Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2002, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2002 DV 1&M Jólaforskot 20% afsláttur af nýjum vörum til l. des. Laugavegur 20t á korni Laugavegar og Klapparstígs. Sími: 552 2515 Hjá Bíialandi erum vió meö nokkra vel meö farna Larid Rover bíla á frábæru veröi og á bilatand.is eigum viö mikiö úrval af noiuöum bítum á góöum kjörum. Mercedes ML320 Nýskr. 09/1999, 3200CC, 5 dyra, sjðlfskiptur, grænn, ekinn 55 þ. 3.990 þ. 575 1230 Opiö mán-fös 09-18 og lau 10-16 jEZllSQSE HLEÐSLU/ BORVEL iyi ■■ uia uci ninii ■ og þú kemur reglu á hlutina! Oruggur staður fyrir FíSTO verkfærin og alla fylgihluti sfml: 533 1334 fax: Fyrirtækin koma með 4 til 4,5 milljarða í mótframlög: Duglegri að spara en reiknað var með Þátttaka launafólks í viðbótarlífeyr- issparnaði hefur orðið töluvert meiri en gert var ráð fyrir við gerð kjara- samninga árið 2000. Kostnaður at- vinnulífsins vegna viðbótarlífeyrisins nemur orðið um 4 til 4,5 milljörðum, einum og hálfum milljarði meira en gert var ráð fyrir. Frá miðju ári 2000 og til ársloka 2001 námu mótframlög launagreiðenda 1% gegn 2% spamaði launamanns en á árinu 2002 hækkaði mótframlag þeirra í 2%. Verji launa- maður 4% launa sinna til viðbótarlíf- eyrissparnaðar er sú greiðsla undan- þegin staðgreiðslu. Auk þess fær hann nú 2% mótframlag frá launagreiðanda auk tíundar síns framlags frá launa- greiðanda. Samtals renna því 6,4% af launum til viðbótarspamaðar í því til- viki sem launþegi nýtir allan rétt sinn. Frá 1. júlí á þessu ári fá allir launamenn 1% til viðbótar í lífeyris- sjóð, óháð eigin sparnaði. Viðbótarlífeyrissparnaður Áhugi launþega á aö leggja til hliöar í viðbótarlífeyri hefur aukist. Við samningsgerðina 2000 var lagt mat á kostnað atvinnulífsins vegna þessara nýju ákvæða. Gengið var út frá því að 15% launamanna hefðu þeg- ar tekið upp viðbótarspamað en ný samningsákvæði myndu kosta at- vinnulífið mismikið eftir því um hvaða hópa væri að ræða. í samning- unum við Flóabandalagið var reiknaö með að ríflega þriðjungur verkafólks hefðu tekið upp viðbótarsparnað á samningstímanum og það myndi valda atvinnulífmu 0,7% kostnaðar- auka í heild á samningstímanum öll- um. Heldur meiri þátttöku, og þar með kostnaði, var vænst hjá verslun- armönnum og mestri hjá iðnaðar- mönnum. í heild var reiknað með tæplega helmingsþátttöku í lok samn- ingstímans sem valdið hefði um 0,9% kostnaðarauka fyrir atvinnulífið. Aukin áhugi launþega á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyri hefur aukið kostnað atvinnurekenda heldur meira en reiknað er með. Nú er gert ráð fyr- ir 1,4% kostnaðarauka. -NH DV-MYND GVA Forsetaheimsókn í Listaháskólanum Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, spjallar viö nemendur í hinni nýju arkitektadeild Listaháskóla íslands. Viö hliö Ólafs stendur rektor skólans, Hjálmar H. Ragnarsson. Ólafur Ragnar kynnti sér á föstudag starfsemi skólans og þá hrööu uppbyggingu sem þar hefur átt sér staö síöan skólinn var settur á stofn fyrir þremur árum. í lok heimsókn- arinnar tók forsetinn þátt í málstofu meö nemendum tónlistar- og leiklistardeildar. Sveitarfélögin á íslandi: Fjárfestingar jukust um 60% milli ára Sveitarfélögin á íslandi voru nauð- beygð til að koma til móts viö það sem var að gerast á almennum launamark- aði þegar launaskriöið var sem mest til að koma í veg fyrir að starfsfólk hyrfi í stórum stíl til annarra starfa vegna launamunar. Þetta sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjómar Sambands íslenskra sveitar- félaga, m.a. á fjármálaráðstefhu sveit- arfélaga sem hófst á fimmtudag. „Þegar hægir á þessu ferli hafa fyr- irtæki á almennum markaði mun meiri sveigjanleika til að draga úr launakostnaði en sveitarfélögin. Þau eru skyldug til að halda uppi marg- háttaðri þjónustu sem tekur mið af föstum reglum sem gefur ekki mikinn sveigjanleika til að laga starfsemina að breyttum forsendum. Þessi stað- reynd hefur veruleg áhrif á fjárhags- lega stöðu þeirra," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Tekjur sveitarfélaganna í landinu eru áætlaðar um 70 milijarðar króna á þessu ári og fara um 46 milljarðar þeirra, eða um 65%, beint til greiðslu launakostnaðar. Allt að 19 þúsund manns starfa nú hjá sveitarfélögunum í um 15 þúsund stöðugildum. Er það um 10% af vinnumarkaði hér á landi og sambærilegur fjöldi og starfar hjá ríkinu. Heildartekjur sveitarfélaganna í landinu voru 65,1 milljarður króna og hækkuðu um 18% frá árinu á undan. Nettókostnaður sveitarfélaganna var á sama tíma 53,8 milljarðar og hækk- aði um 17% frá fyrra ári. Skuldir sveitarfélaganna jukust á árinu 2001 og námu 64,2 milljörðum í árslok sem er um 3,1 milljarðs króna hækkun á milli ára. Fjárfestingar sveitarfélaganna námu samtals 16,2 milljörðum króna á árinu 2001 en síð- ustu ár hafa nettófjárfestingar numið 10 milljörðum króna á ári. 8,7 millj- arða króna vantaði upp á að skatttekj- ur sveitarfélaganna nægðu fyrir rekstri, fjármagnskostnaði og fjárfest- ingum á árinu 2001. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.