Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 Fréttir DVAflYND SIG- URÐUR JÖKUa „Nei, þegar þessar myndir voru teknar var heiöagæsin talin í hættu. Nú hafa reglur Evrópusambandsins og veiðireglur í Bretlandi gert það að verkum að gífurleg fjölgun hefur orðið í stofninum. Því finnst heiða- gæs nú mun víðar og í miklu meiri mæli hér á landi en áður. Á þeim tíma er myndin var tekin áttu þessi sjónarmið hins vegar full- an rétt á sér. Breyttum ekki vísinda- legum niðurstöðum - Hvað finnst þér um orð Valgerðar Sverrisdóttur við- skiptaráðherra sem efaðist m.a. á þingi um heiðarleika visindamanna sem gagnrýndu VSÓ og Landsvirkjun fyrir að misfara með rannsóknir þeirra í tengslum við umhverflsmat? „Það ekki í mínum verkahring að gefa ráðherrum einkunnir.“ - Var Landsvirkjun visvitandi að hagræða niðurstöðum vísinda- manna? „Það er af og frá að við séum að afflytja, breyta eða hagræða vís- indalegum niðurstöðum. Eins og rækilega hefur verið bent á þá kem- ur slíkt ekki til greina auk þess sem öll grunngögn eru opin almenningi og tekin til skoöunar hjá skipulags- stjóra sem úrskurðar í þessum efn- um.“ Vísindamenn gangi ekki of langt - Af hverju telxu- þú að þessar ásakanir komi upp núna? „Það er augljóst að þeir vís- indamenn sem hæst hafa látið í sér heyra að undanfórnu eru Umdeild virkjunaráform vegna stækkunar álvers í Hvalfirði: „ Norðlingaöldulón er eini kosturinn" - miðað við þann tíma og byggingarhraða sem um er rætt Nafn: Friörik Sophusson Aldur: 59 ára Heimili: Reykjavík Staöa: Forstjóri Landsvirkjunar Efni: Virkjunarmál og gagnrýni umhverfisverndarsinna - Áform Landsvirkjunar og ís- lenskra stjómvalda um virkjanir á hálendi íslands eru stöðugt í um- ræðunni. Mikilsmetið fólk lætur í sér heyra og nú síðast er erlent náttúmvemdarfólk gengið til liðs við baráttu íslenskra umhverfis- vemdarsinna, m.a. vegna fyrir- hugaðs Norðlingaöldulóns. Efast þú aldrei um að við séum á réttri braut í virkj unarmálum? „Aðalatriðið frá mínum sjónar- hóli er að við séum að vinna af heil- indum að virkjunarmálum á grund- velli laga og finna hinn gullna með- alveg, þannig að við getum nýtt dýr- mætar og hreinar orkuauðlindir án þess að ganga um of á náttúruna til að bæta lífskjörin. Við verðum að hafa þaö í huga að það hafa orðið stórkostlegar breyt- ingar í afstöðu manna til virKjana á undanfömum árum. Ég minni á að það er ekki langt síðan menn voru að tala um stórt lón í Þjórsárverum og lón á Eyjabakkasvæðinu. Nú er einungis verið að tala um lítið lón sem vatnar inn í friðland Þjórsár- veranna og með Kárahnjúkavirkjun hefur verið hætt við lón á Eyja- bökkum." - Nú hafa fuglavemdarsjónar- mið verið ofarlega á blaði gagn- vart miðlunarlóni við Norðlinga- ölduveitu. Eiga þau ekki fullan rétt á sér? „Þegar litið er til fuglaverndar- sjónarmiða hefur komið í ljós að hættan fyrir heiðagæsina er miklu minni en hingað til hefur verið talið. Hér er aðeins verið að hrófla við mjög litlu broti af því varpsvæði sem heiðagæsarinnar. Þá hefur einnig fjölgað stórkostlega í stofninum á undanfórnum árum. Þetta lýsir sér meðal annars í því að heiðagæs verp- ir núna víðast um landið samkvæmt nýlegum rannsóknum. Rök þeirra sem hafa lýst yfir andstöðu við gerð miðlunarlóns viö Norðlingaöldu eru verulega lituö tilfinningum. Auðvit- að ber okkur þó að hlusta á rök þeirra og koma til móts við þau viðhorf eins og kostur er.