Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Page 6
6
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
Fréttir DV
Heimilislæknar á Suðurnesjum segjast sérfræðimenntaðir:
Langþreyttir á einkaá-
kvörðunum ráðuneytisins
- starf heimilislækna jafnt að virðingu og annarra lækna, segir ráðherra
„Viö viljum fá sérfræðiréttindi
okkar viðurkennd rétt eins og aðrir
sérfræðingar. Einnig erum við orð-
in langþreytt á einkaákvörðunum
Heilbrigðisráðuneytisins," segir
María Ólafsdóttir, fyrrverandi yfir-
læknir við Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja þar sem aliir heimilislækn-
ar hættu störfum í í liðinni viku.
Sem dæmi um einkaákvarðanir
nefndi hún vottorðamálið þar sem
Heilbrigðisráðuneytið hefði tekið
einhliða ákvörðun um að læknar
skrifuðu vottorð í vinnutíma en
ekki í yfirvinnu.
María sagði að þeir heimilislækn-
ar sem hætt hefðu störfum við Heil-
brigðisstofnun Suðumesja hefðu
verið átta fastráðnir sérfræðingar
og tveir lausráðnir sérfræðingar í
heimilislækningum. Þeir hefðu allir
tekið 4-5 ár í sémámi, verklegu og
bóklegu, eins og lyflæknar, heiia-
skurðlæknar og öldrunarlæknar
gerðu, svo dæmi væm tekin. Þessir
læknar væru allir með viðurkennd
sérfræðiréttindi. Sama máli gegndi
um flestaUa heimilislækna aðra, til
dæmis læknana í Hafnarfirði.
„Við emm að krefjast þess að fá
þessi réttindi viðurkennd eins og
aðrir sérfræðingar," sagði María.
„Þetta er spuming um að hafa það
val að geta verið sjálfstætt starfandi
á stofu eða undir heilsugæslunni."
Jón Kristjánsson heilbrigöisráð-
herra sagðist ekki hafa ljáð máls á
því að heimilislæknar færu inn á
sérfræðingasamninga af því að það
hefði í for með sér kúvendingu á
uppbyggingu heilsugæslunnar i
landinu ef læknamir fæm út en
önnur starfsemi yrði eftir. Þá
myndi það fljótlega leiða til hækk-
unar á komugjöldum, að áliti sér-
fræðinga. Loks myndi það leiða til
aukinna úrgjalda.
„Okkur hefur gengið erfiðlega að
hemja útgjöfdin í þessum geira,“
sagði ráðherra. „Mér finnst að
læknar haldi ansi hart við þessa
kröfu sem þeir setja á oddinn og
telji að virðing heimilislæknastétt-
arinnar sé undir því komin að þeir
geti sent Tryggingastofnun reikn-
inginn. Mér finnst þeir halda sér
mjög fast í það að menn séu settir
skör lægra með því að vinna að upp-
byggingu heilsugæslunnar. Ég lít
ekki svo á að það sé virðingarminna
starf."
-JSS
HM öldunga í skák:
Ingvar Ásmunds-
son í 5. til 15. sæti
Ingvar Ásmundsson kórónaði stór-
góðan árangur sinn á heimsmeistara-
móti öldunga í skák þegar hann gerði
jafntefli við þýska alþjóðlega meistar-
ann Klaus Klundt i 11. og síðustu um-
ferð mótsins. Ingvar hlaut 8 vinninga
og varð í 5. til 15. sæti ásamt mörgum
heimsþekktum stórmeisturum sem
settu svip sinn á alþjóðlegt skáklíf
fyrr á árum. Með þessum árangri náði
Ingvar áfanga að alþjóðlegum meist-
aratitli sem er mjög sjaldgæft með
menn á hans aldri.
