkost-
lega frá leikmönnum Arsenal og
Graeme Souness, knattspymu-
stjóri Blackburn, var ekki að
spara lofsyrðin um Friedel að leik
loknum.
„Hann er einfaldlega besti
markvörðurinn í Englandi í dag.
Hann er meiddur á hné og auðvit-
að hefur það áhrif á hann en
hann stendur samt sína vakt frá-
bærlega. Hann þarf að fara í upp-
skurð en vonandi heldur hann út
þar til það hentar okkur,“ sagði
Souness. -ósk
... skúrkurinn
Arsene Wenger, knattspymu-
stjóri Arsenal, ætti að vera búinn
að læra þá lexíu að það borgar sig
að tala varlega í knattspyrnu-
heiminum. Hann fór mikinn ekki
alls fyrir löngu og lýsti því þá yfir
að lið hans væri ósigrandi og að
hann sæi það fara taplaust i gegn-
um ensku deildina í vetur. Eitt-
hvað hefur vikan 20.-26. október
verið í móðu hjá Frakkanum því
að liðið tapaði tveimur leikjum í
þessari viku. Með orðum sínum
um hið ósigrandi lið Arsenal setti
hann pressu á liðið sem það hefði
vel getað verið án. Hann hlýtur að
hugsa næst áður en hann talar.
-ósk
Mánudagur 28. október
Bolton-Sunderland
Laugardagur 2. nóvember
Birmingham-Bolton
Liverpool-West Ham
Man. Utd-Southampton
West Brom.-Man. City
Sunnudagur 3. nóvember
Fulham-Arsenal
Tottenham-Chelsea
Blackbum-Aston Villa
Leeds-Everton
Charlton-Sunderland
Mánudagur 4. nóvember
Newcastle-Middlesbrough
Laugardagur 9. nóvember
Man. City-Man. Utd
Arsenal-Newcastle
Aston Villa-Fulham
Bolton-West Brom.
Chelsea-Birmingham
Everton-Charlton
Middlesbrough-Liverpool
Southampton-Blackbum