“ Heiðagæsin ekki í hættu - Bmgðið hefur verið upp göml- um kvikmyndum þekkts bresks umhverfisvemdarsinna af Þjórs- árverum. Þú hefur sjátfúr rætt við Falcon Scott, son höfundar mynd- arinnar sem kom hér á dögunum. Em menn þá að ýkja hættuna sem Þjórsárverum stafar af fyrirhug- uðu miðlunarlóni? Daivegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Slmi: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða þekktir andstæðingar Norðlinga- ölduveitu. Það er þvt ekkert óeðli- legt að þeir sýni andstöðu sína núna. Mér finnst hins vegar að þeir verði að gæta sín að ganga ekki of langt í baráttu sinni undir yfirvarpi vísindanna." Hörður Kristjánsson blaöamaöur Umhverfisverndarsamtök mikilvæg - Hvaða álit hefur þú á umhverf- isvemdarsinnum í Ijósi þess sem gerst hefur að undanfórnu? „Umhverfisvemdarsinnar eru fólk eins og gengur og gerist. Það er mjög mikilvægt að til séu frjáls fé- lagasamtök um umhverfisvernd. Samt þarf að foröast öfga í umræð- unni sem allra mest, því slíkt leiöir ekki til góðs.“ - Þú hefur margoft áður lýst kostum þess að gera miðlunarlón í jaðri Þjórsárvera. Er enginn ann- ar kostur sem gæti gert þar sama gagn og Norðlingaölduveita? „Það er gert ráð fyrir þessum kosti í friðlýsingu Þjórsárvera með tilteknum skilyrðum og hann hefur verið lengi til skoðunar. Ástæðan fyrir því að við leitum eftir þessari veitu er sú að þetta er langhagstæð- asti kosturinn og hann er skynsam- legur, vegna þess að umhverfis- áhrifm eru ekki umtalsverð eins og kemur fram í úrskurði Skipulags- stofnunar." Forsenda stækkunar álvers - Er Norðlingaöldulón forsenda fyrir stækkun álvers Norðuráls í Hvalfirði? „Já, Norölingaöldulónið er for- senda fyrir stækkun álversins ef það á að byggjast á þeim tíma sem fyrirhugað er. Einnig með tiiliti til þess orkuverðs sem um er rætt.“ - Er þá enginn annar kostur í stöðunni? „Ekki á þessari stundu miðað við þann tíma og byggingarhraða sem um er rætt varðandi álverið.“ - Eruð þið að einhveiju leyti skaðabótaskyldir ef Landsvirkjim getur ekki útvegað rafmagn til stækkunar álvers í Hvalfirði? „Nei, ekki á þessu stigi. Það liggja enn ekki fyrir undirritaðir formleg- ir samningar. Það er búið að ná nokkum veginn samkomulagi um verð og fyrirliggjandi er viljayfirlýs- ing en ekki formlegur samningur. Ég tel því að við séum ekki skaða- bótaskyldir vegna þess aö við höf- um ávallt haft þann fyrirvara að eft- ir sé að fá leyfi fyrir Norðlingaöldu- virkjun. Sama gildir um önnur virkjunaráform á vegum annarra aðila, bæði Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðumesja sem koma til með að útvega hluta af því raf- magni sem til þarf.“ Kárahnjúkavirkjun er ekki í höfn - Nú eru menn heldur ekki á eitt sáttir varðandi Kárahnj úkavirkj - un þótt undirbúningsframkvæmd- ir séu þegar famar af stað. Þá hef- ur í það minnsta eitt stórt verk- takafyrirtæki, sænska fyrirtækið Skanska, dregið sig til baka varð- andi tilboðsgerð. Er engiirn vafi á því í þinum huga að Kárahnjúka- virkjim verði að veruleika? „Ég hef margoft sagt að þetta mál er ekki komiö í höfn. Það er ekki fyrr en í lok mánaðarins sem við fáum tilboð í verkið og þá fyrst get- um við metið hvort þau era í sam- ræmi við okkar kostnaðaráætlanir. Enn liggur heldur ekki fyrir undir- ritaður samningur um orkuverö þannig aö málið er ekki endanlega í höfn.“ - Ertu ekkert hræddur um að Alcoa hætti við sín áform um byggingu álvers? „Sé miðað við þær viðræður sem átt hafa sér stað við Alcoa fram að þessu þá er áhugi þeirra á að taka þátt í þessu verkefni mjög mikill. Það hefur ekkert komið fram sem segir okkur að sá áhugi hafi dvín- að.