Fjórir skákmenn deildu efsta sæti
mótsins með 8,5 vinninga en stiga-
hæstur þeirra er alþjóðlegi meistarinn
Josef Petkevitch frá Lettlandi. -GG
Mikið um
ölvunarakstur
Sjö ökumenn voru teknir grunaðir
um ölvun við akstur í Reykjavík í
fyrrinótt. Þá tók Kópavogslögregla
einn fyrir sama brot. Eru þetta fleiri
ölvunarakstursbrot en undanfarnar
helgar. Helgin var nokkuð erilsöm hjá
lögreglu. Vegna veðurblíðu var mikill
fjöldi fólks í miðbæ Reykjavíkur og
töluvert um ryskingar. Voru fanga-
geymslur fullar af þeim sökum. -hlh
Bessastaðir undir svörtum boga
Nú standa yfir dýpkunarfram-
kvæmdir á Amamesvogi í Garða-
bæ. Þar er unnið við að dæla upp úr
sjó efni af hafsbotni og til verksins
er notuð öflug dæla. Þegar ljós-
myndari DV var á ferð um Garðabæ
á dögunum stóðst hann ekki freist-
inguna og lét bununa frá dælunni
ramma þjóðhöfðingjasetrið Bessa-
staði inn á mynd.
-NH
Undir svörtum boga
Miklar framkvæmdir í Arnarnesvogi innramma Bessastaöi á þessarí mynd.
DV-MYND NJORDUR HELGASON
w
www.help.is
Hjalparstarf
kirkjunnar.
(i>-£ ijíivjirííJJ
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólariag i kvöld 17:02 16:40
Sólarupprás á morgun 09:23 09:19
Síódegisfló& 17:52 22:25
Árdegisflóö á morgun 06:17 10:50
Ve&riö í kvöii
Suölæg átt meö skúrum
Búist er við suðlægri átt, víða 8-13
m/s en 13-18 með austurströnd-
inni. Rignging eöa skúrir og hiti á bil-
inu 3 til 8 stig.
& <23 © (53í\ © ® <20 & Rigning, fyrst sunnanlands Á morgun, þriðjudag, er reiknað með suðaustlægri eöa breytilegri átt, vfða 8-15 m/s. Fer aö rigna, lyrst sunnanlands. Hiti veröur á bilinu 3 til 8 stig.
| Veðriö n; ■bs'U ilu■£ 11
Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
Hiti 2° «18° Hrti r til 6° Hiti 0° til 0“
Vindur: 8-13™/» Vindun 8-13 "V* Vindur: 8-13 ”>/»
71 4 i
Suövestan eöa vestan &-13 m/s og skúrír en dálrtil rígning norövestan tll. Hiti 2 til 8 stig. Vestlæg átt og ví&a rign- Ing en úr- komuliti& austan tll. Hlti 1 til 6 stlg. Otlit fyrir nor&læga átt me& rignlngu e&a slyddu, elnkum nor&- an- og aust- anlands. Heldur sval- ara ve&ur.
Logn Andvari Kul Gola Stinningsgola Kaldi Stinningskaldi Allhvasst Hvassvi&ri Stormur m/s 0-0,2 0,3-1,5 1,6-3,3 3.4- 5,4 5.5- 7,9 8,0-10,7 10.8- 13,8 13.9- 17,1 17,2-20,7 20,8-24,4
Rok Ofsave&ur 24.5- 28,4 28.5- 32,6
Fárvi&ri >= 32,7
IjjfJITr'!'
AKUREYRI súld 2
BERGSSTAÐIR alskýjaö 2
BOLUNGARVÍK skýjaö 7
EGILSSTAÐIR súld 4
keflavIk alskýjaö 7
KIRKJUBÆJARKL rigning 7
RAUFARHÖFN þokumóöa 5
REYKJAVÍK rigning 7
STÓRHÓFÐI rigning 7
BERGEN léttskýjaö 1
HELSINKI súld -3
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 2
ÓSLÓ léttskýjaö -6
STOKKHÓLMUR -7
ÞÓRSHÖFN rigning 8
ÞRÁNDHEIMUR heiöskírt -4
ALGARVE léttskýjaö 17
AMSTERDAM rigning 13
BARCELONA skýjaö 16
BERLÍN léttskýjaö 0
CHICAGO skýjaö -1
DUBLIN léttskýjaö 9
HALIFAX skýjaö -1
HAMBORG skýjaö 3
FRANKFURT súld 10
JAN MAYEN þoka 4
LONDON skýjaö 11
LÚXEMBORG rigning 13
MALLORCA þokumóða 12
MONTREAL heiöskírt -5
NARSSARSSUAQ snjókoma 0
NEW YORK hálfskýjaö 6
ORLANDO heiöskírt 17
PARÍS skýjaö 12
VÍN skýjaö 4
WASHINGTON heiöskírt 1
WINNIPEG alskýjaö -5