Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.2002, Side 13
13
MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2002
DV_____________________________________________________________________________________________Neytendur
Hagstætt að kaupa uppþvottalög og fljótandi handsápu í 4 og 5 lítra brúsum:
Spara má 3400 krónur
í einni innkaupaferð
Hægt er að
spara þúsundir
króna á því að
kaupa stórar
pakkningar af til-
teknum vörum,
sérstaklega þeim
sem ekki eru við-
kvæmar fyrir síð-
asta söludegi,
hafa nánast ótak-
markað geymslu-
þol. Útreikningar
á verði fljótandi
handsápu annars
vegar og upp-
vottalegi hins
vegar sýna þetta
svart á hvítu. Er
þá gert ráð fyrir
að stór brúsi sé keyptur og hellt úr
honum yfir á smærri og handhæg-
ari brúsa sem eru til heima fyrir.
Gott er að nota plasttrekt, sem kost-
ar lítið, til að síður hellist niður.
Hér sannast hið fomkveðna að
margt smátt gerir eitt stórt.
DV fór á stúfana og kannaði verð
á uppþvottalegi í stórum umbúðum.
Tilefnið var sala verslunarinnar
Europris á uppþvottalegi í 4 lítra
brúsum. Eftir vangaveltur í búðinni
var ákveðið að kaupa slíkan brúsa
og þegar heim var komið rann upp
fyrir fólki að þar var verið að gera
kjarakaup. Áður en lengra er haldið
er sjálfsagt að taka fram að hér
verður ekki lagt mat á gæði, hvorki
uppþvottalagar né handsápu, og
eðlilegir fyrirvarar því viðhafðir.
í Europris í Skútuvogi kostaði 4
lítra brúsi af upp-
þvottalegi 285
krónur. Vinsæll
uppvottalögur í
500 ml brúsa í
annarri verslun
kostaði 209 krón-
ur. Ef verð þessara
uppþvottalaga er
runreiknað í lítra-
verð verður lítra-
verðið á 4 lítra
brúsanum 72 krón-
ur en lítraverð
litla brúsans 418
krónur. Litli brús-
inn er þannig um 6
■sinnum dýrari en
sá stóri. Til að
sýna verðmuninn
enn betur reiknuðum við líka hvað
4 lítrar af uppvotta-
legi í 500 ml brúsum
kostuðu samanborðið I - S.
við 4 lítra í einum
brúsa. Uppþvottalög-
ur í 4 lítra brúsa kost-
aði 285 krónur en átta
500 ml brúsar kost- Í
uöu samtals 1672 «*|
krónur. Þarna er ver-
ið að borga nær I
sexfalt meira fyrir
sama magn af upp-
þvottalegi. Beinn
sparnaður er um 1400
krónur. Eitthvað fyr- | "
ir hagsýnar húsmæð- j “hj
ur.
Handsápa er einnig
gott dæmi um hag-
jjg 8run sæbe
Grcnn sape
í RV.«4lMfO0
mi'Biír
sýni þess að
kaupa inn í stór-
um umbúðum. í
Rekstrarvörum
má fá fljótandi
handsápu í 5 lítra
brúsum sem
kosta 898 krónur.
TO samanburðar
má nefna verð á
algengri hand-
sápu i 300 ml ’
áfyllingarbrúsa
(án pumpu) sem
er 169 krónur.
Lítraverð á stóra -
brúsanum er 180
krónur en líta-
verö á þeim litla
563 krónur. Mun-
urinn er rúmlega þrefaldur. En
kaupi maður 5 lítra
af handsápu í 300 ml
brúsum kostar það
samtals 2817 krónur
en 5 lítra brúsinn er
á 898 krónur. Mun-
urinn er rúmlega
þrefaldur. Beinn
———1. sparnaður er um
2000 krónur.
Samtals má því
spara um 3400 krón-
ur með þvl að kaupa
bæði uppþvottalög
og fljótandi hand-
sápu í stórum um-
búðum í einni inn-
kaupaferð.
Fleiri dæmi mætti
taka en 5 lítrar af
«U0*4|M 51
i*»S*t*m*,i
RV-uppþvottalegi kosta
620 krónur og 5 lítrar af
grænsápu (blautsápu)
1118 krónur. í Europris
má fá 4 lítra af grænsápu
á 285 krónur og 4 litra af
alhliða hreingerninga-
legi einnig á 285 krónur.