“ Verður að vera arðsamt - Ertu enn bjartsýnn á að þetta gangi upp? „Ég held að vandinn verði ekki samskipti okkar við Alcoa. Það er þó alveg ljóst að við munum ekki semja við Alcoa nema við teljum að arðsemin verði ásættanleg. Við munum um leið og tilboðin berast setja mikla vinnu í gang við að fara ofan í arðsemisútreikninga á grund- velli nýrra forsendna. Þá hafa eig- endur Landsvirkjunar tilnefnt menn til að fara yflr forsendur og útreikninga okkar hvað þetta varð- ar. Það skiptir öllu máli frá sjónar- hóli Landsvirkjunar að arðsemi þessa verkefnis sé nægjanleg.“ Lítil breyting þótt vinstri- stjórn tæki við - Nú em alþingiskosningar í vor. Ef vinstristjóm, t.d. Samfýlk- ingar, Framsóknarflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs tæki þá við völdum, tel- ur þú að það myndi hafa áhrif á virkjunaráform Landsvirkjunar? „Ég tel að það yrðu ekki veruleg- ar breytingar á stefnu stjómvalda í virkjunarmálum þó að þessir flokk- ar stæðu að næstu ríkisstjórn. Ég hef enga ástæöu til að ætla það.“ - Hver yrði þín óskaríkisstjóm? „Mín óskaríkisstjórn er ríkis- stjóm sem hefur skilning á því að það þarf aö bæta lífskjör íslensku þjóðarinnar í takt við lífskjarabæt- ur í öðrum löndum. Til þess að slíkt sé hægt þá þarf m.a. að nýta nátt- úruauölindir landsins skynsam- lega.“ - Freistar þín ekkert að taka slaginn og hella þér á nýjan leik út í pólitíkina? „í starfi mínu er nóg af verkefn- um og þar tek ég slaginn." REYKJAVÍK AKUREYRI Sólartag í kvöld 16.40 16.15 Sólarupprás á morgun 08.48 09.40 Síðdegisflóö 23.55 4.15 Árdegisflóó á morgun 12.36 16.56 mmmmm Skúrir suðaustan til Austlæg átt, víöa 8-13 m/s, en 13-18 m/s, viö suöurströndina. Skýjaö veröur meö köflum og skúrir suðaustan- og austanlands. Hvessir heldur meö kvöldinu. Hiti veröur á bilinu 0 til 5 stig. Léttskýjað sunnan heiða Noröaustanátt, 10-15 m/s, veröur ríkjandi suöaustanlands en annars staðari heldur hægari. Skúrir eða él verða norðaustan og austan til. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Hiti O” Hiti 0* ÍyÍ? Hití 0* til V til T til -ÍO0 Vindur: 5-10 ">A Vindur: 5-10 "V* Vindur: 5-10"/* 7» 71 71 Norðaustanátt verur ríkjandi. Dáritll él norðarv- og austanlands. Bjartviöri á Suður- og Vesturiandi. Enn verður noröaustanáttin rikjandi. BJart sunnan- og vestaniands. Kólnandi veður og víða vægt frost. Veðurstofan gerir ráö fyrir hægri breytilegri átt, skýjað veröur með köflum og él viða um land. Mildast við suöurströndina. IBk Logn m/s 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvlörl 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 • i j .-j' i.j- AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK KIRKJUBÆJARKL. RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ ST0KKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBUN HAUFAX HAMBORG FRANKFURT JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALL0RCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG skýjaö 2 léttskýjað 1 úrkoma í grennd 5 úrkoma í grennd 1 léttskýjað 4 léttskýjað 3 léttskýjaö 4 léttskýjað 4 léttskýjað 5 skýjaö 3 snjókoma -4 léttskýjaö 3 hálfskýjaö -3 -2 rigning 6 heiöskírt -2 heiöskírt 20 alskýjaö 8 léttskýjaö 20 skýjaö 5 þokumóöa 16 léttskýjaö 12 skýjaö 12 þokumóða 3 skýjað 7 úrkoma í grennd 2 rigning 14 rigning 4 léttskýjaö 23 heiöskírt 4 skýjaö 6 skýjaö 6 alskýjaö 20 rigning 16 léttskýjaö 8 alskýjaö 14 alskýjað -7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.