Lesendur geta síðan bor-
ið verð þessara stóru
eininga við verð á hefð-
bundnum neytenda-
pakkningum. Og
séð svart á hvítu
að það er auð-
velt að spara.
Vakin er athygli
á að íleiri versl-
anir selja
hreinlætis-
vörur í stórum umbúðum
á hagstæðu verði og
sjálfsagt fyrir les-
endur að nýta sér
það. -hlh
Margt smátt...
Brúsi eins og
þessi er til á flest-
um heimilum.
Hella má á hann
úr stærri brúsa og
spara umtalsverö-
ar fjárhæöir. Rétt
er aö taka fram aö
brúsinn á myndinni
er ekki inni í verö-
samanburöi hér til
hliðar.
Byssuskápur
Örugg geymsla fyrir byssurnar.
Veiðihornið:
Byssu-
skápar
Veiðihornið hefur hafið inn-
flutning á öflugum stálbyssu-
skápum frá Infac. Byssur eru
ekki barna meðfæri og ráðleg-
ast er að forða þeim frá því að
lenda í höndum misjafnra
manna. Þó að húsið sé vel
varið verður aldrei of
varlega farið.
Skápamir eru til í 7
stærðum og gerðum, fyrir
3, 5, 7 og 12 byssur, með
hliðarhillum eða án.
Skáparnir eru einnig fá-
anlegir með læstu innra
öryggishólfi. Verð á In-
fac-byssuskápum er frá
kr. 33.990. Byssuskáparn-
ir fást i Veiðihorninu
Hafnarstræti, Síðumúla
og Kringlunni. -hlh
Breiðbandið:
Hvetur til sítengingar myndlykils
„Vegna breytinga sem gera þarf á
rásaröðun Breiðbandsins þarf
myndlykillinn að vera í stöðugu
sambandi við rafmagn næstu daga
til þess að hægt sé að uppfæra hann.
Breytingamar em vegna innleiðing-
ar stafræns sjónvarps.“
Þessi auglýsing kemur á sjón-
varspskjá þeirra sem nota þjónustu
Breiðbands Landssímans. Auglýs-
ingin kemur á sama tima og fréttir
berast af eldsvoðum vegna þess að
kviknað hafi í heimilistækjum, m.a.
sjónvörpum og fleiru sem þeim til-
heyrir eins og myndlyklum.
Slökkviliðið hefur hvatt fólk til þess
að slökkva ekki á tækjunum með
fjarstýringu heldur taka þau úr
sambandi. Varðstjóri í slökkvilið-
inu segir þessa auglýsingu því frem-
ur óheppilega, því yfirleitt séu þessi
tæki saman á fjöltengi og annað-
hvort séu þau öll tekin úr sambandi
eða engin. Hann býst ekki við að
stór hópur nái í sérstakt fjöltengi
fyrir Breiðbandsmyndlykilinn en
auðvitað geri það einhverjir.
Hjá Landssímanum fengust þær
upplýsingar að vegna uppsetningar
stafræns sjónvarps þurfi að búa til
nýtt rými fyrir það í tíðnibandinu
og þá þurfi að raða rásunum upp á
nýtt. Ef slökkt sé á myndlyklinum
tekur hann ekki við upplýsingum um
að búið sé að færa rásirnar og hvar
þær verði eftir breytingarnar, t.d.
hvar Eurosport eða DK-1 sé að fmna.
Búist er við að þessum breytingum
verði lokið nk. miðvikudag, og út-
sending stafræns sjónvarps hefjist
eigi síðar en 10. nóvember nk. -GG
NYR DISILJEPPI, JEEP GRAND
CHEROKEELAREDO
Turbo Dísil 3,1 sjálfskiptur, rafdr. rúður,
sæti.
Samlitur, litað gler, C.D. o.fl.
Verð: 4.790 þús. ATH. SKIPTl.
Bílasalan Höfðahöllin, Vagnhöfða 9
S. 567-4840/694-3308
Drif á öllum
Bestu kaupin á fjórhjóladrifsbíl sem hægt er að
gera. Mikið úrval fyrsta flokks bíla.
Gott á bilathing.is
Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is
BÍLAÞINGÉEKLU
Númer eitt I notuðum bflum!